Morgunblaðið - 02.06.1985, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 02.06.1985, Blaðsíða 41
 MORvrUNBLjADlx), \ S...4* ' Tindurinn í augsýn ... vegginn. Ég fer yfirleitt alltaf ótroðnar slóðir sem ekkert er vit- að um. Ég geri ráð fyrir að það sé sama ástæðan sem rekur mig í þessa leiðangra og það sem rak menn áfram til að finna áður óþekkt lönd eins og t.d. Island." — Hvernig tilfinning er það að ná toppnum? „Það er ólýsanlegt. Mér er minnisstæðast þegar við komum upp á Everest. Þetta var um 6 leytið, seinnipart dags, útsýnið stórkostlegt og sólin hellti geislum sínum út um allt." Hann horfir hugsi fram í salinn og sér þetta greinilega fyrir sér. „Þetta er eins og vítamínsprauta, virkar í ákveð- inn tíma, en svo verð ég að fara aftur af stað." — Að kanna ókunnar slóðir, segirðu. Þú hefur ekki verið að hugsa um að slást í hóp geimfara? „Nei, ég vil hafa fast land undir fótum, og ráða ferðinni sjálfur. Gæti ekki hugsað mér að vera staddur 1 einhverri fjarstýrðri blikkdós úti í geimnum. Auk þess er ég í seinni tfð farinn að byggja mun meira á allskyns hugboðum, byggja á hinni kvenlegu innsæis- gáfu, hvaða leið sé heppilegri upp- Ljónmynd/Júliua Doug Scott befur lagt margt fjallio að velli, var ni.a. fyrstur til að klífa suðvest- urhlíð Mont Everest göngu en onnur, og þeirri gáfu er ekki hægt að beita í stjórnlausri málmdós." — Innsæisgáfa segirðu. Hef- urðu einhvern tima fengið hugboð um að þú værir í hættu staddur? „Nei, ekki ég sjálfur, en flestir félaga minna sem hafa látist hafa vitað það áður og fjölskyldur þeirra líka." — Ertu kannski örlagatrúar? „Ég held það séu ákveðnir hlutir sem við ráðum yfir í þessu lífi en yfir öðrum höfum við hugsanlega lítið að segja." — Hefur þú orðið fyrir ein- hverjum óhöppum í leiðöngrum þínum? „Já, árið 1977 var ég að klifra ásamt félaga mínum, Chris Bon- ington, á fjalli í Pakistan, datt og braut á mér báða ökklana. Ég var átta daga að skriða á hnjánum niður að búðunum, sem voru við fjallsræturnar, og þar beið ég i þrjá sólarhringa eftir þyrlu. Það tókst þó ekki betur til en svo að hún fórst við búðirnar, og ég komst ekki í læknishendur fyrr en iöngu eftir brotið." En ertu jafngóður f fótunum? „Ég fékk meðferð færustu skurðlækna, það eru skrúfur í báð- um ökklunum, ég er alveg jafngóð- ur, en þetta hefur haft þau áhrif að ég er gætnari en ég var." Hann þegir smástund og bætir svo við: „Ég held að starf mitt sé síður en svo hættulegra en starf ykkar fréttamanna, sérstaklega þó þeirra sem eru í fréttaharkinu. Það vekur hinsvegar ekki jafn mikla athygli þegar einn frétta- maður dettur niður annað hvort á hlaupum eða i stól sinum eins og þegar fjallgöngugarpur ferst." I kjölfar þessarar athugasemd- ar hefjast umræður um mismun- andi fréttagildi slysa og óhappa. Tíminn líður, klukkan verður sex og Scott fær bragðprufu af fs- lenska bjórlíkinu. Hann segir bjórdrykkju góðan undirbúning fyrir háfjallaklifur, „Súrefnis- skorturinn hefur svipuð áhrif á heilann og að drekka nokkrar bjórkollur, og því hærra sem við klffum því fleiri kollur." Félagi í íslenska Alpaklúbbnum er kominn að sækja Scott, spjallið fer að snúast um íslenska fja.ll- göngugarpa og Scott segir að við ættum að geta myndað hér harð- soðið lið klettaklifrara. Loka- spurningunni er þó beint að Scott sjálfum; er hann lofthræddur? „It is okay with the rope on, — mér er sama meðan kaðallinn er mér til trausts og halds, en mér er ekkert gefið um háar byggingar. Ég get vanist litlu súrefni og kulda en lofthræðslan hverfur aldrei, — sem betur fer, því lík- lega heldur hún í mönnum