Morgunblaðið - 24.05.1985, Qupperneq 56
FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 1985
VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR.
Tillaga VSÍ um samning til ársloka 1986 kom verkalýðsforystunni á óvart:
Gert er ráð fyrir 18—24 %
kauphækkun á 13 mánuðum
— hækkanir meiri en verkalýðsforingjar áttu von á
TILLAGAN nm nýjan kjara-samning Vinnuveitendasambands íslands og aðild-
arfélaga og -sambanda Alþýðusambands íslands, sem sett var fram á fundi
forystumanna ASÍ og VSI í gærmorgun, virðist hafa komið forystumönnum
verkalýðshreyfingarinnar mjög á óvart Flestir hafa látið í Ijós áhuga á að eiga
viðræður við VSf á grundvelli tillögunnar og sumir þeirra sögðu í gær, að í
tillögunni fælust meirj kauphækkanir en þeir hefðu átt von á. Ásmundur
Stefánsson forseti ASÍ hefur ekki viljað tjá sig um efnisatriði tillögunnar.
Hann sagðist teija að þegar liði nær næstu helgi ættu línur að vera farnar að
skýrast
Guðmundur J. Guðmundsson,
formaður Verkamannasambands
tslands — sem vill ekki ganga til
samninga fyrr en í haust — sagði í
gær að sér litist illa á tillögu at-
vinnurekenda. „Hún er áferðarfall-
eg en mér þykir gyllingin þunn,“
sagði Guðmundur í samtali við
Morgunblaðið. Varaformaður sam-
bandsins, Karl Steinar Guðnason,
sagði á hinn bóginn að hann teldi
það „mikið ábyrgðarleysi að sitja
aðgerðarlaus og ræða ekki mögu-
lega kjarasamninga á meðan kaup-
máttarhrapið heldur áfram".
Framkvæmdastjórn VMSÍ ræðir
tillöguna á fundi á þriðjudaginn.
Tillagan gerir ráð fyrir að samið
verði til ársloka 1986 og að kaup-
taxtar hækki almennt um rúmlega
18% í fjórum áföngum á næstu
þrettán mánuðum, frá 1. júní nk. til
1. júlí á næsta ár; Gert er ráð fyrir
að taxtar fiskverkunarfólks, iðn-
verkafólks og almenns verslunar-
fólks og fleiri hækki nokkuð meira,
eða um liðlega 24%. Ekki er gert
ráð fyrir beinum kaupmáttartrygg-
ingum í tillögunni en samkvæmt
útreikningum Vinnuveitendasam-
bandsins ætti kaupmáttur í ár að
verða 99,9 stig ef samið yrði á
grundvelli tillögunnar. Til saman-
burðar, segir í útreikningum VSÍ,
yrði kaupmáttur 95,8 stig ef engir
samningar yrðu gerðir og 97,3 stig
ef gerðir yrðu „verðbólgusamn-
ingar“, þ.e. svipaðir samningar og í
fyrrahaust. Með slíkum samning-
um, segir VSl, yrði kaupmáttur 95,8
stig á næsta ári en 101,6 stig ef
farið væri að tillögu Vinnuveit-
endasambandsins. A sama hátt
spáir VSÍ því, að verði farin sú leið,
sem sambandið gerir nú tillögu um,
verði verðbólga frá upphafi til loka
næsta árs um 9% en 28% ef gerðir
yrðu „verðbólgusamningar". Sam-
bærilegar tölur fyrir þetta ár eru
23% og 30%.
