Morgunblaðið - 02.06.1985, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.06.1985, Blaðsíða 14
14 B MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 2. JUNÍ 1965 (Ljósmynd: Árni Johnsen) Á skoðunarferð á hraðbát á svæði Slysavarnaskólans í Haugasundi. Lengst til vinstri er einn af kennurum skólans, þá þrír nefndarmanna, Ólafnr Steinar VaMimarsson raðunertisstjóri, Magnús Jóhannesson siglingamilastjóri og Haraldur Henrysson forseti SVFÍ. Ólafur Steinar, ráðuneytisstjóri samgöngumálariðuneytisins hífður upp í samskonar krók og er í þyrlum, en allir þættir björgunarmála eru æfðir i Aura-skólanum. Unnið að skipulagningu slysavarna- og öryggismálafræðslu fyrir sjómenn — Slysavamanámskeið verði skylda fyrir skráningu í kjölfar umr»ona i Alþingi veturínn 1984 um Helliseyjarslysið og stöðu öryggismila sjómanna skipaði Matthías Bjarnason samgöngumilaraðherra 9 manna nefnd þingmanna sem starfað hefur undir nafninu Oryggismilanefnd sjómanna. Sl. haust skilaði Öryggismilanefndin undir forystu Péturs Sig- urðssonar alþingismanns 17 tillögum um úrbætur í öryggismihim sjómanna. Flestum af þessum tillögum hefur samgönguraðherra hrínt í framkvæmd, sumar eru í skoðun, en innan tíðar er stefnt að því að þær verði allar komnar í framkvæmd. Ein af tillögunum 17 var þess efnis að komið yrði i fót föstum nimskeiðum fyrír sjómenn þar sem kennd yrði meðferð öryggistækja og björgunarbúnaoar. Samgönguraðherra skipaði sérstaka nefnd til þess að fjalla um og gera tillögur um fyrírkomulag slfkrar fræðslu fyrír sjómenn. í nefndinni eiga sæti: Ölafur Steinar Valdimarsson riouneytisstjóri í sam- göngumilaraðuneytinu, sem er formaður nefndarinnar, Magnús Jóhannes- son siglingamálastjóri, Haraldur Henrysson forseti SVFÍ og greinarhöfund- ur. Á fyrstu fundum nefndarinnar var m.a. rætt við skólastjóra stýrimann- askólanna í Reykjavik og Vestmannaeyjum, þi Guðjón Ármann Eyjólfsson og Fríðrik Asmundsson, og Sigurð Steinar KetiLsson stýrimann hji Land- helgisgæzlunni. Nefndarmenn komust skjótt "að þeirri niðurstoðu að úrbóta væri þörf í fræðslu sjómanna um öryggismál og ástæða væri til að slíkt yrði framkvæmt með snörpu átaki. Þegar gerð hafði verið beinagrind að námskeiðum fyrir alla sjómenn í landinu, a.m.k. tveggja til þriggja daga námskeið fyrir alla undirmenn og fjögurra til fimm daga nám- skeið fyrir alla yfirmenn á flota landsins, var horft til þess hvernig framkvæma mætti hug- myndina, en í stuttu máli er tal- ið æskilegt að á slíkum nám- skeiðum sé fjallað á bóklegan og verklegan hátt um öryggi skipa, björgunarbúnað skipa, björgun- aræfingar, eldvarnir, slysavarn- ir og fyrstu hjálp og verklegar æfingar. Ákveðið var að nefndin færi til Noregs til þess að kynna sér fyrirkomulag og aðstoðu á slfk- um þjálfunarskólum og stöðvum, en Norðmenn standa mjög fram- arlega í þeim efnum og má segja að sérstakt átak hafi verið gert í öryggisfræðslu eftir hið hörmu- lega slys er oliuborpallinum AI- exander Kielland hvolfdi fyrir nokkrum árum. Fræðsiunefndin heimsótti tvo slysavarnaskola í Noregi,' Slysa- varnaskólann í Haugasundi (Statens Havariveraskole) sem er langstærstur í Noregi og ekk- ert til sparað, enda kostuðu mannvirki skólans um 600 millj- ónir ísl. kr. Þá heimsótti nefndin Slysavarnaskólann á Aura (Fisketagskolen) skammt frá Molde, en þar eru mannvirki af stærðargráðu sem myndi fremur henta framtíðarfyrirkomulagi slíkrar ðryggisfræðslu á íslandi. Námskeiðin i þessum norsku slysavarnaskólum eru yfirleitt eina, tvær eða þrjár vikur og standa skólarnir opnir öllum sem vilja. Stærstur hluti þeirra