Morgunblaðið - 02.06.1985, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.06.1985, Blaðsíða 10
10 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. JUNÍ 1985 Guðni Einarsson á Sigurvin. Suðureyri: 99 Við þurfum að vinsa úr í störf sem borga sig — segir Guðni skipstjóri á Sigurvon U Þeir voru að landa á Sigurvon á Suðureyri við Súgandafjörð þegar okkur bar að garði, 192 tonna skip, nýuppbyggt og stundar dragnóta- veiðar. Þeir eru 6 á. „Við erum i dragnót á nterliggjandi miðum," sagoi Guðni Einarsson skipstjóri. „Við höfum verið með dragnót síð- an um páska, vorum fram að peim tíma í breytingum í Stálsmiðjunni í Reykjavík. Það var byggt yfir skip- ið, skipt um brú og rafmagn en petta er 22 ára gamalt skip. Nei, það hefur litið gengið síð- an um páska, ég veit ekki hvort það er að lagast. Staðan? Ég er náttúrlega á móti kvótanum, hann er hringavitleysa. Ég get ekki séð að það sé rétt að menn í Reykjavík segi manni hvenær á að fara á sjó og hvenær ekki. Við fórum illa út úr þessu kvótamáli. Sl. ár gátum við breytt steinbíts- kvóta yfir í þorskigildi, en það er ekki hægt á þessu ári og það þýð- ir um 15% skerðingu á þorskafl- anum hjá okkur. Eg er búinn að vera í 4Vi ár með þennan bát sem Fiskiðjan Freyja á. Ég byrjaði 13 ára til sjós hér, er héðan, en stend nú á þrítugu. Þú spyrð um breytingu á sjó- sókninni. Nei, það hefur ekki orðið mikil breyting á sjósókn og veiðimennsku undanfarin á. Af- koman er léleg við þessar að stæður. Það er hægt að ná sam- an endum ef mannskap er fækk- að og skipin eru nógu ódýr, þá er hægt að hafa góða afkomu, ann- ars ekki. Það virðist vera stefn- an að ekkert nýtt komi til i breytingum á skipunum og mað- ur þurfi að vaka dag og nótt þannig að sítrónan er kreist til fulls, þá kannski gengur þetta, en það er lítil glóra í því. Hitt er að meðferðin á fiski hefur lag- ast, ég held almennt. Við þekkj- um það auðvitað best hjá okkur, en það er allt lagt í það að reyna að koma þessum kvikindum i sem mest verð. Menn reyna í rík- ari mæli að vanda meðferð fisks- ins. Þeir sem hafa lítinn kvóta. ... { ém 3k~ W 1» t' W w*«" -T** *•* L^. ffiBpH ¦ W'. ' J9 ^F^w^^ ^^ T^ ^^^bééI^B L^.^, 9b% k^ÉM • Þeir voru búralegir að skera hákarl i bryggjunni i Suðureyri. mér þykir líklegt að þeir hendi lélegasta fiskinum. Um markaðsmál almennt hef ég lítið hugsað um, enda nóg að gera við að reyna að ná þessum tittum úr sjónum. Ætli það séu ekki nógu margir í Reykjayík til þess að sjá um þau mál. Jú, á staðnum eru einn togari og svo Sigurvon af stærri gerð- inni. Síðan eru um 4 bátar á bil- inu 10—16 tonn og svo slatti af smærri trillum. Hvað ég geri á sjómannadag- inn? Sjómannadagurinn hefur verið mesti erfiðisdagur ársins hjá mér. Ég er formaður Sjó- mannadagsráðs og hef verið það síðan ég var 16 ára. Við erum með dagskrá allan daginn, kappróður m.a. Við eigum tvo kappróðrabáta, sem við keyptum sl. ár, Vestmannaeyjabáta frá Blönduósi. Við rerum með auka- bala, héldum dansleiki og söfn- uðum fyrir kappróðrarbátunum á einu ári og fleiri aðilar komu inn í með gjafir og stuðning. Við byrjum dagskrá sjómannadags- ins á laugardeginum með kapp- róðri