Morgunblaðið - 30.05.1985, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. MAÍ-1985
49
Stjórn Félnga íslenskra snyrtifrcAinga (fri Wnstri): Margrét Guðmundsdótt-
^ ir, Katrín Þorkeladóttir, Ólðf Ingólfsdóttir, Guðrún Þorbjarnardóttir, Þórdís
Lárusdóttir, Edda Farestveit, Inga Þyri Kjartansdóttir.
Snyrtifræði nú löggilt iðngrein:
Leisigeislatækni
skapar vandamál
FÉLAG íslenskra snyrtifrKÓinga (FÍSF) hélt nýlega blaðamannafund til þess
að kynna þitttöku félagskvenna í Norðurlandaþingi snyrtifrsðinga í Noregi
. Átta íslenskir snyrtifrsðingar sóttu þingið.
Á þinginu komu upp miklar
deilur vegna notkunar leisigeisla-
tækja á snyrtistofum. Aðeins átta
mánuðir eru síðan tækin voru tek-
in í notkun í Noregi og þykir
margt benda til þess að tækin séu
gagnslítil. Alvarlegast er þó það
að tækin eru í mörgum tilfellum í
höndum þeirra sem litla eða enga
þekkingu hafa til að bera til að
nota þau. Þegar hefur komið upp
eitt tilfelli í Noregi þar sem óvar-
kárni við notkun leisigeislatækis á
snyrtistofu olli blindu. Snyrti-
fræði er nú nýlega orðin löggilt
iðngrein á íslandi. Það mun m.a.
hafa það í för með sér að öflugra
eftirlit verður haft með snyrti-
stofum.
Leisigeislatækin eru fyrst og
fremst notuð til þess að örva hár-
vöxt á skalla og til þess að eyða
hrukkum. Þau byggja á sömu
lögmálum og gilda um nála-
stunguaðferðina. Þrfr stórir inn-
flytjendur bítast um markaðinn í
Noregi enda stórar fjárhæðir f
veði. Fullkomin tæki af þessari
gerð myndu kosta allt að 500.000
kr. innflutt til Islands. Tækin hafa
verið seld án allra skuldbindinga,
og dæmi eru þess að fólk vinni
með þau eftir að hafa farið á nám-
skeið sem tekur einn eftirmiðdag.
Tæki til meðferðar á húð eru ekki
til hér á landi en tveir hárskerar
hafa fest kaup á tækjum fyrir
skallameðferð og nota þau.
„Við viljum læra af reynslu
Norðmanna," sagði Þórdfs Lárus-
dóttir, formaður FÍSF, sem sótti
þingið í Noregi. „Margir hafa þeg-
ar sýnt áhuga á leisigeislatækjun-
um og líður örugglega ekki á löngu
áður en þau koma til íslands."
Hún sagði að það væri vilji félags-
ins að vakin væri athygli á þessum
málum í tæka tíð. Félagið mun
beita sér fyrir því að Hollustu-
vernd rfkisins, Geislavarnir, og
Rafmagnseftirlitið gangi frá regl-
um um notkun tækjanna.
Með auglýsingu Stjórnarráðsins
frá 13. febrúar sl. er snyrtifræðin
orðin löggilt iðngrein. Að sögn
Ingu Þyri Kjartanssdóttur fram-
kvæmdastjóra félagsins hafa
snyrtifræðingar sett þetta hags-
munamál mjög á oddinn á undan-
förnum árum. „Snyrtifræðingar
vinna með viðkvæmasta hluta lík-
amans, húðina, og oft með efni
sem mikla kunnáttu þarf til að
nota,“ sagði Inga. Hún sagði að því
miður hefði ástandið verið þannig
að hver sem er gat sett upp snyrti-
stofu og starfrækt, aðeins þurfti
samþykki Heilbrigðiseftirlitsins.
„Það má segja að einu kröfurnar
sem gerðar voru hafi verið að
lofthæð væri næg og vaskur á
staðnum.”. Þetta mun nú breytast
með tilkomu lögverndarinnar. Að
mati félagsins munu um 300
manns standast kröfur og fá
meistarabréf. Jafnframt verður
tekin upp kennsla í greininni, en
áður var snyrtifræði hluti af hár-
greiðsluiðn. Mikil ásókn er í nám í
greininni, sem enn er ekki á
námskrá i neinum skóla hérlendis.
Námstími verður þrjú ár, þar af
fjórar annir í skóla. Auk snyrt-
ingar verða námsgreinar m.a.
líffærafræði, eðlis-, efna-, og
lífeðlisfræði. Þess má geta að
Noregur og ísland hafa ein Norð-
urlandanna löggilt þessa iðngrein.
/StTnichael/
„HEIMSFRÆG ,
GÆÐAVARA"
FRA
j Marks &
Spencer
Landgildisþing St. Georgsgildanna
St. Georgsgildin á íslandi héldu
Landsgildisþing hinn 4. maí sl. í
Hafnarfirði. St. Georgsgildin eru
nú orðin sex talsins. Tvö ný gildi,
Straumur í Reykjavík og Blöndu-
óssgildi, hafa bætzt í hópinn, en
fyrir voru gildi í Reykjavík, Hafn-
arfirði, Keflavík og á Ákureyri.
Markmið St. Georgsgildanna á
íslandi er að gera að veruleika
kjörorðið; Eitt sinn skáti ávallt
skáti; með því að vera tengiliður
til eflingar sambandi milli skáta-
hreyfingarinnar og eldri skáta.
■ Á Landsgildisþinginu voru lesn-
ar og ræddar skýrslur landsgild-
ismeistara og gjaldkera, einnig
voru kynntar starfsskýrslur gild-
anna og rætt um starfið framund-
an.
í stjórn landsgildisins fyrir tvö
næstu ár voru kosin: Björn Stef-
ánsson, Keflavík, landsgildis-
meistari, Aðalgeir Pálsson, Akur-
eyri, Elsa Kristinsdóttir, Hafnar-
firði, Garðar Fenger, Reykjavík,
Guðni Jónsson, Reykjavík, Hilmar
Bjartmarz, Straumi, Rvk. og Jó-
hanna Kristinsdóttir, Keflavík.
(Fréttatilkynning.)
* ÆrHfi >
ÞÚKEMST
ATINDINN
Á
LAUGARDAG
Strax nú, á laugardag, fœrðu _
hœstu vexti Innlánsreiknings með Ábót
á allt það fé
sem þú leggur inn í vikunni.
ABOT
m
A VEXTI
GULLS ÍGILDI
ÚTVEGSBANKINN
AÐ HIKA ER SAMA OG AÐ TAPA