Morgunblaðið - 08.06.1985, Side 3

Morgunblaðið - 08.06.1985, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. JtJNl 1985 3 Húsavík: Byggingaframkvæmd- ir með minna móti Húnrík, 4. júní. BYGGINGAFRAMKVÆMDIR einstaklinga á Húsavík hafa verið með minna móti undanfarin ár, en oft ádur. En samt voru fullgerðar 10 íbúðir einstaklinga á síðastliðnu ári, en þær hafa sumar verið í byggingu í allt að 7 ár. Um sl. áramót voru í byggingu 22 fokheldar íbúðir og eru 12 þeirra í verkamannabústöðum og teknir hafa verið grunnar að 13 íbúðarhúsum. íþróttahús og ís- framleiðsluhús Fiskiðjusamíags- ins eru í byggingu. Ég hefi gert lauslega athugun á því hver húsakostur er hér og hve rúmt eða þröng Húsvíkingar búa, og fengið þessa niðurstöðu. í 427 einbýlishúsum búa 1672 eða 3,9 að meðaltali í húsi. í 121 tvíbýlishúsi búa 344 eða 2,86 að meðaltali í ibúð. í 90 íbúðum fjöl- býlishúsa búa 320 eða 3,55 að með- altali í íbúð. í 23 íbúðum í raðhús- um búa 73 eða 3,17 að meðaltali í ibúð. Á elliheimili, sjúkrahúsum og heimilum þar sem fleiri en 5 eru í heimili eru alls skráðir samkvæmt manntali 81 ibúi en íbúar Húsa- víkur voru skráðir 1. des. sl. 2.490. í sambandi við þessa lauslegu athugun hefur komið í ljós að að- eins einn íbúi er í 23 einbýlishús- um og 2 íbúar eru í 59 húsum og 3 íbúar í 76 íbúðum, svo ekki er alls staðar búið þröngt. Látlausar viðræður BSRB og ríkisins: Málin rædd af fullri alvöru — segja formenn samninga- nefndanna — nýr fundur á mánudag SAMNINGAMENN fjármálaráðu neytisins og BSRB hittust þriðja sinni á jafn mörgutr dögum árdegis í gær til að ræða hugsanlegr. nýja kjarasamninga. Nýr tundur hefur verið boðaðui- klukkan tíu á mánudagsmorguninn. Andnimsloft á fundunum hefur verið gott „og enginn skellir hurð- um,“ eins og Kristján Thorlacius, formaður BSRB, orðaði það í sam- taíi við blm. Morgunblaðsins. „Það er unnið mjög ákveðið aö málunum og af t'ullri alvöru, þótt enn sé of snemmt að meta líkurn- ar á niður3töðu,‘‘ 3agði Indriði H. Þorláksson, formaður samninga- nefndar ríkisins, í samtali í gær. Hann kvaðst reikna með að í næstu viku yrði áfram unnið aö útfærslu tæknilegra atriða í sam- bandi við samræmingu launastiga BSRB og BHM. Samninganefndirnar hafa nú skipt sér í tvennt. Annar hópurinn ræðir launastigann og samræm- ingu á launum félaga í BSRB og félaga í BHM — gerð svokallaðs launastigalikans — en hinn hóp- urinn ræðir lífeyrismál og fleira. „Það er enn ekki farið að ræða kauptrygginguna, sem við setjum á oddinn í þessum viðræðum og höfum haft um það samráð við Al- ■þýðusamband íslands," sagði Kristján Thorlacius. „Við höfum verið að ræða málin fram og aftur án þess að niðurstaða hafi fengist á einn eða annan hátt hingáð til." Kristján sagði að af hálfu BSRB væri gengið til þessara viðræðna með þvi hugarfari „að reyna allt, sem gæti leitt til samninga — við viljum ræða málin af alvöru og mér heyrist að samningamenn rtkisins séu sama sinnis". Samkvæmt fasteignamati eru 769 íbúðir á Húsavík, sem eins og áður segir telur um 2.500 