Morgunblaðið - 30.05.1985, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 30.05.1985, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. MAl 1985 29 Helmut Schmidt: Andvígur aðild Evrópu að geimvarnarrannsóknum Bonn, 29. maí. AP. HELMUT Schmidt, fyrrum kanslari Vestur-Þýskalands, hefur lýst sig andvígan því, ad stjórnin í Bonn taki þátt í fyrirhuguðum geimvarnar- rannsóknum Bandaríkjamanna. Þetta kemur fram í bréfi, sem hann ritaði Helmut Kohl, núverandi kanslara, 23. maí sl. f bréfinu segir Schmidt, að ef Vestur-Þjóðverjar taki einir þjóða í Evrópu þátt í rannsóknunum séu þeir að „ógna samheldni" þeirra GENGI GJALDMIÐLA Dollarinn lækkaði London, 29. maí. AP. DOLLARINN lækkaði í verði í dag gagnvart helstu gjaldmiðlum í Evr- ópu, en gull hækkaði f verði. í lok viðskipta í Tókýó fengust 251,70 yen fyrir dollar, en í gær 251,60 yen. í lok viðskipta í London fengust 251,87 yen fyrir dollar. Staða sterlingspunds gagnvart dollar batnaði. Fékkst í dag 1,2642 dollar fyrir hvert pund, en í gær 1,2497. Staða dollars gagnvart öðrum helstu gjaldmiðlum var sem hér segir: 3,0890 vestur-þýsk mörk (í gær 3,1100); 2,6035 svissneskir frankar (2,6160); 9,4440 franskir frankar (9,4850); 3,4935 hollensk gyllini (3,5115); 1.975,50 ítölsk líra (1.982,50); 1,3815 kanadadollar (1,3785). Fyrir hverja gullúnsu fengust 316,50 dollarar, en í gær fengust fyrir hana 310,25 dollarar. Evrópuríkja, sem aðild eiga að Atlantshafsbandalaginu. Schmidt leggst einnig gegn sameiginlegri aðild Evrópuþjóða að geimvarnarrannsóknunum. Hann segir, að þær stofni samn- ingnum um varnarflaugar (ABM- samningnum) í hættu, en sá sam- ningur sé Evrópumönnum mjög mikilvægur. Kanslarinn fyrrverandi telur eðlilegast, að Evrópuþjóðir eigi Hclmuth Schmidt með sér samstarf um tæknivæð- ingu, enda hafi það skilað góðum árangri, eins og t.d. Evrópska geimferðastofnunin sé dæmi um. Noregur: Dæmdir fyrir uppljóstranir Ósló, 29. maí. AP. SJÖ BLAÐAMENN við vinstrisinnað tímarit í Noregi vorn í dag fundnir sekir um að hafa af ráðnum hug skaðað öryggi þjóðarinnar með því að birta í ritinu hernaðarlegar upplýs- ingar. Þeir voru hins vegar sýknaðir af ákæru um að hafa reynt að koma þessum upplýsingum beint til erlends ríkis. Ivar Johansen, ritstjóri tíma- til óskilorðsbundinnar fangavist- ritsins „Ikkevold", var dæmdur í fótspor Marco Polos fyrir 105 þúsund krónur Peking, 29. maí. AP. ÍTALSKUR feróamála- frömuöur, sem tókst á hendur ferö frá Feneyjum til Peking í því skyni aö kanna, hvort ferðamenn gætu fetað í fótspor Marco Polos í frægri ferð hans, kveóur leiöina lítiö hafa breyst á sjö öldum. „Ég held ég hafi séð það sama og bar fyrir augu Marco Polos, þó að hann hafi farið ríðandi, en ég í bíl,“ sagði ferða- garpurinn, sem heitir Beppe Tenti og er frá Mílanó. „Fólkið er eins, einkum í Tíbet, Indlandi og Pakistan." Ferðin tók 56 daga og farnir voru 19.100 kíló- metrar í níu löndum, þ. á m. Júgóslavíu, Grikk- landi, Tyrklandi, fran og Nepal. Maturinn var bestur í Indlandi og besti vegur- inn var sex akreina hraðbraut í fran, þar sem hægt var að komast 1.000 km á dag, sagði Tenti. Versti vegurinn á leið Tentis og félaga hans var á milli Lhasa í Tíbet og Golmud í Qinghai- héraði í Kína, en endur- bætur stóðu yfir. Erfiðast var að þreyja fjögurra daga töf vegna tollvörslu í íran og bíða eftir lögreglu- og her- fylgd um landið. Sex daga þurfti að bíða í r. Pakistan til að fá fyl| um Punjab, þar sem alirnir kváðust hafa séö „hermenn með 50 metra millibili". Þó að ferðalangarnir lentu í margvíslegum háska, urðu þeir aldrei fyrir neinum meiri hátt- ar óhöppum. Þeir óku um brenn- andi eyðimerkur í Pak- istan og íran og mjökuð- ust áfram í 30 sm djúp- um snjó í Tíbet, að sögn Tentis. En hann var sár yfir að þeim skyldi ekki vera leyft að aka síðasta spottann, frá Lanzhou til Peking. Kínverskir ökumenn voru látnir setjast undir stýri, en íalirnir drifnir upp í lest. „Það hefur e.t.v. verið gert af því að einhverjar borgir á leiðinni eru lok- aðar ferðamönnum," sagði Tenti. „En í aðalatriðum var þetta beinn og breiður vegur, allt frá Feneyjum til Peking," sagði Tenti, „og ekki nokkur leið að villast, þó að maður hefði ekkert landakort- ið.“ Ferðaskrifstofa Tent- is ætlar að bjóða fólki upp á 45 daga Marco Polo-ferð í apríl á næsta ári og mun hún kosta um 2.500 dollara (um 105 þús. ísl. kr.). ar í níu mánuði og gert að greiða málskostnaðinn, um 45.000 ísl. kr. Saksóknarinn hafði krafist þess, að Ivar yrði dæmdur í þriggja ára fangelsi. Hinir sex voru dæmdir í skilorðsbundið fangelsi, frá tveimur til sex mánaða, og til að greiða um 4.200 ísl. kr. í sekt. Rétturinn komst að þeirri niðurstöðu, að blaðamennirnir við „Ikkevold" hefðu viðað að sér upplýsingum um starfsemi norska sjóhersins á Andöya í þeim tilgangi að ljóstra upp um hana. Á Andöya er hlustunar- búnaður til að fylgjast með kaf- bátum og átti sú starfsemi að fara leynt. Enginn sakborninganna játaði sekt sína og ætlar lögfræðingur þeirra að áfrýja málinu til æðri réttar. ERLENT r r “ir ' V J"L jl Lriíz. festing fyrir létta og þunga hluti. ffiEKEEB hefur grip og hald. ffiEBSjÍEIjE fæst í flestum byggingavöruverslunum. I ! Ólafur Kr. Guðmundsson c/o Trévirki hf. „Allir fagmenn hljóta að þekkja Thorsmans boltana og vita um þeirra festigetu, enda er Thorsmans nafnið gæðamerki sem allir geta treyst." Ef óskað er eftir sýnishornum af ofanskráðu efni frá Thorsmans þá góðfúslega fyllið út þennan miða. Sýnishornin eru send án endurgjalds. X Nafn: Heimilisfang: Staður: JOHAN RÖNNING HF
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.