Morgunblaðið - 30.05.1985, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 1985 43
undir lítið býli. Þar byggði hann
stórt og mvndarlegt hús fyrir
framtíðina. I það flutti Hjörleifur
með fjölskyldu sína 1928. Býlið
skírðu þau Sólvelli, ræktuðu tún
og höfðu alltaf nokkrar ær, sem
nægðu heimilinu og eina kú, græn-
meti og jarðávextir var ræktað.
Árið 1912 þegar Hjörleifur er 16
ára byrjar hann að vinna við fiski-
mjölsverksmiðjuna á Sólbakka og
vinnur þar nær óslitið meðan ein
hver rekstur var þar framundir
1940. Nokkra vetur var hann þó í
Reykjavík fyrir og eftir 1920.
Eitthvað við vörubílaakstur en að-
allega við pípulagnir.
Við pípulagnir vann hann hjá
föður Oskars Smith sem var pípu-
lagningameistari. Störfuðu þeir
feðgar lengi við þá iðn í Reykjavík.
Mun faðir óskars hafa starfað við
Sólbakkaverksmiðjuna og Óskar
með honum þegar verið var að
byggja upp verksmiðjuna. Þar
kynntist Hjörleifur þeim. Með
óskari og Hjörleifi tókst vinátta
sem hélst meðan báðir lifðu.
Löngu seinna starfaði Hjörleifur
um tíma hjá Óskari.
Þessi lærdómur Hjörleifs í
iðngreininni varð til þess að hann
annaðist alla pípulögn sem þurfti
fyrir verksmiðjuna. Sveinspróf og
réttindi sem pípulagningameistari
fékk Hjörleifur 1939. Vann hann
alltaf nokkuð við þau störf eftir að
verksmiðjan hætti. Fjöldamörg ár
var Hjörleifur verkstjóri við Sól-
bakkaverksmiðjuna.
Mikil umsvif, líf og fjör var á
Sólbakka á þeim árum er síldar-
bræðslan var þar í fullum gangi.
Unnið var á vöktum dag og nótt
yfir sumarið. Mikið um skipakom-
ur og margt aðkomumanna. Eins
var þegar bræðsla á karfa tók við
eftir að síldin fór af vesturmiðun-
um.
Hjörleifur hafði gott skopskyn,
hlýr maður og hress í bragði, hafði
góða frásagnarhæfileika. Hann
hafði oft frá ýmsu skemmtilegu að
segja þegar hann kom heim af
vöktunum. Þá var gaman sem
barn að koma að Sólvöllum. Maö-
ur hlustaði og horfði opinmynntur
á þau undur sem voru að ske allt
um kring. Eins var gaman að
blanda geði við litlu frændsystkin-
in.
Hjörleifur var prýðilega hag-
mæltur, góður íslenskumaður, vel
lesinn og ágætlega ritfær. Eftir
hann birtust nokkrar greinar i
tímaritum.
í hreppsnefnd Flateyrarhrepps
var hann í tólf ár og í stjórn
Sparisjóðs önfirðinga í fimmtán
ár.
Sigrún og Hjörleifur eignuðust
sjö börn. Þau eru: Hjördís hús-
mæðrakennari, nú kennari í ön-
undarfirði; Ingibjörg húsmóðir á
Isafirði; Ásdís skólast.m. í Kópa-
vogi; Kristjana sjúkraliði í Voss í
Noregi; Hringur fv. skipstjóri, nú
framkvæmdastjóri á Rifi á Snæ-
fellsnesi; Finnur Torfi lögfræðing-
ur í Kópavogi, Örn skipstjóri á
Hellissandi.
Yngsti sonurinn, Örn, fór í fóst-
ur til Bjarna skipstjóra á Akra-
nesi, bróður Hjörleifs og Ástu
Guðmundsdóttur konu hans, en
þau voru barnlaus.
öll eru börn þeirra þekkt fyrir
verklagni, snyrtimennsku og
framkvæmdasemi. Afkomendur
þeirra hjóna eru orðnir fjölmarg-
ir, fleiri en ég fæ tölu á komið.
Það sannaðist hjá þessum hjón-
um eins og fleirum á árum áður,
að þar sem margt hafði verið fyrir
var lengi hægt að bæta við.
Sonardóttir Jónu, systur Sig-
rúnar, Guðrún Ingibjörg Jóns-
dóttir hjúkrunarfræðingur, kom
til þeirra á öðru ári og átti hjá
þeim skjól næstu átta eða níu ár-
in. Að miklu leyti ólu þau upp tvo
dóttursyni sína, þá Steinþór
Tryggvason bónda á Kýrholti í
Skagafirði og Má Kristinsson vél-
stjóra á Dalvík.
Við vorum þrjú systurbörn Sig-
rúnar, alin upp hjá afa og ömmu á
Veðrará. Jón Franklín af fyrra
hjónabandi Jónu og við tvær syst-
urnar, ég og Gróa. Öll dvöldum við
á Sólvöllum á barnaskólaaldri hjá
þeim Sigrúnu og Hjörleifi. Sóttum
þá skóla á Flateyri, Jón í tvo vetur
en við systurnar sinn veturinn
hvor og nutum þar alls hins besta.
Eigum við góðar og þakklátar
minningar um þau í gegnum tíð-
ina.
