Morgunblaðið - 02.06.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.06.1985, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. JÚNl 1985 „Þorskurinn er ekki vit- lausari en mannskepnan“ Morgunblaðift/Rax Kiddi Sali Lh. i bryggjunni í Bolungarvík ásamt Guðbirni syni sínum, en hver aðra eina ferðina enn. Von- andi að það sljákki í þessu fljót- lega. Þú spyrð hvernig mér líki við þorskinn, það er brosleg spurn- ing, en ég skal svara því. Það er álitið að þorskurinn sé vitlaus, en hann er ekki vitlausari en mannskepnan. Þorskurinn veit á sig veður, hann veit á sig vind og blíðviðri. Við vorum einu sinni staddir undir Grænuhlíðinni, það var dálítill vindur um morg- uninn og kropp af fiski. Svo ger- ði logn og þá sinnti hann ekki færunum, hreint ekki, en þegar við litum út fyrir borðstokkinn í blíðunni var hann á fullri ferð að synda í kringum bátinn og leika sér, tómur boltaþorskur, og það var skemmtilegt að sjá hann leika sér við skrúfuna og skrúfu- gatið. Þegar fór að vinda aftur sló hann sér niður og þá var bara að renna og draga í gríð og erg. Við þekkjum það þegar mann- skepnan liggur í sólbaði, þá er hún ekki til stórræðanna, vill að- eins flatmaga og leika sér og þorskurinn er alveg eins. Annars virðist þorskurinn hegða sér í mörgu eins og sauðkindin. Þekkt er hvað kindurnar sækja í fjöl- lin, í brattann og kantana. Sama er um þorskinn, hann vill hanga í brattanum, í köntunum og það er klárt að þar sem hann er, þar er æti. Jú, mér er vel við þorskinn og vel við múkkann, þetta eru vinir mínir. Við köllum múkkann Malla og rituna köllum við Siggu, hún étur úr lófa manns, ljómandi fugl. Múkkinn veit vitinu sínu þótt hann sé ekki talin gáfaður og oft er fiskur þar sem hann er. En þorskurinn er minn fiskur þótt hann sé með kvarnir. Það er stundum sagt að þessi og hinn stígi ekki í vitið, sé með kvarnir í hausnum, en mér finnst nú að þeir sem telja sig hafa eitthvað fari ekki alltaf vel með það. Eins og mannfólkið hegðar þorskur- inn sér misjafnlega eftir stað- setningu, veðri og birtu. Hann sést varla í vestanátt, en það er trú margra og einnig min að þá gangi hann inn Djúpið og gefi sig ekki. Ég lit á þorskinn sem vin minn, hvernig get ég annað, kom upp sjö börnum á trilluút- gerðinni. Jú, ég er mjög glöggur að sjá út veðrið. Mig dreymir líka stundum fyrir fiski. Þá er ég annaðhvort í skít eða brotsjó. Þá bregst ekki að ég fæ góða legu. Jú, mér hefur alltaf líkað vel við trillustússið. Það er heilbrigt að vera með sjálfum sér og það eru trillukarlarnir. Núna ræ ég með Guðbirni syni mínum á trillunni, hann er fyrir aftan, verður þrítugur í ágúst, en ég er fyrir framan. Heyrðu, ætli Jón Baldvin sé búinn að finna út hver á ísland? Það er einkennilegt hvað þessir drengir geta duddað sér við. Honum virðist ganga erfiðlega að finna svarið, en ég hygg að ég geti svarað þvi nokkuð skyn- samlega. Ég tel að málum sé svo komið að við eigum ekkert í því. Við erum löngu búnir að selja það. Það er gott á meðan maður hefur sólina, gott á meðan ekki er búið að veðsetja hana líka. En það stendur ekkert í þessum strákum, hvort þeir eru að segja þeir roa saman á Steinunni. satt eða ljúga. Þeir eru aldir upp í þessu. Ef ég hefði verið i skóla frá 7 ára aldri gæti nú ugglaust runnið liðugt upp úr mér. En ég var bara á Folafæti, hann er á tanganum á milli Seyðisfjarðar og Hestfjarðar. Ég var í skóla i tvo vetur á Eyri i Seyðisfirði og tvo vetur í Ogurskóla, var til húsa hjá Ragnhildi i ögri. Já, já, það er nú það, meira hvað strák- urinn hann Jón getur bullað. En við lifum nú ekki lengi á þvi. Þú hefur ekki lesið Vestfirð- ing, síðasta jólablað. Þar var við- tal við mig upp á 3 síður. Já, já. Jæja, ég hef nú verið hálflasinn siðan 1981, fékk helvitis maga- sár. Það er nú ekki það versta. Það versta er, að maður má aldr- ei smakka vín. Maður verður vist að skrúfa alveg fyrir það. Já, þetta eru helvítis leiðindi. En maður verður að gera gott úr þeim og láta það flakka. Afi minn lét ýmislegt flakka og var ekkert að klipa af því. Hann gekk daglega undir nafn- inu Sali. Hann og Helgi Ketils voru góðir vinir. Einu sinni hitt- ir Sali Helga og segir: „Hver djöfull er nú að þér, Helgi minn? Þú ert eitthvað svo raunalegur." „Það er ekki skrýtið, Sali minn,“ svaraði Helgi, „ég var að missa konuna." „Ég veit ekki betur en ég sé að koma frá því að jarða þá þriðju," svaraði Sali að bragði. Svona var nú það. Sali kom eitt sinn að stelpum í sólbaði og klappaði þeim og strauk í bak og fyrir. Þá sagði hann: „Ja, ef maður væri nú ung- ur aftur, svona um sjötugt, þá væri nú munur að lifa.