Morgunblaðið - 02.06.1985, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 02.06.1985, Blaðsíða 36
ae m MORGVNBLAÐIg, SUNNUDAGUR 2. JUNÍ 1985, Hátíðarmáltíð á sjómannadaginn Isjávarplássum um land allt skyggnast menn eftir ferðum skipa. Maðurinn minn man eftir sér ásamt systur sinni í fjörunni vestur við Ánanaust bíða eftir því að togarinn hans pabba, Þórólfur, kæmi fyrir Gróttu. Svo var hlaupið út í Örfirisey og þaðan út í vita — veifað — veifað á móti með gleðitár á brá. Margar sjómannafjöl- skyldur bjuggu í gamla vesturbænum og ekki langt að fara. Enn í dag er sjópokinn axlaður, kossi smellt á litla stúlku og lítinn dreng — þessi langi aoskilnaður — engin furða þótt sjómenn hafi komið sér upp hátíðisdegi, sem öll þjóðin tekur þátt í. Ahyggjur lagðar til hliðar og öll fjölskyldan gerir sér dagamun. Líf sjómannsins er hættulegt, veður oft válynd og sjórinn krefst sinna fórna. Sjálfsagt er að öll þjóðin haldi þennan dag háíðlegan, þótt með mismunandi hætti sé. Þau skip sem það geta sigla í land. Margir sjómenn verða þó að halda daginn hátiðlegan úti á rúmsjó eða í öðru plássi en sínum heimabæ fjarri fjölskyldu, en hátíð er það samt. Skipin eru fánum skrýdd stafna á milli. Áhafnir reyna sig í kappróðri, stakkasundi og reiptogi og dansinn dunar fram á nótt. Fjölskyldur halda sig vel í mat og hér birtist tillaga að einni slíkri máltíð. Forrétturinn er að sjálfsögðu með fiskmeti, aðalrétturinn er íslenskt steikt lambslæri með appelsínum og er sú uppskrift úr bók minni „220 Ijúffengir lambakjötsréttir" .......,,...,, léttur og svolítið sætur og hæfír veí í lok þungrar máltíðar. en eftirrétturinn er Best< faéir óarna Þ'nna gaetlu. Blessun þin er múr Wfn állTihaettu. Að OSS hlúð'u^hrygíb' burt snúðu. or<5 þin oss inn-raettu. Vers, skoriS á ÍHhúsfjól Karfa, Skips Si$urbar Magnussonar^BaussStOðum, sem féri úr Loftsstaðasandi um aldamótk ^r Salat úr ýinsum fisktegundum með koní- aks- og gráðaostsósu Handa 5 100 g skelflettur humar, afþíddur 100 g hörpudiskur, afþíddur 100 g rækjur, afþíddar 100 g beinlaust heilagfiski (stórlúða) 2 dl ódýrt hvítvín 1 dl vatn 4 piparkorn 1 lítil gulrót 1 sneið laukur xh tsk salt xh lárviðarlauf 1 dós sýrður rjómi 1 litill gráðaostur 3 msk koníak, brandy eða þurrt sherry cayennepipar á hnífsoddi 1 dl salthnetur (peanuts) væn grein steinselja Nokkur falleg blaðsalats- jöklasalats- eða kínakálsblöð l.Sjóðið saman hvítvín, vatn, gulrótina í sneiðum, lauk- inn, stilkana af steinseljunni, saltið, lárviðarlaufið og piparinn. Látið sjóða við mjög hægan hita í 5 mínútur. 2. Setjið humarinn út í og látið sjóða við mjög hægan hita í 4 mínútur. Kælið humarinn og skerið í tvennt. 3. Setjið hörpudiskinn út i og látið sjóða við mjög hægan hita í 7 mínútur. Kælið og skerið í fernt. 4. Setjið lúðuna út í og sjóðið við mjög hægan hita í 10 mínútur. Kælið og skerið í litla bita. 5. Merjið gráðaostinn með gaffli. 6. Malið 3A hluta salthnetanna fínt. 7. Setjið sýrða rjómann í skál, hrærið cayennepipar, vín, salthnetur og gráðaost út í. 8. Setjið rækjurnar, humarinn, hörpudiskinn og heilag- fiskið út í sósuna. Jafnið saman með tveimur göfflum. 