Morgunblaðið - 05.06.1985, Blaðsíða 1
56 SÍÐUR
STOFNAÐ 1913
124. tbl. 72. árg.
MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 1985
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Afganistan:
Sókn Rússa
heldur áfram
lnUmabad, PakwUn, 4. júní. AP.
SOVÉSKI innrisarhorinn í Afganistan heldur áfram sókn sinni inn Kunardal,
skammt frá landamærunum við Pakistan, en ekki fara fréttir af miklum
átökum við skæruliða. Er haft eftir heimildum, að þeir hafi forðað sér upp í
hálendið og bíði þar átekta meðan á mesta herhlaupinu stendur.
Fallhlífahermenn og sérþjálfaðar
sveitir Rauða hersins fara í farar-
broddi inn Kunardal og hefur kom-
ið til nokkurra átaka en ekki eins
mikilla og við hefði mátt búast. Er
Finnland:
Vinstri-
menn
í minni-
hluta
HeUinki o* víknr, 4. júní. AP.
VINSTRIH.OKKARNIR í Finnlandi
hafa nú minna fylgi en þeir hafa
nokkru sinni haft frá stríðslokum og
þau umskipti hafa einnig orðið á stöðu
einstakra flokka, að Sameiningar-
flokkurinn (Hægriflokkurinn) fengi
fleiri atkvæði en Jafnaðarmanna-
flokkurinn ef kosið yrði nú. Kemur
þetta fram í skoðanakönnun, sem birt
var í dag.
í könnuninni kemur fram, að
vinstriflokkarnir, jafnaðarmenn og
kommúnistar, hafa fylgi 34,7%
kjosenda og hafa þeir ekki verið
fylgisminni frá stríðslokum. Sam-
einingarflokkurinn, sem hefur verið
í stjórnarandstöðu í 20 ár, fengi
23,6% atkvæða ef nú yrði kosið en
Jafnaðarmannaflokkurinn ekki
nema 23,3%.
Af stjórnmálum annars staðar á
Norðurlöndum er það að frétta, að
vinstriflokkarnir í Svíþjóð hafa nú
meirihluta með þjóðinni samkvæmt
skoðanakönnun og er það í fyrsta
sinn í eitt ár. Jafnaðarmenn fengju
44,5% og kommúnistar það, sem á
vantar meirihlutann. Hægriflokk-
urinn sænski hefur einnig aukið
fylgi sitt og fengi nú 30,5%. 1
Danmörku kemur fram í Gallup-
könnun, að fylgi jafnaðarmanna
hefur rýrnað á einum mánuði um
2%, úr 32,8% í 30,8%. Skoðana-
könnun í Noregi bendir ekki til
neinna breytinga á fylgi flokkanna,
sem í mesta lagi rokkar til um einn
hundraðshluta til eða frá.
Portúgal:
Stjórnarkreppa
ástæðan sögð sú, að skæruliðar hafi
flúið upp í fjöllin undan sprengju-
regni Sovétmanna og ætli að bíða
þar uns um hægist. Sovétmenn eru
sagðir beita allt að 10.000 manns í
sókninni, sem einnig á að koma til
hjálpar einni deild úr stjórnarhern-
um i bænum Barikot, en um hann
hafa skæruliðar setið lengi. Kun-
ardalur er mjög mikilvægur því að
um hann liggur þjóðbraut milli
Afganistans og Pakistans en Sovét-
menn ætla augljóslega að reyna að
loka landamærunum.
Samtímis sókn Sovétmanna í
Kunardal hafa átökin aukist í
kringum Kabul og er haft eftir
heimildum, að stórir flotar fail-
byssuþyrlna geri stöðugar árásir á
skæruliða í kringum borgina. Harð-
ir bardagar eru einnig í Kandahar í
suðurhluta landsins en þar hafa
Sovétmenn gert loftárásir á þorp í
hefndarskyni fyrir árásir skæruliða
á rússneska hermenn.
Sjá ennfremur forystu-
grein á mióopnu.
AP/Simamynd
f sókn Sovétmanna gegn skæruliðum í Afganistan hefur sprengjum verið
varpað úr sovéskum herflugvélum á þorp í Pakistan, m.a. þorpið Swir þar
sem 12 íbúanna fórust og 31 særðist Einn þorpsbúa, pakistanskur hermaður,
stendur hér hjá sprengju, sem ekki sprakk.
Afdrifa-
ríkur tann-
dráttur
Bonn, 4. júní. AP.
TANNLÆKNIR nokkur í Bonn í
Vestur-Þýskalandi var í gær
dæmdur til að greiða einum
sjúklinga sinna um 65 þús. ísl. kr.
■ bætur fyrir að hafa svipt hann
allri „ánægju af kossum“ með
tanndrætti fyrir þremur árum.