“ Hann var hálfníræður þá. Nei, þetta er orðin bölvuð vit- leysa, margt, helvítis kreditkort- in. Ég vil hafa í buddunni það sem ég ætla að borga. En mér lfst ágætlega á fólkið. Það er margt gott í þessum unglingum. Líklega eru þeir að mörgu leyti betri en fullorðna fólkið. Ætli spillingin sé ekki mest frá heim- ilunum, frá fullorðna fólkinu. Spillingin af heimilunum, skiln- aðir, sukk og svall, ég held að þetta sé ágætis æska nú. Mér lfst vel á hana. Það spilast vonandi úr þessu þó að það sé margt sem glepur, en ekki held ég að bjór- inn bæti það hjá þessum greyj- um.“ Grein: Árni Johnsen. SMRKOMAllC Útvarp með LB, MB og FM stereo/mono stereo rofi. Segulb.: hraöspólun áfram. Magnari 10W (RMS) Verð kr. 5.650 Útvarp meö LB, MB og FM stereo mono/stereo og muting rofar. 5 banda tónjafnari. Loudness segulband auto reverce metal tape rofi. Magnari 45W (RMS) Verð kr. 14.560 Útvarp með LB, MB og FM stereo mono/stereo og muting rofa 5 stööva minni. Segulb.: auto/reverce. Loudness magnari 12W (RMS) Verð kr. 9.690 Útvarp með LB, MB og FM stereo mono/stereo rofa loudness. Segulb.: auto/reverce. Metal rofi. Magnari 12W (RMS) Verð kr. 14.346 Útvarp með LB, MB og FM stereo mono/stereo og muting rofar. 5 banda tónjafnari. Loudness balance fyrir 4 hátalara. Segulb.: hraöspólun áfram. Magnari 45W (RMS) Verö kr. 9.980 Útvarp meö LB, MB og FM stereo. Sjálfvirkur stöðvaleitari 11 stööva minni mono/stereo rofi. Segulb.: auto/reverce metal rofi. LED klukka, loudness magnari 12W (RMS) Verð kr. 18.215 ~nr ~~ ~ n Útvarp LB, MB og FM stereo. Sjálfvirkur staöarleitari 11 staöa minni. Mono/stereo og muting rofar. LED klukka. Segulb.: hraöspólun áfram. Magnari 12W (RMS) DIN E. standard. Verð kr. 14.680 Vandaöur 40 W kraftmagnari meö loudness. Margfaldar kratt og hljóm. Gæöi allra venjulegra tækja. Verð kr. 2.170 Mikiö úrval vandaöra hátalara frá 15W til 100W. Verð frá kr. 1.300 pariö. ísetning á staönum. Sendum í póstkröfu. Opiö alia laugardaga frá kl. 10—12. D [\aa io ARMULA 38 (Selmúla megirn - 105 REYKJAVIK SIMAR: 31133 83177- POSTHOLF 1366 Landlæknir: Vart hefur orðið rauðra hunda Ófrískar konur komi til skoðunar RAUÐIR hundar er veirusýking sem gengur sem faraldur með 5—10 ára millibili. Þessi sýking leggst yfirleitt ekki þungt á börn né fullorðna og mjög margir sýkjast án þess að einkenna vcrði vart. Það er aóeins þegar sýking verður á fyrstu mánuðum meðgöngu að veiran getur valdið fósturskemmdum (oft eyrna- skemmdum) og stundum fóstur- látL Árið 1979 var tekið til við að reyna að koma í veg fyrir fóst- urskemmdir af völdum rauðra hunda hérlendis. Öllum konum á aldrinum 12—45 ára var boð- ið að láta mæla i blóði hvort þær hefðu áður sýkst af rauð- um hundum og væru því með varanlega vörn. Þeim sem ekki reyndust með nægilega vörn var boðin ónæmisaðgerð. Sama ár var hafin skipuleg leit hjá öllum 12 ára telpum að þeim sem þyrftu á ónæmisaðgerð að halda. Hefur þetta gengið að óskum nema hvað ekki náðist í allar konur 12—45 ára þegar leitin fór fram árið 1979. Á síðustu mánuðum hefur orðið vart við rauða hunda bæði í Reykjavík og á nokkrum stöðum úti á landi. Hafa þegar greinst nokkrar konur sem sýkst hafa af rauðum hundum á meðgöngutíma. Það eru eindregin tilmæli landlæknis til kvenna að þær gæti þess að koma snemma til skoðunar ef þær eru vanfærar eða grunar að svo sé til að unnt sé að kanna hvort þær séu með ónæmi gegn rauðum hundum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.