Morgunblaðið - 05.06.1985, Page 3

Morgunblaðið - 05.06.1985, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 1985 3 Frfður flokkur unglinga, sem starfar rié gatnahreinsun ault annars Stykkishólmur: Nóg að starfa við gatnahreinsunina StykkÍHbólmi, 22. nui. Hreinsun á götum og umhverfi fer nú fram í Stykkishólmi þessa daga og kjörorðið er „Allt hreint og fágað.“ Það er mikið verk að hreinsa göt- urnar, því oft vill brenna við að um- gangur fólksins sé ekki alveg upp á það besta. Hvað skyldu t.d. margar flöskur vera brotnar um alit land í gangstéttunum og svo er nú ekki alltaf verið að súta hvar umbúðirn- ar lenda þegar menn fá sér prins póló og slíkan varning. En það eru glerbrotin sem eru haettuleg og ég vil minna á að allir, bæði ungir og gamlir, hafi það i huga, að henda ekki gleri í götu; við sjáum aldrei fyrir afleiðingar þess. Skólanum er nú lokið hér og börn og unglingar farnir að starfa á öðr- um vettvangi og nú eru það ungl- ingarnir sem komnir eru með sópa og hjólbörur til að fjarlægja allt rusl úr bænum. Safna því f hauga og poka og svo kemur hreppsbíllinn og sækir og fer með á haugana. Það var hamagangur hjá börnunum þegar fréttaritari Mbl. kom á vett- vang og fékk þau til að stilla sér upp og þá tók hann þessar myndir. Stykkishólmshreppur hefir á hverju ári haft unglingavinnu og gefist vel. Hertar kröfur á verð- bréfamarkaðnum — segir Gunnar H. Hálfdánarson framkvæmdastjóri „Þad er alveg Ijóst að kröfur á verð- bréfamarkaði hjá Fjárfestingafélag- inu og öðrum verðbréfasölum verða stórhertar og voru þær strangar fyrir," sagði Gunnar H. Hálfdánar- son, framkvæmdastjóri Fjárfestinga- félagsins, þegar hann var spurður um hvernig félagið hyggðist tryggja við- skiptavini sína gegn folsuðum verð- bréfum í framtíðinni. „Verðbréfamarkaðurinn hefur verið mjög traustur markaður til þessa en ef fógetaembættið þinglýs- ir skuld á eignir manna án þess að bera undirskrift skuldabréfa saman við undirskrift á afsali þá getur ýmislegt farið að gerast. Ef til dæmis maður, sem þarf að selja íbúðina sína strax og fær gott kaup- tilboð, kemst allt i einu að því að á íbúðinni hvílir einhver skuld, sem hann kannst ekkert við, þá verður hann fyrir beinu fjárhagslegu tjóni því það getur tekið langan tíma að fá málið leiðrétt. Við höfum og erum með mjög strangar aðferðir til að vega og meta hvert bréf, en þegar verð- bréfamarkaðurinn er jafn stór og hann er þá getur verið vandasamt að sjá við öllum göllum en að sjálf- sögðu er stefnt að því að útiloka þá með öllu. Hinsvegar er þetta fyrsta tilvik sem við vitum um og náð hef- ur þessu stigi. Hingað til hefur markaðurinn verið mjög öruggur. Ég lít svo á að mál eins og þetta komist alltaf upp í jafn litlu þjóð- félagi og hér er, en að þetta skuli geta gerst er auðvitað mjög alvar- legt mál. Vandamálið er hinsvegar ekki eingöngu bundið við verðbréfa- markaðinn, það getur líka komið upp hjá innlánsstofnunum. Þar eru sömu möguleikar fyrir hendi,“ sagði Gunnar að lokum. Þú finnur ánægjuna í Fríklúbbsferö meö Útsýn. J\RDl im V O ulOÖa DCví MÉk

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.