Morgunblaðið - 08.06.1985, Side 24

Morgunblaðið - 08.06.1985, Side 24
t MORfiUNBLAÐip,.LAUGARDAQUR 8. JUNl 1??5 Bandaríkín áforma mannaferð til Mars 24 I stuttu máli Sydney: Sex manns fórust í flugslysi Sydney, Ástralíu, 7. júní. AP. LÍTIL dugvél hrapaði í dag til jarðar í útborg Sydney. Varð vélin samstundis alelda og fórust allir sem með henni voru, sex að tölu, að sögn lögreglu og slökkviliðs. Slysið varð { næsta nágrenni Bankstown-flugvallar í Chipping Nort- on í norðvesturhluta Sydney. Karl Bretaprins til Vestur-Berlínar London, 7. jvfflí. AP. KARL prins fór í gærkvöldi til Vest- ur-Berlínar til þess að vera viðstaddur hersýningu, sem þar fer fram í tilefni af opinberum afmælisdegi móður hans, Elísabetar II Bretadrottningar, að því er sagði í frétt frá Bucking- ham-höll. Karl verður viðstaddur hersýn- ingu breskra hersveita í borginni, en snýr að því búnu aftur heim seinna í dag, föstudag. Drottningin er fædd 21. apríl 1926, en haldið er upp á afmælisdag hennar 7. júní ár hvert, af því að þá viðrar betur til hersýninga og ann- arra útihátíðarhalda. Dregst hótelverk- fallið á langinn? Verkalýðsleiðtogar sögðu í dag á fundi með 6.000 hótelstarfsmönnum í verkfalli að þeir skyldu búa sig undir langa baráttu, og verið gæti að lítið yrði úr ferðamannaviðskiptum sumarsins. I samtökum starfsmannanna eru 9 verkalýðsfélög með um 24 þúsund félaga, sem vinna á 53 af bestu hót- elum borgarinnar. Átta þúsund manns vinna hjá hótelum sem standa utan við kjaradeiluna. Félögin fara fram á 25% launa- hækkun á fjórum árum, en vinnu- veitendur hafa boðið 4% hækkun á ári. Ekki var haldinn fundur með deiluaðilum í gær, en í dag, föstu- dag, verður aftur sest að samninga- borðinu. Lögregla lagði hald á fölsuð málverk Feneyjum, ÍUlíu, 7. júní. AP. í I)AG var lagt hald á 20 málverk, sem ranglega voru merkt og eignuð van Gogh, Degas, Manet og öðrum meisturum. Málverkin fundust í íbúð í Padua, að sögn lögreglunnar, og hafði verið reynt að koma þeim í verð. Eigandi íbúðarinnar og forn- munasali voru færðir til yfirheyrslu vegna rannsóknar málsins. Læknamútur PrtK, TékkÓHlóvakíu, 7. júní. AP. NÝLEGA voru tveir læknar í Norður- Bæheimi dæmdir til 6 og 17 mánaða fangelsisvistar fyrir að hafa þegið mútur frá sjúklingum, sem þörfnuðust meðferðar, að því er fram kemur í dag í Kude Pravo, málgagni tékkneska kommúnistaflokksins. Sagði blaðið, að dr. Ivo Gutvirth, þckktur kvensjúkdómafræðingur og yfirlæknir á Podborany-sjúkrahús- inu, og dr. Vaclav Brachtl, læknir á Ghodov-sjúkrahúsinu, hefðu verið sekir fundnir um að taka við pen- ingum og annars konar greiðslum gegn því að veita sjúklingum for- gang að sjúkraplássum. Hugðust kenna páfuglunum rétta umgengnishætti Nýjffl Delhí, 7. júní. AP. ÆVAREIÐIR bændur á Mið-Indlandi eitruðu fyrir um 100 páfugla, sem gerst höfðu frekir til matarins á ökr- um þeirra, að því er indverska blaðið Express sagði frá í dag. Bændurnir settu eitruð epli út á akrana, svo að fuglarnir mættu „læra lexíuna sína“. Páfugl er alfriðaður á Indlandi. Þrír bændur voru handteknir, þegar um 100 