Morgunblaðið - 30.05.1985, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 1985
59
Allt á nú ríkið að borga
„Jafnréttissinni" skrifar:
í Morgunblaðinu 28. apríl sl.
spurði SS hver borgaði fæðingar-
orlof kvenna, ríkið eða vinnuveit-
endur. Ég spurðist fyrir um þetta
í Tryggingastofnun ríkisins og var
sagt að vinnuveitendur borguðu
það ef konan væri í BSRB eða ynni
í banka, en Tryggingastofnunin
greiddi það í öðrum tilvikum. Þeg-
ar talað er um fæðingarorlof
kvenna er oft aðeins talað um kon-
una sem er frá vinnu, en það
gleymist hins vegar að í stað
hennar (á meðan hún er í fæð-
ingarorlofinu) þarf í flestum til-
vikum að ráða annan starfsmann í
jafnlangan tima og það tekur
ákveðinn tíma að þjálfa hann upp.
Ef kona sem vinnur í banka eða
hjá ríkinu fer í fæðingarorlof þarf
vinnuveitandinn því að borga tvö-
föld laun, þ.e. bæði fyrir konuna
sem er,í burtu og starfsmanninn
sem vinnur verkið hennar. Vinnu-
veitandi sem hefur margar konur
á barneigna aldri á launaskrá get-
ur þvi hugsanlega þurft að greiða
fleiri starfsmönnum laun en í
raun og veru vinna hjá honum
hverju sinni. Þetta getur orðið
talsverður aukakostnaður fyrir
vinnuveitandann þegar dæmi eru
um að konur hafi verið frá vinnu
vegna sumarleyfis og barnsburðar
eitthvað á annað ár, ýmist á hálf-
um eða fullum launum. Hann
greiðir þannig laun fyrir vinnu
sem hann nýtur ekki.
SS spurði í sama blaði hvers
vegna ríkið borgaði ekki fyrir
barnið hennar/hans á barnaheim-
ili, svo að hún/hann gæti tekið að
sér þá aukavinnu sem býðst. Allt á
nú ríkið að borga. Það er eins og
sumir haldi að ríkið sé gróðrar-
stöð sem rækti peningaseðla með
því að setja niður smápeninga á
vorin og uppskeri seðla á haustin.
í dálki Velvakanda sama dag
spurði Ragna Jónsdóttir hvort ég
hefði verið að beina orðum mfnum
að hagsmunanefnd heimavinnandi
húsmæðra sem hún segir að vinni
á vegum Bandalags kvenna í
Reykjavík, þegar ég skrifaði um
ungu konurnar sem fyrir 1—2 ára-
tugum áttu ekki nógu sterk orð til
að lítilsvirða húsmóðurstarfið, en
hömuðust nú við að benda á mik-
ilvægi þess að mæður væru heima
hjá börnum sínum.
Ekki var það nú svo, enda veit
ég ekki hvaða konur eru með
Rögnu í þessari nefnd eða hvort
einhver þeirra hefur áður gert lít-
ið úr húsmóðurstarfinu opinber-
lega, en ef þær hafa sett sér það
takmark „að húsmóðurstarið verði
aftur hafið til vegs og virðingar"
eins og hún segir, óska ég þeim
góðs gengis af heilum huga. En
fróðlegt væri nú að heyra frá
Rögnu eða stöllum hennar um það
hvernig þær hyggjast ná þessu
marki og hvað þær eru að gera í
málinu. Einnig væri fróðlegt að
heyra hvort í nefndinni sé kona
sem er heimavinnandi húsmóðir
eingöngu.
Á ekki til
orð yfir SS
Lögreglustjóri spurður
Þóra skrifar:
Ég get ekki orða bundist yfir
S.S. sem lét skoðun sína á heima-
vinnandi húsmæðrum í ljós í Mbl.
1. maí sl.
Er þetta öfund eða hvað? Mér er
spurn, eru húsmæður með merki-
spjald svo augljóst sé að þær geri
ekkert nema að spóka sig eða er
þeim ekki frjálst að nota góða
veðrið eftir að hafa hreinsað hús-
ið, eldað og gefið að borða og e.t.v.
saumaskap.