„Þessi tillaga er sett fram vegna
þess að við sjáum fram á áfram-
haldandi rýrnum kaupmáttar fram
á haust,“ sagði Magnús Gunnars-
son, framkvæmdastjóri VSÍ. „Slíkt
getur ekki haft í för með sér annað
en áframhaldandi ójafnvægi og
ófrið á vinnumarkaði. Með þessari
tillögu hækkar kaupmáttur á samn-
ingstímanum um 10% frá því sem
hann yrði lægstur á þessu ári miðað
við óbreytt ástand. Við leggjum
megináherslu á að við viljum snúa
kaupmáttarþróuninni við, það er
sameiginlegt hagsmunamál okkar
og verkalýðshreyfingarinnar og að
sjálfsögðu væri farsælast fyrir alla,
að hægt væri að gera samning við
verkalýðshreyfinguna í heild.“
Magnús sagði að með þessari til-
lögu væri komið til móts við allar
helstu kröfur verkalýðshreyfingar-
innar: aukningu kaupmáttar, sér-
stakar kjarabætur fyrir þá verst
settu og tryggingu kaupmáttar.
„Við höfum lagt spilin á borðið og
erum ekki í neinum leik. Með þess-
ari tillögu er stefnt að því að fá fast
land undir fæturna í stað þess að
velja það óöryggi, sem fylgir stöð-
ugu jakahlaupi,“ sagði hann.
— Er þessi tillaga úrslitakostur
af hálfu Vinnuveitendasambands-
ins?
„í þessu samhengi tala menn ekki
í úrslitakostum. Menn verða hins-
vegar að gera sér grein fyrir að VSÍ
hefur með frumkvæði sínu hafið
þessar viðræður á mjög óvenju-
legan hátt og þá verða menn að
gera ráð fyrir að ekki taki við
gamla samningaþófið, sem tæki
langan tíma,“ sagði Magnús Gunn-
arsson.
Sjá nánar (jlboð Vinnuveitendaaam-
bandsina á miAopnu, álit formanna stjórn-
arflokkanna á bls. 2 og samtöl vift for-
ystumenn í verkalýðshreyrinfDmni á bls. 4
og 10.
Morgunblaðið/Sigurgeir
Þeir Ingvar og Gunnar skipstjóri á Sæfaxa eru greinilega ánægðir með fyrstu
veiðiferðina, sem sannarlega lofar góðu.
Góður humarafli í lestinni.
Vestmannaeyjar:
Humarvertíð-
in fer sérlega
vel af stað
Vestmannaeyjum, 23. maí.
EIN vertíðin hefst þá annarri lýkur.
Humarvertíðin hófst nú í byrjun þess-
arar viku og fer hún sérlega vel af
stað hjá Eyjabátum. Eru þess dæmi
að minni bátar héðan hafi fengið allt
að þriðjungi úthlutaðs kvóta { fyrstu
vciðiferðinni sem stóð yfir í tvo daga.
Voru fyrstu bátarnir að landa í gær
og allir með góðan afla, frá þetta
tæpu tonni minni bátarnir og allt uppí
hálft annað tonn hjá þeim stærri. Hér
er átt við slitinn humar að sjálfsögðu.
Þetta þykir mönnum við sjávarsíðuna
vera góð byrjun á vertíðinni og lofa
góðu.
Humarinn er þokkalega góður og
fer rösklega helmingur aflans i
stærsta flokk. 12 bátar héðan fengu
úthlutað aflakvóta á humar og þyk-
ir mörgum kvótinn vera rýr miðað
við ýmsa aðra útgerðarstaði. Er
þar nefnt sem dæmi að þeir fjórir
bátar sem landa hér hjá einni fisk-
vinnslustöðinni hafa samanlagt
minni kvóta en meðalbátur á
Hornafirði hefur. Heildarkvóti
Eyjabátanna allra er tæplega 70
tonn af slitnum humri og hafa
minni bátarnir þetta frá 3,5 tonn-
um en mest er á bát rúm 10 tonn.
Ef áfram veiðist jafn vel og fyrstu
tvo dagana á vertíðinni verða karl-
arnir ekki lengi að veiða upp í kvót-
ann.
— hkj.