Fyrstu árin eftir lát Sigrúnar
var Hjörleifur á Sólvöllum á
sumrin en hjá Ásdísi dóttur sinni
og manni hennar Grétari Egils-
syni í Kópavogi á vetrum. Hann
þráði að vera á Sólvöllum þó einn
væri. Hann hélt hús sjálfur, tók á
móti gestum, annaðiast matseld,
þrif og þvotta. Það hafði hann
reyndar gert síðustu árin sem Sig-
rún lifði. Þá var hún orðin sjúkl-
ingur og átti orðið erfitt með að
bera sig um. Annaðist Hjörleifur
hana af mikilli snilld. Hann var
einstaklega verklaginn og snyrti-
legur hvort heldur var utanhúss
eða innan.
Það liggur við að maður finni
ilminn af góðu brauðunum sem
hann bakaði þegar maður hugsar
um þetta.
Það fór svo að hann varð að yf-
irgefa Sólvelli og ástkæra fjörðinn
sinn, þar sem hann hafði aiið allan
sinn aldur. Það var sárt. Hann
fann til þess alla tíð.
Hjörleifur fékk heilablæðingu,
snert af lömun, náði sér nokkuð
um tíma en varð aldrei samur
maður.
Sólvelli seldi hann 1978 og flutti
„suður“ eins og fleiri. Um tíma var
hann á heimili Ásdísar og Grét-
ars. Voru þau bæði honum góð. En
að því kom að hann fór á Elli-
heimilið að Ási í Hveragerði. Þar
fór vel um hann og undi hann hag
sínum nokkuð vel eftir ástæðum.
Þegar heilsan leyfði ekki vist þar
lengur fór hann á Grund. Síðasta
árið var hann á hjúkrunar-
heimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi.
Þar andaðist hann. Þetta eru
hreint skelfilegir mannflutningar
úr heimabyggð fyrir þá sem þar
þrá að vera.
Eftir að Hjörleifur seldi býli
sitt Sólvelli gaf hann af söluverð-
inu, eina milljón króna, ellideild
sjúkraskýlisins á Flateyri til
minningar um konu sína Sigrúnu
á Sólvöllum. Áttu peningarnir að
vera fyrir herbergi í stofnuninni
er bæri nafn hennar. Eitt sinn er
ég kom til hans í Hveragerði sýndi
hann mér teikningu sem hann
hafði fengið listamann í Hvera-
gerði til að gera. Var það smá
skreyting með nafni sem átti að
prýða herbergishurðina.
Allt þetta segir meira en nokkur
orð um hug þann sem hann bar til
Sigrúnar sinnar og jafnframt
heimahaganna.
Hjörleifur var jarðsettur I
Holtskirkjugarði við hlið Sigrúnar
20. nóvember sl., i fegursta vetr-
arveðri. Fjörðurinn hans var fal-
legur þann dag sem hann kom al-
kominn heim.
Nú er allt þetta fólk sem við
áttum svo lengi samleið með horf-
ið okkur héðan af jörð. Móður-
systkinin, bæði Sigrún og Guð-
mundur, sem lést hálfu ári síðar
en Sigrún. Guðmundur var bæði
ljúfur maður og traustur.
Allur stóri föðursystkinahópur-
inn, flest voru þau fædd fyrir eða
um aldamótin.
Þetta fólk var stórt í sniðum,
geðríkt og hjartahlýtt, krafðist
mikils bæði af sjálfu sér og öðrum,
en fyrst og fremst af sjálfu sér.
Byggðu hús og græddu jörð. Það
skyldi ekki eftir sig í kjalsoginu
skuldir handa næstu kynslóð. En
eftir lét okkur bæði veraldleg og
andleg verðmæti.
Við varðveitum minniitgu þeirra
og blessum landið sem þau gengu
á.
Guðrún I. Jónsdóttir
/St7tUchael/
,HEIMSFRÆG
GÆÐAVARA"
í-m frá
i Marks &
Spencer
' ££.
¥
FEGRIÐ BÆTIÐ
OG SPARIÐ NIEÐ
THORO er samheitl margs konar efna tll
fegrunar, vlðhalds og endumýjunar
stelnhúsa og annarra mannvlrkja. allt
frá forvlnnu, sprunguvlðgerðum og
vatnsþéttlngu, tll endanlegrar yflrborðs-
meðhöndlunar.
THORO-efnln eru úr fínmöluðum kvarts-
stelnum, sementl og akrýlefnum, sem
fýlla í holur og sprungur, þekia mann-
vlrkln og verja gegn veðrun.
Helstu kostlr THORO-efnanna eru:
• Þau vatns- og rakaverja, án þess að
hlndra útöndun veggjarlns.
• Þau vatnsþétta steypu og annan steln
og verja gegn frostskemmdum.
• Hægt er að velja mismunandl áferð
flatarins.
• 8 lltlr fáanlegir.
• Allt að 40% sparnaður. mlðað vlð
hefðbundna notkun múrhúðunar og
málnlngar.
Fjölmörg glæsileg hús, ný og gömul, í
elnkaelgn og oplnberrl elgu, bera thoro-
efnunum fagurt vltnl.
Fagmenn reiðubúnir tll þjónustu.
steinprýöi hf.
Stórhöfða 16,110 Reykjavík.
Sími 83540 og 84780.