Morgunblaðið - 08.06.1985, Síða 45

Morgunblaðið - 08.06.1985, Síða 45
45 M0RGUNBLADlÐ,LAUGARI?AGyR&/JtjNtieB5 Þ«r stöllur byrja daginn snemma og fara klyfjaðar í strætisvagninn til að undirbúa daginn á torginu. Olga Olgeirsdóttir og Margrét Ponzi Djúsbarnum á torginu: „Okkur líður alveg eins og sígaunakerlingum“ Aðalfundur Sambands íslenskra samvinnufélaga hefst aö Bifröst í Borgarfirði fimmtudaginn 13. júní kl. 9 f.h. Ferð fyrir fulltrúa veröur frá Umferðar- miðstöðinni kl. 17.00 miövikudaginn 12. juni. Bladburöarfólk óskast! 1 i M»\ ^ j Úthverfi Úthverfi Sól, sól skín í mig. Svona byrjar eitt gamalt og gott lag en við höfuðborg- arbúar höfum það sem af er sumri oft fengið þessa ósk uppfyllta. Lækjartorg fsr á sig suðrænni blæ með hverjum degi sem líður og nú er svo komið að enginn þarf að hafa þurrar kverkar sem leggur leið sína út í fjölskrúðugt mannlífið á torginu, því þær Olga Olgeirsdóttir og Margrét Ponzi selja gestum og gangandi nýkreistan appelsínusafa er vel viðrar. „Okkur líður alveg eins og sí- gaunakonum í þessu. Við byrjum daginn klukkan 7 á morgnana og afhýðum þá allavega kassa af app- elsínum strax. Þegar klakinn er einnig tilbúinn skundum við klyfj- aðar allskonar dóti, þ. á m. kollum til að sitja á, í strætisvagninn. Fólk horfir á okkur furðuaugum þar sem við situm í appelsínugulu kjólunum okkar með dót eins og til ársdvalar erlendis, og við höf- um á tilfinningunni að okkur vanti bara stóru eyrnalokkana og tíu armbönd. Sem betur fer þurfum við þó ekki að fara margar ferðir í stræt- isvagninum því við fáum að geyma hluta af dótinu sem fylgir okkur nálægt torginu, þökk sé hjálpsöm- um vinum. Við fengum þessa hugdettu þeg- ar við vorum að vinna á Mensu. Erlendis höfðum við oft séð „djúsbari" og þegar við fórum að íhuga þetta nánar sáum við að þetta væri líklega það sem bráð- vantaði á torgið þ.e.a.s. Jietta væri bráðhollt og myndi setja þennan skemmtilega suðræna blæ á torg- lífið. Við gerðum okkur þó ekki grein fyrir því þama hvað þetta er mikil vinna því t.d. á kvöldin þegar við næstum skríðum í vagninn og heim þá eru fingur og neglur ekki í sem bestu ástandi þar sem það kemur fyrir að við afhýðum heil skelfingar ósköp af appelsínum á dag.“ — Var fólk ekkert tregt til að láta tilleiðast og kaupa í fyrstu? „Jú það hélt sig allavega í 10 metra fjarlægð og horfði lymsku- lega útundan sér á þetta furðufyr- irbæri. En þegar það fór að koma og smakka og við að láta bera meira á okkur þá eignuðumst við meira að segja fasta viðskipta- vini.“ Margrét Ponzi og Olga Olgeirsdóttir. — Á að halda áfram á torginu? „Það fer bara eftir því hvernig viðrar og viðbrögðum fólks í fram- tíðinni. Ef vel gengur erum við al- veg til í að haida áfram því það er svo furðulegt að við fáum meiri kraft og afköstum miklu meiri ef við erum okkar eigin herrar. Það verður líka miklu skemmtilegra að vinna og yfirþyrmandi löngun til að gera allt án hjálpar. Einka- framtakið drífur okkur jafnvel til þess að dansa fyrir vegfarendur til að laða þá að og stundum ef vel liggur á okkur sýnum við við- skiptavinum okkar listir með appelsínurnar!" Morgunblaóið/Þorkell Þ. Lucille Ball Klædd sem gömul flökku- kind æddi hún inn í eina af fínni skartgripaverslunum á Manhattan og viðskipta- vinir horfðu forviða á þessa tætingslegu konu verzla. Þeir höfðu ekki hugmynd um að þarna var Lucille Ball með Gary Morton í upptökuhléi á sjónvarpsþættinum „The Stone Pillow" og hafði bara þurft að skreppa og eyða nokkrum seðlum. COSPER — Reyni ég ekki að afla peninga? Ég fylli þó getraunaseðilinn út í hverri viku. Neðstaleiti Síðumúli Blesugróf Gestum okkar kemur saman um aö mat- urinn okkar sé góöur, enda koma þeir aftur og aftur. Staðurinn okkar er reyndar oröinn þaö stór aö nú er veriö aö tvöfalda plássiö og auka þjónustuna. En hvaö um það: Um helgina ætlar Ning aö stjórna matseldinni á sinn alkunna hátt. Upplagt aö gefa frúnni, karli og krökkum frí frá matseld og upp- vaski og aka suöur í Kópavog. Sérstaklega mælum við meö: ★ Djúpsteiktum rækjum í súrsœtri sósu eða tamarindsósu. ★ Kjúklingur í jarðhnetu/ kókoshnetu mjólkursósu. Reynid austur- lenska matinn. Allt ödruvísi matur og betri en nokkurn gat grunad. Mandörin VEISLURNAR okkar eru orðnar fræg- ar um allan bæ. Litlar, stórar og góðar veislur með austur- lenskum mat og skreyt- ingum. ■ x:w Nýbýlavegi 2C Sími 46212 Austurlenskt og öðruvísi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.