Morgunblaðið - 02.06.1985, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.06.1985, Blaðsíða 19
MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 2. JÚNl 1985 B 19 Sandgerði: Hvernig eiga menn sem eru að selja atvinnutæki að vera hressir? — spyr Sigurður Friðriksson á Guðfinni frá Sandgerði „Nei, það er nú síður en svo að það sé gott í manni hljóðið," segir Sijjurður Ftiðriksson skistjóri á Guðfinni frá Sandgerði, þar sem hann situr undir stýri á bryggjunni í Sandgerði á tali við háseta sinn, Jónas Snorrason, og Ragnar Ragn- arsson skipstjóra á Arnari. „Ég veit ekki hvernig menn sem eru að selja undan sér atvinnutæki ættu að geta verið hressir og það er ekki gaman að vera í þessum sporum og þurfa að segja mönnum sem eru búnir að vera með manni árum saman frá því að enginn grundvöll- ur sé fyrir því að gera bátinn út lengur. Þeir sem raða eru búnir að sjá fyrir því. Það voru tekin 50 tonn af rækjukvótanum okkar og það munar einfaldlega því að daemið gengur ekki upp. Skuldirn ar hlaðast bara upp og maður hugs- ar til þess með óhug hve miklar þær gætu orðið á ári. Ég er búinn að eiga Guðfinn í fimm ir og þetta hefur alltaf verið toppbátur og svo er allt í einu bara enginn grund- vðllur fyrir rekstrinum lengur. Það er með ólíkindum hvað bátanir hér á Faxaflóasvæðinu hafa farið illa út úr kvótaskiptingunni." „Ertu búinn að selja bátinn?" „Nei, ég var að láta hann f sölu og er strax búinn að fá tilboð í hann. Það kom frá Vestmanna- eyjum. Þeir eru víst ekki í vand- ræðum þar." „Og hvað tekur þá við hjá þér?" Ætli maður athugi ekki hvort hægt er að fá eitthvað að gera á Vellinum, nú eða þá að maður athugar með fiskverkun. Mér hafði reyndar dottið f hug að fara annað með bátinn, eitthvað út á land þar sem meiri mögu- leikar eru á þvf að fá viðunandi kvóta. En það er bara hægara sagt en gert að rffa sig upp með fjölskyldu og flytjast búferlum til að eltast við þetta." „Hvað eru margir rækjubátar gerðir út frá Sandgerði?" „Nú eru þeir 22 en voru 11. Þetta er framsóknarstefnan f hnotskurn. Bátunum er fjölgað um helming eins og ekkert sé sjálfsagðara og heildarkvótinn látinn halda sér með þvi að minnka hann hjá þeim bátum sem fyrir eru. Það er ekkert hér að hafa lengur. Vetrarvertíðin var nú ekki burðug í ár, 91 tonn af þorski, en fjórar undanfarnar vertíðir höfum við verið með 200 tonn. Og það er langt í frá að minn bátur sé sá eini sem svona er komið fyrir. Þeir eru að fara þessir bátar, hver af öðrum." „Og ástæðan er kvótakerfið eða hvað?" Ragnar Ragnarsson, Signrður Kriðriksson og Jónas Snorraaon. „Nei, það er ekkert á móti kvótakerfinu út af fyrir sig. Það er skiptingin og stjórnunin sem er vandamálið. í fyrra var út- hlutað 150 tonnum af rækjum en nú fást ekki nema 100 tonn til skiptanna á sama tima og bátun- um er fjölgað um helming. Áður var búið að skerða þorskinn og svo kemur þetta með rækjuna. Þessir menn vita ekkert hvað þeir eru að gera. Skiptaverðið á rækju er 16,70 á kílóið og aflinn er um átta tonn á viku á fjögurra manna bát. Það sér hver maður að það gengur ekki upp. í vetur var okkur sagt að við yrðum að sætta okkur við skertan þorskkvóta af því að við fengjum síðan rækjukvóta i vor. Siðan skerða þeir rækjukvótann um 30%. Á sama tíma hefur allt hækkað, allur kostnaður við út- haldið hefur rokið upp." „Hvernig