Morgunblaðið - 30.05.1985, Page 26

Morgunblaðið - 30.05.1985, Page 26
26 MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 1985 Benz 190E árg. 1984 Til sölu nýinnfluttur Benz 190E árgerð 1984. Bíll- inn er sjálfskiptur með vökvastýri, lituðu gleri, central læsingu, góðu sanseruöu lakki, útvarpi og kassettutæki. Litur metalgrænn. Verd 920.000,- Stadgreitt 860.000,- Upplýsingar hjá Bílasölunni Skeifan, sími 84848 og heimasími 41187 og 35035. Ódýrar og pottþéttar pakkningar í bílvélar Vió eigum á lager pakkningar í ílestar tegundir bílvéla - viðurkennd vara sem notuð er aí mörgum biíreiðaíram- leiðendum. AMC, BMW, Buick, Chevrolet, Daihcrtsu, Datsun, Dodge, Fiat, Ford, Land Rover, Mazda, M. Benz, Mitsubishi, Moskvitch, Opel, Perkins, Peugeot, Range Rover, Renault, Saab, Scania, Subaru, Suzuki, GUFUSTÝRIBÚNAÐUR fyrir: fiskimjölsverksmiðjur, frystihús, skelvinnslur og rækjuverksmiðjur. Danfoss IVT/IVF gufustýribúnaðurinn stýrirog heldur réttu hitastigi ítönkum og kerjum, óháð rafmagni. Ventlastærðir 15-50 mm. Stillisvið 10-140 °C. = HÉÐINN = VÉUAVERZLUN-SIMI: 24260 LAGER-SÉRPANTANIR-hJÓNUSTA AF ERLENDUM VETTVANGI eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR Portúgal: Freitos de Amaral með meira fylgi en Mario Soares í skoðanakönnunum — fráfall Mota Pinto gæti reynzt afdrifaríkt Við því má búast að innan portúgalska sósíaldemókrata- flokksins PSD komi upp valda- streita rétt eina ferðina enn, nó að varaforsætisráðherra Carlos Mota Pinto látnum. Varaformaður flokksins og varnarmálaráðherra, Rui Machete, hefur tekið við emb- ættinu til bráðabirgða. Hins vegar mátti af ýmsu merkja að hinn nýi flokksformaður Joao Salgueiro fyrrverandi fjármálaráöherra með meiru ætlar sér án efa drjógan hlut. Milli Salgueiro annars vegar og Machete hins vegar hafa um hríð verið ýmsar greinir, en Mota Pinto hefur tekizt vonum framar að lægja öldurnar. Að honum gengnum er enn vandi sem steðjar að Sósíal- demókrataflokknum og þó að andlát Mota Pinto hafi ekki vak- ið viðlíka geðshræringu með Portúgölum og þegar frægasti stjórnmálamaður PSD, Frans- isco Sa Carneiro fórst í flugslysi í desember 1980 er ábyrgum mönnum ljóst, að þetta getur orðið enn til að auka á vanda Portúgala sem virðist ganga seint að leysa. Annað er einnig til umræðu og það er hvernig muni ganga samskipti Rui Machete og Mario Soares for- sætisráðherra; þótt Machete þyki maður viðræðugóður og vís hefur Soares þótt nokkuð einráð- ur í stjórnunaraðgerðum. Óánægja er innan PSD vegna þess að þeim hefur ekki þótt flokkurinn hafi haft þau áhrif f stjórninni sem honum ber, þetta gæti komið upp á yfirborðið þeg- ar ekki nýtur við lengur hæg- látrar kænsku Mota Pinto. Fleira spinnst einnig inn í málið og flækir það. Hvað sem líður djarflegum yfirlýsingum forsætisráðherrans Mario Soar- es um að senn fari harkalegar efnahagsráðstafanir að skila árangri — þá verður ekki á móti mælt að furðu tregur hefur árangurinn verið og eru nú orðin um það bil 2 ár frá valdatöku stjórnar Soaresar. Soares er vitaskuld virtasti og þekktasti stjórnmálamaður Portúgals á al- þjóðavettvangi og það velkist enginn í vafa um að landar hans virða hann og muna enn, að hann barg Portúgal frá því að falla undir kommúnískt stjórn- arfar sumarið 1975. Hitt eiga þeir erfiðara með að sætta sig við að stöðugt