Morgunblaðið - 02.06.1985, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 02.06.1985, Blaðsíða 32
32 B MQRGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JONÍ 1985 Margrét Guðnadóttir prófessor í veirufrœði segir frá starfi sínu og áhugamálum. Margréi Guðnadóttir prófessor er forstöðumaður Kannsókn- arstofu Háskólans í veirufræði, sem tók til starfa í Gamla þvottahúsinu við Landspítalann árið 1974 og er rekin af HÍ og ríkisspítölunum sameiginlega. Margrét er fyrsti og eini prófessorinn í sýklafræði yið Háskóla Islands. Hún útskrif- aðisi í læknisfræði frá HÍ árið 1956 og vann síðan eitt ár i Keldum áður en hún fór utan í framhaldsnám. „Ég vann það ár með Birni Sigurðssyni, sem reyndist mér mjög góður lærimeistari. Hann var þá að athuga ónæmisástand gegn mænuveiki, svo ég lenti í að vinna í þeim tilraunum," segir Margrét meðal annars þegar ég loksins finn vinnustaðinn hennar. „Já þetta er nú öll aðstaðan sem við höfum, ég lenti hér í Gamla þvottahúsinu og reikna ekki með að það verði í minni tíð að ég fái húsnæði hjá mínum atvinnurekanda, Háskólanum. Það finnst mér reyndar svolítið merkilegt, eftir öll þessi ár sem ég þykist vera búin að vinna fyrir þá stofn- un." Margrét Guðnadóttir Heímsókní Garnla þvottahúsið Margrét er hraðmælt, hispurs- laus, með greindarlegan glettnis- glampa i augunum. Hún er af Vatnsleysuströndinni, ólst þar upp. Eftir læknisnámið hér og ár- ið á Keldum fór hún í framhalds- nám i veiruf ræði, fyrst á námskeið til Bretlands og síðan til Banda- ríkjanna og var þá m.a. tvð ár við Yale-háskólann. Árið 1960 kom hún aftur til íslands og var þá ráðin sérfræðingur á Keldum. Hér á eftir segir prófessor Margrét örlítið úr sðgu sinni, sem um leið er saga rannsóknarstof- unnar, m.a. frá stærsta verkefninu til þessa sem er baráttan við rauða hunda og fósturskemmdir sem þeir valda. Einnig fá peir sem eru að leggja i langferð litilshátt- ar áminningu og upplýsingar um ferðamannabólusetningar. Hús verða yiröulegri með aldrinum „Á. Keldum vann ég mikið við tilraunir með visnu og mæðivisnu. Þær tilraunir voru þá og eru enn stærsta verkefnið á Keldum. Einnig vann ég við greiningar á mannasjúkdómum eftir því sem ég gat á þessum árum. Sú vinna var náttúrlega lausari i reipunum heldur en eftir að ég kom hingað. Árið 1969 sótti ég um að vera pró- fessor í sýklafræði við Háskólann. Það var ný staða, því að starfi Ni- elsar Dungals, sem hafði haft á hendi meina- og sýklafræði- kennsluna, var skipt i tvær stöður. Þegar Dungal féll frá var starfið auglýst, upphaflega sem ein staða, en 3íðan kom upp að hafa meina- Gamla þvottahúsio fræðina sér og sýklafræðina sér. Þá sótti ég um þessa nýju stöðu og hef setið í súpunni síðan. Af því þetta prófessorstarf var nýtt, var náttúrlega hvergi staður fyrir manninn að vinna á og ég hélt nú í heimsku minni að háskólastofnun- in Keldur gæti kannski hýst þann mann. Menntamálaráðuneytið var að sínu leyti ekkert mjðg hlynnt þvi að maðurinn færi ekki i Há- skólann eins og það hét, en ég hef nú ekki komist þangað enn — ég lenti hér í Gamla þvottahúsinu á Landspitalanum og hef ekki mikla von um að komast úr því. Hús verða virðulegri með aldrinum eins og þú sérð, þegar þau geta ekki lengur þjónað sínu upphaf- lega hlutverki breytast þau í rann- sóknarstofur. Þegar ég tók við þessu starfi, kringum 1970, var stefnan sú að Landspitalinn og Háskólinn myndu reisa hér kennsluspitala sem báðir aðilar stæðu að í jöfnum hlutföllum. Þess vegna var það nú að við fór- um inn með alla þessa vinnu. Að- staðan fyrir sjúkraþjónustuna var í fyrstu talsvert miklu betri hér en hún hafði verið uppi á Keldum, bæði vorum við nær stærsta spft- alanum og siðan gerðist það eftir að ég flutti hingað að þá voru þó fengnar fjórar stððuheimildir og hingað fékkst starfsfólk, sem virkilega gat sinnt þessum verk- efnum, þjónusturannsóknunum fyrir spitalana. Við vinnum núna margfalt starf miðað við fyrstu árin, eftirlit með bólusetningum og nýjar rannsóknir hafa bæst við, svo ðll okkar vinnuaðstaða er orð- in miklu þrengri. Ég byrjaði hér með nemendur, sem voru liffræðingar með 90 stiga BS-próf, og völdu sér siðan framhaldsverkefni, svokölluð fjórða árs verkefni, í veirufræði. Eg byrjaði hér með sex líffræð- inga ef ég man rétt. Þrir af þeim fóru i framhaldsnám erlendis, eft- ir að þeir luku fjórða árinu hér, og þeir eru komnir aftur hingað, sprenglærðir, svo að við hðfum nú fleiri og betrí rannsóknaraðferðir i gangi en við gátum komið upp fyrstu árin. Samt væri hægt að gera miklu meira ef við gætum komið þvi fyrír. Ef ég lít á hvað við gerðum 1975, fyrsta heila starfsárið hér, þá komu aðsend sýni frá 550 sjúklingum það árið, og við gerðum svona tvær til þrjár rannsóknir fyrir hvern sjúkling. Á árínu 1984 komu aðsend sýni frá 2601 sjúklingi, þá gerðum við um átta rannsóknir fyrir hvern sjúkl- ing að meðaltali. Árið 1983 gerð- um við helmingi fleiri rannsóknir fyrir Landspitalann einan en við gerðum fyrir landið allt 1975." Aðgerðir til að reyna að koma í veg fyrir fósturskemmdir af völdum rauðra hunda „Já, langstærsta verkefnið hér hefur verið vinna í sambandi við ónæmisaðgerðir gegn rauðum hundum og eftirlit með bólusetn- ingum. Hér hafa heilbrígðisyfir- völd staðið fyrir skipulegum að- gerðum til að reyna að koma í veg fyrir fósturskemmdir af vðldum rauðra hunda og mestðll vinnan hefur verið tengd þessari deild. Þetta er verkefni sem byrjaði smátt og smátt. Upphaflega var það Rannsóknarnefnd félags

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.