Morgunblaðið - 02.06.1985, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 02.06.1985, Blaðsíða 48
48 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. JUNÍ 1985 „ Nei, ^ þekki pa5 ekJd J É9 er nybyrjub hér 5/á/f." áster vN * Þú lifir ekki af kaupinu þínu. Get- urðu þá lifað án þess ... ? HÖGNI HREKKVÍSI HANM VILL LEGGJAIMM RÚM\V> SiTT. " Hvar er nú stór- lyndi kvenna? Ingvar Agnarsson, Hábraut 4, Kópav., skrifar: Fóstur er ekki sama og eig- inn líkami konu, því það er sjálfstæð mannvera. Um það mun fáum blandast hugur. Kona hefur fullan umráða- rétt yfir eigin líkama, en ekki tortímingarrétt yfir líkama annarrar mannveru, sem um stundarsakir nýtur verndar í líkama hennar. Kona veitir vernd um stund ófæddu barni sínu. Það eru hin mestu trúnað- arsvik að svíkja þann, sem á að njóta verndar. Kona hefur rétt til að vernda ófætt barn sitt, en ekki til að tortíma því. Samfélagið á að veita barns- hafandi konu alla þá hjálp sem hún þarfnast og unnt er að láta í té, en samfélagið (læknar, líknarstofnanir o.s.frv.) hefur engan siðferðilegan rétt til að eyða fóstri hennar af félagsleg- um ástæðum einum saman. Eyðing mannlífs á fóstur- skeiði er hin mesta óhæfa bæði gagnvart móður og barni, en einnig gagnvart þjóðinni ailri. Stundum er talað um þjóðar- sál og um samvisku þjóðarinn- ar og svo má einnig tala um sameiginlegt lífaflsvæði þjóð- arinnar. ófædd börn eru varn- arlausustu þegnar þjóðarinnar. Fjöldamorð á eigin þegnum, framkvæmd í nafni þjóðarinn- ar, spilla þjóðarsálinni, draga hana niður á lægra stig. Þau slæva að iokum samvisku þjóð- arinnar, hvers einstaklings og sameiginlegt lífaflsvæði þjóð- arinnar veiklast, svo dregur úr þeim orkustraumum sem henni berast frá lengra komnum lif- endum tilverunnar og sem ekki má án vera. Ég held, að sum þeirra (kvenfrelsis)-afla, sem ötulast berjast fyrir frelsi til fóstur- eyðinga, séu í raun ekki að berj- Bréfritari segir að frelsi til fóstureyðinga miðist síst af óllu til farsæld- ar, holdur til hins gagnstæða. Það er eitt hio versta helstefnueinkenni að tortíma börnum vitandi vits, hvað svo sem misvitrir og Iftt hugsandi stjórnmálamenn leyfa með setningu laga. ast fyrir frelsi konum til handa, heldur hið gagnstæða. Frelsi kvenna til fóstureyðinga felur aðeins í sér frelsi til eigin niðurlægingar en miðar síst af öllu í sanna frelsisátt, til göfg- unar hugarfars, til mannúðar, til fegrunar mannlifs. Hvaðan berst inn í hugskot mannanna sú óheillaárátta, er leiðir til eyðingar eigin af- kvæma og sér þá einu leið til bættra lífshátta? Hefur nokkur hugsað út í það? Víst má telja, að ef íslend- ingar almennt, karlar og konur, áttuðu sig á þessari óhæfu sem nú er látin viðgangast, þá mundu konur ekki láta bjóða sér slíka vanvirðu. Til þess eru þær of stórlyndar og of vel gerðar, ef þær aðeins þekktu sjálfa sig og sitt hlutverk. Eyðing lífs er andstætt stefnu lífsins. Réttar síns til bættra lífshátta verða konur að leita á þann hátt sem sóma þeirra, hæfileikum og atorku hæfir. Stjórnendur skrípaleiksins kipptu öllum forsendum í burtu Hildigunnur skrifar: Núverandi stjórnvöld ákváðu dag nokkurn að stöðva vísitölu- hækkanir á laun. Það tók meðal- greindan tslending ekki marga daga að uppgötva, hvað verða vildi hjá fóíki með vísitölubund- in lán. En loks virðast stjórn- endur landsins vera að uppgötva að þeim hafi orðið á mistök. Þ6 leyfir hæstvirtur forsætisráð- herra sér að segja í sjónvarps- þætti að margir húsbyggjendur hafi reist sér hurðarás um öxl. Hann gerir sér ef til vill ekki grein fyrir, að flestir þeir sem nú horfast í augu við gjaldþrot vegna íbúðaskulda, voru einmitt búnir að gera nákvæma áætlun um greiðslur, út frá þáverandi forsendum. Hvern gat grunað að stjórnendur skrípaleiksins myndu kippa öllum forsendum í burtu? Lánin og framfærslukostnað- urinn hækkuðu, en launin stóðu í stað. Bjartsýna fólkið trúði því, að þetta gengi yfir og tók því lán til að borga af fyrri lánum, þeg- ar launin hættu að hrökkva til. Ástandið versnaði áfram. Næst þurfti að borga af gömlu og nýju lánunum, en launin höfðu rýrnað enn frekar. Ýmsir hafa reynt að útskýra fyrir stjórnvöldum hvert stefnir. Enn hefur þó ekkert gerst til úrbóta, en vonandi hafa yfirstandandi viðræður við stjórnarandstöð- una einhver áhrif. Hér er á ferð- inni vandamál, sem allir verða að taka höndum saman um að leysa, og það strax. Mikill hluti ungs fólks sem keypti íbúðir á árunum 1979-1981 verður tilneytt til að flýja land til að fá laun í réttu hlutfalli við hækkanir lánanna hér heima, ef þetta ófremdar- ástand verður hér áfram, og það er varla til hagsbóta fyrir þetta allt of fámenna þjóðfélag að hrekja fólk héðan. Ég skora á stjórnvöld að leysa vandann strax með endurskoðun allra verðtryggðra lána allt frá upphafi kaupránstímabilsins. Ef þið farið í frí frá öllum vand- anum er það lakari frammistaða en orð fá lýst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.