Morgunblaðið - 30.05.1985, Síða 4
4
MORGUNBLADIÐ, FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 1985
Norrænir fram-
kvæmdastjórar
flokka funda
DAGANA 31. maí til 2. júní nk. verd-
ur haldinn í Reykjavík á vegum
SjálfsUeðisnokksins sameiginlegur
fundur framkvæmdastjóra eftirtal-
inna stjórnmálaflokka á Norftur-
löndum: Det konservative Folke-
parti í Danmörku, Samlingspartiet
og Svenska Folkpartiet í Finnlandi,
Höyre í Noregi, Moderata sam-
lingspartiet í Svíþjóó, Folkeflokken í
Færeyjum og Sjálfstæðisflokksins,
segir í frétt frá Sjálfstæðisflokknum.
Framkvæmdastjórar þessara
flokka halda reglulega slíka fundi
og er samvinna mikil á milli
þeirra. Sjálfstæðisflokkurinn er
þó ekki formlegur aðili að þessu
samstarfi en framkvæmdastjóri
flokksins hefur þó alloft tekið þátt
í fundunum. Er þetta í fyrsta
skipti sem slíkur fundur er hald-
inn hér á landi.
Markús Einarsson
Mikið járnrusl er m.a. að finna á Eldshöfðanum. í baksýn má sjá hhita Grafarvogar.
MorRunblaðið/Júlfua
fyrrv. forstöðu-
maður látinn
MARKÚS Einarsson, fyrrum forstöðu-
maður vinnuhælisins á Litla-Hrauni,
er látinn, 78 ára gamall.
Hann fæddist á Selvöllum í
Breiðuvík á Snæfellsnesi 5. nóvem-
ber 1906, sonur hjónanna Guðrúnar
Andrésdóttur og Einars Magnús-
sonar bónda þar, er síðar bjuggu í
Tungu í sömu sveit.
Markús Einarsson
Markús varð lögregluþjónn á
Litla-Hrauni 1939 en fjórum árum
síðar varð hann bústjóri hjá Sveini
Björnssyni ríkisstjóra og síðar for-
seta á Bessastöðum. Árið eftir lýð-
veldisstofnunina fluttist hann til
Ólafsvíkur og var framkvæmda-
stjóri hraðfrystihússins þar til 1954.
Þá fluttist hann til Reykjavíkur og
varð yfirverkstjóri hjá Tryggva
Ófeigssyni á Kirkjusandi.
Grettir L Jóhannsson
Grettir L.
Jóhanns-
son látinn
HINN 28. maí andaðist í Winnipeg í
Kanada Grettir L Jóhannsson, fyrrum
aðalræðismaður íslands. Hann gegndi
rcðismannsstörfunum um langt árabil
og auk þess mörgum trúnaðarstörfum
fyrir íslenska aðila og stjórnvöld.
Grettir varð 80 ára 11. febrúar sl.
og hélt Þjóðræknisfélag íslendinga i
Vesturheimi honum þá hóf og eftir-
lifandi konu hans, Dorothy Jó-
hannsson.
Útför Grettis L. Jóhannssonar
verður gerð frá Fyrstu lúthersku
kirkjunni í Winnipeg á morgun,
föstudaginn 31. maí.
Frú Dorothy Jóhannsson býr í
Apt. 802, 605 River Avenue, Winnip-
eg, Manitoba, R3L OE7 Canada.
Arið 1966 varð hann forstöðumað-
ur á Litla-Hrauni og gegndi því
starfi til ársins 1974 er hann fluttist
aftur til Reykjavíkur. Síðustu ævi-
árin bjó hann hjá syni sínum og
fjölskyldu hans í Garðabæ.
Konu sína, Soffíu Sigurðardóttur,
ættaða af Héraði, missti Markús ár-
ið 1973. Þau eignuðust einn son,
Þorleif. Markús átti einnig annan
son, Svavar heitinn Markússon
íþróttamann.
Fegrunarvika í Reykja-
vík dagana 1.—9. júní
f TILEFNI 200 ára afmælis Reykja-
víkurborgar sem er á næsta ári, efnir
Fegrunarnefnd Reykjavíkur til fegrun-
arviku ■ höfuðborginni dagana 1. til 9.
júní nk. Fegrunarvikan hefst með þvi
að borgarráðsmenn koma saman í
Öskjuhlíð á laugardag kl. 14 og hefja
þar hreinsun. Tilgangurinn með þessu
Ljósmynd/ÓL. K. Mag.