Denis Ferrand, starfsmaður í
franska sendiráðinu í Bonn, bar
það fyrír réttinum, að þegar
þar væri komið kynnum hans
við konur, að hann reyndi að
kyssa þær, fyndi hann „ýmist
ekki fyrir neinu eða til brenn-
andi sársauka" vegna þess, að
einhverjir taugaendar hefðu
skaddast við tanndráttinn.
Ferrand, sem er 51 árs að aldri
og fráskilinn, kvaðst hafa full-
an hug á því að kvænast aftur
en það væri þó tómt mál um að
tala ef hann gæti ekki kysst
konuefnið sitt.
Dómstóllinn komst að þeirri
niðurstöðu, að tannlæknirinn
hefði farið rétt að við tann-
dráttinn en hins vegar láðst að
láta sjúklinginn vita um hugs-
anlegar afleiðingar af honum.
Stjórnvöld í Rúmeníu
losa sig við þegnana
Óæskilegt fólk svipt borgararéttindum og A-Þjóðverjar
sjá um að koma því til Svíþjóðar og V-Þýskalands
Stokkhólmi og Bonn, 4. júní. Frá frétUriUra MorgunbUAsinn og AP.
S/ENSKA stjórnin hefur borið fram
mjög harðorð mótmæli við Rúmeníu-
stjórn vegna mikils fjölda ríkisfangs-
lausra Rúmena, sem streyma nú til
Svíþjóðar þar sem þeir biðja um land-
vist Er hér ekki um venjulega flótta-
menn að ræða, heldur fólk, sem rúm-
ensk stjórnvöld hafa svipt borgara-
réttindum, og Austur-Þjóðverjar sjá
síðan um að koma til Svíþjóðar. Vest-
ur-þýska stjórnin hefur einnig beðið
sendiráð sitt í Búkarest í Rúmeníu að
kanna hvernig stendur á auknum
straumi Rúmena til Vestur-Þýska-
lands að undanförnu.
n. Portúgal, 4. júní. AP.
LEIÐTOGAR Sósíaldemókrata-
(lokksins í Portúgal ákváðu í dag að
hætta samstarfinu við Sósíalista-
flokkinn vegna ágreinings flokk-
anna um efnahagsmál.
Ekki er búist við, að sósialdemó-
kratar dragi ráðherra sína úr
stjórninni fyrr en undirritaður
hefur verið samningur um inn-
göngu Portúgala í Evrópubanda-
lagið en það verður í næstu viku.
Kemur nú til kasta Eanes, forseta,
að ákveða framtíð stjórnarinnar,
boða til nýrra kosninga, skipa
stjórninni að sitja áfram til
bráðabirgða eða skipa sjálfur nýja
ráðherra um stundarsakir.
Brúarsmíði lokið
Faro-brýrnar milli Sjálands og Falsturs voru vígðar í gær og var það Margrét Danadrottning, sem klippti á
borðann. Eru brýrnar mikið mannvirki, þriggja km langar samtals, og um þær munu fara 9.000 bflar á dag.
Sjá „Faro-brýrnar opnaðar ... “ á bls. 24.
Sendiherra Rúmena í Stokkhólmi
var í gær kallaður í utanríkisráðu-
neytið sænska þar sem því var mót-
mælt harðlega, að rúmneskir borg-
arar væru sviptir borgararéttind-
um og síðan sendir vegabréfslausir
úr Iandi. Á stuttum tíma hafa 130
Rúmenar, sem þannig er ástatt um,
komið til Svíþjóðar. Samkvæmt
samningum þurfa rúmenskir ríkis-
borgarar ekki vegabréfsáritun til
Svíþjóðar en þeir gilda að sjálf-
sögðu ekki um ríkisfangslaust fólk.
Var rúmenska sendiherranum tjáð,
að framferði kommúnistastjórnar-
innar í Rúmeníu stríddi gegn
grundvallarmannréttindum og þess
krafist, að þessu yrði hætt þegar í
stað.
Það eru Austur-Þjóðverjar, sem
sjá um að koma Rúmenunum til
Svíþjóðar með ferjunni til Trelle-
borg, en þeir bíða þess nú, að
sænska innflytjendastofnunin kom-
ist að niðurstöðu í máli þeirra.
Vestur-þýska stjórnin hefur beð-
ið sendiráð sitt í Búkarest að at-
huga hvernig stendur á auknum
fólksstraumi frá Rúmeníu til
Vestur-Þýskalands að undanförnu
en þangað hefur fólkið komið í
gegnum Austur-Þýskaland. V-Þjóð-
verjar hafa leyft Rúmenum af
þýskum ættum að setjast að í land-
inu, 16.000 manns á síðasta ári, en
hér er ekki um að ræða fólk, sem er
af þýsku bergi brotið. Vestur-þýsku
dagblöðin skýrðu einnig frá því í
dag, að nú væri von á 900 manna
hópi frá Rúmeníu, fólki, sem stjórn-
völd vildu losa sig við af pólitískum
ástæðum.