Morgunblaðið - 05.06.1985, Síða 28

Morgunblaðið - 05.06.1985, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 1985 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNl 1985 29 Útgefandi tUbtfrife hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 360 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 30 kr. eintakiö. Villimennska í Afganistan Fréttir berast nú frá Afgan- istan um sókn tíu þúsund sovéskra hermanna gegn frels- issveitum í Kunar-dal. Með þessum hernaðaraðgerðum ætla Sovétmenn að skera á tengsl frelsissveitanna við afganska flóttamenn í Pakistan. í Morg- unblaðinu í gær var einnig skýrt frá því, að Afganir horfist nú í augu við hungursneyð vegna hernaðar Sovétmanna, sem hófst um jólin 1979. Sov- éska hernum hefur ekki aðeins verið beitt gegn mönnum og mannvirkjum heldur einnig gegn skynlausum skepnum, ökr- um og því sem náttúran gefur af sér. Sovétmenn stefna sem sé markvisst að því að ná Afgan- istan á sitt vald með því að svipta íbúa þess lífsbjörginni. Grimmdin og miskunnarleysið er algjört. Mannréttindanefnd Samein- uðu þjóðanna ákvað í mars 1984 að skipa sérstakan fulltrúa til að kanna ástandið í Afganistan. Aldrei fyrr hefur slík rannsókn farið fram á mannréttindamál- um í kommúnistaríki. Sovét- menn og lepparnir í fylgiríkjum þeirra, meðal annars í Afgan- istan, reyndu allt sem þeir gátu til að hindra hinn sérstaka rannsóknarfulltrúa, Felix Erm- acora, prófessor við háskólann í Vín, í störfum. Hann skilaði skýrslu í febrúar á þessu ári og verður hún lögð fyrir allsherj- arþing Sameinuðu þjóðanna nú í haust. í skýrslu sinni kemst Ermac- ora, prófessor, meðal annars svo að orði: „Enginn vafi er á því, að við núverandi aðstæður í Afganistan eru framin morð af ásettu ráði, menn ert» beittir pyntingum og sæta ómannúð- legri meðferð, einstaklingar njóta ekki réttaröryggis fyrir dómstólum, fólk er handtekið án ákæru og sætir ofbeldi af hálfu opinberra aðila, reynt er að kúga menn til hlýðni með því að taka gísla." í skýrslunni kemur fram að Sovétmenn og leppar þeirra níðast á konum og börnum, til að mynda hafa þeir beitt vopnum sem eru sérsmíð- uð til að nota gegn börnum. Má þar sérstaklega nefna sprengjur í leikfangalíki sem kastað er til jarðar úr þyrlum eða dreift með öðrum hætti. Mannréttindanefnd Samein- uðu þjóðanna hefur nú undir höndum skýrslu sem unnin er af virtum og hlutlausum aðila og staðfestir, að ekkert hefur verið ofsagt í lýsingum á öllum þeim hörmungum sem yfir Afgana hafa gengið síðan Sovétmenn réðust inn í landið. Yfirgnæf- andi meirihluti þjóða heims hefur hvað eftir annað ályktað gegn innrás Sovétmenna á alls- herjarþingi Sameinuðu þjóð- anna. I hinni hlutlausu skýrslu er að finna staðhæfingar vitna um hluti eins og þá, að forsend- ur efnahagsstarfsemi í Afgan- istan hafi verið eyðilagðar með skipulegum sprengjuárásum á sveitaþorp, þar sem um 85% íbúa landsins bjuggu. Þá kemur einnig fram að rannsóknarmað- ur mannréttindanefndarinnar fann merki um það, að Sovét- menn hefðu notað eiturgas í hernaðinum gegn Afgönum. Forstöðumenn sjúkraskýla og sjúkrahúsa þar sem afgönskum flóttamönnum er hjúkrað sögð- ust ekki vilja auðkenna þau með rauðum krossi, af því að Sov- étmenn legðu sig eftir skot- mörkum af því tagi. Hér skulu þessar staðreyndir ekki raktar frekar. Vonandi kynna fulltrúar íslands sér þessa hlutlausu skýrslu vel og vandlega þegar hún verður lögð fram á