Morgunblaðið - 24.05.1985, Side 43

Morgunblaðið - 24.05.1985, Side 43
43 MORGUNBLAÐID, FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 1985 Bára Jónsdóttir gaf skólanum útsaumsmynd til minningar um tvo sonarsyni sína. Með henni á myndinni er Marteinn Friöriksson, formaður skólanefnd- ar. Frú Hermína S. Kristjánsson, fyrr- verandi yfirkennari við Tónlistar- skólann í Reykjavík, aðalhvatamað- ur að stofnun Tónlistarskólans á Sauðárkróki, og Eva Snæbjarnar- dóttir, núverandi skólastjóri, að baki hennar. Skólaslit og 20 ára afmæli tón- listarskólans á Sauðárkróki Sauóárkróki, 20. maí. TÖNLISTARSKÓLANUM á Sauðárkróki var slitið sl. laugardag í Safnahúsi Skagfirðinga. Jafnframt fóru þá fram 3. og síðustu vortónleikar skólans. í skólaslitræðu sinni minntist skólastjórinn, Eva Snæbjarnardóttir, þess, að 20 ár eru nú liðin frá stofnun skólans. Á þessu tímahili hafa skólastjórar verið tveir, Eyþór Stefánsson frá 1965 til 1974, er núverandi skólastjóri tók við. Fyrsti formaður skólastjórnar var Stefán Ólafur Stefánsson, stöðvarstjóri, núverandi formaður er Marteinn Friðriksson, fram- kvæmdastjóri. í vetur stunduðu 147 nám við skólann, en fyrsta árið voru nem- endur 20. Skólinn hefur löngum átt við húsnæðisvanda að stríða. Kennt var víða í bænum þar til árið 1983 að tekið var á leigu hús- næði að Borgarmýri 1, og þar fer nú kennsla fram, að mestu leyti. í ræðu sinni þakkaði skólastjór- inn ýmsum aðilum velvild og stuðning á liðnum árum. Sérstak- ar þakkir fæði hún Hermínu S. Kristjánsson, fyrrverandi yfir- kennara við píanókennaradeild Tónlistarskólans í Reykjavík, en hún var aðalhvatamaður að stofn- un skólans hér á sinni tíð, og próf- dómari í mörg ár. í tilefni afmæl- isins færði Hermína skólanum að gjöf 8 vandaðar hljómplötur. Hún var heiðursgetur skólans við skólaslitin. í þakklætis- og virð- ingarskyni voru hún og Eyþór Stefánsson, fv. skólastjóri, hyllt með langvarandi lófataki. Frú Bára Jónsdóttir gaf skólanum stóra mynd, sem hún hefur sjálf saumað, til minningar um tvo son- arsyni sína, Björgvin og Egil Ant- onssyni, sem báðir létust ungir að árum. Egill var nemandi við tón- listarskólann um hríð, og þeir bræður báðir voru gæddir góðum tónlistarhæfileikum. Þá hefur Menningarsjóður Sparisjóðs Sauðárkróks gefið skólanum fjár- hæð til hljóðfærakaupa. Við skólaslitin var í fyrsta sinn úthlutað úr sjóði, sem Eyþór Stef- ánsson stofnaði 1980. Tilgangur sjóðsins er að styrkja efnilega nemendur, sem hyggja á frekara tónlistarnám. Styrkinn hlaut að þessu sinni Þórólfur Stefánsson, fyrrum nemandi við skólann, sem nú leggur stund á gítarleik við Tónskóla Sigursveins D. Krist- inssonar í Reykjavík. Marteinn Friðriksson, formaður skólanefndar, flutti ræðu, þar sem hann m.a. gagnrýndi það, að tón- listarskólar njóta ekki sömu að- stöðu og aðrir skólar á landinu á margan veg. Hann þakkaöi skóla- stjóra og kennurum vel unnin störf, og færði þakkir þeim, sem greitt hafa götu skólans á liðnum árum. Að ræðu hans lokinni léku nem- endur á ýmis hljóðfæri við ágætar undirtektir. Þá tók Magnús Sigur- jónsson, forseti bæjarstjórnar, til máls og flutti heillaóskir bæjar- stjórnar Sauðárkróks og bauð, f hennar nafni, öllum viðstöddum til samsætis í safnaðarheimilinu. Kári. /StTfUchael/ MIMSFRÆG GÆÐAVAM’ FRÁ i Marks & Spencer Samvinna skilar árangrí THOMSOIM tæknisamvinna Japana, Þjóðveija, Svía og Frakka Ótal gerðir myndbandstækja bjóðast á íslenskum markaði — mismunandi hvað varðar tæknibúnað, verð og gæði. Kaupandann skiptir höfúðmáli að fá tæknilega fúllkomið og öruggt tæki á sem lægstu verði. Samvinna Japana, Þjóðveija, Svía og Frakka hefúr einmitt gert það mögulegL Thomson mynd- bandstækin eru tæknilega mjög fúllkomin, framhlað- in, með þráðlausa fjarstýringu, sjö daga upptöku- minni, tölvustýringu með snertitökkum, myndspólun fram og aftur á tiföldum hraða og fjölmörg atriði önnur. Slíkt er sjálfsagt þegar tæki frá Thomson á í hlut En þrátt fyrir framangreind atriði kostar þetta fúllkomna tæki einungis 39.930 krónur. Við spjöllum saman um útborgun og greiðsluskilmála — og komumst örugglega að samkomulagi. nirorn nmnww SAMBANDSINS ÁRMÚLA3 SÍMAR 687910-8/266

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.