Morgunblaðið - 08.06.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.06.1985, Blaðsíða 4
4 MORGUMBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 1985 Tel horfur Haf- skips bjartar þrátt fyrir erf- itt ár í fyrra — segir Ragnar Kjartansson, RAGNAR Kjartansson formaður stjórnar Hafskips hf. sagði í ræðu sinni á aðalfundi fyrirtækisins í gær að ófyrirséð röð af skakkaföllum síðasta árs hefði gert það að verk- um að afkoma fyrirtækisins á liðnu ári varð ekki betri en raun bar vitni. 95 milljóna króna tap varð á rekstri félagsins á sl. ári og bók- færð eiginfjárstaða í árslok 1984 Morgunblaðift/Ól.K.M. Frá aðalfundi Hafskips hf. á Hótel Sögu í gær. Frá vinstri Björgólfur Guðmundsson forstjóri fyrirtækisins, Albert Guðmundsson fjármálaráðherra sem var fundarstjóri og í ræðustól er Ragnar Kjartansson stjórnarformaður Haf- skips. Björgólfur Guðmundsson, forstjóri Hafskips: Tap Hafskips hf. á liðnu ári nam 95,7 milljónum króna „ÁRIÐ 1984 mun verða eftirminni- legt í sögu félagsins fyrir margra hluta sakir. Það var ár andstæðna, erfiðleika, en jafnframt ár möguleik- anna. Fyrir starfsfólk félagsins var árið eitt hið erfiðasta, enda hefur sjaldan í sögu þess gætt jafn mikilla sveiflna í ytri og innri aðstæðum.“ Þannig hóf Björgólfur Guðmundsson forstjóri Hafskips hf. ræðu sína á að- alfundi Hafskips, sem haldinn var á Hótel Sögu í gær. I máli Björgólfs kom fram að rekstrartekjur liðins árs námu lið- lega 944 milljónum króna og höfðu þær aukist um 62,8% á milli ára. Rekstrargjöld jukust hins vegar um %,2%, þannig að hagnaður af rekstri fyrir afskriftir og fjár- magnskostnað var 56,6 milljónir króna. Rekstrarhagnaður eftir af- skriftir nam 12,6 milljónum króna, sem jafngildir 1,3% af rekstrar- tekjum, en árið 1983 var þetta hlutfall 17,1% af rekstrartekjum. Afkoma félagsins eftir fjár- magnsgjöld, afskriftir og skatta var neikvæð um 95,7 milljónir króna, sem nemur um 10,1% af rekstrartekjum. Eiginfjárhlutfallið um síðustu áramót var því nei- kvætt um 104,9 milljónir króna, sem er 12,4%. I febrúar sl. var hins vegar ákveðið að auka hlutafé fé- lagsins um 80 milljónir króna, og er öll sú hlutafjáraukning nú þegar seld, þannig að útlitið er ekki jafn dökkt og litið gæti út fyrir. Flutningsmagn í innflutningi nam rúmlega 113 þús. tonnum, og jókst um 5% frá árinu á undan. Útflutningsmagn nam um 67 þús. tonnum og jókst um 23%. Erlendir flutningar námu um 55 þúsund tonnum þannig að félagið flutti samtals um 235 þús. tonn á liðnu ári, sem reyndist 45% magnaukn- ing frá árinu á undan. Siglingar yfir Atlantshafið hóf- ust 15. október sl. og hafa þær gengið mjög vel. Skipafloti sá er við sögu kemur í þeim siglingum er samsettur af 4 skipum, með sam- Aðeins ein mannabreyting í stjórn Hafskips hf. Á AÐALFUNDI Hafskips hf., sem haldinn var á Hótel sögu í gær undir fundarstjórn Alberts Guðmundsson- ar fjármálaráðherra, voru eftirfar- andi menn kjörnir í stjórn fyrirtæk- isins: Bjarni Magnússon, Finnbogi Kjeld, Guðlaugur Bergmann, Gunn- ar Þór Ólafsson, Hilmar Fenger, Jón Helgi Guðmundsson, Jón Snorra- son, Jónatas Einarsson, Ólafur B. Ólafsson, Páll G. Jónsson, Pétur Björnsson, Ragnar Kjartansson, Sveinn R. Eyjólfsson og Víðir Finn- bogason. Aðeins einn nýr maður kemur inn í stjórnina, Finnbogi Kjeld, og tekur hann sæti Davíðs Scheving Thorsteinssonar, sem setið hefur í stjórn fyrirtækisins um 10 ára skeið. Davíð gaf ekki kost á sér í stjórn að þessu sinni. anlagða gámagetu upp á 2500 gámaeiningar og 33 þús. burðar- tonn. Björgólfur rakti í ræðu sinni sögu fyrirtækisins Cosmos Shipp- ing Company, sem er dótturfyrir- tæki Hafskips í Bandaríkjunum. Þar starfa 46 starfsmenn, þar af 3 Islendingar. Fyrirtækið lenti í taprekstri, er bandaríski dollarinn styrktist og útflutningur dróst saman. Taprekstur fyrirtækisins á liðnu ári svaraði til um 8 milljón- um króna. Björgólfur sagði að horfur væru á að heildarafkoma félagsins i ár yrði betri en nokkru sinni fyrr, en þó benti allt til þess að rekstur ís- landssiglinga félagsins yrði áfram með halla. Líkur væru þó á að veru- legur bati yrði á þessari starfsemi á þessu ári. „Við heitum á ykkur, góðir