Morgunblaðið - 02.06.1985, Blaðsíða 42
42 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. JÚNl 1985
GunnhUdur, Henrique og strákmrnir.
Gunnhildur fiutt úr
„kuldanum á íslandi“
Allur þorri Portúgala þekkir
vel andlitið á Henrique
Garcia. Hann er einn aðalfrétta-
* ihulur portúgalska sjónvarpsins og
einn fárra fréttastjóra þess, auk
þess sem hann er með vinsælan
útvarpsþátt um stjómmál sem
skemmtiefni í útvarpi einu sinni í
viku, þriggja stunda þætti. Hann
ritstýrir fréttaskrifum, aflar
frétta og les þær og það er mikið
að gera.
En á bak við svo marga drífandi
karlmenn standa styrkar stoðir,
konur þeirra, og á heimili Henr-
iques er eiginkonan íslensk í húð
og hár, Gunnhildur Gunnlaugs-
dóttir. Saman eiga þau tvö börn,
Pedro Gunnlaug, sem er á öðru
aldursári og Henrique Geir, sem
fæddist í lok janúar á þessu ári.
Henrique litli kom dálítið á undan
áætlun og þurfti að dvelja fyrstu
dægrin í súrefniskassa. Það varð
einungis til þess að hann fór heim
hressari og er ásamt eldri bróður
sínum augasteinn foreldranna. Þó
Henrique eldri sé sá sem athygli
allra auga og eyru beinist að í
ríkisfjölmiðlunum, fellur hann úr
sviðsljósinu er heim kemur. Þau
hjónin búa í Parede á hinni frægu
Estoril-strönd, 20 kílómetra frá
Lissabon og Henrique hefur aldrei
þótt jafn langt að keyra heim úr
vinnunni og vinnudagurinn aldrei
jafn lengi að líða. En þegar heim
kemur eru það strákarnir sem
ráða ríkjum og eiga athygli for-
eldranna óskipta, enda greindir,
hraustir og líflegir piltar.
Henrique og Gunnhildur giftu
sig í Háteigskirkju árið 1980 og
hafði Gunnhildur þá ákveðið að
„flytja frá kuldanum á fslandi,"
eins og segir nýlega í viðtali og
grein um þau í „Gente Nova“.
vinsælu portúgölsku vikuriti. í
blaðinu er opnugrein með mynd-
um og má sjá hluta af efninu hér
með. Gunnhildur á móður hér á
landi, Halldóru Hartmanns, og
tvær systur, Hörpu og Bryndísi.
Faðir hennar er látinn.
COSPER
Síminn hringir, ég verð aö fara og svara.
ffclk í
fréttum
Morminbladid/Ól.K. Magnúsaon
Flugvélin „Eddan“ i
fyrsta flugið til Lu*.
Halldór Sigur-
jónsson yfir-
flugvirki og
flugvélstjóri
Loftleiða er flog-
ið var í fyrsta
skipti til Lux-
emborgar.
Cockpit »nn - 43, 84 Patton * 1
í tilefni 30 ára afmælisins buðu
þeir á Cokpit Inn gestum upp
á íslenskan snafs...
Hlutiáhafnaj
sUötnmu.Hei
geirsdóttu.S'
Heigason.
Alfreð Elíasson, Krístjáa Guðlaugsson,
Sigurður Magnússon, Sigurður Helgason,
Agnar Kofoed-Hansen, Kristinn Olsen
og Ingólfur Jónsson.
Frægðin
þruma úr
fc koski knattspyrnumaðurinn Pat Nevin, sem !
kom eins
heiðskíru
og
lofti
knattspyrnumaðurinn Pat Nevin, sem leikur með
Lundúnaliðinu Chelsea og lék einnig með skoska
ungmennalandsliðinu gegn fslandi í Kópavogi um síðustu helgi,
ætlaði sér aldrei að verða atvinnumaður í knattspyrnu. Miðað
við það er frægð hans og frami með ólíkindum.
Pat er afar smávaxinn, en jafnframt geysilega leikinn knatt-
spyrnumaður. Hann stóð sig með mikilli prýði á því keppnis-
tímabili sem nú er nýlokið, fékk þá sína eldskírn í 1. deildar
keppninni. Veturinn áður var Chelsea í 2. deild og Nevin fór á
kostum, skoraði 14 mörk og var kjörinn vinsælasti leikmaður
liðsins af áhangendum þess. Hann er að auki fastamaður í
landsliði Skota skipuðu leikmönnum 21 árs og yngri.
En Pat ætlaði aldrei að vera atvinnumaður í knattspyrnu. „Ég
var að læra hagfræði og það var farið að líða að prófum. Ég lék
knattspyrnu sem áhugamaður með skólaliðinu og útsendari frá
Chelsea hafði greinilega séð til mín í leik með skólaliðinu.
Félagið bauð mér samning og það kom eins og þruma úr heið-
skíru lofti. En ég ákvað að slá til, aðallega vegna þess að ég var
ekkert of bjartsýnn á að ná prófunum. Síðan hefur allt gengið
eins og í sögu og ég sé ekki eftir einu eða neinu í sambandi við
námið. Það eina sem ég á erfitt með að þola er hvernig ákveðinn
minnihluti áhangenda liðsins hagar sér á leikjum, er með ólæti
og kynþáttahatur. Það sem annars veitir mér mestu ánægjuna í
sambandi við knattspyrnuferilinn er þó ekki mín eigin vel-
gengni í venjulegum skilningi, heldur sú gleði sem hún veitir
föður minum sem lét sig alltaf dreyma um að ég yrði knatt-
spyrnumaður. Honum virtist hins vegar að það myndi ekki
verða að neinu ...“ sagði Pat Nevin.