Morgunblaðið - 05.06.1985, Side 32

Morgunblaðið - 05.06.1985, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. JtJNÍ 1985 Ellilífeyrir og tekjutrygging hækkuðu um 88 % frá júní 1983 ELLILÍFEYRIR og tekjutrygging hækkuðu níu sinnum frá 1. júní 1983 til 1. maí 1985, úr 6.095 krónum í 11.472 krónur, eóa um 88%. Á sama tíma hafa húsaleigu- og þjónustugjöld hjá Reykjavíkurborg hækkað um 60%. Þessar upplýsingar koma fram í skriflegu svari heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra við fyrirspurn frá Svavari Gestssyni, formanni ALþýðubandalagsins. í svari ráðherra kom einnig fram að rúmlega 2500 einstaklingar bíða eftir vistun, annað hvort á dvalarheimili eða á hjúkrunardeild. Tekjutrygging hækkaði um 108%, úr 3.285 krónum í 6.819 krónur, en grunnlífeyrir um 66%, úr 2.810 krónum í 4.653 krónur. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiddu 13 krónur fyrir lyf sam- kvæmt lyfjaskrá I fram til 1. október 1983, en þurfa nú að greiða 50 krónur. Fyrir 1. desem- ber 1984 var gjaldið 60 krónur. Fyrir lyf á lyfjaskrá II þurfa þess- ir aðilar að greiða 100 krónur. Þess ber að geta að fjölmörg lyf eru að fullu greidd af almanna- tryggingum. Elli- og örorkulífeyrisþegum var gert að greiða 15 krónur 1. júní 1983 fyrir viðtal við lækni á stofu, en nú 75 krónur. Gjald vegna vitjunar er 110 krónur á móti 30 krónum 1. júní 1983. Greiðslur lífeyrisþega fyrir sér- fræðiþjónustu voru 32 krónur 1. júní 1983, en hafa hækkað i 100 krónur. Aðeins má krefja sjúkling um eina greiðslu fyrir hverja komu og skiptir engu hversu margar tegundir rannsókna, ásamt viðtali eða aðgerð er um að ræða. Þar að auki greiðir hann að- eins 12 sinnum á ári, það er mest 1200 krónur, eftir það er sérfræði- þjónustan ókeypis á því almanaks- ári. í heilbrigðisráðuneytinu liggja fyrir upplýsingar um heimilis- hjálp við aldraðra í a.m.k. 38 sveitarfélögum. Um 2100 aldraðir notfæra sér hana. Eftir 1. júní sl. eiga vistrými á dvalarheimilum að vera 1289 og hefur fækkað úr 1319 frá ársbyrj- un 1984. Rúm fyrir vistmenn á hjúkrunardeildum eru 1095, á móti 927 frá sama tíma. Atvinnuleysi í Hafnarfirði: Úr hefur rætzt — segir forsætisráöherra Steingrímur Hermansson forsæt- isráðherra kvaó ríkisstjórn sína hafa rætt atvinnuvanda Hafnfirðinga, bæði vegna erinda frá verkalýðs- samtökum og bæjarstjórn. Atvinnu- ástand i firðinum hafi hinsvegar skánað verulega síðustu mánuði. Nú séu aðeins 42 á atvinnuleysisskrá, sem sé 0.7% af mannafla, eða hið sama og meðaltalsatvinnuleysi í landinu. Þar af séu 8 konur og 6 karlar sem störf hafi haft hjá Bæjar- útgerð Hafnarfjarðar. Forsætisráðherra sagði Hafn- firðinga einkurn hafa borið upp fjárhags- og greiðsluvanda Bæjar- útgerðar Hafnarfjarðar og yrði að þeim málum hugað. Kjartan Jóhannsson (A) kvað atvinnuleysisdaga i Hafnarfirði á liðnu ári 50% fleiri hlutfallslega en meðalatvinnuleysi í landinu. Atvinnuleysi hafi t.d. verið átta til tíu sinnum meira en í Reykjavik liðið ár og fram á þetta ár. Úr hafi rætzt síðustu tvo mánuði, en allt standi það á völtum fótum. BÚH eigi í miklum erfiðleikum. í raun sé aðeins eitt fyrirtæki eftir í firð- inum sem starfi í fiskvinnslu. Við þurfi að bregðast. Útflutningsráð - ár útflutningsins