Morgunblaðið - 30.05.1985, Síða 28

Morgunblaðið - 30.05.1985, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 1985 Oður maður elti fölk með hníf á lofti AP/Sim&mynd Maður nokkur gekk berserksgang í San Diego í dag og ógnaði fólki með vel brýndum hnífi. Er lögreglan kom á vettvang æstist leikurinn og elti maðurinn lögregluþjóna um allt þar til að einn þeirra var svo hætt kominn, að hann skaut hnífamanninn til bana í sjálfsvörn. Myndin er tekin af atvikinu, nokkrum augnablikum síðar lá maðurinn í götunni særður banasári. Tyrkneskur sakbomingur fyrir rétti í Róm: Viðurkennir að hafa Agca fá byssuna fyrir Agca vakti. „Hvers vegna léstu hann fá byssuna?" spurði saksóknarinn. „Ég var hræddur við Agca,“ svaraði Bagci. Ali Agca, sem er höfuðvitni ákæruvaldsins og hefur þegar ver- ið dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir banatilræðið, var ekki viðstaddur vitnaleiðslurnar í dag. Undanfarna tvo daga hefur hann haldið því fram, að hann sé Krist- ur endurborinn og ekki fengist til að svara mikilvægum spurning- um. í gær ákvað dómarinn því, að Agca skyldi ekki hlýða á framburð Bagci svo honum gæfist ekki færi á að laga framburð sinn að vitn- isburði sakborningsins. Bangladesh: Týndu 50 þúsund lífinu? Greenpeace: Vilja gera Suðurskaut- ið allt að þjóðgarði Lundúnum, 29. maí. AP. Umhverfisverndarsamtökin, Greenpeace, hafa tiikynnt að þau séu að undirbúa mikinn leiðangur til Suðurskautslandsins í septem- ber á þessu ári. Fjórir félagar í samtökunum munu stíga á land, vélvirki, læknir, útvarpsmaður og vísindamaður, og munu þeir dvelja á Suðurskautinu næstu mánuðina. Ætla Grænfriðungar að hafa þarna mannskap árið um kring og er hugmyndin að leggja með þessu drög að því að Suðurskautið verði, er fram líða stundir, alþjóðlegur þjóðgarður. Pete Wilkinson, einn af stjórn- armönnum Greenpeace, sagði í dag, að fjórmenningarnir myndu lýsa Suðurskautið þjóðgarð er þeir stigu þar á land. „Við getum ekki horft upp á að þetta stórkostlega land verði rifið og tætt í sundur og skipt upp af hópi hagsmunaaðila, þetta svæði á að friða fólki til un- unar,“ sagði Wilkinson. Annar stjórnarmaður Greenpeace, Roger Wilson, sagði Suðurskautið „síð- ustu óbyggðirnar". Wilkinson sagðist búast við vandamálum og togstreitu er Grænfriðungar stíga á land, því hin og þessi lönd hafa helgað sér svæði sem Grænfrið- ungar viðurkenna ekki. MoHkvu, 29. maí. AP. Sovétleiðtoginn Mikhail S. Gorb- achev tók í dag á móti ítalska for- sætisráðherranum, Bettino Craxi, í Kreml, að sögn Tass-fréttastofunn- ar. Ekki var vitað um efnisatriði viðræðna þjóðarleiðtoganna. Craxi kom til Moskvu í gær eftir Veður víða um heim Læpst Hæst Akureyri 5 asskýjaó Amsterdam 12 24 heiðskírt Aþena vantar Barcelona 23 léttsk. Beriín 13 20 skýjaó Brflasel 5 20 heióskírt Chicago 6 16 skýjaó Dublin 11 17 heióskfrt Feneyjar 25 heiðskírt Frankfurt 14 21 rigning Genf 13 21 rigning Helsinki 13 22 heióskfrt Hong Kong 25 27 skýjað Jerúsalem 14 24 heiðskfrt Kaupm.höfn 14 22 skýjað Las Palmas 26 lóttsk. Lissabon 11 22 heiðskfrt London 9 19 heiðskfrt Los Angeles 15 24 heiðskirt Luxemborg 16 skýjaó Malaga 22 skýjað Mallorca 24 lóttsk. Miami 26 28 skýjað Montreal 3 13 heiðskfrt Moskva 12 25 heiðskirt New York 14 24 heiðskírt Osló vantar París 12 22 heiðskirt Peking 16 25 skýjað Reykjavík 5 skýjað Rio de Janeiro 15 30 heiðskfrt Römaborg 14 30 heiðskírt Stokkhólmur 12 27 heiöskfrt Sydney 15 21 skýjað Tókýó vantar Vínarborg 14 27 heiðskfrt bórshöfn 8 skýjað Craxi Gorbachev viðkomu í Póllandi, og er þessi ferð þáttur í viðleitni hans til að auka áhrif Ítalíu á alþjóðavett- vangi. Á síðastliðnum sex mánuðum hefur hann gert sér ferð til Ung- verjalands og Austur-Þýskalands og boðið heim austur-þýska þjóð- arleiðtoganum, Erich Honecker. Búist var við, að Craxi og Gorb- achev mundu aðallega ræða sam- skipti austurs og vesturs, en nú eru samningaviðræður Bandaríkj- anna og Sovétríkjanna að hefjast