niðri við höfnina. Á sunnu- dagsmorgninum er sigling um fjörðinn fyrir hádegi, síðan dagskrá eftir hádegi og dansleik- ur um kvöldið. Það er venjulega góð þátttaka ef veðrið er skikk- anlegt, en hjá mér er sjómanna- l „Það var steikjandi and- skotans sólskin og logn" — hjá Magnúsi trillukarli á Suðureyri Magnús lngimarsson á Suður- eyri við Súgandafjörð er einn af hinum harðskeyttu trilhikörlum landsins, eins og kóngur í rfki sínu i hafinu. Magnús i 11 tonna bit, Jón Guðmundsson ÍS 75, smíðað- an í Bitalóni í Hafnarfirði 1974. Magnús var að bardúsa f kjallar- anum heima hjá sér, snuddaði við gömlu Volguna i hlaðinu, að hlaða rafgeyminn þegar við hittum hann, en bátur han.s, Jón Guðmundsson fS 75, dormaði við bryggju. „Jú, ég get ekki neitað því," sagði Magnús „að þeir segja að það gangi alltaf vel hjá mér. Ef ég fái hann ekki, þá fáist hann ekki." Hann hlær við. „Maður hefur verið að spara við sig að hafa mannskap út af þessum skömmtunarseðli sem er í gangi, kvótanum, vinnur í raun einn tveggja manna verk út af þess- um helvítis kvóta. Það er ekki upp á neitt að bjóða. Annars er staðan hjá mér ágæt, ég þarf ekkert að kvarta. Er ekki að fæð- ast í dag í þessum bransa. Ég er búinn að vera i trillubransanum síðan 1961, hef unað mér vel í trillulífinu. Það er heilbrigt og skemmtilegt starf, skemmtileg- ast er að vera sjálfstæður. Það er ekki þessi verksmiðjugangur i trillunum eins og á togurum. Maður kemst í meiri snertingu við starfið þó það geti verið erf- itt á stundum eins og gengur í sjómennskunni. A skakinu á sumrin f góðu veðri er þetta úrvalsstarf. Maður nýtur þess í góðu veðri á sumrin að vera úti á sjó. Hitt er að menn eru svekktir yf ir kvótanum þó að ég sé í sjálfu sér ekkert óánægð- ur. Ég fór yfir í sóknarmarkið og það hefur gengið ágætlega. Það kemur út svona 20 daga i mánuði í sókn og yfirleitt er það nú ekki meira sem gefur. En mér finnst sérlega illa farið með þessa litlu báta, trillubátana, undir 10 tonnum, þegar þeir hafa sumir verið að byrja, eru komnar hömlur á þá fyrirfram. Það er að bjóða hættunni heim, þetta fyrirkomulag. Nú er það svo að allir koppar eru komnir á sjó um háveturinn. Það skapar hættu í tvísýnu veðri fyrir utan það að þetta kemur svo óréttlátt niður milli landshluta. Þetta gengur ekki eins og það er því að þeir sem hafa mesta moguleikana fyrri hluta ársins í veiðum djöfl- ast eins og óðir menn og það bitnar svo á hinum. Eg sleppi úr skammdeginu i sókninni. Eg ræ ekki desember, janúar og febrúar en byrja svo þegar mesta skammdegið er að baki. Nei, mér finnst ekki hafa dregið úr þorskinum, mér finnst hann hafa aukist miðað við áður. Það var ekki óalgengt, að aflinn skiptist svona i þrjá hluta nokk- uð jafnt, ýsa, þorskur og stein- bítur. Ýsa hefur minnkað undan- farin ár en þorskurinn hefur aukist. Jú, það er rétt ég hef lent í góðum kippum. Eg lenti i þvi i fyrra að draga 3 tonn á 6 tímum. Þá var handagangur í öskunni. Það var steikjandi andskotans sólskin og logn og ég bara hætti eftir 6 tímana. Það lagaði nú Félagarnir Jón Guðmundamn ÍS 75 og Magnús trílhiskipstjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.