viltu láta skipta kvótanum, Sigurður?" „Það þarf að hugsa fyrir nýju kerfi og það þarf að grundvallast á aflaverðmæti en ekki klíku- skap og úreltum forsendum. Þeir i ráðuneytinu og hjá LÍÚ virðast steinsofandi fyrir þvi að það þarf að koma á réttlátara og skynsamlegra kerfi en nú er við lýði. Með þessu mðti verður þetta áfram á niðurleið þangað til bátaútgerð leggst bara niður hér um slóðir. En það eru fleiri sem berjast í bökkum en þeir sem gera út báta. Fiskverkunin er mjög illa stödd líka. Eitt veit ég og það er það að sfzt af öllu mundi ég ráðleggja ungum mönnum að fara i sjómanna- skóla í dag. Þetta er ekki atvinna sem ráðlegt er að Ieggja fyrir sig. Það er í rauninni alveg óskiljanlegt hvérnig Sjálfstæðis- MorgunbUðiA/Júliiu flokkurinn lætur framsóknar- mennina vaða uppi i sjávarút- vegi." Undir þetta tekur Ragnar Ragnarsson: „Það er ekki vafi á því að bátarnir hér hafa farið mjög illa út úr kvótaskipting- unni. Þær ráðstafanir sem sjáv- arútvegsráðuneytið stendur fyrir hér jafngilda eignaupp- töku. Fótunum er kippt undan fólki sem hefur haft afkomu sína af þessu á meðan maður veit dæmi þess að sumir fá svo mik- inn kvóta að þeir geta ekki nýtt hann. Ég veit dæmi þar sem skuld í vélsmiðju var borguð með kvóta." „Hvað segir þú um þetta, Jón- as?" „Ég segi fátt. Ég er varla bú- inn að átta mig á þvi að ég er f þann veginn að missa plássið af því að það þarf að selja bátinn." -4 Welkom,Gruetsi,\\ilkommen. Arnarflug býður ykkur velkomin til þriggja borga í Evrópu Þessi Ijúfa heimsborg er í uppáhaldi hjá öllum sem hafa heimsótt hana. Það er sérstaklega gaman og gott að" versla í Amsterdam, par er meira úrval af frábærum matstöðum en í flestum öðrum borgum og skemmt- analífið er fjölbreytt og létt. Það verður flogið fimm sinn- um í viku milli Amsterdam og Keflavíkur í sumar. Arnar- flug býður hagstæðar pakka- ferðir til Amsterdam, útvegar hótel og bílaleigubíla og far- miða í tengiflug ef ferðinni er heitið lengra. Engin flug- höfn í heiminum býður upp á betri og auðveldari tengi- flugsmöguleika en Schiphol í Amsterdam. Auk þess að vera hliðið að Ölpunum og hinum fögru fjallahéruðum Sviss er Zurich stærsta borgin par í landi. Þar er að finna einkar vandaðar verslanir og menningar- og skemmtanalífið er í samræmi við það. Borgin stendur við stórt stöðuvatn og um það sigla falleg, gamaldags hjóla- skip, með ferðamenn. Zúrich er í fögru umhverfi og feg- urðin blasir hvarvetna við þér pegar pú ekur frá borginni, um frjósama dali og tignarleg fjöll til að gista í litlum fjalla- þorpum og skoða foma kast- ala. Arnarflug flýgur vikulega til Zurich í sumar. u Það er í Dússeldorf sem Rínarævintýrin hefjast. Þaðan er lagt upp í ferðir um fögur héruð Rínardalsins og ferðin verður sérstaklega þægileg og skemmtileg ef þú tekur einn af húsbílunum sem Arn- arflug hefurá boðstólum. Bíl- arnir eru af ýmsum stærðum, allt upp í að vera hreinar lúxusvillur, á hjólum. Dúss- eldorf sjálf er falleg borg og sérstaklega gaman að heim- sækja „gamla bæinn". Hann er innan við ferkílómetra að stærð, en þar eru yfir 200 gamaldags veitingahús og fjölmargar verslanir. Þar hefj- ast líka skemmtilegar báta- ferðir um Rín. Arnarflug flýgur vikulega til Dusseldorf. ARNARFLUG LÁGMÚbA 7 SÍMI 29511 §

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.