allsherjarþingi Samein- uðu þjóðanna í haust. íslend- ingar eiga að beita sér fyrir kröftugum aðgerðum gegn villi- mennskunni í Afganistan. Sovétmenn, blóðugir upp fyrir axlir í Afganistan, segja að vísu alla Ijúga sem benda á það sem þar er að gerast. í dæmalausu viðtali við DV um helgina kallar Evgení Kosarev, sendiherra Sovétríkjanna á ís- landi, frelsissveitir Afgana „glæpaflokka" sem stjórnað sé af „litlum hópum landeigenda" og njóti aðstoðar Bandaríkja- manna. Og sendiherrann hneykslast á því að í íslensk blöð sé skrifað um „að sovéskir hermenn séu að eyðileggja og eyða fólki, þusundum saman, og tugir þorpa séu rænd og þeim eytt“. Og sendiherra Sovétríkj- anna segir: „Þetta eru allt villi- mannslegar lygar." Vonandi taka starfsmenn DV þessi stór- yrði útsendara Kremlverja á fs- landi ekki trúanleg. Sendiherr- ann getur ekki stutt fúkyrði sín neinum rökum. Rök og stað- reyndir er hins vegar að finna í skýrslunni sem unnin hefur ver- ið fyrir mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna. Sam- kvæmt henni eru Sovétmenn og leppar þeirra villimennirnir í Afganistan. — eftir Jón Baldur Þorbjörnsson „Nú eru fimmtán aðilar frá ís- landi að undirbjóða hvern annan úti í Berlín," sagði einn kunningja minna við mig um daginn. Flestir aðilar sem sjá um skipulagningu ferða fyrir hópa erlendra ferða- manna hérlendis voru þá staddir á alþjóðlegu ferðamálaráðstefnunni í Berlín og ég hafði spurt hann af hverju hann væri ekki líka þar. „Þeir eru núorðið farnir að bjóða ferðirnar allt að því á nafn- verði. Mér finnst einfaldlega of fáránlegt að taka þátt í þessari vitleysu. Það er ekki hægt að standa í þessu lengur!" Það kom mér á óvart að heyra þetta. Ég hafði nefnilega haldið hingað til, að keppikefli íslenskra ferðaskrifstofa væri að selja góða þjónustu á verði sem allir mættu við una, en ekki að keppast um að eiga metið í „innflutningi túrista" á gjafprís. Hvernig stendur þá á því að þetta er gert? Þessi spurning og fleiri sem komu upp í huga mér við þessi orð kunningja míns, urðu til þess að ég kynnti mér vissa þætti ís- lenskra ferðamála ofurlítið nánar. Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég fékk gefnar upp sem ég og geng út frá að séu réttar, þá getur mismunur á rekstri og rekstrar- aðstöðu íslenskra ferðaskrifstofa verið talsvert mikill. Þennan mis- mun er e.t.v. best að sýna með tveimur þokkalega raunhæfum dæmum: Annars vegar eru ferðaskrif- stofur sem hafa skapað sér nafn fyrir áreiðanleik og góða þjónustu. Þær eiga það sammerkt að fara eftir getu að landslögum í sam- bandi við gjaldeyrisgreiðslur, greiðslur skatta og greiðslur ið- gjalda af háum tryggingum, svo og greiðslur af ferðaskrifstofu- leyfi, sem setja verður u.þ.b. 2ja milljóna króna baktryggingu fyrir. Þessar skrifstofur fara einn- ig að hinum óskráðu landslögum hvað umgengni um náttúruna og landvernd áhrærir. Nota t.d. ávallt opinber tjaldstæði, ef um tjaldferðir er að ræða. Einnig veita þær viðskiptavinum þjón- ustu árið um kring, sem leiðir aft- ur af sér talsverða yfirbyggingu á rekstrinum í formi húsnæðis og starfsfólks. Á hinn bóginn getur dæmið litið svona út: Um er að ræða eins- mannsstarfsemi, þar sem bók- haldið fer fram á eldhúsborðinu, skrifstofa er ekki fyrir hendi og mannaflakostnaður er enginn nema yfir hávertíðina. Nú er ekk- ert við eldhúsborðsbókhaldi að segja svo lengi sem það gengur nokkurn veginn upp. Og