Morgunblaðið - 08.06.1985, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.06.1985, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ,- LAUGARDAGUR 8.JÚNÍ1985 STYRMIR GUNNARSSON: TIL HVERS ÞESSA laus svæði í Sovétríkjunum og þá ekki sízt á Kolaskaga, en þar eru einhverjar mestu herstöðvar í heimi og ógna Norður- löndum og þar með íslandi. I pólitískum umræðum á okkar dögum nær hugtakið „Norður-Evrópa" ekki nema til Norðurlanda og hluta Þýzka- lands og Bretlandseyja. Þetta er að mín- um dómi sá skilningur, sem leggja ber í orðin „Norður-Evrópa" í pólitískum um- ræðum, þótt landfræðileg merking þess- ara orða kunni að vera víðtækari. I við- tali, sem fréttamaður Ríkisútvarpsins átti við Hjörleif Guttormsson, alþing- ismann, um þetta mál var ekki hægt að skilja hann á annan veg en þann, að hann teldi að hér væri einungis átt við Norður- lönd, m.ö.o. skilningur hans var sá, að með þessari samþykkt væri Alþingi að bjóða upp á einhliða samninga um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norður- löndum. Þetta orðalag er svo óljóst, að Eyjólfur Konráð Jónsson, formaður utanríkis- málanefndar og framsögumaður fyrir til- lögunni í sameinuðu þingi, sá sig knúinn til að skýra hvað átt væri við. Hann sagði í ræðu sinni: „Allmiklar umræður urðu í utanríkismálanefnd um fyrri lið 6. mgr. ályktunartillögunnar og skilning á hon- um. Ýmsum hugmyndum var varpað fram um orðalagsbreytingar, en á það var fallizt að halda orðalagi undirnefndar- innar óbreyttu, en formanni falið að koma á framfæri fyrir hönd nefndarinn- ar eftirfarandi skýringum er hann mælti fyrir tillögunni: 1. Sá landfræðilegi skilningur væri rétt- ur, að Norður-Evrópa næði a.m.k. yfir .JMÁLAIV FYRIR SKÖMMU gerðist sá óvenjulegi atburður á Alþingi, að allir þingflokkar og 60 þingmenn þeirra urðu sammála um stefnumörkun í veigamiklum utanríkis- málum og samþykktu samhljóða tillögu, sem kom frá utanríkismálanefnd um af- vopnunar- og kjarnorkumál. Þegar til þess er litið, að afstaðan til utanríkis- mála hefur verið mesta deiluefni ís- lenzkra stjórnmála í nær fjóra áratugi og valdið djúpstæðum klofningi með þjóð- inni vegna varnarsamningsins við Banda- ríkin og aðildar að Atlantshafsbanda- laginu, er ástæða til að staldra við, þegar slík samstaða tekst á Alþingi. Hvað hefur gerzt? í stuttu máli hefur það gerzt að mínum dómi, að þingflokkur Sjálfstæðis- flokks hefur gengið alltof langt til móts við vinstri flokkana um málamiðlun i mikilvægum utanríkismálum. Þessi af- staða á eftir að veikja Sjálfstæðisflokk- inn og vekja upp spurningar um það í sendiráði Sovétríkjanna við Túngötu og austur í Moskvu, hvort sú staðfesta, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur sýnt í utan- ríkismálum alla tíð sé að bresta. Samþykkt Alþingis er niðurstaða af viðræðum milli fulltrúa þingflokkanna, fyrst í undirnefnd og síðan í utanríkis- málanefnd sjálfri, þar sem leitazt var við að samræma sjónarmið flokkanna um þennan málaflokk en nokkrar þingsálykt- unartillögur voru lagðar fram á Alþingi í vetur um þetta efni og vísað til utanrík- ismálanefndar. 'LUN“? Kjarnorku vopnala us svæði I SAMÞYKKT Alþingis segir m.a. svo: „... að könnuð verði samstaða um og grundvöllur fyrir samningum um kjarnorku- vopnalaust svæði í Norður-Evrópu jafnt á landi sem á hafinu eða í því ...