sem sækja slysavarnaskólana kemur frá olíuborpollunum, en það telst til undantekninga ef sjómenn sækja slik námskeið þótt allir viðmælendur okkar í skólunum teldu mjög mikilvægt og aðkallandi að allir sjómenn gengju í gegn um sérstaka fræðslu í slysavörnum. í Slysavarnaskólanum i Haugasundi er fyrst að telja skólahúsið sjálft með kennslu- stofum og skólastjórn, þá er eld- Magnús Jóhannesson reynir nýja tegund björgunarvesta í Noregi en mjög lítið fer fyrir vestinu eins og i myndinni og þó er vestið tvöfalt, þ.e. annað vesti sem hægt er að blása upp an þrýstiflösku. iannarrí varnasvæðið með margs konar eldgryfjum, reykköfunarhúsi og brunaæfingabyggingu. Sérstak- ur pallur eins og hluti af olíu- borpalli er á svæðinu með Kkani af þyrlu, þá eru byggingar fyrir verklegar æfingar, mötuneyti og við sjóinn á landi Slysavarna- skólans er sérstakur æfingapall- ur byggður fyrir björgunarbáta af öllum gerðum. í Slysavarnaskólanum í Aura er 600 fm skólahús, reyk- köfunaraðstaða í venjulegum gámum og æfingasvæði fyrir eldvarnir á svæði þar sem einnig er likan af brú í skipi. Það var mjog gagnlegt að sjá hvernig fyrirkomulag Norðmenn hafa á slysavarnafræðslu og þótt sendinefndin hafi fyrst og fremst farið til þess aö kanna hvernig best væri að byggja upp fræðslu í öryggismálum og slysavörnum fyrir sjómenn, þá er augljóst að framkvæmd slíkra mála á íslandi getur tengst þjálfun annarra starfsstétta, svo sem slökkviliðsmanna og þegar kjölurinn er lagður að slysa- varnafræðslu fyrir alla sjómenn landsins þarf jafnframt að tengja þá framkvæmd öðrum aðilum svo að hagkvæmni verði sem mest og aðstaðan sem best úr garði gerð. Það sem Fræðslunefndin í ör- yggismálum og slysavörnum fyrir sjómenn leggur mest kapp á eins og nú standa sakir er að ákveðinni grunnfræðslu verði komið á fyrir alla sjómenn í landinu, t.d. á næstu þremur ár- um og þá með þvi móti að halda námskeiðin í öllum helstu sjáv- arplássum landsins. Að því loknu verði skylt að hafa skír- Mannvirki Stateas Havarivernskole í Haugasundi era mikil að vbxtwn, tíl vinstri er eMvarnasvæoiA, þi eitt wkólahúsio. en fjærst sér i líkan af hhita olíuborpalls, sem notað er til eldvarna. teini frá slíku námskeiði til þess að fá skráningu á skip, en jafn- hliða slíkri herferð í öryggismál- um sjómanna og slysavarna- fræðslu er full ástæða til þess að byggja upp Slysavarnaskóla þar sem allur tækjakostur er á ein- um stað. Slysatiðni hjá sjómönn- um á íslandi er óhemju há og a.m.k. á hverjum degi verður al- varlegt slys um borð í íslenska bátaflotanum. Slysatfðni í landi er einnig all veruleg og með auk- inni tækni, auknum hraða, er mikilvægt að auka fræðslu í ör- yggismilum og slysavörnum. Fræðslunefndin er nú að vinna úr þeim hugmyndum sem komn- ar eru inn á kortið og innan tiðar verður fullmótuðum tillögum skilað í hendur samgöngumála- ráðherra, en þess má geta að miðað er við að stjórn þessarar fræðslu verði í höndum Slysa- varnafélags íslands bótt ýmsir aðilar utan SVFÍ verði kallaðir til, svo sem læknar, slökkviliðs- menn og skipaskoðunarmenn. Fræðsla um öryggismal sjó- manna og slysavarnir er ekki að- eins góð fjárfesting fyrir þjóð- félagið f heild, átak í pessum efnum og markviss vinna er ekki síður i þágu farsællar framtíðar íslenskra sjómanna. Á íslandi eru milli 6000 og 7000 sjómenn. Við töpum að meðaitali tugum manna i ári, um 500 bótaskyld slys eiga sér stað á ári á flotan- um og rekja má 95% af slysum til vankunnáttu eða kæruleysis. Úrbóta er því vissulega þorf nú þegar. Arni Johnsen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.