Matthías Á. Mathiesen viðskipta- ráðherra svaraði í gær í sameinuðu þingi fyrirspurnum frá Gunnari G. Schram (S) um útflutningsráð, und- irbúning að ári útflutningsins 1986 og árangur af störfum nefndar um verkefnaútflutning. Útflutningsráð Ráðherra kvað ráðuneyti sitt hafa skipað sérstaka nefnd um út- flutningsmál í janúarmánuði sl. undir formennsku ólafs Davíðs- sonar. Nefndin á að gera tillögur um fyrirkomulag útflutningsmála og þá sérstaklega hvernig megi efla samstarf útflytjenda og og stjórnvalda. Nefndin var skipuð i framhaldi af samþykkt ríkis- stjórnarinnar um sérstaka út- flutningsmiðstöð, er annizt aðstoð við útflytjendur og allar útflutn- ingsgreinar eigi aðild að. Nefndin hefur ekki lokið störf- um en „niðurstaða mun væntan- lega liggja fyrir innan skamms". Ár útflutningsins Hópur manna undir forystu Ragnars Kjartanssonar vinnur að þessu verkefni, sagði ráðherra, þ.e. undirbúningi að ári útflutn- ingsins. Tillögur nefndarinnar eru væntanlegar um nk. mánaðamót. Á þessu stigi er ekki tímabært að fjalla um þær hugmyndir, sem nefndin vinnur að. Útflutningur verkefna og þjónustu Stjórnskipuð nefnd, undir for- ystu Magnúsar Gunnarssonar, hefur unnið að þessu verkefni. Fyrir nefndina var lagt að greiða fyrir þessari tegund útflutnings, einkum á sviði sjávarútvegs og orkuvinnslu. Fulltrúi frá útflutn- ingsmiðstöð iðnaðarins hefur setið fundi nefndarinnar. Starfi nefnd- arinnar er í stórum dráttum skipt í þrjá hluta: • 1) Að kanna og auka áhuga inn- lendra aðila á útflutningi verkefna og þjónustu. • 2) Að koma sjónarmiðum áhugaaðila á þessum vettvangi á framfæri við ráðuneyti og ríkis- stofnanir. Veittur var skilorðs- bundinn fjárstuðningur til að kosta forrannsóknir á jarðhita- verkefnum í Tyrklandi í samvinnu við Orkustofnun og danska aðila. í könnun er hvort hagkvæmt geti talizt að ísland gerist aðila að ein- hverjum hinna þriggja stóru Fimm þúsund fóstureyðingar Meirihlutinn af félagslegum ástæðum Á árunum 1976 til 1984 vóru framkvæmdar 4.990 fóstureyðingar hér á landi á grundvelli laga nr. 25/1975. Árið 1976 vóru framkvæmdar 368 fóstureyðingar, 523 árið 1983, 613 árið 1982 og 735 árið 1984. Framan- greint kom fram í svari Matthíasar Bjarnasonar heilbrigðisráðherra við fyrirspurnum Árna Johnsen (S) um þetta efni. í svari ráðherra kom einnig fram: • Á árunum 1976—1983 vóru samtals gerðar 610 fóstureyð- ingar af félagslegum ástæðum, samkvæmt 1. tölulið 9. greinar laganna, þ.e. á þeim forsendum að skammt sé frá síðustu fæð- ingu hjá móður, heimilisaðstæð- ur séu bágar, ómegð og æsku eða þroskaleysi viðkomandi. Árlegur fjöldi þessara fóstureyðinga var á bilinu 70—90. • Á sama árabili vóru gerðar 2.805 fóstureyðingar af félags- legum ástæðum, samkvæmt d- lið 1. töluliðar 9. greinar lag- anna, þ.e. vegna „annarra félags- legra ástæðna". Fóstureyðingum samkvæmt þessum lið hefur fjölgað jafnt frá ári til árs; vóru 161 1976 en 483 1983. • Fóstureyðingar af læknis- fræðilegum ástæðum eingöngu vóru 448 talsins á þessu árabili. • Á þessu tímabili (1976—1983) vóru gerðar 473 fóstureyðingar á konum sem höfðu áður gengizt undir fóstureyðingu. Af þessum hópi höfðu 422 konur einu sinni áður gengizt undir fóstureyð- ingu, 47 