Til þess að geta keypt þessi dýru
og fínu tæki, sem S.S. talar um,
verða húsmæðurnar að komast í
gegnum bæinn til að geta verslað
inn. Hver borgar, spyr S.S. hefur
hann eða hún haft aukaútgjöld af
heimavinnandi húsmæðrum utan
síns heimilis? Heimavinnandi
húsmæður spara með því að senda
börnin ekki á dagheimili. Borgin
getur sparað því ekki þarf að reisa
dagheimili ef börnin eru heima
hjá mæðrum sínum. Það sparast
áby88*le8a mikið á hverju heimili
ef húsmóðirin er heimavinnandi
auk þess sem borgin getur átt
heilmikinn afgang.
Ég veit ekki hverskonar kast
þetta er hjá S.S. Kannski verið
þreytt(ur) á að vera ekki heima-
vinnandi. Getur ekki hver sem er
valið sitt verkefni án þess að S.S.
sé með nefið þar á milli?
Jóhann Þórólfsson, Norðurbrún 1,
skrifar:
Mig langar að leggja nokkrar
spurningar fyrir lögreglustjóra í
sambandi við umferðina.
Ég held að hún sé hvergi nógu
góð, en vandi mun hvernig laga
eigi. Sumir segja að aldrei sjáist
lögregla á gatnamótum. Er þetta
rétt? Sjálfur held ég þetta sé orð-
um aukið að taka svo djúpt í ár-
inni.
En ég held að umferðin gangi
ekki nógu vel vegna ónógrar lög-
gæzlu, að lögreglan sé of litið á
ferðinni. Hvað segir lögreglustjóri
um það?
Tökum Laugavegsumferðina. Sá
sem ætlar Frakkastíg eða Bar-
ónsstig niður á Skúlagötu. Hve-
nær hleypa bílstjórar á Laugavegi
þeim áfram? Sjaldan er það nema
einn og einn maður, sem er kurteis
og tillitssamur.
Á ekki lögreglan að vera þarna í
aðalumferðinni?
Það kostar stórfé fyrir þá, sem
eru í leigubíl, því alltaf heldur
gjaldmælirinn áfram þó allt sé
strand í umferðinni. Þessu þyrfti
að kippa í lag. Þarf fleiri menn í
lögregluna til að sjá um þetta.
Hvað segir lögreglustjóri um það?
Ég held þeir séu nógu margir,
en þeir eru bara inni en sjást ekki
úti.
Þarf ekki lögreglustjóri að
kippa þessu í lag? Mér dettur í,
hug gamalt máltæki: Maður, líttu
þér nær.
Máske á það við þetta.
NÝTT
sFYRIRl
1985
Flymo
Flymo L47 svifnökkvinn:
Hljóðlátasta sláttuvélin á
markaðnum
Nýi Fiymo L47 bensínnökkvinn
m/tvígengisvélina er bylting.
Hann er:
• Hljóöeinangraöur.
• Hraövirkur.
• Fisléttur.
• Viöhaldsfríasta atvinnusláttu-
vélin fyrir stærri grasfleti,
200 m2- 1000 m2.
• Auövelt að leggja saman og
hengja upp á vegg eftir
notkun.
• Meö stjórnbúnaö í
handfanginu.
• Verð frá aðeins
kr. 17.900,-
llátluwéla
markaðuiinn
Smiðjuvegur 30 E-gata,
Kópavogur Sími 77066
J
Microllne182/192/193
Ný kynslóð
tölvuprentara!
Kostimir eru ótviræöir:
• Þriðjungi minni og helmingi léttari en áöur.
• Miklu hljóölátari en áöur.
• Fullkomlega aðhæföir IBM PC og sambæri-
legum tölvum.
• Tfengjast öllum tölvum.
• Prenta 160 stafi á sekúndu, skáletur og
gæðaletur.
• Notandi getur sjálfur hannað eigin leturgeröir.
• Fullkomin varahluta- og viöhaldsþjónusta.
• Til á lager.
Nýjungarnar koma alltaf fyrst frá MICROLINE.
Það er því engin furöa að
MICROLINE eru mest
seldu tölvuprentarar á íslandi.
^mmmmm m mmmmmmmmmm^
IMÍKRCÍI
SkeifunniH Sími 685610