Morgunblaðið - 02.06.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.06.1985, Blaðsíða 6
•6 B MORGUNBLAÐID, 8UNNUDAGUR 2. JÚNÍ 1985 ------^ Danski heiðurspeningurinn Carnegie's. 99 Mig langaði allavega ekki að reyna aftur við þetta bjarg" — rætt við Jón Vigfússon í Holti í Vestmannaeyjum um afrek hans í Ofanleitishamri og Sigríðarslysið Eitt af þekktustu björgunarafrekum á þessari öld er afrek Jóns Vigfússon- ar frá Holti í Vestmannaeyjum þegar hann kleif Ofanleitishamar eftir að bátur hans, Sigríður, brotnaði í spón undir þverhníptum homrum Heimaeyj- ar. Löngum hefur afrekið verið kennt við Sigríðarslysið, en Ofanleitishamar var talinn ókleifur, enda mjög laust berg og þverhnípi. Afrek Jóns varð honum og fjórum skipsfélögum hans til bjargar. Liðin er nær hálf óld frá því að þessi atburður átti sér stað, en Jón í Holti hefur aldrei fyrr viljað segja fri þessum atburði sjálfur. Ég raddi við hann á heimili hans í Eyjum. „Það var róið á svokölluðum verðri. Við vissum ekki nákvæm- tíma kl. 3 um nóttina í mjög ljótu útliti," sagði J6n. „Það reru 8 bát- ar og línan var lögð eftir 5 mín- útna keyrslu suður af Einidrangi. Svo var byrjað að draga í birtingu en veðrið versnaði stöðugt á með- an við vorum að draga. Við dróg- um þar til við áttum 3 bjóð eftir af 39, þá var hætt og farið að keyra heim. Eftir þriggja tíma keyrslu vor- um við á sama stað, ennþá á fullri ferð. Það var austanrok og slag- veður, slæmt skyggni, en í lagi með það samt. Þá ákváðum við Eiður skipstjóri að halda sjó, slá fritt af Einidrangi til að losna við grynningarnar og við fórum að út- búa okkur drifankeri. Á meðan við vorum að því sléttlygndi hann allt í einu. Þegar við höfðum keyrt í hálftíma gerði svartabyl, en það var keyrt áfram. Um klukkan 9 um kvöldið komum við upp undir hamarinn á Heimaey vestan- lega hvar við vorum, en þar lá tog- ari fyrir ankeri. Það var meining- in að bíða þar til birti því skip- stjórinn treysti sér ekki til að halda áfram þar sem hann vissi ekki nákvæmlega hvar við vorum staddir. Það var ákveðið að halda sig við ljósið á togaranum, hafa það í augsýn, en Eiður skipstjóri Jóns- son fór fram í, allir fóru fram í nema sá sem tók vaktina og ég var niðri í mótorhúsi. Við vorum 5 á. Eftir stutta stund hrekk ég upp við það að bátinn tekur hastarlega niðri. Ég þaut upp og bakkaði. Þá slóst skrúfan i grjót og stoppaði. Þarna veltumst við á skerinu og þá hugsaði maður með sjálfum sér, man ég Á maður að deyja svona ungur? Ég man það að ég bað Guð að styrkja mig og taka þessu með ró og svo losnaði bátur- inn i því af skerinu og velktist þarna um og við sáum ekkert út fyrir myrkrið. Við höfðum ekkert rafljós en ljóskastari var um borð, slíkir voru þá komnir i nokkra báta. Mér datt í hug að ná í hann og setja hann upp. Það gerðum við og lýstum. Þá sáum við einungis þverhnípt bjargið framundan og ekkert annað. Það var ekki hægt að ímynda ser nokkra möguleika aðra en að þetta væri búið. Þá berst báturinn upp að land- inu. Ég var aftur á, fer fram á og sé að þar framundan er 1 it.il 1 stall- ur í berginu. Og ég segi við strák- ana: Hvað, ætlið þið ekki að reyna að komast í land? Þeir sögðu að það væri ekki hægt. Við verðum að reyna það, sagði ég. Ég var í leð- urstígvélum. Það var venja hjá mótoristum þá, snara mér úr þeim og stekk í land. Ég reiknaði með að það væri hált eins og reyndist. Sjórinn gekk yfir þennan stall, en ég komst svolítið ofar og bjóst við að þeir hefðu komið á eftir mér. En þegar ég lit við er báturinn kominn frá berginu og enginn kominn upp í bergið nema ég. Já, þarna velktist báturinn í brimlöðrinu og það voru þung augnablik að horfa á það og vera þarna í bjarginu. Svo skeði það ótrúlega, báturinn kemur aftur að berginu á nákvæmlega sama stað Morgunblaoio/Árni Johnsen Jón Vigfússon í Holti var semdur dönsku CarnegieVorounni fyrir hetjudáð- ina en örfáir ísiendingar hafa hlotið þann heiður. Jón heldur þarna * koparpeningnum og við hlið hans er bikar sem hann fékk frá Fiskifélagi fslands sem viðurkenningu fyrir einstætt afrek. og stoppar. Ég fikra mig niður á stallinn og held mér þar þannig að um leið og strákarnir stökkva í bergið geta þeir gripið í mig og þarna komust þeir allir upp á ör- skoti. Á sama laginu allir. Kannske var það hálf mínúta, kannske ein mínúta. En um leið og sá síðasti er stokkinn í bergið, þá rennur báturinn frá berginu og kom aldrei nálægt landi aftur. Síðar reyndist þetta eini staður- inn sem möguleiki var að komast upp í bergið á stóru svæði. Enginn mannlegur máttur réð ferð bátsins að nibbunni sem við komumst upp á. Svo fikruðum við okkur þarna í berginu. Líklega hefur klukkan verið um 10 að kvöldi dags þann 14. febrúar 1928- Við fundum skúta. Það skvettist upp á okkur sjðrinn, en svo fjaraði út og varð heldur kyrrara í skút- anum. En þarna höfðum við Iítið svigrúm til þess að hreyfa okkur. Við vorum í skútanum alla nóttina og fram í birtingu. Það var vissu- lega dálítið kalsamt. I birtingu sáum við að það komst hreyfing á togarann og hann létti ankerum. Hann lá mjög nálægt landi, líklega um 200 metra, en skipverjar virtust ekki taka eftir okkur hvernig sem við áma vttttxtirwjfJMiuit. A Sjómannadaginn 8 Sendum öllum í: á hátíðisdegi þeirra. sjómönnum árnaóaróskir N i.v%«%^m«\\«^^«« M SKIPADEILD SAMBANDSINS SAMBANDSHÚSINU REYKJAVÍK SÍMI 28200 psasasa í 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.