Morgunblaðið - 05.06.1985, Page 21

Morgunblaðið - 05.06.1985, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 1985 21 Allir af vilja gerðir Það kom berlega í ljós nú að Fáksmenn lögðu sig alla fram um að vera með góða dagskrá á annan í hvitasunnu og má segja að það hafi tekist bærilega. Fannst manni þó stundum þeir keyra dagskrána of hratt áfram og segir nú sjálfsagt einhver að aldrei sé hægt að gera þessum blaða- mönnum til geðs. En staðreyndin var sú að fólk vildi gjarnan horfa á hina glæstu gæðinga Fáks örlít- ið meir en boðið var upp á. Hefði mátt nota hina svokölluðu Brekkubraut betur en gert var á þann hátt að meðan verið var að kynna einn flokk hefði mátt láta þá sem áður voru kynntir vera á ferð á brekkubrautinni í frjálsri reið. Kappreiðarnar gengu vel fyrir sig. Ollum hestum í hverri grein var riðið samtímis aftur fyrir endamörk og síöan ræstur hver riðill á fætur öðrum. Knapar og umráðamenn hesta virtust ekki alveg átta sig á hvernig átti að standa að þessu þannig að ekki náðist alveg nógu góður „rythmi" eins og ágætur þulur, Hjalti Pálsson, orðaði það en en þetta er það sem koma skal. Einnig er vert að nefna hinn þulinn, Guðmund Birki Þorkelsson, sem var mjög góður að þessu sinni og var að- dáunarvert hvernig hann af- greiddi krónískt hundavandamál með lipurð og kurteisi og virtist það gefa mun betri raun en drápshótanir sem stundum hafa verið viðhafðar á hestamótum af ónefndum þul. f heild var þetta gott mót, mikið af góðum hestum, framkvæmd mótsins með miklum ágætum og gaman verður að berja þetta mótssvæði augum þegar það verð- ur fullbúið fyrir Fjórðungsmótið. Minningarsjóður Níelsar Dungals: Fyrirlestur í Hjúkrunar- skólanum FYRIRLESTUR verður haldinn á vegum minningarsjóðs Níelsar Dungal þriðjudaginn 11. júní 1985 kl. 13.00 í aðalkennslustofu Hjúkrunarskóla íslands á Land- spítalalóð. Fyrirlesari verður prófessor Hubert J. Wolfe við Tufts Uni- versity Medical School, Boston, Massachusettes. Hann fjallar um efnið „The Localization of Onco- gene Expression in Tissues by In situ Hybridization and Immunocy- tochemistry**. Prófessor Wolfe hefur starfað við meinafræðideild Tufts Uni- versity og New England Medical Center Hospital í Boston og er mjög framarlega í rannsóknum á þessu sviði. I fyrirlestrinum verður farið inn á aðferðafræði recombinant DNA og RNA og lýst aðferðum við að staðsetja oncogene og framleiðslu þeirra í frumum með notkun monoclonal mótefna. Fyrirlesturinn verður sniðinn jafnt fyrir þá sem stunda rann- sóknir á sviðinu og þá sem stunda sjúklinga. Fyrirlesturinn er öllum opinn og er öllum heimill aðgangur. Landsmálafélagið Vörður Stjórnmálaástandlö í þinglok Landsmálafélagiö Vörö- ur heldur fund um stjórn- málaástandið í þinglok fimmtudaginn 6. júní nk. kl. 20.30 í Sjálfstæðis- húsinu Valhöll viö Háa- leitisbraut. Framsögumenn veröa: Þorsteinn Pálsson, formaöur Sjálfstæöisflokksins Friörik Sófusson, varaformaöur Sjálfstæöis- flokksins. Stjórnin Margra ára reynsla sannar gæði þakmálningunar frá Málningu hf. ÞOL er sérframleidd alkýðmálning, sem innlend reynsla hefur skipað í sérflokk vegna endingar og nýtni. ÞOL er framleitt í fjölbreyttu litaúrvali. Handhægt litakort auðveldar valið á réttum lit. ÞOL tryggir þér fallegt útlit og góða endingu. ÞAKMÁLNING SEM ENDIST málning'f

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.