Við undirskrift samningsins (frá vinstri): Ómar Kristjánsson framkvæmdastjóri
Þýsk-íslenska hf., Sigrún Guðjónsdóttir, Horst H. Hoffmann framleiðslustjóri
V&B, Ingi Karl Ingason aðstoðarframkvæmdastjóri og Guðmundur Þórðarson
framkvæmdastjóri fjármáladeildar. Fyrir framan þau má sjá tillögur Sigrúnar að
baðflísum.
Sigrún Guðjóns-
dóttir hannar flísar
fyrir Villeroy & Boch
ÞÝSKA fyrirtækiö Villeroy & Boch
befur gert samning við Sigrúnu Guð-
jónsdóttur keramiklistakonu um
bönnun og skreytingar á flísum fyrir
framleiðslu sína. Hún er fyrst nor-
rænna listamanna til að vinna fyrir
V&B og í tilefni undirskriftarinnar
kom hingaö til lands hr. Horst H.
Hoffmann framleiðslustjóri
verksmiðjanna.
„Við kynntum listakonuna fyrir
forráðamönnum fyrirtækisins síðla
síðasta sumars. Stuttu síðar óskaði
V&B eftir að hún sendi inn nokkrar
tillögur sem yrðu teknar til gaum-
gæfilegrar athugunar," sagði ómar
Kristjánsson framkvæmdarstjóri
Þýsk-íslenska hf., sem er umboðsað-
ili V&B á Islandi. Hann ásamt Guö-
mundi Þórðarsyni framkvæmda-
stjóra fjármáladeildar og Inga Karli
Ingasyni aðstoðarframkvæmda-
stjóra, hafa staðið að samningunum
fyrir hönd Sigrúnar.
„Ég er afar ánægð með árangur-
inn,“ sagði Sigrún Guðjónsdóttir
þegar blm. ræddi við hana. Svona
tækifæri fær maður aðeins einu
sinni á ævinni og þetta tekst ekki
nema meö góðri samvinnu allra.
Sérstaklega hlakka ég til að takast á
við hönnunina, enda hef ég lítið
fengist við hana undanfarin ár.
Þetta verður mikil vinna en umfram
allt skemmtileg."
Fyrstu tillögurnar eru baðflísar
og stendur til að kynna þær opin-
berlega haustið 1986 á stærstu kera-
miksýningu heims í Bologna á Ítalíu
og stuttu síðar verða Þær settar á
markað um allan heim. Einnig
verða tillögurnar sýndar á alþjóð-
legri vörusýningu í Frankfurt fyrri
hluta árs 1987, fyrir utan að birtast
í öllum auglýsingabæklingum fyrir-
tækisins.
Forráðamenn félagsins telja að
einmitt núna sé rétti tíminn til að
kynna list Sigrúnar á erlendri grund
þar sem stílfærð verk líkt og hennar
séu mjög vinsæl og mjúkar línur
ráðandi.
Horstmann sagði að samkeppnin
væri gífurlega hörð meðal lista-
manna að komast að hjá jafr. stóru
og þekktu fyrirtæki og V&B og
hönnuðir sem þar hafa starfað væru
eftirsóttir um allan heim. „Nafn
Rúnu á eftir að berast víða og því
kann framtíðin að bera ýmislegt I
skauti fyrir hana og jafnframt aðra
íslenska listamenn því hér er um
stórkostlega landkynningu að
ræða.“
Það er orðið tímabært að íslend-
ingar nýti sér að gott orð fer af þeim
á erlendri grund og losi sig við
minnimáttarkennd og ótta við að
starfa með erlendum aðilum, sagði
Ómar meðal annars.
Þýsk-íslenska hf. hefur hug á að
auka samstarf sitt við útlendinga og
er samningur Sigrúnar aðeins upp-
hafið. í hvenu þessi verkefni væru
fólgin taldi Ómar of fljótt að segja
til um, en þau snéru að því hvað
fslendingar gætu selt útlendingum
fleira en fisk og ull.
átaki er að hvetja borgarbúa til þess
að taka höndum saman um að fegra
og snyrta borgina.