“ Það hlýtur að vera skilyrði fyrir hugsanlegum samningum vestrænna þjóða við Sovét- menn um kjarnorkuvopnalaus svæði, að þau verði jafnt í Austur-Evrópu sem Vestur-Evrópu. Samningur um kjarn- orkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum getur t.d. ekki komið til greina nema jafnframt sé samið um kjarnorkuvopna- Norðurlönd, eyjar í norðanverðu Atl- antshafi og Norður-Þýzkaland, þ.e. Norður-Evrópusléttuna og allt frá Græn- landi til Úralfjalla. 2. Sá skilningur, sem kom fram i eftir- farandi hugmynd um breytingu á upphafi 6. mgr., væri réttur. Tilvitnunin er þessi: „Um leið og Alþingi áréttar þá stefnu Islendinga, að á íslandi verði ekki stað- sett kjarnorkuvopn hvetur það til þess að könnuð verði samstaða um og grundvöll- ur fyrir samningum um kjarnorkuvopna- laus svæði í Norður-Evrópu, sem nái til aðildarrikja Norður-Atlantshafsbanda- lagsins, Varsjárbandalagsins og hlut- lausra ríkja, jafnt á landi, í lofti sem á hafinu eða í því. Samningur þessi verði liður í samkomulagi til að draga úr víg- Félagið mun stefna rit- stjóra og ljósmyndara HP í HELGARPÓSTTINUM 6. júní sl. birtast skrif um Hafskip hf., þar sem ráðist er að félaginu með óvenju rætnum hætti. Heimildarmenn eru tveir fyrrverandi starfsmenn félagsins og eru skrifin látin birtast í blaðinu daginn fyrir aðalfund þess. Ávallt orkar tvímælis, hvort svara eigi skrifum af þessu tagi, en þetta er eingöngu birt í hefndar- skyni og til að grafa undan trausti félagsins. En þar sem Hafskip hf. er fyrir- tæki, sem starfar í harðri sam- keppni á innlendum sem erlendum vettvangi og veitir hundruðum manna atvinnu, er óhjákvæmilegt að gera athugasemdir við róg- skrifin. 1. Til marks um þ?,ð, hvernig grein- arhöfundur veður villur vegar, má nefna, að í skrifum hans er látið að því liggja að tap félagsins sé í nám- unda við 200 milljónir króna árið 1984. En eins og fram kemur í árs- reikningi félagsins, nemur tapið 95 milljónum króna. 2. I skrifum HP veltir greinarhöf- undur skuldastöðu fyrirtækisins fyrir sér og staðhæfir að það eigi ekki fyrir skuldum. Skuldastaða fé- lagsins er ekkert launungarmál og hún kemur fram í ársreikningi þess, sem lagður er fram á aöalfundi 7. júní. Bókfærð eiginfjárstaða er neikvæð um 105 milljónir króna í árslok 1984. En í þessu sambandi ber aö hafa í huga eftirfarandi: — Nýtt hlutafé að fjárhæð 80 millj- ónir króna, sem boðið var út hinn 9. febrúar sl., er að fullu selt. — Bókfært verð varanlegra rekstr- arfjármuna er samkvæmt var- færnismati. Þannig má nefna að í ársreikningi 1984 kemur fram, að samkvæmt mati erlends skipasölumiðlara er áætlaö markaðsverð á skipum félagsins 37,5 milljónum krónum hærra en bókfært verð þeirra. — Rétt er að benda á, að afkoma félagsins fyrstu mánuði ársins 1985 hefur verið jákvæð. 3. Við mat á stöðu fyrirtækisins birtist hrapallegur misskilningur greinarhöfundar m.a. í því, að hann virðist telja að skipaeign félagsins sé færð í efnahagsreikningi þess samkvæmt mati tiltekins erlends skipasölumiðlara. Hið rétta er, að bókfært verð varanlegra rekstrar- fjármuna í efnahagsreikningi, þar á meðal skipa, er að sjálfsögðu miðað við framreikning upphafslegs stofn- verðs að frádregnum föstum árleg- um afskriftum. Hins vegar er í skýr- ingum með ársreikningi getið um áætlað markaðsverð skipanna til frekari upplýsinga. Það skal skýrt fram tekið, að matsverð það á skip- um félagsins i árslok 1984, sem