séu gerðar nýjar efnahagsráðstafanir, sem fela meðal annars í sér verðhækkanir og kaupmáttarskerðingu; ýtt er undir framleiðslu og bætta framleiðni og samt situr hinn portúgalski almúgamaður enn eftir með lægstu meðaltekjur í Vestur-Evrópu. Það bætist svo enn við alla flækjuna að forsetakosningar eru á næsta leyti, þ.e. í nóvember í haust. Samkvæmt stjórnar- skránni má Eanes forseti ekki bjóða sig fram í þriðja skipti og tveir frambjóðendur eru löngu komnir i startholurnar, sjálfur forsætisráðherrann Mario Soar- es og Freitos de Amaral, fyrr- verandi aðstoðarforsætisráð- herra í AD-stjórninni og einnig fyrrv. form. Miðdemókrata. Þriðji frambjóðandinn sem er volgur er Maria Pintassilgo, einn Freitos de Amaral Mario Soares af utanþingsforsætisráðherrum Eanesar þegar ekki gekk að koma saman starfhæfri stjórn. Mario Soares mun hafa haft hug á því að Mota Pinto tæki við sem forsætisráðherra innan tíð- ar svo að hann gæti snúið sér að kosningabaráttunni. Hvort þau viðhorf breytast nú og tafir verða á að Soares geti einbeitt sér að því að draga úr heldur óvinsælli ímynd meðal portú- gölsku þjóðarinnar, er ekki kom- ið á daginn. En samtímis þessu fer Freitos de Amaral hamför- um og sópar til sín fylgi og hefur nú samkvæmt skoðanakönnun meira fylgi en Soares. Þetta fann ég einnig berlega í samtöl- um við fólk þegar ég var í Portú- gal á dögunum. „Við erum orðin þreytt á að láta erlenda leiðtoga segja okkur að kjósa Mario Soar- es, af því að hann njóti virðingar erlendis og hafi þjónað Portúgal svo dyggilega að hann eigi skilið að „fá“ að enda sem forseti... Við viljum nýjan mann með Maria Pintassilgo Rui Machete ferskar hugmyndir sem gæti lyft þjóðernistilfinningu okkar og stolti á hærra stig — og gefið okkur gleði í stað lífsþreytu Mario Soares." Freitos de Amaral er einn þriggja stofnenda Miðdemókrata flokksins í Portúgal. Hann stofnaði flokkinn ásamt þeim Victor Sa Machado, fyrrverandi utanríkisráðherra og iiú for- stjóra Gulbenkian, og Amaro da Costa, fyrrv. varnarmálaráð- herra, sem fórst í sama slysi og Sa Carneiro. De Amaral og fé- lagar hans sýndu mikið hugrekki því að flokkurinn var talinn hægri flokkur og nánast skorinn niður við trog við stjórnlaga- þingskosningarnar 1975. Þeim félögum tókst að komast á þing og þremur til viðbótar og í næstu kosningum á eftir og síðan smátt og smátt hefur Miðdemókrötum vaxið ásmegin. Það þótti ekki hvað sízt að þakka forystu De Amaral. Hann þykir frábær ræðumaður og snjall mála- fylgjumaður, hann hefur yfirgripsmikla þekkingu á portú- galskri sögu og hann hefur að Portúgala dómi einstaka kímni- gáfu og er raunar eftirlæti skopteiknara. De Amaral dró sig út úr starfi, formlega að minnsta kosti, fyrir síðustu kosningar og sneri sér að fræðistörfum. Fljótlega tóku að heyrast þær raddir að hann myndi ætla að bjóða sig fram til forseta og það var raunar Lucas Pires, eftir- maður hans, sem skýrði form- iega frá því í samtali við Mbl. fyrir tveimur árum. Fráfall Mota Pinto markar kannski ekki eins djúp tilfinn- ingaleg sár og dauði Fransciso Sa Cameiro gerði á sínum tíma. En pólitísk spor hans gætu orðið því dýpri. Og kannski er Portú- gölum farið eins og fleirum að vita ekki alltaf hvað þeir hafa átt fyrr en eftir að þeir hafa misst það.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.