dauðir og deyjandi páfuglar fundust á ökrum þeirra. REAGAN forseti hyggst fyrirskipa undirbúning stór- fenglegrar mannaferðar í geimnum í von um að emb- ættistíma hans verði minnzt fyrir „framsýni". Að sögn brezka blaðsins Daily Telegraph hefur Banda- ríkjastjórn haldið tvo fundi til að ákveða hvaða ferð skuli far- in. Flestir sérfræðingar telja að fyrir valinu verði ferð til eins af tunglum Mars. Gagnlegra yrði að kanna þessi tungl, sem eru aðeins nokkrir kílómetrar í þvermál, en okkar eigið tungl að sögn dr. Brians O’Leary, vísindamanns og fyrrverandi geimfara. Talið er að á þessum tunglum sé að finna vatn, kolefni og ótal gagnlega málma. Vegna lítils þyngdarafls þyrfti minni orku til að ferðast til þeirra og frá þeim en til tungls okkar, segir dr. O’Leary. Til þess að skjóta eldflaug út í geiminn frá einu af tunglum Mars þarf hraðinn ekki að vera nema 15 mílur á klukkustund. Til þess að skjóta eldflaug frá jörðinni út í geiminn er 25.000 mílna hraði á klukkustund nauðsynlegur. Aðgangur að gífurlega miklu magni gagnlegra hráefna á þessum tunglum hefði „geysi- mikla efnahagslega þýðingu og mundi marka upphaf nýs end- urreisnartímabils mannkynsins í geimnum", sagði O’Leary. Líklega verður slík ferð ekki farin fyrr en um 1998, svo að nægur tími gefist til undirbún- ings. Þá munu geimfararnir geta snúið sigri hrósandi aftur til jarðar og haldið upp á alda- mótin með glæsibrag. Bækistöð á tunglum Mars mundi veita mannkyninu að- gang að hundruðum þúsunda smáheima í stjörnubeltinu handan Mars. Á sumum smá- stirnum þar er að finna meira magn af platínu en í öllum plat- ínunámum jarðarinnar. Smíði risastórra geimstöðva yrði miklu ódyrari með því að nota hráefni frá tunglum Mars en jörðinni. Tilraunir í þessu skyni munu hefjast upp úr alda- mótunum. Vinstri stjórn Lange tekur upp markaðsstefnu á Nýja-Sjálandi STJORN Verkamannaflokksins á Nýja-Sjálandi, sem komst til valda á síóasta ári, leggur nú æ meiri áherslu á frjáls markaðsviðskipti í þeirri viðleitni sinni að bæta efnahag landsins. Þykir þetta tíðindum sæta, enda hafa ríkisstjórnir jafnaðarmanna á á Vesturlöndum frekar ieitast við að auka ríkisumsvif á kostnað hins frjálsa markaðskerfís. Samkvæmt breska vikuritinu dregist saman vegna hárra tolla, The Economist hefur nú verið gripið til ráðstafana sem miða að þvi að létta af efnahagshöml- um og draga úr skattlagningu og ríkisafskiptum. Hefur stjórnin undir forsæti Davids Langes m.a. komið á fljótandi gengi og lagt niður eftirlit með kaup- gjaldi, verðlagi og gjaldeyri. Enn fremur hefur stjórnin hætt niðurgreiðslu á búvöru og af- numið útflutningsbætur og rík- isstyrki til bágstaddra fyrir- tækja. í stuttu máli á nú að treysta á markaðsöflin. Er þessi tilraun ekki síst athyglisverð fyrir þá sök að mörgum þeim hömlum, sem Verkamannaflokkurinn hef- ur aflétt, var komið á í níu ára stjórnartíð Þjóðarflokksins (1975—1984), sem er hægriflokk- ur. Fram að þessu hafa nýsjá- lenskir framleiðendur í hinum einstöku iðngreinum getað starf- að í skjóli einokunar, þar sem influtningstollar hafa