Þá daga sem fegrunarvikan
stendur yfir gefst fólki kostur á að
hringja i Hafliða Jónsson,
garðyrkjustjóra Reykjavíkurborgar
og afla sér hvers kyns upplýsinga
varðandi gróður og ræktun. Síma-
tfminn verður auglýstur síðar. Þá
munu starfsmenn Hreinsunardeild-
ar borgarinnar veita borgarbúum
hvers kyns aðstoð við hreingerningu
þeirra. Munu þeir sjá um að fjar-
lægja allt rusl sem safnað verður
saman í borginni og aka þvf á haug-
ana og ennfremur munu þeir láta
mönnum í té poka undir rusl ef
óskað er.
Þá hefur ruslagámum verið komið
fyrir á eftirtöldum stöðum í borg-
inni: við Meistaravelli, Vatnsmýr-
arveg neðan Miklatorgs, Grensás-
veg, Kleppsveg við Dalbraut, Súðar-
vog, Stekkjabakka, endann á Breið-
holtsbraut og við Ársel við Rofabæ.
Þá má geta þess að Reykjavíkurborg
rekur lóðasjóð sem ætlað er að að-
stoða húseigendur við frágang á lóð-
um með þeim hætti, að fólk fær að
láni efni frá Malbikunarstöð borg-
arinnar, Grjótnámi og Pípugerð
Reykjavíkur. Lán þessi eru til nokk-
urra ára og skal sækja um þau á
skrifstofu borgarverkfræðings.
Skýrt var frá hinu fyrirhugaða
átaki Fegrunarnefndarinnar á fundi
með fréttamönnum í vikunni. Þar
kom fram í máli Gerðar Steinþórs-
dóttur, formanns nefndarinnar, að
þeirri áskorun hefur nú verið beint
til eigenda steypufyrirtækja, bygg-
ingarvöruverslana, málningarverk-
smiðja og annarra aöila sem bjóða
vörur sem fólk þarf á að halda til
fegrunar, snyrtingar og viðhalds
mannvirkja og lóða, að þeir veiti
sérstakan afslátt af vörum sínum I
tilefni fegrunarvikunnar.
Kvað Gerður það vera von nefnd-
armanna og borgaryfirvalda að
fegrunarvikan yrði upphafið að því
að allir borgarbúar sameinuðust um
að sýna borginni þann sóma sem
hún ætti skilinn, því að hrein og
snyrtileg yrði góð borg betri. Enn-
fremur kom fram á fundinum að
undanfarnar vikur hefur verið farið
um alla borgina og hugað að frá-
gangi og umgengni við hús og fyrir-
tæki. Þar sem slíku hefur þótt
ábótavant hefur þeim tilmælum
verið beint til eigenda og (búa að úr
verði bætt sem fyrst.
Fréttamönnum var að síðustu
boðið í ökuferð um borgina þar sem
hugað var að frágangi og umgengni
við hin ýmsu hús og fyrirtæki. Mjög
víða var frágangurinn til mikillar
fyrirmyndar. Á mörgum stöðum
blasti hins vegar við við ófögur sjón;
gömul bílhræ, járnarusl og spýtur á
víð og dreif innan um falleg íbúð-
arhús og snyrtilega garð.i.
I.jósmynd/Bjarni
Styrkþegarnir ásamt Pamelu Brement sendiherrafrú. Talið frá vinstri: Jón Snorri
Sigurðsson gullsmiður, Pamela Brement og Svava Björg Einarsdóttir glerlista-
kona.
Styrkir veittir úr
íslensk-ameríska
listiðnaðarsjóðnum
í GÆR voru veittir styrkir í annað
sinn úr íslensk-ameríska listiðnaðar-
sjóðnum (The Icelandic-American
craft fund). Hann var stofnaður eftir
bandarísku listiðnaðarsýninguna sem
haldin var hér árið 1983 á Kjarvals-
stöðum fyrir milligöngu amerisku
sendiberrahjónanna á fslandi. Styrk-
urinn felst i ókeypis dvöl á sumarnám-
skeiðum sem haldin eru í einum
fremsta listiðnaðarskóla Bandaríkj-
anna Haystack í Main. Þangað koma
færustu listamenn hver á sínu sviði og
kenna yfir sumarmánuðina.
11 umsækjendur sóttu um styrk-
ina, en fyrir valinu urðu Svafa Björg
Einarsdóttir glerlistakona og Jón
Snorri Sigurðsson gullsmiður. Hann
hyggst kynna sér myndverk úr gulli,
en Svafa ætlar að vinna úr heitu
gleri. Þau dveljast í Bandaríkjunum
í 3 vikur í júnímánuði. Dómnefnd
skipa Torfi Jónsson, Þóra Krist-
jánsdóttir og Aðalsteinn Ingólfsson.