Morgunblaðið - 02.06.1985, Blaðsíða 25
MOBGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ 1985
25
Hlutur bænda alveg
fyrir borð borinn
— segir Árni Hall-
dórsson, bóndi í
Garði I í
Mývatnssveit
„ÉG GET fallist á að Pctur M. Jón-
asson meti niðurstöður rannsókna á
lífríki Mývatns og treysti honum
fullkomlega. Hitt er annað mál að
nefnd sú er iðnaðarráðherra skipaði
til að sjá um rannsóknir á Mývatni
tef ég alls óviðunandi fyrir bændur
sem eiga hagsmuna að gæta á svæð-
inu þar sem þeirra hlutur er alveg
fyrir borð borinn," sagði Árni Hall-
dórsson bóndi í Garði I í Mývatns-
sveit er hann var inntur álits á yfir-
lýsingum Sverris Hermannssonar
iðnaðarráöherra á blaðamannafundi
sem hann hélt um Mývatnsmálið í
síðustu viku.
Þar lýsti ráðherra því yfir að
algerlega verði farið eftir niður-
stöðum vísindalegra rannsókna
þegar teknar verða ákvarðanir um
áframhaldandi rekstur Kísiliðj-
unnar; nefnd hafi verið skipuð
sem skal hafa yfirumsjón með
rannsóknunum; hafnar verði at-
Alþjóðasamband
Rauðakrossfélaga:
Stefán Jón
Hafstein til
starfa á
skrifstof-
unni í Genf
RAUÐI kross íslands hefur í sam-
vinnu við Alþjóðasamband rauða-
krossfélaga ráðið Stefán Jón Haf-
stein, fréttamann, til starfa á aðal-
skrifstofu sambandsins í Genf, í þrjá
mánuði frá og með 3. júní nk. Er
þetta í fyrsta skipti sem ísiendingur
er ráðinn til starfa í höfuðstöðvum
Alþjóðarauðakrossins, að því er seg-
ir í frétt frá Rauða krossi Islands.
Þar segir einnig að Alþjóðaráð
rauðakrossins hafi óskað eftir því
við stjórn Rauða kross íslands að
Jón Ásgeirsson, framkvæmda-
stjóri félagsins, taki sæti i nefnd á
vegum ráðsins. Nefndin á að vinna
úr drögum að reglugerð sem varð-
ar ráðningu sendifulltrúa á vegum
Alþjóðaráðsins og ýmissa stjórn-
unarlegra þátta i sambandi við
slíka ráðningu.
Sigríður Guðmundsdóttir,
hjúkrunarfræðingur er nú á för-
um aftur til Eþíópíu á vegum
Rauða kross íslands þar sem hún
mun starfa á vegum Alþjóðasam-
bands rauðakrossfélaga. Stutt er
síðan Sigríður kom heim eftir sjö
mánaða starf í Eþíópíu en Al-
þjóðasambandið óskaði eftir því
að fá hana til starfa á ný og hefur
henni verið falið að sinna sérstök-
um verkefnum á vegum sam-
bandsins. Gert er ráð fyrir að Sig-
ríður verði a.m.k. sex mánuði ytra
að þessu sinni.
Þá hefur Rauði kross íslands
fallist á að framlengja ráðn-
ingarsamning Magnúsar Hall-
grímssonar, verkfræðings, en
hann hefur starfað í Eþíópíu síð-
ustu fjóra mánuði. Helstu verk-
efni Magnúsar eru í sambandi við
virkjun vatns, boranir og vatns-
lagnir í flóttamannabúðum, að því
er segir í frétt frá Rauða krossi
íslands.
Þú svalar lestrarþörf dagsins
ásídum Moggajisi x
vinnurannsóknir í samvinnu við
hreppsnefnd Skútustaðahrepps og
Iðntæknistofnunar með tilliti til
þess að hugsanlega þurfi að stöðva
rekstur Kísiliðjunnar vegna
mengunar frá henni og að hann
hafi ákveðið að kísilnám verði inn-
an þeirra lína í Ytri-Flóa sem
Náttúruverndarráð óskar eftir.
Árni Halldórsson sagði einnig
að t.d. Kísiliöjan hefði mann i
nefndinni og að hún hafi skipað
formann stjórnar Kísiliðjunnar
fyrir sig. „Þetta finnst mér ekki
geta gengið, að sami maðurinn
sitji báðum megin við borðið og
geti haft áhrif á rannsóknirnar,"
sagði Árni. „Þetta jafngildir raun-
ar því að hugsanlegur sakamaður
væri látinn dæma í eigin sök.
Kannski er þarna að skapast ný
réttarvenja á íslandi."
Þmð hefur verið kaldsamt hjá mörgum að setja niður kartöflur á
Stóru-Laxár í Hreppum í kuldakastinu fyrir hvítasunnuna.
Morgunbladid/SÍK Sigm.
vori. Myndin er tekin á bökkum
Suniamámskeið
Macintosh
Fjölbreytt námskeiö í notkun undratölvunnar
MACINTOSH og kynning á algengustu not-
endaforritunum.
Dagskrá:
* Macintosh stórkostleg framför i tölvuhönnun
* Macpaint og Macwrite
* Ritvinnslukerfiö WORD
* Töflureiknirinn MULTIPLAN
* Gagnasafnskerfiö OMNIS
Tími: 4., 6., 11. og 13. júní kl. 18—21.
UngGnganámsheið
Námskeiö fyrir unglinga á aldrinum 13—16
ára. Kennt er forritunarmáliö BASIC og hvern-
ig nota má tölvuna í heföbundnu skólanámi.
Dagskrá:
★ Grundvallaratriöi viö notkun tölva
★ Forritunarmál
á Forritunarmáliö BASIC
* Tölvan notuö til aö leysa algeng verkefni í skólanum
* Notkun töflureikna
Tími 10., 12., 18. og 20. júní kl. 18—21.
Tölvunámskeið
fyrir fullorðna
Fjölbreytt hnitmiöaö námskeiö fyrir þá sem
ekki hafa átt þess kost aö læra um tölvur í
skóla.
Dagskrá:
★ Grundvallaratriöi viö tölvunotkun
★ Tölvan og jaöartækin
★ Ritvinnsla meö tölvu
★ Töflureiknar
★ Tölvunotkun í atvlnnulífinu
Tími 3., 5., 10. og 12. júní kl. 18—21.
Multiplan
Notkun töflureiknis er stórkostleg framför viö
alla algenga útreikningsvinnu. Kennd er
notkun töflureiknisins MULTIPLAN. Nemend-
um er kennt aö nota töflureikninn til þess að
reikna út vinnulaun, gera aflauppgjör fyrir
báta, búa til fyrningarskýrslur og leysa ýmis
algeng verkefni.
Dagskrá:
★ Almennt um töflurelkna
★ Æfingar í töflureiknum MULTIPLAN
★ Algeng verkefni leyst meö töflureikni
Tími: 4., 5. og 6. júní kl. 13—16.
Það bortjar sig að læra á
tölvu hja Tölvufræðslunni
Innifaldir í námskeiösgjaldinu eru margir ókeypis æfingatímar á tölvurnar.
Sá sem hefur sótt 1 námskeið fær 20% afslátt á öörum námskeiöum.
Kennt er á úrvalstölvurnar MACINTOSH — APPLE II E og IBM-PC.
Gleðilegt sumar og velkomin á tölvunámskeið!
Innritun og nánari upplýsingar í símum
687590 og 686790
TÖLVUFRÆÐSLAN
Ármúla 36, Reykjavík.