verið háir til þess að vernda innlenda framleiðslu. Var þessi hafta- stefna mörkuð fyrir þremur ára- tugum til að freista þess að koma á fót fjölbreyttum inn- lendum iðnaði þar sem útflutn- ingur á Iandbúnaðarvörum hafði einkum í Evrópu. Afleiðingin varð hins vegar sú að Nýsjálend- ingar drógust mjög aftur úr í samkeppni við nágrannaþóðir sínar í viðskiptum, enda var iðn- aðarframleiðslan að langmestu leyti bundin við lítinn innan- landsmarkað. Nú á hins vegar að treysta á frjálsa samkeppni, leggja áherslu á útflutning og hætta ríkisstuðningi við úreltar atvinnugreinar, jafnvel þótt tímabundið atvinnuleysi sigli í kjölfarið. í raun er þeim fram- leiðendum einum spáð velgengni er tekst að koma vöru sinni á markað í Ástralíu og þeim lönd- um Suður-Asiu, þar sem efna- hagslíf er nú með miklum blóma, t.d. Hong Kong og Singapore. En hvernig hefur stjórninni tekist að sannfæra félaga sína í Verkamannaflokknum og verka- lýðsfélögin um ágæti efna- hagsstefnunnar, sem óneitan- lega líkist stefnuskrá hægri flokka? Að dómi fréttaritara The Economist hefur David Lange sýnt mikla leikni við að halda vinstri væng flokksins í skefjum með herskárri stefnu sinni í utanríkismálum. Þannig hefur honum tekist að forðast enn sem komið er gagnrýni vinstra arms flokksins. Verka- lýðsfélögin hafa haldið að sér höndum, en þó er enn of sneramt að segja til um hvort Lange tekst að halda efnhagsstefnu sinni til streitu. Áður en stjórnin kom á fljótandi gengi þurfti hún að fella gengið, svo að verðbólga óx í 15%. Það er því aðalkeppikefli Lange núna að draga úr verð- bólgunnni. Hvort honum tekst ætlunarverk sitt á þó eftir að koma í ljós: Veltur það án efa mjög á því hverjar niðurstöður næstu kjarasamninga verða, en viðræður atvinnurekenda og verkalýðsfélaga hefjast í sept- ember. Fyrrverandi forsætisráðherra Nýja-Sjálands, Robert Muldoon, leiðtogi Þjóðarflokksins, sem hefur litla trú á að frjálst mark- aðskerfi nái að skjóta rótum á Nýja-Sjálandi vegna mikilla valda verkalýðsfélaganna, óttast t.d. að krafist verði allt að 25% kauphækkunar í haust. Afleið- ing þess yrði að Muldoons hyggju sú að verðbólga ykist til muna. Það, sem þó ræður einnig miklu um hvort efnahagstilraun Verkamannaflokksins beri árangur, er hvernig gengur að koma íandbúnaðarafurðum á erlendan markað. Síðustu þrjá- tiu ár hafa Nýsjálendingar þurft að sætta sig við haftastefnu Vestur-Evrópuríkja í landbún- aðarmálum. Af þeim sökum hef- ur útflutningur Nýsjálendinga á mjólkurafurðum verið mun Forsætisráðberra David Lange Nýja-Sjálands, minni en ætla mætti. Samt er verð á þessum afurðum aðeins þriðjungur þess sem neytendur í Vestur-Evrópu þurfa nú að greiða fyrir þær. Er jafnvel bú- ist við því að Nýsjálendingar muni innan skamms hefja mikla áróðursherferð til að benda Evr- ópubúum á þessa staðreynd. A.m.k. er ljóst að Nýsjálend- ingar hafa boðað gjörbreytta efnahagsstefnu: hvort hún getur kallast „sósíalismi" í kapitalísk- um búningi verður framtiðin að skera úr um. (Heimild: Tbe Economist)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.