heldur er ekkert út á ýtrustu sparsemi í rekstri að setja svo lengi sem við- skiptavinurinn gerir sig ánægðan með það, sparsemi er jú dyggð. En sumir þessara aðila virðast einnig fá að spara við sig gistigjöld með því að tjalda utan viðurkenndra tjaldstæða á leiðum þar sem þau eru fyrir hendi. í ofanálag virðast þeir vera á einhverjum sérsamn- ingi við ákveðnar ríkisstofnanir um undanþágur frá því að hafa leyfi til ferðaskrifstofureksturs eða að borga sum þeirra gjalda sem leggjast á aðrar ferðaskrif- stofur (ráðherraleyfi, gömul hefð, pólitísk mömmupils eða hver svo sem ástæðan er). Þegar þessum aðilum er gert kleift að spara sér á þennan hátt mikið af þeim kostnaði sem venju- legar ferðaskrifstofur þurfa ann- ars að leggja út í þá er ferðamála- aðilum á fslandi ekki lengur gert jafn hátt undir höfði af íslenskum stjórnvöldum. Þá er ekki lengur hægt að tala um frjálsa sam- keppni, og þá er ekki að undra þótt þessir aðilar geti undirboðið aðra á alþjóðlegum ferðamála- ráðstefnum og víðar. Þessi sér- hlunnindaaðstaða er jafnvel notuð til þess að grípa inn í samninga- viðræður annarra aðila og „ræna“ þannig heilu ferðamannahópun- um. Annað misræmi; önnur mis- munun, sem viðgengst í ferðamál- um á íslandi í dag, eru sendingar hópa hingað til lands á vegum er- lendra ferðaskrifstofa. Þar má taka sem dæmi eina þýska ferða- skrifstofu, sem nafnkennir sig við forfeður okkar. Hún sendir hvern hópinn á fætur öðrum á íslands- mið, — eins og togara til að skrapa uppi í landsteinum. Það gefur náttúrulega augaleið að þessir aðilar hafa einnig óeðlilega mikil fríðindi umfram aðra og geta þannig með undirboðum staðið eðlilegum ferðaskrifstofu- „Þad sem viö þurfum eru sterk handtök og heiðarleg samkeppni sem felst í nýjum og ferskum hugmyndum um skipulagningu ferða; ekki í því að apa hver eftir öðrum og undir- stinga hver annan.“ rekstri hér á landi fyrir þrifum. — Svo ekki sé minnst á það fyrirbæri þegar heilu ferðahóparnir koma hlaðnir matvælum til landsins, til þess að þurfa nú örugglega ekki að kosta krónu meir en nauðsynlegt er til íslandsferðar. Þetta á reynd- ar einnig og ekki síður við um þá ferðamenn, sem koma hingað til lands á eigin bílum. Reyndar eru til lög sem kveða á um að erlendum aðilum sé óheim- ilt að skipuleggja hópferðir til landsins, og einnig að innflutning- ur ferðamanna á matvælum tak- markist við 10 kg á mann (nokkuð ríflegt?!). En þessum lögum virð- ist ekki vera framfylgt. Öllu held- ur eiga sér stað ýmiss konar til- hliðranir, bæði við innlenda og erlenda aðila. Á þann hátt er þess- um aðilum gert kleift að undir- bjóða aðra og þrýsta þar með verði á íslandsferðum niður fyrir það mark sem eðlilegt gæti talist og íslenskar ferðaskrifstofur geta almennt keppt við. Mér finnst því skjóta nokkuð skökku við, að meðan ferðamála- yfirvöld verja milljónum króna til landkynningar erlendis, sjá önnur ríkisyfirvöld til þess að arðurinn af þessari fjárfestingu verði tals- vert minni en hann gæti með réttu orðið. Með þessu móti er beinlínis verið að gera lítið úr starfsemi Ferðamálaráðs og annarra land- kynningaraðila. Hverjum er gerð- ur greiði með þessu? Varla ferða- skrifstofunum sem verða að selja ferðir sínar því sem næst á nafn- verði. Ekki heldur starfsfólki þeirra, sem verður fyrir barðinu á sparnaðaraðgerðunum. Og áreið- anlega ekki ríkiskassanum, sem missir þarna bæði af sköttum þeirra sem annars