9. Þvoið salatblöðin, þerrið og raðið á fat eða inn í skál. Hellið fisksalatinu á salatblöðin. 10. Klippið steinseljuna, stráið henni ásamt M af salthnetum (ómöluðum) yfir. Meðlæti: Ristað brauð eða heitt snittubrauð. Steikt læri med appelsínum llanda 5 1 læri, u.þ.b. 2% kg 1 tsk sait Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON V* tsk nýmalaður pipar 2 msk rósmarynálar 1 msk brætt smjör 4 appelsínur 2 msk appelsínusafi V* pakki rjómaostur, 100 g 1. Nuddið salti og pipar inn í lærið. Hitið bakaraofninn í 160°C, leggið lærið í steikingarpott eða á skúffuna úr bakaraofninum og steikingarpappír yfir. 2. Bræðið smjörið, setjið rósmarynálarnar og appel- sínusafann út í. 3. Þegar lærið er orðið vel heitt, penslið þið það með smjörinu, best er að gera það í þrennu lagi með nokkurra mínútna millibili, setjið það i ofninn á milli. 4. Ausið soðinu, sem myndast, öðru hverju yfir lærið. 5. Steikið í 2 klst. Takið þá lærið úr ofninum, setjið á grind, hafið skúffuna undir. Kveikið á glóðarristinni eða aukið hitann á bakaraofninum í 220°C. Steikið kjötið í 10 mínútur. 6. Takið kjötið af grindinni, setjið á eldfast fat, slökkv- ið á ofninum og látið steikina standa í honum opnum í 10—15 mínútur. 7. Hellið soðinu í pott, fleytið ofan af því fituna. Hitið og hrærið rjómaostinn út í. Hellið síðan sósunni í skál. 8. Þvoið appelsínurnar, skerið í þunnar sneiðar. Þekið fat með appelsínusneiðunum, leggið lærið ofan á og berið fram. Meðlæti: Bakaðar kartöflur, sem hægt er að baka um leið og kjötið er steikt, og hrásalat. Hrásalat Vi meðalstór haus kínakál eða 1 haus jöklasalat 2 gulrætur 1 epli 1 appelsína væn grein fersk steinselja xh dl rúsínur xh dl heslihnetur safi úr 1 sitrónu safi úr 1 appelsínu xh msk hunang. 1. Þvoið kálið, skerið síðan þvert með hnífi. Rífið gulr- æturnar gróft. 2. Afhýðið eplið og appelsínuna og skerið í litla bita. 3., Saxið steinseljuna, hneturnar og rúsínurnar. 4. Hrærið saman hunang, sítrónusafa og appelsínusafa. Hellið yfir salatið og ávextina og blandið saman með tveimur göfflum. 5. Setjið í skál og berið með kjötinu. Búðingur með perum, súkkulaði, sherry og makrónukökum Handa 5 1 heildós niðursoðnar perur 100 g makrónukökur 75 g suðusúkkulaði (% úr pakka) 1 dl sherry 6 blöð matarlím 2egg 1 msk sykur safi úr xh sítrónu 1 peli rjómi 1 dós sýrður rjómi 25 g suðusúkkulaði ofan á (XA úr pakka) 1. Hellið helming safans úr dósinni í skál, setjið sherry saman við. Setjið makrónukökurnar út í. 2. Saxið súkkulaðið gróft og setjið saman við. 4. Leggið matarlímið í bleyti í kalt vatn í 10 mínútur. 5. Hitið hinn helming safans úr dósinni og bræðið matarlímiö í því. Kælið. 6. Þeytið eggjarauðurnar með sykrinum þar til það er orðið ljóst og létt. Setjið sítrónusafa og vanilludropa út í. 7. Þeytið rjómann, þeytið eggjahvíturnar. 8. Setjið safann með matarííminu saman við eggja- rauðuhræruna. Blandið síðan rjómanum og eggjahvít- unum varlega saman við með sleikju. Kælið, en látið ekki hlaupa saman. 9. Hellið rjóma/ eggjahrærunni yfir perurnar í skál- inni. 10. Rífið XA af súkkulaðipakkanum gróft og stráið yfir. Látið stífna í kæliskáp í 4—6 klst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.