hluthafar, að standa vörð um félag- ið og tryggja og sýna með þeirri samstöðu, að lítið ævintýri geti enn gerst við kaflaskipti í sögu Haf- skips hf.,“ voru lokaorð ræðu Björgólfs Guðmundssonar for- stjóra Hafskips. stjórnarformaður Hafskips var neikvæð um 105 milljónir króna. Ragnar sagði að meginástæður slæmrar afkomu sl. árs hefðu verið þær að íslensku skipafélög- in misstu flutninga fyrir varnar- liðið, að verðsamkeppni á flutn- ingamarkaðnum hefði farið út fyrir öll skynsamleg mörk, að verkfall BSRB hefði valdið margra vikna stöðvun, að geng- isfelling í kjölfar verkfallsins hefði aukið á gengistap og að fé- lagið hefði tapað mikið á auknum styrk Bandaríkjadollara. í ræðu formannsins kom fram að hann telur að horfurnar fyrir Hafskip í framtíðinni séu bjartar verði skynsamlegar leiðir valdar. Nefndi Ragnar þar aukið sam- starf og samnýtingu varðandi skipa- og vöruafgreiðslu, bæði innanlands og milli landa, og sagðist hann telja að með slíku samstarfi mætti spara hundruð milljóna. Jafnframt sagði hann að aukin þátttaka íslendinga í al- þjóðasiglingum gæti fært heim nýja þekkingu, tækni og tekju- auka. Ragnar sagði að áætlanir fyrir yfirstandandi ár væru já- kvæðar hjá félaginu og að for- svarsmenn fyrirtækisins væru vongóðir um að vinna mætti til baka það sem tapast hefði í mold- viðri ársins 1984. „í Hafskip hf. munum við ótrauð takast á við verkefni morgundagsins. Svo lengi sem við vitum að það starf skili okkur og því þjóðfélagi, sem við viljum vernda og efla, nokkuð fram á við,“ sagði Ragnar að lokum. © INNLENT FLskvinnslusalir ísbjarnarins og Bæjarútgerðar Reykjavíkur tæmd- ust snemma í gær en þar var fisk- vinnslufólki sagt upp störfum frá og með deginum í dag. Er þetta í annað sinn á árinu sem fisk- vinnslufólki í Reykjavík er sagt upp vegna verkfalla fiskiflotans auk þess sem uppsagnir voru rétt fyrir jól af ýmsum ástæðum svo sem vegna aflabrests. Atvinnu- leysisdagar hafa verið margir, til dæmis stóð fyrra verkfallið í 21 dag áður en samningar náðust all- staðar og er ófyrirsjánalegt hversu lengi vinna mun stöðvast að þessu sinni. í Bæjarútgerð Reykjavíkur var nú sagt upp 250 manns, þar af 200 konum, en í ísbirninum var sagt upp um það bil 115 manns, þar af 85 konum. Fullar atvinnuleysisbætur eru nú 705 krónur á dag og eru borg- aðar að auki krónur 28,21 með hverju barni. „Þetta kemur illilega niður á þeim sem þurfa að vinna fyrir sér,“ sagði Anna Norris fisk- vinnslukona hjá ísbirninum. „Þetta er í þriðja skipti sem okkur er sagt upp í vetur en yfir- leitt hefur bara verið eitt stopp um áramót og svo ekkert allt ár- MorgunbiaðiA/Emilia í ísbirninum og Bæjarútgerð Reykjavíkur var vinnu hætt upp úr hádegi og byrjað að þrífa vélarnar, en fiskvinnshifólkinu var sagt þar upp vinnu frá og með deginum í dag. ið. Ég hef unnið hér í sjö ár og stend ein fyrir fjölskyldu. Ég á fimm börn og eru þrjú þeirra heima. Ég hef heyrt á fólki hér að það ætlaði í sumarfrí, sumir vilja fá sér eitthvað annað að gera en aðrir vilja vera áfram, þar á meða) ég. Erfitt fjárhags- lega? Maður verður að reyna að kljúfa þetta. Spara." „Þetta er alveg ferlegt og vildi ég ekki vilja standa í fjarfesting- um með svona atvinnuöryggi," sagði Stefán Stefánsson sem hefur unnið í ísbirninum í eitt ár. „Þetta kemur lítið niður á „Þetta kemur illa niður á þeim sem þurfa að vinna fyrir sér,“ sagði Anna Nordal fiskvinnslu- kona. mér ennþá því ég hef unnið við að hreinsa vélarnar að loknum vinnudegi og því haft mikið meira kaup en bara fyrir dag- vinnuna. Eg væri ekki í þessu öðruvísi. Þrifin eru borguð í upp- mælingu og hef ég getað lagt fyrir. Ég hef ekki fyrir fjöl- „Ég mundi ekki vilja standa í fjár- festingum með svona atvinnuör- yggi,“ sagði Stefán Stefánsson. skyldu að sjá og má kannski segja að ég sé heppinn þar. Atvinnuleysisbæturnar? Þær eru of lágar til að lifa af. Ef maður þarf að leigja sér íbúð til dæmis þá lifir enginn af þessu og ekki dagvinnunni heldur og bón- usinn er lélegur þegar hann er.“ ísbjöminn og Bæjarútgerð Reykjavíkur: Fiskvinnslufólki, 360 manns, sagt upp störfum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.