væru betur þénandi og eins af gjöldum af ferðaskrifstofurekstri. Á endan- um er það aðeins hinn erlendi ferðamaður sem hagnast á þessu. Hann fær þarna íslandsferð á talsvert lægra verði en hann hefði verið tilbúinn að borga! Það er nefnilega ekkert laun- ungarmál, að fólki víðast hvar i Miðevrópu vegnar vel um þessar mundir. Og þar er ísland „in“ eins og það heitir núna, þ.e. ísland er orðið þekktur og vinsæll áfanga- staður ferðamanna. Það sýna best greinar um Island, sem stöðugt birtast í blöðum og tímaritum á meginlandinu, svo og feikivel sótt- ir fyrirlestrar um ísland og fs- landsferðir. Þar að auki það fólk, sem einu sinni hefur bitið það í sig að fara til íslands, fólk sem vill gefa mikið fyrir að komast í hreina og (því sem næst) óflekk- aða náttúru. Þetta fólk ætlar sér að koma til íslands, og það fer ekki að söðla yfir um á einhverja fjöldaframleidda baðstrandaferð- ina þótt heildarferðakostnaðurinn aukist lítillega. Að vísu er þetta ekki algild regla, á t.d. ekki við um hópa námsmanna (náttúru- og/eða jarðfræðinema) sem ekki hafa úr allt of miklu að spila. Þeir hljóta þó ávallt að verða okkur miklir aufúsugestir, og það væri æskilegt að geta boðið slíkum hópum upp á ódýrari ferðir en öðrum. Það hefur mikið áunnist í sam- bandi við ferðamál á síðustu ár- um. Landkynningarstarfsemi okk- ar og nýjar stefnur í ferðamálum aðþrengdra Evrópubúa — aftur- hvarf til náttúrunnar — hefur valdið því að u.þ.b. 8% af gjald- eyristekjum þjóðarinnar koma orðið frá erlendum ferðamönnum. Þar með eru ferðamál sennilega þriðja stærsta gjaldeyristekju- lindin; á eftir útflutningi fisk- og stóriðjuafurða. Þar sem við höfum greinilega ekki haft næga hug- myndaauðgi til að bera til að koma á stofn stöndugum smá- iðnaði og drýgja með því gjaldeyr- istekjurnar í líkingu við það sem ýmsar nágrannaþjóðir okkar gera, er vissulega þörf á því að þessi nýja atvinnugrein, ferðamál, vaxi enn að mikilvægi og umfangi á næstu árum. En um leið verður okkur að vera ljóst, að margt er eftir óunnið í sambandi við þessi mál, og víða verður að fara var- lega í sakirnar. Það er t.d. stutt í dansinum í kringum gullkálfinn þegar við erum á annað borð farin að selja land á þennan hátt, — farin að gera landið, náttúru þess og menningu, óbeint að útflutn- ingsvöru. Því þurfum við að vera á verði um þessa sameign okkar og gæta þess að ganga ekki of langt. Eins og er virðist hver höndin standa upp á móti annarri í ferða- málastarfseminni. Það er mjög óæskilegt ástand. Hér þarf að koma á markvissri samvinnu ís- lenskra ferðaskrifstofa og Ferða- málaráðs. Það þarf að mynda ein- hverskonar samtök þessara aðila, sem ættu að hafa að markmiði að — vernda íslenska náttúru og ís- lenska menningu þar sem þess gerist þörf gegn of miklum ágangi og áhrifum erlendra ferðamanna, — stuðla að eðlilegri og heil- brigðri samkeppni ferðaskrifstofa í landinu, og — mynda heilsteypt andlit þjóð- arinnar í ferðamálum út á við. Æskilegt væri að þessi samtök hefðu með sér fundi tvisvar á hverju ári; að vori og að hausti, til að bera saman bækur sínar fyrir og eftir ferðamannavertíðina. Að lokum vil ég hvetja þá aðila sem tengjast ferðamálum á ís- landi á einhvern hátt, að taka höndum saman. Láta gamlar vær- ingar gleymdar þar sem þær eru fyrir hendi. Það er hagur þjóðar- innar allrar, — og það á fleiri en einn hátt að hér verði tekin upp samvinna í stað sundurlyndis. Það sem