Morgunblaðið - 30.05.1985, Page 3

Morgunblaðið - 30.05.1985, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAOUR 30. MAÍ 1985 3 Eggja- taka í Vest- manna- eyjum Eins og loðnan er þjóðinni nauðsynleg á vissum árs- tímum má ef til vill segja það sama um eggin í maí. Já, egg fýlsins og svart- fuglsins. Síðustu daga og út maímánuð er einmitt háannatími bjargmanna við að sækja egg í björg. Eggjatökumenn ánægðir með góðan feng úr „Slakkanum" í Álsey. Gústi tínir egg úr barmi. Framsóknarmenn á móti því að Jarðborun- um rfldsins verði breytt í hlutafélag: Iðnaðarráð- herra staðráðinn í að frumvarpið verði að lögum HÖRÐ átök eru nú innan ríkis- stjórnarinnar vegna þeirrar fyriræti- unar Sverris Hermannssonar iðnad- arráðherra að Jarðborunum ríkisins verði breytt í hlutafélag, og þær seldar að hluta. I»að eru ráðherrar Framsóknarflokksins í ríkisstjórn sem leggjast gegn þessari ætlan iðn- aðarráðherra. Iðnaðarráðherra og Davíð Oddsson borgarstjóri Reykjavíkur hafa staðið í viðræðum vegna þessa máls, en framsóknarmenn hafa gagnrýnt að öðrum sveitar- félögum en Reykjavíkurborg var ekki gefinn kostur á aðild að fyrir- tækinu, heldur var einungis samið um að Reykjavikurborg og ríkið sameinuðust um reksturinn. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins eru borgarstjóri og iðnað- arráðherra nú að leita leiða, sem geri öðrum sveitarfélögum það kleift að verða þátttakendur í fyrirtækinu, eftir að það er orðið að hlutafélagi. Sverrir Hermannsson iðnaðar- ráðherra mun staðráðinn í að keyra þetta frumvarp í gegn á þessu þingi, enda liggur nú þegar fyrir samningur Reykjavíkurborg- ar og iðnaðarráðuneytisins um þessa tilhögun. Útför Krist- jáns Sveins- sonará vegum borgarinnar MORGUNBLAÐINU barst I gær svohljóðandi frétt frá skrifstofu borgarstjórans í Reykjavík: „Útför Kristjáns Sveinsson- ar, augnlæknis, heiðursborg- ara Reykjavíkur, fer fram föstudaginn 31. maí nk., kl. 13.30. frá Dómkirkjunni í Reykjavík Utförin verður gerð á vegum Reykjavíkurborgar í virð- ingarskym viö hinn látna. Séra Þórir Stephensen jarð- syngur." fatnaöur er ísérfíokki Fullar búðir af glæsilegum sumarfatnaði KARNABÆR Austurstræti 22 — Laugavegi 66 — Glæsibæ. Sími frá skiptiboröi 45800 Laugavegi 30 Umbodsmenn um land allt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.