vitn- að er til í lið 2 hér að framan, er ekki komið frá fyrirtækinu Ragnar Johansen A/S, en greinarhöfundur reynir að gera þá aðila tortryggi- lega. 4. Látið er að því liggja i umrædd- um skrifum, að lausafjárstaða Haf- skips sé mjög slæm. Þessu til sönn- unar er talað um aö starfsmenn hafi fengið innistæðulausar ávísanir f stað launa sinna um sfðustu mánaðamót. Hið sanna er, að einn hinna 385 starfsmanna félagsins fékk slfka ávísun vegna mistaka um sfðustu mánaðamót og var það leiðrétt sam- stundis. 5. Greinarhöfundur fullyrðir að skip félagsins hafi verið stöðvuð vegna vanskilaskulda. Þetta er rangt. 6. Fullyrt er að félagið hafi gerst brotlegt við bandarisk tollalög og flutt inn gáma til Bandaríkjanna án tilskilinna leyfa. Þetta er rangt. öll tiltekin leyfi eru og hafa verið til staðar, m.a. í gegnum umboðsað- ila félagsins, Capes Shipping í Nor- folk. 7. Reynt er að gera félagið tor- tryggilegt með tali um „sérstæða" viðskiptahætti og er í því sambandi fjallað um vátryggingar gáma- vagna. Hér er um að ræða hjólastell und- ir gáma, sem dregin eru af sérstök- um dráttarvögnum. Rétt er það, að hjólastellin eru ekki vátryggð ein og sér. Dráttarvagnarnir, gámarnir og innihald þeirra eru hins vegar að sjálfsögðu að fullu vátryggð. 8. Þá er fullyrt, að mikil óánægja ríki á skrifstofum félagsins í New York og f Reykjavík. Erfitt er að sanna eða afsanna stað- hæfingu sem þessa. Ekki þykir það þó benda til óánægju eða vantrúar starfsmanna á félaginu og framtíð þess, að fjöldi starfsmanna sýndi hlutafjárútboði félgasins mikinn áhuga og tók virk- an þátt í þvf með hluta- bréfakaupum. 9. Langt er seilst í viðleitni grein- arhöfundar við að sverta félagið. Þannig er þess getið, að tveir af fjórtán stjórnarmönnum Hafskips verði ekki á landinu á aðalfundinum og sagt að það sé vegna óánægju og ótta um málefni félagsins. Allir stjórnarmenn Hafskips eru úr viðskiptalífinu og þurfa því, eðli starfa sinna vegna, að fara á milli landa f viðskiptaerindum. Þá er einnig staðhæft, að tveir stjórnarmanna hyggist ekki gefa kost á sér til áframhaldandi stjórn- arsetu hjá Hafskip. Hið rétta er, að aðeins einn stjórn- armanna hyggst ekki gefa kost á sér til endurkjörs. Tengist ákvörðun hans um það f engu stöðu félagsins og er óhætt að fullyrða, að mikill einhugur ríki meðal stjórnarmanna. 10. 1 lok umræddra skrifa er lagt ofurkapp á að gera Atlantshafs- siglingar félagsins sem allra tor- tryggilegastar. I þessu sambandi er rétt að rifja upp eftirfarandi stað- reyndir: — Atlantshafssiglingar félagsins hafa nú staðið yfir í tæpa 8 mán- uði. — Siglingar þessar hafa frá upp- hafi skilað hagnaði. — Umsvif félagsins í þessari starf- semi aukast stöðugt. — Allar áætlanir um afkomu hafa staðist. — Áætlanir félagsins um þessa starfsemi til ársloka 1985 vekja bjartar vonir um áframhaldandi góða arðsemi. Byggt hefur verið á varfærnismati í áætlanagerö- inni í öllum tilvikum. — Með þessari nýjung í kaupskipa- útgerð tslendinga er Hafskip hf. að nýta sér reynslu, þekkingu og viðskiptasambönd, sem hafa myndast í 27 ára starfi félagsins. Þar af hefur félagið stundað sigl- ingar til Ameriku í 7 ár. Byggt er því á traustum grunni. Félagið mun stefna ritstjóra Helgarpóstsins, Halldóri Hall- dórssyni, og Jim Smart, ljós- myndara, fyrir atvinnuróg og meið- yrði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.