Kristján Sveinsson
augnlæknir látinn
KRISTJÁN Sveinsson augnlæknir,
annar af tveimur Reykvíkingum sem
hlotið hefur titílinn heiðursborgari
Reykjavíkur, lézt í gær. Kristján var í
hófi sem Elli- og hjúkrunarheimilið
Grund heldur árlega 50 ára stúdent-
um og eldri er hann hné niður örend-
ur. Hann var 85 ára, fæddur 8. febrú-
ar 1900.
Kristján Sveinsson fæddist á Ríp
í Hegranesi, sonur hjónanna Ingi-
bjargar Jónasdóttur prests á Stað-
arhrauni Guðmundssonar og Sveins
\ prests á Ríp og síðar í Arnesi í
Trékyllisvík Guðmundssonar.
Kristján varð stúdent 1922 og lauk
kandidatsprófi frá Háskóla íslands
í læknisfræði vorið 1927. Eftir
kandidatspróf sigldi hann til Dan-
merkur og Þýzkalands, þar sem
hann lagði stund á framhaldsnám í
augnlækningum. Um skeið var
■» Kristján héraðslæknir á lands-
byggðinni, síðast í Dalahéraöi, en
frá 1932 eða í 53 ár rak hann augn-
læknisstofu á sama stað, í Póst-
hússtræti 17. Auk þess var hann
dósent við læknadeild Háskóla ís-
lands um 20 ára skeið. Kristján
Sveinsson ritaði allmörg rit um
augnlækningar.
Hinn 20. febrúar 1975 sæmdi
borgarstjórn Reykjavíkur Kristján
Sveinsson með því að gera hann að
heiðursborgara Reykjavíkur. Slíkan
sóma hafði aðeins einn maður hlot-
ið áður. séra Bjarni Jónssor vígslu-
biskup. f afmælisgreír sem Páll
Gíslasor læknir og forsetí borgar-
stjórnar Reykjavíkur reit i Morgun
blaöið i febrúar síðastliðnum sagði
hann m.a.: „Þaó fer ekki tramhjá
neinum, sem hefur kynnzt Kristjáni
Sveinssyni iækni, að hann er sér-
stakur mannkostamaður, sem hefur
látið samborgara sína og samtíð
njóta góðs af þessum miklu hæf-
ileikum. Hafa þúsundir sjúklinga
Viðrædur hér á
landi um Varnar-
liðsflutningana
hans getað borið þess vitm og oftasr,
án þess að hugsað sé náio um hvort
endurgjald kæmi fyrir. Þeir err.
margir. bæði yngri og etdri, sem
hafa notið góðs af læknisþjónustr
hans.‘:
Eiginkona Kristjáns Sveinssonar,
María Þorleifsdóttir, lést 1965. Þau
eignuðust tvö börn, Kristján tann-
lækni og Guðborgu bankastaris-
mann.
Bandarískur embættismaður ræddi við embætt-
ismenn í gær og hittir utanríkisráðherra í dag
YFIRMAÐUR N-Evrópudeildar bandanska utanríkisráðuneytisins,
Wenich. kom hingað til lands í gærmorgun og átti viðræður við íslenzka
embættismenn uir flutninga fyrir Varnarliðið. Sem kunnugt er yfirtóf
bandarisk' fyrirtæk vörufluimngr
skjölf bandariskre einokunariaga
„Eg get ekkert sagt um hvað
okkur fór á miili," sagði íng'/i S.
ngvarssor. ráðuneytisstjóri, ?
samtali við Morgunbiaðið í gær,
þegas hanr? var spurður hvort
Wenich hefði lagt fram nýjar til-
lögur tii lausnar deilu íslenzkra
fyrít ' arnarhðið á síðastliðm- ar i
og bandarískra stjórnvaida.
Wenich viidi ekkerr, segir um
viðræður sínar við ístenzka emb •
ættismenn, Fyrirhugac er að
hann ræði ; dag við Geh Hall-
grímsson, utanríkisráðherra.
I