Morgunblaðið - 02.06.1985, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ 1985
B 51
Mamma Mia
Umtalaöasta par bandarískra
kvikmynda um þessar mundir eru
án vafa Mia Farrow og Woody All-
en, umkomuleysinginn og dvergur-
inn, eins og einn gagnrýnandi kall-
aöi þau. Woody Allen, sennilega
frjóasta og frumlegasta kvik-
myndaskáldiö í vesturheimi, gerir
u.þ.b. eina mynd á ári og í hverri
einustu finnur hann pláss handa
Mlu.
Dvergurinn knái stóð á kross-
götum í lífi sínu þegar Diane Keat-
on sagöi skiliö viö hann áriö 1980.
Þau höföu leikið saman í nokkrum
listaverkum, svo sem Ást og dauöi,
Annie Hall og Manhattan. Þá
fannst Diane kominn tími tll að
breyta til, og sneri sér aö Warren
Beatty. En Woody var ekki lengi aö
koma auga á nýjan lífsförunaut.
Hann hitti Miu Farrow í fyrsta skipti
í nýársfagnaöi 1980, skömmu eftir
að hún haföi skiliö viö André Prev-
in. Mia lék þá í þekktu verki á
Broadway, og Woody sótti sýn-
ingarnar stíft. Woody var þá aö
byrja á „A Midsummer Night’s Sex
Comedy“ og hann bauö Miu hlut-
verk sem hún þáöi.
Þar með hófst nýr ferill sem hef-
ur boriö ríkulegan ávðxt, og er
undarlegt til þess aö vita aö ekkert
kvikmyndahús hér á landi skuli
sýna þessum mikla listamanni
áhuga. Ef undirritaðan misminnir
ekki hefur engin kvikmynd eftir
Woody Allen veriö sýnd hérlendis
síöan 1979 (Manhattan). Vonandi
sjá reykvískir kvikmyndahúsaeig-
endur sig um hönd og leyfa okkur
aö berja augum verk Woody All-
ens.
Mynd númer tvö hjá Woody og
Miu nefndist Stardust Memories
og fékk hún œöl misjafna krftík, en
annaö var uppi á teningnum þegar
Woody sendi frá sér Zelig (1983)
sem er eínhver óvenjulegasta
mynd hans. Því næst kom Broad-
way Danny Rose, en í þeirri leikur
Mia stórt hlutverk sem Woody
skrifaöi fyrir hana aö hennar ósk.
Þau höföu snætt á ítölskum veit-
ingastaö og séö undarlega konu
viö næsta borö: þessa konu vildi
Mia leika og Woody var langt frá
því aö vera ósammála. Snemma á
þessu ári byrjaöi Woody á enn
einni myndinni, en í þeirri ætlar
hann ekki aö leika, eingöngu aö
leikstýra, en Mia leikur aöalhlut-
verkiö: The Purple Rose of Cairo.
(Lfstinn lengist meöan kvikmynda-
húsaeigendur sitja aögeröarlausir.)
Mia Farrow slysaöist inn á leik-
listarbrautina þegar systkinahóp-
urinn stóö uppi fööurlaus. Tvítug
sló hún í gegn i sjóvarpssápum, en
fyrsta stórmynd hennar var Rose-
mary’s Baby (1968). Hún þvældist
á milli leikstjóra, leikenda og eíg-
inmanna (Frank Sinatra, André
Previn og Sven Nykvist). Hún virt-
ist hvergi geta fótaö sig og þar af
leiöandi uppnefnd flækingurinn,
eöa umkomuleysinginn. Hún lék
meö Dustin Hoffman í „John og
Mary“ (1969) og Robert Redford í
„Great Gatsby" (1974).
Mia foröast sviösljósiö og líkist
Robert De Niro og Woody Allen í
þeim efnum. Hún veitir aldrel viötöl
og m.a. þess vegna á slúðrið
greiöa leiö til fjölmiölanna, en fáir
hafa orðiö eins illa fyrir baröinu á
slúöri og einmitt Mia Farrow. Hún
er sögö kvíöa hverri einustu mynd,
yfirnáttúrulega feimin, en þaö hlýt-
ur aö hafa breyst eftir aö hún
kynntist Woody Allen, því hann
vinnur alltaf meö sama fólkinu.
HJÓ
Woody Allen og Mia Farrow f „Broadway Danny Roaa“.
. j ... • - - - . x
V i
/ . :./:; . . ■ ■
^HHHHHHHHHH
Dýpkunarskipið Vestmannaey að störfum f Vestmannaeyjahöfn.
MorgunbladiA/Sigurgeir
Dýpkimarskipið Vestmannaey:
Hefur unnið við dýpkun
hafnarinnar í hálfa öld
Björgvin Jónsson er elsti starfsmaðurinn um borð f dýpkunarskipinu Vest-
mannaey. Hann hefur starfað þar í meira en 20 ár.
V efltmannaeyjum, 29. maf.
I DAG eru liðin nákvæmlega 50 ir
fri því dýpkunarskipið Vestmannaey
kom hingað til Vestmannaeyja og f
alla þessa hálfa öld hefur skipið
unnið við dýpkun og hreinsun hafn-
arinnar. Skipið hefur verið fastur
punktur í tilverunni við höfnina og á
skipinu hafa starfað margir menn
svo áratugum skiptir.
Nokkur aðdragandi var að
kaupum skipsins en lengi höfðu
menn gert sér grein fyrir þeirri
ríkjandi þðrf sem var á því að
dýpka höfnina og þá sérstaklega
Leiðina svokölluðu sem á voru
nokkrir hættulegir trafalar. Árið
1928 spurðist Finnbogi R. Þor-
valdsson fyrir um það hjá ráða-
mönnum í Vestmannaeyjum hvort
áhugi væri fyrir því að hann kann-
aði möguleika á þvi að kaupa
sanddæluskip hingað til Eyja. Var
það samþykkt og árið eftir var
leitað leyfis Alþingis til kaupanna.
Ekki var málið lagt fyrir Álþingi
fyrr en 1930 og fékk það þá frekar
dræmar undirtektir og það var
ekki fyrr en 1933 sem skriður
komst á málið, en þá fór Finnbogi
R. Þorvaldsson utan og aflaði
hann tilboða í mörgum löndum.
15. maí það ár var ákveðið að taka
tilboði frá fyrirtæki í Fredriks-
havn á Jótlandi i Danmörku. Árið
1934 fékkst styrkur frá hinu
opinbera til skipakaupanna og þá
var endanlega gengið frá kaupun-
um. Skipið kom síðan til Eyja 29.
mai árið 1935 og mun hafa kostað
162.020,25 krónur.
Alla tíð siðan hefur skipið þjón-
að dyggilega i viðhaldi og endur-
nýjun hafnarinnar og i tilefni
hálfrar aldar afmælisins var
flaggað á skipinu og hafnarsvæð-
inu og rjómatertur voru snæddar
um borð.
- hkj.
Sumarferð Varðar
Hin árlega sumarferð Varðar verður farin laugardaginn 29. júni nk. og að þessu sinni verður ekið um
Borgarfjörð með viðkomu á ýmsum stöðum. Leiðarval verður nánar auglýst síðar en upplýsingar eru veittar á
skrifstofu Varðar.