að nýju í Genf. látið Róm, 29. maí. AP. TYRKNESKUR sakborningur sagði fyrir rétti í Róm í dag, að hann hefði látið Mehmet Ali Agca, sem skaut á Jóhannes Pál páfa í maí 1981, fá byssuna, sem notuð var við verknað- inn. Er þetta í fyrsta sinn, sem stað- fest er opinberlega að Agca hafi ekki verið einn að verki. Sakborningurinn, Omar Bagci að nafni, nefndi einnig nöfn fjög- urra Tyrkja, sem kunna að tengj- ast tilræðinu, en þeir hafa ekki áður verið bendlaðir við málið. Kvaðst Antonio Marini, saksókn- ari, ætla að íhuga vitnisburð Bagci áður en hann tæki afstöðu til þess hvort mennirnir yrðu sóttir til saka eða kallaðir fyrir réttinn. Bagci sagðist hafa afhent Agca byssuna á veitingahúsi í Mílanó fjórum dögum áður en hann gerði tilraun til að ráða páfa af dögum á Péturstorginu í Róm. Bagci kvaðst hins vegar ekki hafa vitað hvað Dacca, 29. maí. AP. Blaðið The Bangladesh Observer í Dacca hefur í dag eftir ónafngrcind- um heimildarmönnum hjá stjórn- völdum og hjálparsamtökum í land- inu, að fleiri en 50 þúsund manns kunni að hafa týnt lífi í flóðunum við suðurströnd landsins á laugardag. Stjórnvöld sögðu hins vegar í dag, að lík 1.400 manna hefðu fundist og verið grafin. Mikil áhersla er lögð á að finna lík fórnarlamba flóðanna vegna ótta um að ella kunni að verða sjúkdómafaraldur. Eru herskip og þyrlur notuð við leitina. Geir Hallgrúnsson í opinberri heimsókn í Danmörku: „Engin þjóð nákomnari Dönum en íslendingar“ — sagði Uffe Ellemann-Jensen, utanríkisráðherra Dana Kaupmannahöfn, 29. maí. Frá Ib Björnbak, frétlaritara Mbl. DANSKA sumarið skartaði sínu fegursta þegar Geir Hallgrímsson, utanrík- isráðherra íslands, og kona hans, Erna Finnsdóttir, komu í gær í opinbera heimsókn til Danmerkur. Mældist hitinn í forsælu 25 gráður og gróðurinn er allur í miklum blóma. Var það haft á orði, að náttúran sjálf vildi á þennan hátt endurspegla þá vináttu, sem er með gestunum og gestgjöfum þeirra. í gær ræddust þeir við í tvo tíma, Geir Hallgrímsson og Uffe Ellemann-Jensen, utanríkisráð- herra Dana, og var umræðuefnið aðallega sameiginleg hagsmuna- mál landanna beggja. í gærkvöldi hafi ríkisstjórnin boð inni fyrir Geir Hallgrímsson og konu hans í Eigtveds pakhus, gömlu húsi við hliðina á utanríkisráðuneytinu, sem breytt hefur verið í veit- ingastað, og var Ellemann-Jensen aðalræðumaðurinn. Sagði hann þar, að engin önnur þjóð væri Dönum nákomnari en íslend- ingar. „Við erum vinir og banda- menn og berum gagnkvæma virð- ingu hvorir fyrir öðrum. Þjóðirn- ar eru runnar af sömu rótum og norræn menningararfleifð og saga hafa sameinað þær í þúsund ár,“ sagði Uffe Ellemann-Jensen, sem einnig veik að mikilvægri legu íslands í Norður-Atlantshafi og því öryggi, sem fælist í sam- starfinu við aðrar þjóðir. Geir Hallgrímsson svaraði með góðri ræðu, sem hann flutti blaðalaust, og sagði, að vissulega væri hann í opinberri heimsókn í Danmörku en þó fyndist honum sem hann hefði varla farið að heiman, sér liði helst eins og hann hefði farið að vitja ömmu sinnar. „Þjóðirnar eru bundnar sterkum böndum. I þau 500 ár, sem þær voru í ríkjasambandi, deildu þær með sér súru og sætu, en síðan hefur sambandið eflst og styrkst með hverju árinu sem líð- ur.“ Dagskráin í heimsókn Geirs Hallgrímssonar er nokkuð ströng en í dag kom hann m.a. í hátíða- sal Kaupmannahafnarháskóla og á Gamla garð, gekk á fund Mar- grétar drottningar, og sat síðan veislu í Ráðhúsi Kaupmanna- hafnar. Að henni lokinni var blaðamannafundur og loks rædd- ust þeir við, Geir Hallgrímsson og Poul Schluter, forsætisráð- herra. Á morgun, fimmtudag, mun Geir Hallgrímsson, fara til Árósa og skoða þar m.a. Tónlistarhöll- ina, Ráðhúsið, skrifstofur Jyll- ands Posten, safnið „Gamla bæ- inn“ og beykiskógana fyrir sunn- an Árósa. Lýkur heimsókninni þá um kvöldið en Geir Hallgrímsson mun kveðja Danmörku á laugar- dag. Craxi ræðir við Gorbachev í Kreml

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.