íbúa, svo að meðaltali eru 3,25 í íbúð. Það er mikil breyting frá því að í Snæ- landi (Árgötu 12), sem ofangreind mynd er af, áttu einu sinni heima 5 fjölskyldur með 26 börn, en nú búa þar ein hjón á efri hæðinni en á þeirri neðri er ljósmyndafram- köllun ritsjórnarskrifstofu Víkur- blaðsins. Fíettaritari Húsið Snæland. Þar áttu einu sinni heima um 40 manns, þar af 26 böm. Leiðsögu- menn sömdu SAMNINGAR tókust í deilu Félags leiósögumanna við ferðaskrifstofurn- ar um eittleytið ■ fyrrinótt. Þá hafði fundur staðið í tæpa tólf tíma hjá rík- issáttasemjara. Samningurinn var undirritaður með venjulegum fyrirvara um sam- þykki félagsfunda. Gert er ráð fyrir að leiðsögumenn haldi fund í sínu félagi í dag eða á morgun. Fyrr en hann er afstaðinn vilja samnings- aðilarnir ekki láta neitt uppi um efni samkomulagsins, sem mun hafa náðst með talsverðum tilslök- unum af beggja hálfu. Verði samningurinn samþykktur af leiðsögumönnum er gert ráð fyrir að verkfalli þeirra, sem hefj- ast átti kl. 24 annað kvöld, verði aflýst og að ferðaþjónusta geti ver- ið með eðlilegum hætti. NN Laugavegi 27 Þjónusta og vörur fyrir ungar og djarfar konur á ðllum aldri Med opnun snyrtistofunnar NN ad Lauga- vegi 27 hefst sala hér á landi á hinum heimsþekktu No Name snyrtivörum, sem atvinnufólk í snyrtingu og förðun um all- an heim, notar og selur. No Name býður þér eitt mesta litaúrval, sem völ er á og er viö hæfi allra kvenna til nota við öll tækifæri, sem gefast ungum og djörfum konum sem láta aldur sig engu skipta en útlitið miklu. ALHLIÐA SNYRTIÞJÓNUSTA Andlitsböð, húðhreinsun, handsnyrting, vaxmeðferð, fótsnyrting og sérhæfð þjónusta í Make-Up.. NÁMSKEIÐ í DAGMÁLUN OG KVÖLDMÁLUN Eigandi NN er Kristln Stefánsdóttir förðunarmeistari frá London School of Make-Up og hún býður upp á námskeið fyrir konur á öllum aldri I dag- og kvöldmálun. Upplýsingar og skráning I síma 19660. NÁMSKEIÐ FYRIR SÝNINGARFÓLK, FYRIRSÆTUR OG LEIKARA Við höfum nú I undirbúningi sérstök námskeiö I förðun fyrir atvinnu- fólk á sviöi leiklistar, sýningar- og fyrirsætustarfa. Upplýsingar veittar I sima 19660, eöa á stofunni sjálfri alla virka daga og laugardaga eftir hádegi. HÚÐKREM 1 MEÐ BLÓMAFRÆFLUM Snyrtistofan NM hefur tryggt sér söluumboð fyrir hinar kunnu bandarlsku ESCAPADE-vörur, sem innihalda blómafræfla. Hér er um húðkrem aö ræöa, sem gefur hörundinu nýtt llf og vkkur aukna vellíöan og einnig hárnæringarkrem. KONUNGLEGT BAL A VERSAILLES FRANSKT ILMVATN Ef ykkur langer I konunglegl franskt ilmvatn sem gefur ykkur „spes“ töfra og dulúð er Bal A Ver- sailles ef til vill svariö. Þaö telja þeir hjá Jean Despre/ I Parls a.m.k. og þeir vita manna best hvernig llfiö I Versölum var hér áöur fyrr. Jn.in 1' Opnunarkynnmg kl. 10—16 í tiag Viö kynnum í dag allar vörurnar og þjónustuna, sem talið er upp hér á und- an og tökum viö innritunum á nám- skeiðin okkar Lítið við milli 10 og 16. Laugavegi 27 • Sími 1966C Kristín Stefánsdóttir, föröunarmeistari.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.