lífinu." Vestmannaeyjar: Enginn efast um athafnaþrek og hugrekki þeirra manna er leggja hæsta fjall beims undir fót Viðtal: Valgerður Jónsdóttir 22 luku prófum frá Stýrimannaskólanum Vesunanmejjiini. SKÓLASLIT Stýrimannaskólans í Vestmannaeyjum voru hinn 18. maí sl. í Básum. Að þessu sinni stunduðu 12 nemendur nám í I. stigi og 10 nemendur í II. stigi. Prófum I. stigs lauk 27. apríl sl. og náðu allir nem- endur prófi. Hæstir og jafnir urðu Ágúst Ingi Sigurðsson, Vestmanna- eyjum, og Kúnar H. Jóhannsson frá Akureyri með meðaleinkunnina S,84. Næstur þeim varo Magnús Guðmundsson frá Vestmannaeyjum með 8,31. Meðaleinkunn bekkjarins var 7,56. I II. stigi náðu allir prófi og þar varð hæstur Roland Buchholz frá Grindavik með meðaleinkunnina 9,26. Annar varð Ólafur Þ. Ólafs- son frá Vestmannaeyjum með 8,93 og þriðji Hallgrímur Guðmunds- son frá Hornafirði með 8,43. Með- aleinkunn bekkjarins var 7,74. Friðrik Ásmundsson skólastjóri afhenti nemendum prófskfrteini sín og ávarpaði nemendur og gesti. Sigurður Einarsson útgerðarmað- ur gaf barómet fyrir hæstu meðal- einkunn í II. stigi og hlaut það Roland Buchholz en hann hlaut einnig sjónauka sem Útvegsbænd- afélag Vestmannaeyja gaf fyrir hæstu meðaleinkunn i siglinga- fræði. Rotaryklúbbur Vestmanna- eyja veitti bókaverðlaun fyrir hæstu einkunn í íslensku, hlutu þeir Roland Buchholz og ólafur Þ. Ólafsson þau verðlaun. Jóhannes Steingrímsson frá Akureyri hlaut bókaverðlaun úr sjóði hjónanna Ástu og Friðfinns frá Oddgeirs- hólum fyrir ástundun og framfar- ir i námi á skólaárinu. Þá færði Sparisjóður Vestmannaeyja styrktarsjoði nemenda kr. 20 þús. að gjöf. Skólastjóri Stýrimannaskólans í Vestmannaeyjum er Friðrik Asmundsson. — hkj. Selfoss: Fyrstu gestirnir komu áður en tjaldsvæðið var opnað Selfodsi. 29. maf. FYRSTU gestir tjaldvæðisins á Sel- fossi birtust í gær 28. maí en form- leg opnun svæðisins er 1. júní. Tjaldsvæðið var áningarstaður fjölmargra útlendinga á sl. ári. Var einkum um fólk að ræða sem lagði leið sína að Gullfossi og Geysi. Sérleyfisbíiar Selfoss halda uppi áætlunarferðum að Gullfossi og Geysi og bílar þeirra stansa á götunni við tjaldsvæðið sem er þægilegt fyrir ferðafólk. Á tjaldsvæðinu er hreinlætis- aðstaða og aðstaða fyrir fólk að elda sér máltíð og snæða innan- dyra. Þá er þar smáhýsi með svefnplássi fyrir fjóra og eldunar- aðstöðu. Fyrstu gestirnir, H. Dullet og S. Alex, sögðust koma beint frá Mex- íkó og fannst viðbrigðin býsna mikil. Þau létu vel af íslandi og hugðu á ferð austur að Kirkjubæj- arklaustri næsta dag. Sig.Jóns sr?.: Ný brú yfir Stóru-Laxá Srtn-Uagkohi, 30. nuf. í SUMAR verður byggð ný brú á Stóru-Laxá í Hreppum. Fram- kvæmdir eru hafnar fyrir nokkru og er áa-tlao að brúarsmíðinni verði lokið í október. Þessa nýju brú teiknaði Einar llafliðason verkfræð- ¦ngur hjá Vegagerðinni og sér Vega- gerð ríkisins um framkvæmdir. Brú- in verður 120 metra long með einni akgrein, svokölluð eftirspent bitabrú með þremur höfum. Yfirsmiður er Jón Valmundsson frá Vík í Mýrdal. Gamla brúin yfir Stóru-Laxá er orðin ansi hrörleg, vægast sagt, enda byggð árið 1929. 1 miklum jakaburði vetrarflóða hafa menn óttast að hún myndi bresta. Þá hefur hluti vatnsflaumsins iðulega runnið yfir veginn norðan hennar og rofið vegasambandið við Hrunamannahreppinn. Hefur það þó kannski bjargað því að brúin stendur enn. Mikil ánægja er hér i sveit með þessa nauðsynlegu framkvæmd sem tryggir öruggar samgöngur út úr hreppnum hvernig sem Stóra-Laxá lætur f vetrarhamförum sínum. Fréttaritari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.