Morgunblaðið - 02.06.1985, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 02.06.1985, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. JtJNÍ 1985 B 49 Fermingarheitið er orð- að á umburðarlegan hátt Þorleifur Kr. Guðlaugsson, Langholtsvegi 122, Rvík, skrifar: Heiðraði Velvakandi! Mig langar í tilefni af þættin- um „Hvískur" í útvarpinu að segja nokkur orð um þá undar- legu hugsun, sem betur fer fárra barna, að vilja ekki gangast undir fermingarheitið og ekki láta ferma sig. Ekki er gott að segja hvað þarna liggur að baki, en þó virð- ist þetta í mörgum tilfellum vera ákvörðun barnanna sjálfra, en þó er það alveg órannsakað. Á þetta að vera einhverskonar hreinskilni við sjálfa sig? Þetta er vanhugsun að mínu áliti. Ef einstaklingurinn er svona hreinskilinn, er fermingin alveg sjálfsögð, þá hefur hann það í vitund sinni að ekki er sama hvað aðhafst er í lífinu. Að gefa ekki þetta heit, getur leitt til virðingarleysis við rétt- lætið og er þá ekki langt í það að Fyrirmynd- ar framkoma . Helgi Vigfússon skrifar: Þjónusta við ferðamenn. Benzínstöðin við Ægisíðu í nágrenni Hellu er einstök. Inn- andyra er allt hreint og fágað. Háttvís framkoma afgreiðslu- fólks er til fyrirmyndar. Aldrei verður nógsamlega bent á nauð- syn fyrirmyndarframkomu þeirra er þjónusta ferðamenn. Ættu sem flestir að kynnast þessari benzínstöð af eigin raun; umhverfi Ægisíðu er stórbrotið. Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 14 og 15, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma þvi ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orða- skipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina þvf til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér f dálkunum. telja sig mega aðhafast hvað sem er og vera laus við samvisk- una og Guð. Þetta er ekki svona einfalt. Enginn getur flúið Guð og heil- agan anda og allir verða krafðir yfirbóta í lífi og dauða. Fermingarheitið er orðað á mjög umburðarlegan hátt: „Viltu leitast við að hafa Jesú Krist að leiðtoga lífs þíns?" Hver einstaklingur er bundinn Guði hvort sem hann gefur heit því viðvíkjandi eða ekki og er því samband við Guð rofið um ófyrirsjáanlegan tíma ef þetta heit er ekki staðfest. Þetta er Tvær nýklipptar skrifa: Við vorum áðan að hlusta á vinsældalista rásar 2. Hvernig stendur á því að þessir Duran Duran-aðdáendur geta ekki hlustað á þessi eldgömlu hund- leiðinlegu lög sín eins og „Save a Prayer" og „Some like it hot“ heima hjá sér í staðinn fyrir að vera að troða þessu rusli inn á vinsældalistann? Þetta er öllum öðrum en þessum vissa hópi til mikillar skapraunar. Að lokum ætlum við að biðja um að hljómsveitin „Frankie goes to Hollywood" komi á lista- hátíð. Við hvetjum alla því flótti frá veruleikanum, frá Guði, frá kirkjunni og sínum innra manni sem Guð býr í. Þetta kom greinilega fram hjá einum viðmælenda þáttarins „Hvískur". Trúin er engin spurning um heill og hamingju mannkynsins. Ekkert getur komið í staðinn, en hún þarf að vera ómenguð eins og frelsarinn boðaði hana og boðorðin tíu hljóða upp á. Einhvern tíma á lífsleiðinni kemur sú staða að ekki er kom- ist framhjá Guði. Hann krefur til íhugunar um andlegt líf eftir dauðann. Frankie-aðdáendur til að taka undir það. Ég veit um marga sem biðja um „Some like it hot“. Samt fell- ur lagið og fellur og þeir væla áfram. Við vitum líka um marga sem hringja og biðja um al- mennileg lög án þess að lögin hækki sig neitt. Og af hverju er það? Vegna þessar einföldu ástæðu að þessir svindlarar gera hvað sem þeir geta til að hækka lagið sitt. Jafnvel vitum við þess dæmi að heilaþveginn Duran Duran-aðdáandi hafi hringt þrisvar sinnum til að biðja um sama lagið. Við bara spyrjum: Hvað græðið þið á þessu? Að pólitískum banabeði berst nú Svavar jafnt ogþétt. Þetta er engin Þórðargleði, Þetta er bara satt og rétt. Hákur Nú er nóg komið Innilegar þakkir til ættingja minna og vina, sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og skeytum á 70 ára afmæli mínu. Guö blessi ykkur öll. Stefanía Gudmundsdóttir, Gautlandi 1. HÖFUM OPNAD NÝJA BÓN- OG ÞVOTTASTÖÐ O Gufuþvoum vélar og felgur Q Ðjúphreinsum sætin og teppin O Notum eingöngu hid nídsterka Mjallarvaxbón BÓN- OG ÞVOTTASTÖDIN V/UMFERÐARMIÐSTÖÐINA - Simi 21*46 Einstaklingar, fyrirtæki á sviöi heilsuræktar BIOPULSE — nuddtæki til sölu sjálfstæða, létta atvinnu; eða sem viöbót viö rekst- ur Ijósastofu eða heilsuræktarstöð. Mælt er með meðferð í tækinu við gigt, vöðva- bólgu, astma, beinkölkun, taugabólgu og fl. Tækið er mjög einfalt í notkun. Nánari upplýsingar á skrifstofu vorrí. Fasteignasalan Bústaðir, s. 28911. VERZLUNARSKÓLI ÍSLANDS STOFNAÐUR1905 Innritun 1985—1986 Verslunardeild: Inntökuskilyröi; Grunnskólapróf. Nemendur skulu skila umsóknum ásamt afritum (ekki Ijósritum) af grunnskólaprófi sínu á skrif- stofu skólans, Grundarstíg 24, eigi síöar en 6. júní nk. kl. 4 e.h. Skólinn tekur inn nemendur án tillits til búsetu þeirra. Lærdómsdeild: Inntökuskilyrði: Verslunarpróf með þýsku og tölvufræði og 6,50 í aðaleinkunn. Umsóknarfrestur er til 7. júní. Umsóknareyöublöö fást á skrifstofu skólans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.