Morgunblaðið - 30.05.1985, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 1985
Flutningar til vamarliðsins:
Tekjutap vegna
Rainbow300 millj.
ÍSLENSKU skipafélöRin, sem lengst af um 300 milljónum króna í tekjur
af hafa annast flutwinga á vörum til á síðustu 12 mánuðum vegna sigl-
varnarliðsins í Keflavík, hafa orðið inga á vegum bandaríska skipafé-
Iðnaðarráðherra:
Rétt að menn gera
reikninga fyrir
sérfræðiþjónustu
SVERRIR Hermannsson iðnaðarráð-
berra segist ekki geta daemt um rétt-
mæti þeirra reikninga sem starfsmenn
og nefndarmenn álviðraeðunefndar
hafa gert iönaðarráðuneytinu. Hann
segir hins vegar að menn þessir hafi
unnið störf sín vel, og þetta hafi verið
nauðsynjaverk. Sverrir segist telja að
greiðslur til þessara manna hafi verið
með svipuðum hætti og tíðkast hafi til
manna í sömu störfum í tíð forvera
hans á ráðherrastól, Hjörleifs Gutt-
ormssonar. Hann bendir jafnframt á
að engar greiðslur hafi verið inntar af
hendi frá iðnaðarráðuneytinu.
Fjármálaráðuneytið hafi móttekið
reikninga og greitt þá.
Albert Guðmundsson fjármála-
ráðherra segir aftur á móti að frá
þvi að hann tók við ráðherraembætti
hafi aldrei einn einasti reikningur
verið greiddur til nefndarmanna ál-
viðræðunefndar eða starfsmanna
hennar, öðruvísi en það hafi verið að
beiðni iðnaðarráðherra.
Sverrir Hermannsson var i gær
spurður hvort hann teldi eðiilegt að
nefndarmenn i álviðræðunefnd
Vilja hefja
yiðræður
við VSÍ
STJÓRN Verzlunarmannafélags
Reykjavíkur samþykkti í gær að
ganga til viðræðna við VSÍ með
ákveðnum skilyrðum.
Á fundi formanna landssam-
banda Alþýðusambands íslands
sem haldinn var í gær kom fram,
að fundir þeirra landssambanda
sem fjallað hafa um tilboð Vinnu-
veitendasambands íslands hafa
lýst yfir vilja til að hefja viðræður
við VSÍ þar sem látið verði reyna á
hvort samningar geti náðst.
Rafiðnaðarsambandið kemur
saman til fundar um tilboð VSl I
dag.
tækju laun sem slíkir, og jafnframt
sérstök laun sem starfsmenn nefnd-
arinnar: „Ef þeir vinna sérstök verk,
sem þeir eru kannski sérfræðingar í,
þá finnst mér rétt að þeir geri reikn-
inga fyrir sérfræðiþjónustu sína.“
Hann sagði þegar hann var spurður
hvort það væri ófrávíkjanleg regla
að samþykkja alla reikninga sem
bærust: „Nei, það er ekki svo, enda
dreg ég í efa að allir reikningar hafi
verið samþykktir, sem fram hafa
verið lagðir.“
Sjá nánar forystugrein blaðsins á
miðopnu í dag.
lagsins Rainbow Navigation Inc., að
sögn Þórðar Sverrissonar, fulltrúa
framkvæmdastjóra Eimskipafélags
íslands.
Siglingar bandaríska félagsins
hafa haft veruleg áhrif á afkomu
íslensku skipafélaganna, að þvi er
fram kom í samtölum við tals-
menn þeirra í gær. Lýstu þeir
miklum áhyggjum vegna þess hve
seint gengi að fá skýr svör um
hugsanlegar ráðstafanir banda-
rískra yfirvalda í málinu en kváð-
ust binda vonir við fyrirhugaðan
fund Geirs Hallgrímssonar utan-
ríkisráðherra og Georges Shultz,
utanríkisráðherra Bandaríkjanna,
í tengslum við utanríkisráðherra-
fund NATO í Portúgal í næstu
viku.
Morgunblaðið spurði ólaf Eg-
ilsson, skrifstofustjóra utanríkis-
ráðuneytisins, hvort rétt væri að
þar lægi tilbúið frumvarp til laga,
sem bannaði siglingar erlendra
vöruflutningaskipa hingað í skjóli
útlendra einokunarlaga. Hann
kvaðst ekki vilja tjá sig um hvaða
ráðstafana íslensk stjórnvöld
kynnu að grípa til. „Þetta er mjög
alvarlegt mál fyrir íslensku skipa-
félögin og ef ekki verður breyting
á má búast við einhverjum mótað-
gerðum," sagði hann.