við þurfum eru sterk handtök og heiðarleg samkeppni sem felst í nýjum og ferskum hugmyndum um skipulagningu ferða; ekki í því að apa hver upp eftir öðrum og undanstinga hver annan. Hér þarf líka að koma til skilningur stjórn- valda á því, að enginn hagnist á því að ung og efnileg atvinnugrein sé kæfð í fæðingu með of háum sköttum, gjöldum og dýrum leyfis- veitingum. Það sem við getum hins vegar gjarnan verið án í ferðamálastarfseminni, er út- flutningur á hreinæktaðri hreppa- pólitík á alþjóðlegar ferðamála- ráðstefnur erlendis. Höfundur er yerkfrædinemi. Ernesto Bitetti ________Tónlist____________ Jón Ásgeirsson Ernesto Bitetti er argentínskur gítarleikari en hefur síðan 1968 verið búsettur á Spáni. Sam- kvæmt efnisskrá er hann þraut- reyndur í tónleikahaldi og hafa mörg fræg tónskáld samið verk fyrir hann, menn eins og Rodrigo, Torroba, Tedesco og Abril. Tón- leikar Bitetti hófust með spænskri svítu eftir Gaspar Sanz. Svítan er í mörgum köflum, sem Bitetti lék nær því samfellda. Annað verkið voru tilbrigði eftir Sor, við lagið Hann Tumi fer á fætur, eftir Moz- art. Síðasta lagið fyrir hlé var sónatína eftir Torroba. Bitetti er frábær gítarleikari, bæði hvað snertir tækni og tóngæði en í túlk- un er hann svolítið kvikur og órór og mótar oft kaflaskil með miklu „rúbato". í síðari hluta tónleik- anna voru verk eftir Abril, Villa- lobos, Granados og Albeniz, gítar- tónlist, sem vel þolir heita spila- mennsku. Þrátt fyrir frábæran leik vantaði nokkuð á ástríðuna en í stað hennar kom öguð íhugun. Þessi einkennilega blanda óróa og íhugunar kom vel fram í fyrsta verkinu sem var frábærlega vel leikið og mótað en allir kaflarnir voru leiknir í einni runu, svo ekki gafst tóm til að ætla hvað „kæmi næst“, eins og „vituós" sæmdi. Sónatínan eftir Torroba er fallegt verk og var túlkun Bitetti ekki eins kvik í því verki, þó hægi kafl- inn hefði mátt vera ögn kyrrari. Eins og fyrr sagði, leggur Bitetti ekki mikið upp úr tilfinningatúlk- un. í staðinn leikur hann með hraðann og tæknina og reynir á þann hátt að koma fram skilaboð- um um það er hann skilur sem innihald verkanna. Það má þó ekki skilja svo, að leikur Bitetti sé til- finningalaus, það er öðru nær. Til- finning hans er ekki ástríðan, heldur músikölsk yfirvegun og þar er hann meistari. 60% 50 40 30 20 5z,1 ^ 8 • -«^4 >,7 .. 41,2 1.4 ,, 2C .5 ii-a 17,1 14 '—:A 1 9J^ „ 16 4,7 14, r1 / 6 12,2 ^6~A = 'ffo 9 9 " 6,8 — -* E= URSLIT í* SÍÐUSTU ÞINGKOSN ; Alþýðubandalag — a Framsóknarflokkur - Samtök um kvennalista — Bandalag jafnaðarmanna- Flokkur mannsins- apríl 1984 júlí 1984 sept/okt. 1984 febrúar 1985 maí 1985 Stjórnmálaflokkarn- ir bæta við sig fylgi Á meðfylgjandi töflu er sýnd þróun á fylgi stjórnmálaflokkanna, sam- kvæmt skoðanakönnun Hagvangs hf. frá því í apríl 1984 til maí 1985. Til samanburðar er sýnd sneiðmynd yfir úrslit síðustu alþingiskosninga. Niðurstöður könnunar Hagvangs sem gerð var í byrjun maí sl. voru kynntar í Morgunblaðinu fimmtudaginn 30. maí. Miðað við febrúar- könnun hafa allir gömlu flokkarnir bætt við sig fylgi, en Samtök um kvennalista tapa verulegu fylgi. Bandalag jafnaðarmanna stendur nokk- urn veginn í stað. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir ARNE OLAV BRUNDTLAND Stefnumótun í Washington og viðbrögðin í Evrópu RICHARD PERLK, aðstoðarvarnarmálariðherra Bandaríkjanna, er maður sem vert er að gefa gaum. Hann er þekktastur fyrir að hafa öðrum fremur stuðlað að því að enginn árangur náðist í Genfar-viðræðunum árið 1983. Hann var einfaldlega fylgjandi því að Vesturveldin fjölguðu meðaldrægum kjarnorkuflaugum í vopnabúrum sínum. Iumræðunni um hina um- deildu geimvopnaáætlun Bandaríkjamanna hefur Perle aftur látið til sín taka. Nýlega lýsti Perle yfir við hóp evrópskra fréttamanna, að svo fremi sem vopnin reyndust nógu áhrifa- mikil myndu Bandaríkjamenn koma þeim fyrir. Hann lét þess einnig getið, að mótmæli aðild- arríkja Atlantshafsbandalagsins myndu engu breyta í því efni. Ekkert aðildarríkjanna fær neit- unarvald gegn geimvopnaáætl- uninni. Röksemdafærslan virðist vera á þá lund, að þar sem Bandaríkjamenn skipti sér t.d. ekki af stefnu Norðmanna í kjarnorkumálum, þá leyfist Norðmönnum ekki að hafa af- skipti af vígbúnaðarstefnu Bandaríkj amanna. Þessi afstaða kann að koma á óvart. En er það ekki ástæðu- laust? Allt kemur þetta heim og sam- an við þá hefð sem skapast hefur allt frá lokum seinni heimsstyrj- aldarinnar. Bandaríkin móta stefnu sína í öryggismálum með tilliti til eigin hagsmuna. Síðan verða bandamenn þeirra að laga sig að þeim aðstæðum sem skap- ast vegna stefnu Bandaríkja- manna. En í raun er þetta ekki svona einfalt. Það sem gerist oftast er að Bandaríkjamenn móta stefnu sína í öryggismálum og fara síð- an fram á stuðning aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins. Ef sá stuðningur er ekki veittur hefja Bandaríkjamenn mótmælaher- ferð, látnar eru í ljós efasemdir um heilindi þeirra ríkja, sem ekki vilja samþykkja stefnu Bandaríkjastjórnar. Hvers kon- ar bandamenn eru þaö í raun sem geta ekki stutt bandaríska öryggismálastefnu, sem kemur öllum bandamönnum til góða? Það sé kannski best fyrir Banda- ríkjamenn að draga sig í hlé og láta aðra sjá um sjálfa sig en helga sig því að gæta hnatt- rænna hagsmuna? Evrópumenn vilji ekki láta til sín taka utan eigin landamæra við slíka hnatt- ræna hagsmunagæslu. Vestur- Evrópa geti séð um sig sjálf úr því að íbúar hennar vilji ekki styðja Bandaríkin. Auðvitað verði allir að treysta á sjálfa sig þegar á reynir. Bandaríkjafor- seti þurfi stöðugt að glíma við þingið. f þeirri glímu sé nauð- synlegt fyrir hann að njóta stuðnings bandamanna Banda- ríkjanna. Fái hann ekki þennan stuðning verði forsetinn að taka eigin ákvarðanir. Hann sé best til þess fallinn. Hrokafull afstaða Þessi mynd kemur í hugann þegar hugað er að kjarnorku- vopnastefnu Bandaríkjanna og Atlantshafsbandalaginu. Kjarn- orkuvopnin eru í algjörum sér- flokki og sú stefna sem mótuð er um þau ræðst að lokum af vilja eins manns, þ.e.a.s. Bandaríkja- forseta. Þegar teknar eru ákvarðanir um þessi vopn og hugsanlega beitingu þeirra er ekkert rúm fyrir óánægjuraddir úr röðum aðildarríkja NATO. Þá þykir Bandaríkjastjórn það hálf- velgja að bandamenn þeirra í Evrópu skuli hlusta á athuga- semdir Sovétmanna, þó svo að stefnan í öryggismálum eigi fyrst og fremst að hafa áhrif á Sovétmenn og stuðla að jafnvægi og friði. Leiðtogar ríkja Evrópu eru færir um að fella sjálfstæða dóma og þeir geta gefið Banda- ríkjaforseta holl ráð varðandi mótun þeirrar stefnu. Hins veg- ar liggur það í orðum Perle, að- stoðarvarnarmálaráðherra, að Bandaríkjastjórn muni eingöngu þiggja þau ráð, sem falla að áætlunum hennar. Andmæli gegn geimvopnum verða léttvæg, þar sem Bandaríkjaforseti telur skilyrðin fyrir hendi til að nýta nýja