Morgunblaðið - 24.05.1985, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 24. MAI 1985
Hvaðan komum við?
Jón Á. Gissurarson, Sjafnargötu
9, skrifar:
Þættirnir „Hvaðan komum
við?“ — þættir Árna Björnssonar,
þjóðfræðings, og Borgars Garð-
arssonar, leikara, eru með miklum
ágætum.
Borgar opnar okkur innsýn í
heim liðinna kynslóða með lát-
bragði einu og tali, en notast
hvorki við leiktjöld né muni. Þó
verður allt amstur liðinna kyn-
slóða ljóslifandi og minnisstætt.
Einungis elstu Islendingar lifðu
við þessi skilyrði og þó aðeins að
hluta en heyrðu sér eldri menn og
konur lýsa öðru, t.d þegar
steinolíulampar leystu grútartýru
af hólmi. Ég minnist gamlingja,
sem töldu þau umskipti mestu
byltingu á sinni ævi.
Ég hefði talið til bóta að skjóta
inn gömlum þjóðlífsmyndum svo
sem úr Ferðabók Gaimards þess
franska. Örlitlar athugasemdir:
inn-nesjamenn sunnan Reykjavík-
ur svo og allir Suðurnesjamenn
segja inn í Reykjavík, en allir aðr-
ir landsmenn segja suður í
Reykjavík. Konur stóðu aftan við
ær er þær mjólkuðu en ekki til
hliðar þeim. Geta hefði mátt þess
að fyrstu nyt í kvíum fékk smalinn
í hvert mál sem hann drakk af
skjólubarmi.
Fræðslumyndasafn ríkisins ætti
að fá þætti þessa til dreifingar í
skólum. Þeir yrðu ungum börnum
fræðsluauki um uppruna sinn og
hollur samanburður á kjörum
manna fyrri alda og líðandi
stunda. Ekki spillir að þeir eru
bráðskemmtilegir og hljóta að
vera ódýrir enda litlu til þeirra
kastað.
Þessir hringdu . .
Wham
í sjónvarpið
H.K. hringdi:
Ég sá í Mbl. 22. maí að verið
var að fara fram á við sjónvarpið
að endursýna tónleikana með
Duran Duran. Það er búið að
sýna tónleikana tvisvar og finnst
mér sjálfsagt að sjónvarpið sýni
frekar tónleika með hljómsveit-
inni Wham.
Einnig kom í Mbl. um daginn
heil síða með Duran Duran. Á
ekki að birta eins um Wham?
Hver
týndi úlpu?
Birna hringdi:
Ég vinn í Borgarbókasafninu.
Þriðjudaginn 14. maí komu inn í
safniö drengir undir 12 ára aldri
og tylltu sér við taflborð og sátu
þar smástund. Einn þeirra
gleymdi úlpunni sinni. Hún er
grá og svört með hvítri rönd og
er hér enn á safninu. Hægt er að
vitja hennar á efri hæð Borgar-
bókasafnsins.
Boltaleikir
bannaðir
R. hringdi:
Við fórum tvær vinkonur með
börnin okkar í Laugardalsgarð-
inn fyrir stuttu. Veðrið var
Úr grasagarðinum í Laugardal.
dásamlegt. Við settumst niður
og fengum okkur kaffisopa og
börnin hlupu glöð um á þessum
stóru grasbölum, sem þarna eru.
Við höfðum tekið með okkur
lítinn bolta og fóru börnin í
boltaleik. Vörðurinn benti okkur
á að boltaleikir væru bannaðir.
Þetta finnst okkur furðulegt,
vægast sagt.
Ef þetta hefðu verið strákar í
fótbolta og látið illa, hefði verið
skiljanlegt að vörðurinn hefði
bannað það. Þarna voru í sól-
skininu þetta síðdegi yfirfullar
öskutunnur og drasl í kring. Nær
hefði verið að vörðurinn hefði
séð um að fjarlægja það í stað-
inn fyrir að rífast út af einum
litlum bolta.
P.S. Gaman væri að vita hvort
S.S., sem hringdi til ykkar 1.
maí, væri karlmaður eða kona.
Netagerðin Ingólfur hf.,
Vestmannaeyjum
Til sölu
Netageröin Ingólfur hf. í Vestmannaeyjum
er til sölu. Fyrirtækiö er í fullum rekstri og
næg verkefni framundan.
Allar nánari uppl. veitir Ágúst Karlsson,
bókhaldsskrifstofa, Vestmannaeyjum,
sími 98-1217.
SÍÖumúla33
símar81722 og 38125
Nytizkuleg
bílaþvottastöð
Viö bjóðum forþvott, sápuþvott, 2-þátta bón og
þurrkun.
Stöðin getur tekið bíla sem eru allt að 225 cm á breidd
og 227 cm á hæð. Við gefum fólki kost á aö fá nýtt
byltingarkennt efni, Poly-lack, borið á bílinn meöan þaö
bíður (20 mín. á bíl).
Poly-lack inniheldur acryl sem gefur bílnum geysifalleg-
an gljáa, skýrir litina og endist lengi.
í Þýzkalandi er þetta efni borið á alla Mercedes Benz
áður en þeir eru afhentir.
Opnunartími: virka daga kl. 12—20 — helgar kl.
10—19.
Bílaþvottastöðin,
Bíldshöfða 8,
(við hliðina á Bifreiðaeftirlitinu).
I