tvisvar og 4 þrisvar. • Á þessu sama árabili vóru gerðar 59 fóstureyðingar eftir 12 vikna meðgöngu af félagslegum ástæðum eingöngu. Slíkar fóst- ureyðingar eru einungis heimil- aðar með leyfi úrskurðar- og eft- irlitsnefndar. • Á sama árabili vóru fram- kvæmdar samtals 141 fóstureyð- ing eftir 12 vikna meðgöngutíma af læknisfræðilegum ástæðum. • Af 105 fóstureyðingum sem gerðar vóru á 13. til 16. viku meðgöngu vóru 27 tilvik ein- göngu læknisfræðileg, 59 ein- göngu félagsleg, en bæði félags- og læknisfræðileg í 16 tilvikum. Matthías Bjarnason heilbrigð- isráðherra kvað fóstureyðingar hér hlutfallslega færri en á öðr- um Norðurlöndum og fram- kvæmd laganna innan eðlilegra marka, þó nauðsynlegt eftirlit og aðhald sé nauðsynlegt. Erfitt sé um samanburð við fyrri tíma vegna þess að grunur leiki á um óskráðar og ólöglegar fóstureyð- ingar hér fyrr á árum, sem og fóstureyðingar íslenzkra kvenna erlendis, sem heimildir séu ekki til um. Hjörleifur Guttormsson (Abl.) kvað fremur ástæðu til að rýmka en þrengja þessa löggjöf. Kristín Ástgeirsdóttir (Kvl.) sagði nauðsynlegt að standa traustan vörð um rétt hverrar konu til eigin ákvörðunar um fóstureyðingu. Árni Johnsen (S), fyrirspyrj- andi, taldi fjölgun fóstureyðinga hér úr hófi. Nauðsynlegt sé að endurmeta þessi mál í ljósi til- tækrar reynslu. Ráðherra svaraði einnig fyrir- spurn frá Kristínu S. Kvaran (BJ) um eftirlitsnefnd með fóst- ureyðingum. Frá fyrirspurn og svari verður nánar sagt síðar. svæðisþjónustubanka: Ameríku- bankans, Afríkubankans eða Asíubankans. • 3) Þá er loks unnið að gerð tillagna sem lagðar verða fyrir ráðuneytið um „hverning bezt verði að því staðið af hálfu stjórn- valda í framtíðinni að greiða fyrir útflutningi verkefna og þjónustu". Háðir útflutningi Gunnar G. Schram, fyrirspyrj- andi, kvað enga sjálfstæða Evr- ópuþjóð jafn háða útflutningi os Islendinga, þ.e. flytti á erlendí markaði jafn hátt hlutfall þjóðar framleiðslu sinnar. Efling nýrri iðn- og þjónustugreina, sem of markaðsöflun og staða erlendis skipti okkur meginmáli. Þess- vegna þurfi að herða róðurinn é þessum vettvangi. Úttekt á rekstri Seðlabanka íslands ÞINGMAÐUR Alþýðubandalagsins. Geir Gunnarsson, hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar, þar sem skorað er á rfkisstjórnina að fela Hagvangi hf. að gera hliðstæða út- tekt á rekstri Neðlabanka fslands. Kanna á hagkvæmni í rekstri bank- ans, meðai annars er varðar manna- hald og húsnæði, jafnframt því að gera tillögur til úrbóta. I greinargerð með tillögunni segir: „Að undanförnu hafa stjórnvöld gengist fyrir því að ráðgjafarfyr- irtæki tækju rekstur ýmissa ríkis- stofnana til sérstakrar athugunar i því skyni að auka hagkvæmni í rekstri þeirra. Þeir, sem hafa beitt sér fyrir þessum ráðstöfunum, telja að þær hafi gefist vel í ýms- um tilvikum og borið árangur í hagræðingu og rekstri. Einhverra hluta vegna hefur þó ekki verið gripið til þessara aðgerða gagn- vart þeirri stofnun sem hvað flest- ir meðal almennings draga í efa að gæti nægilegs aðhalds og sparnað- ar í rekstri, þ.e. Seðlabankanum, og leggur flm. til með þeirri þál- till. sem hér er flutt að úr því verði bætt... “

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.