vígbúnaðartækni fyrir nýja stefnu í öryggismálum. Banda- ríkjastjórn lætur sig litlu skipta þótt þessi ákvörðun snerti einnig hag Evrópuríkja. Er sanngjarnt að evrópskar ríkisstjórnir sætti sig við valdhroka af þessu tagi? Við nánari umhugsun svara lík- Iega flestir þessari spurningu neitandi. í bandalagi um örygg- ismál er ekki unnt að ganga fram með þessum hætti. Kostir Vestur-Evrópu En hverjir eru kostir ríkja Vestur-Evrópu þegar Banda- ríkjastjórn hefur tekið ákvörð- un? Hér vandast málið. Það er ljóst að þjóðir Vestur-Evrópu geta ekki þvingað Bandaríkja- menn til að gera það, sem þeim er á móti skapi. Því verður ekki heldur neitað að stefna Banda- ríkjastjórnar í öryggismálum er skýr og afdráttarlaus. Ef Banda- ríkjamenn byrjuðu að tvístíga myndi allur grundvöllur vest- rænnar varnarsamvinnu riða til falls með ófyrirsjáanlegum af- leiðingum. Þannig er það þjóðum Vestur-Evrópu fyrir bestu að styrkur Bandaríkjanna sé ótví- ræður og sem mestur, Án þess kemur öryggisgæsla Bandaríkj- anna Evrópu ekki að notum. Því má ekki heldur gleyma að staða Bandaríkjanna yrði vonlaus ef Vestur-Evrópa félli í óvinahend- ur, öryggishagsmunirnir falla saman. Vonandi taka Banda- ríkjamenn fullt tillit til þessarar staðreyndar og gæta einnig hagsmuna Vestur-Evrópu hér eftir sem I.ingað til. Að þessu gefnu kynni það að vera ríkjum Vestur-Evrópu fyrir bestu að styðja Bandaríkjastjórn í hví- vetna. Á móti þeim stuðningi kemur vernd Bandaríkjamanna, sem þau geta ekki verið án. Annar kostur er þó hugsanleg- ur, þ.e. öflugt öryggis- og varn- arsamstarf ríkja Vestur-Evrópu. Káre Willoch, forsætisráðherra Noregs, hefur margoft bent á nauðsyn þessa. Hugmynd þessi nýtur einnig fylgis innan norska Verkamannaflokksins. Öflugur, sjálfsöruggur og næsta einráður Bandaríkjaforseti kallar á slíkar hugmyndir. Það er aftur erfiðara að setja fram hugmyndir um hvernig haga skuli þessu vestur-evr- ópska samstarfi og tæpast verð- ur það grundvallað eingöngu á mótmælum gegn stefnu Banda- ríkjamanna. Þegar öllu er á botninn hvolft byggjast pólitísk áhrif á tækniþekkingu og vopn- um. Hingað til hefur ríkjum Vestur-Evrópu ekki tekist að móta sameiginlega stefnu. Bandaríkin eru einfaldlega alltof áhrifamikil. Eitt er þó jákvætt við þau um- mæli, sem evrópsku fréttamenn- irnir höfðu eftir Richard Perle. Þau koma í veg fyrir að ríki Evr- ópu byggi sér skýjaborgir um eigið mikilvægi og áhrif. Stjórn- mál krefjast þess einfaldlega að menn horfist í augu við stað- reyndir. Þeir sem hafa engin áhrif á stefnumótun Bandaríkja- stjórnar bera enga ábyrgð á ákvörðunum hennar. Þess vegna er ástæðulaust að gera of mikið veður út af deilum um geim- vopnaáætlunina. Umræður um hlutverk Evrópu í áætlunum Bandaríkjamanna eru í raun deilur um keisarans skegg. Ríki Evrópu verða að gæta stillingar oggagnrýna Bandaríkjamenn án þess þó að gera sér gyllivonir um að sú gagnrýni kalli fram breytta stefnu þeirra. Þegar til lengdar lætur er það farsælasta stefnan. Höfundur er aérfræðingur í ör- yggis- og afropnunarmálum rið Norsku utanríkisstofnunina. Hann er ritstjóri tímaritsins Int- ernasjonai Politikk. Þannig sér einn af skopteiknurum bandarískra fjölmiðla Richard Perle, aðstoðarvarnarmálaráðherra, sem þykir áhrifamikill í Pentagon. Hann var á sínum tíma ráðgjafi Henrys Jackson, öldungadeildarþingmanns úr Demókrataflokknum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.