Nordfoto/Slmamynd
Geir Hallgrímsson skoðaði sig um á Garði { Kaupmannahöfn í gærmorgun. F.v.
Henrik Gade Jensen, hringjari á Garði, Geir Hallgrímsson, Leif Grane, garð-
prófastur, og frú Erna Finnsdóttir, eiginkona utanríkisráðberra.
Geir Hallgrímsson á blaðamannafundi f Kaupmannahöfn:
Embættismannaviðræður
um Rockall-kröfurnar
Kaupmannahöfn, 29. maf. Fri Ib Bjornbak,
frétUriUra Morgunblateins.
GEIR Hallgrímsson, utanríkisráð-
herra, sagði á blaðamannafundi í
Kaupmannahöfn í dag, að ríkisstjórn
íslands teldi nauðsynlegt að embætt-
ismenn frá löndum þeim, sem gera
kröfur til Rockall-klettsins á land-
grunninu suður af Færeyjum, hittust
og bæru saman bækur sínar. Sagði
hann að það væri sjónarmið íslend-
inga, að samningar um skiptingu
Rockall-landgrunnsins yrðu að taka
mið af því hvaða auðlindir þar er að
finna.
Utanríkisráðherra sagði, að af-
staða Islendinga til kjarnorku-
vopna væri hin sama og Dana og
Norðmanna. Kjarnorkuvopn yrðu
ekki staðsett á Islandi án sérstaks
leyfis stjórnvalda og skip, sem
flytja kjarnorkuvopn, fengju ekki
að koma inn fyrir lögsögu lslands.
Aftur á móti taldi ráðherrann ekki
ástæðu til að kanna það sérstaklega
í hvert og eitt skipti hvort skip frá
ríkjum Atlantshafsbandalagsins
flyttu kjarnorkuvopn.
Geir Hallgrímsson var spurður
um framkvæmdir á vegum Banda-
ríkjahers á Islandi. Hann gerði
grein fyrir byggingu tveggja nýrra
ratsjárstöðva og áréttaði, að bygg-
ing oliugeyma í Helguvík og fram-
kvæmdir innan varnarstöðvarinnar
í Keflavík breyttu engu um hlut-
verk hennar.
Ráðherra sagði að hann hefði átt
gagnlegar viðræður við Uffe Elle-
man-Jensen, utanrikisráðherra
Dana, og hefði mörg málefni borið á
góma, en einkum þó samskipti Is-
lendinga og Dana, sem væru mjög
góð.
I morgun skoðaði Geir Hall-
grímsson sig um á Garði, þar sem
margir íslenskir stúdentar hafa
dvalið, og gekk á fund Margrétar
Danadrottningar. Á morgun,
fimmtudag, fer ráðherrann til Jót-
lands og skoðar þar m.a. söfn og
nýju tónleikahöllina í Árósum.
Sjá einnig: „Engin þjóð nákomn-
ari Dönum en lslendingar“, á bls.
28.
Þrír ritstjórar NT
— Helgi Pétursson, Indriði G. Þor-
steinsson og Magnús Bjarnfreðsson
MAGNÚS Ólafason ritstjóri dagblaös-
ins NT lætur af störfum nú um mán-
aóamótin og hefur verið ákveðið að
Helgi Pétursson fréttamaður taki við
ritstjórn blaðsins á næstu dögum. Þeir
Skoðanakönnun Hagvangs um fylgi flokkanna:
Verulegt fylgistap kvennalistans
EF GENGIÐ yrði til alþingiskosninga nú myndi Sjálfstæðisflokkurinn fá
41,2% atkva'óa þeirra, sem hafa tekið afstöðu, skv. niðurstöðu skoðanakönn-
unar Hagvangs, sem gerð varð fyrr í þessum mánuði. Alþýðuflokkurinn fengi
2l,3%atkvæða skv. könnuninni, Alþýðubandalagið 12,2%, Framsóknarflokk-
urinn 11,9% Samtök um kvennalista 7,4%og Bandalag jafnaðarmanna 5,4%.
Flokkur mannsins fengi 0,6%atkvæða.
