Morgunblaðið - 02.06.1985, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 02.06.1985, Blaðsíða 9
MORGtTNBfcAÐIÐ, SUNlítJDAGUlt 2. JtlNl 1985 B ?9x Útileikhús og leik- aðstaða fyrir börn Verðlaunatillagan í hugmyndasamkeppni um hlutverk og mótun Arnarhóls BIRNA Björnsdóttir, innanhússarkitekt hlaut fyrstu verðlaun fyrir tillögu sína í hugmyndasamkeppni um hlutverk og mótun Arnarhóls. Samstarfsmenn hennar við mótun tiliögunnar voru Hilmar Þor Björnsson, arkitekt, og Einar Sæmundsen, landslagsarkitekL Davíð Oddsson, borgarstjóri og formaður dómnefndar, kunngerði niðurstöður nefndarinnar i Kjarvalsstöðum á fiistu- dag. Hugmyndasamkeppnin var hald- in í tveimur hlutum. Alls bárust um fjörutíu tillögur og valdi dóm- nefndin sex af þeim fyrir síðari hluta keppninnar. Verðlaunatil- lagan verður lögð til grundvallar við mótun Arnarhóls en einnig verður hugsanlega stuðst að ein- hverju leyti við hinar tillögurnar fimm, að sögn Þorvaldar S. Þor- valdssonar, forstoðumanns Borgar- skipulags. I tveimur tillagnanna er gert ráð fyrir nýbyggingu meðfram Kalkofnsvegi, tvær sýna byggingu undir stöpli Ingólfsstyttu og tvær eru nánast án bygginga. í öllum tillogunum er gert ráð fyrir sviði sem nýtist ýmist til minni eða stærri hátíðarhalda. I tillögu sinni gerir Birna ráð fyrir útileikhúsi á hólnum við Kalkofnsveg, sem hægt verður að notast við allt árið um kring og áhorfendasvæði sem rúmar 4.000 til 6.000. manns. I tengslum viö úti- leikhúsið gerir hún ráð fyrir bif- reiðastæðum við Kalkofnsveg. Með skírskotun til sogu Reykja- víkur, landnáms og öndvegissúlna Ingólfs Arnarsonar, leggur höfund- ur til að komið verði upp súlnaröð frá Hæstarétti, vestur Lindargötu, fram á Arnarhól þar sem súlnaröð- in tekur beygju framhjá Stjórnar- ráðinu og stefnir beint á Alþingis- húsið og Dómkirkjuna. Níu metrar yrðu á milli súlnanna, sem eru úr hvítri steinsteypu og hæð þeirra er alltaf sú sama, um 13 metrar yfir sjávarmáli. Höfundur gerir ráð fyrir sleða- brekku á hólnum eins og verið hef- Davíð Oddsson borgaratjóri afbe>dir verolana fyrir samkeppnina, en þau hlutu Birna Björnsdóttir, Hilmar Þór Bjornsson og Einar Sæmundsen. ur, söluskála með kaffi- og pylsu- sölu, leiksvæði fyrir smábörn og sléttri flöt til leikja fyrir framan Seðlabankann. Þá gerir hann ráð fyrir göngustígum um hólinn og flóðlýsingu á súlurnar og styttu Ingólfs. Þá gerir höfundur ráð fyrir trjágróðri meðfram Ingólfsstræti og Kalkofnsvegi að baki útileik- hússins. Ýmislegt fleira er að finna í tillögunni s.s. áningarstað með bekkjum, fánastengur og stall fyrir myndastyttu, á horni Hverfisgötu og Kalkofnsvegar. Dómnefndina í hugmyndasam- keppninni skipuðu Davíð Oddsson, borgarstjóri, formaður, Jóhannes Nordal, Seðlabankastjóri, Gunnar Friðbjörnsson, arkitekt, Guðmund- ur Kr. Guðmundsson, arkitekt, og Þórarinn Þórarinsson, arkitekt. Að sögn borgarstjóra er stefnt að því að hefja framkvæmdir á Arnar- hólnum þegar næsta haust. T f ,\ r £±£±& <Já±r i ^^É^ÁSJI ±=£L. UfélfMtrMl _J Séd frá IngWntnetL NeM á bólnum vio Kalkofnsveg (lengst tíl hægri) er gert ráo fyrir útileikhúsi og ihorfendasstum fyrir framan. Morgunblaðið/RAX iW^ A -<i Þótt þú eigir ekki SUMARBÚSTAÐ skaltu samt lesa þetta HANDVERKFÆRI, RAFMAGNS- VERKFÆRI TIL ALLRA MÖGU- LEGRA OG ÓMOGULEGRA NOTA. OLÍULAMPAR OG LUKTIR, GAS- LUKTIR, GAS OG OLÍUPRÍMUSAR, HREINSUD STEINOLÍA, OLÍUOFN- AR ARINSETT, ÚTIGRILL, GRILL- KOL OG VÖKVI, RAFHLÖÐUR, VASALJÓSr FÚAVARNAREFNI, LÖKK, MÁLN- ING — ÚTI- INNI- — MÁLN- INGARÁHÖLD — HREINLÆTIS- VÖRUR, KÚSTAR OG BURSTAR. SLÖKKVITÆKI OG REYKSKYNJ- ARI, VATNSBRÚSAR OG FÖTUR. SILUNGANET, NÆLONLÍNUR, SIG- URNAGLAR, ÖNGLAR, SÓKKUR. GARDYRKJUVERKFÆRI í ÖLL STÖRF, HJÓLBÖRUR, SLÖNGUR, SLÖNGUKLEMMUR OG TENGI, ÚÐ- ARAR, SLÁTTUVÉLAR, ORF OG LJÁIR. II /É III . FANAR, FLAGGSTANGARHUNAR OG FLAGGSTENGUR, 6—8 METR- AR. VATNS- OG OLÍUDÆLUR. KEDJUR, MARGAR GERDIR, TÓG OG VÍRAR, GRANNIR OG SVERIR. HITAMÆLAR, KLUKKUR LOFT- VOGIR, SJÓNAUKAR. HLÍFÐARFATNAÐUR, REGNFATN- AÐUR, GÚMMÍSTÍGVÉL HÁ OG LÁ, PEYSUR, BUXUR, SKYRTUR, NORSKU ULLARNÆRFÖTIN. Ánanaustum, Grandagarði Sími 28855. OG I BATINN EÐA SKUTUNA BJÖRGUNARVESTI FYRIR BÖRN OG FULLORDNA. ÁRAR, ÁRAKEF- AR, DREKAR, KEDJUR, AKKERI, VIDLEGUBAUJUR, KJÖLSOGDÆL- UR. ALLUR ÖRYGGISBÚNADUR. ÖLL SMÁVARA FYRIR SKÚTUNA, BLAKKIR O.M.FL. BLÁTALÍNUR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.