Fjórflokkarnir svokölluðu hafa
allir bætt við sig fylgi síðan Hag-
vangur gerði skoðanakönnun f
febrúar sl. og þeim hefur fækkað
nokkuð, sem ekki taka afstöðu eða
neita aö svara. Könnunin náði til
alls landsins og voru 1.000 þátt-
takendur átján ára og eldri valdir
af handahófi úr þjóðskrá af
Reiknistofnun Háskóla Islands að
fengnu leyfi Hagstofunnar og
Tölvunefndar.
Samkvæmt könnuninni fengi
Alþýðubandalagið nú 8,3% at-
kvæða þeirra, sem spurðir voru en
skv. könnun í febrúar hefði flokk-
urinn þá fengið 6,6%. Alþýðu-
flokkurinn fengi nú 14,4% en
12,6% í febrúar, Bandalag jafnað-
armanna 3,6% en 3,7% í febrúar,
Framsóknarflokkur 8% nú en
6,1% í febrúar, Samtök um
kvennalista 5% nú en 6,9% í
febrúar, Sjálfstæðisflokkurinn
27,2% en 24,8% í febrúar og
Flokkur mannsins 0,4% en 0,8% I
febrúar. 4% segjast ekki ætla að
greiða atkvæði (3,4% í febrúar),
5,1% sögðust ætla að skila auðu
(6,6%), 17,6% voru óákveðnir
(21,6%) og 5,9% neituðu að svara
(6,9%).
Úrslit kosninganna vorið 1983
voru þau, að Álþýðubandalagið
fékk 17,3% atkvæða og hefur fylgi
þess verið sveiflukennt í skoðana-
könnunum síðan, Alþýðuflokkur-
inn fékk 11,7% og var fylgi hans
síðan talsvert minna fram til
febrúar sl. er það jókst skyndilega
í yfir 20%, Bandalag jafnaðar-
manna fékk 7,3% f kosningunum
og hefur jafnan fengið lakari út-
komu i skoðanakönnunum Hag-
vangs. Framsóknarflokkurinn
fékk 18,5% f kosningunum og hef-
ur fylgi flokksins síðan minnkað
jafnt og þétt þar til nú að skoð-
anakönnunin bendir til að það hafi
aukist um 2% frá því i febrúar,
Samtök um kvennalista fengu
5,5% f kosningunum og hafa f
skoðanakönnunum fengið um-
talsvert meira fylgi þótt það virð-
ist minna nú en í febrúar. Sjálf-
stæðisflokkurinn fékk 38,7% í
kosningunum en fylgi flokksins
varð mest skv. skoðanakönnun f
apríl i fyrra en svo minnkaði það
skv. könnunum fram f febrúar sl.
Sfðan þá virðist flokkurinn hafa
bætt við sig tæplega einu prósenti
f fylgi miðað við þá, sem afstöðu
taka í könnunum Hagvangs.
Indriði G. Þorsteinsson fyrrum rit-
stjóri Tímans og Magnús Bjarnfreðs-
son verða svo einnig ritstjórar við
blaðiö i júlí næstkomandi og að
minnsta kosti til næstu áramóta, skv.
upplýsingum, sem Morgunblaðið hefur
aflað sér. Óvíst mun hvort þeir verða
ritstjórar blaðsins til frambúðar ásamt
Helga.
Hákon Sigurgrfmsson, formaður
stjórnar útgáfufélagsins Nútfmans
hf., sagði í gær að hann hefði þá fyrr
um daginn fallist á að Magnús léti
af störfum um mánaðamótin. Ef nýr
ritstjóri gæti ekki tekið við blaðinu
þegar í stað gerði hann ráð fyrir að
verða sjálfur skráður ábyrgð-
armaður þess f millitfðinni.
Morgunblaðið hafði I gærkvöldi
samband við Indriða G. Þorsteinss-
on vegna þessa máls, en hann kvaðst
ekkert hafa um það að segja.
Hvorki Hákon Sigurgrfmsson né
Haukur Ingibergsson stjórnarmað-
ur og framkvæmdastjóri Framsókn-
arflokksins vildu staðfesta að þeir
Magnús Bjarnfreðsson og Indriði G.
Þorsteinsson yrðu ritstjórar blað-
sins ásamt Helga Péturssyni. „Það
hefur verið leitað til ýmissa manna
um góð ráð varðandi rekstur blað-
sins en þótt þessir tveir séu góðir
flokksmenn hefur ekkert verið end-
anlega ákveðið f þessu sambandi,"
sagði Haukur Ingibergsson.