Morgunblaðið - 12.06.1985, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 12.06.1985, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR12. JCNÍ1985 fMtarguiiMftMfr Útgefandi Framkvœmdastjórl Ritstjórar Aöstoöarritstjórl Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 360 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 30 kr. eintakiö. ítalir samþykkja vísitöluskerðingu Löngum hefur verið litið á Ítalíu sem efnahags- sjúklinginn í fjölskyldu Evr- ópubandalagsins. Víst er að þar hafa setið fleiri ríkis- stjórnir frá stríðslokum en annars staðar í bandalaginu. Verðbólga hefur geisað, at- vinnuleysi hefur verið mikið einkum í suðurhluta landsins, hryðjuverkamenn hafa vaðið uppi og ímynd ítalska þjóðfé- lagsins út á við hefur í stuttu máli verið sú, að þar sé hver höndin upp á móti annarri. Þrátt fyrir þetta hafa ítalir ekki slakað á lýðræðiskröfum á stjórnmálavettvangi. Dóms- og lögregluyfirvöld hafa sagt borgarskæruliðum og glæpa- samtökum stríð á hendur, réttarhöldin yfir tilræð- ismanni páfa eru skýrt dæmi um það. Undirstöður efna- hagslífisins hafa ekki brostið, þvert á móti hafa þær styrkst hin síðari misseri og fyrir- tæki eins og Fíat eða Olivetti eru nefnd, þegar leitað er fyrirmynda að því, hvernig vörn skuli snúið í sókn í at- vinnurekstri. Verðbólga hefur löngum verið eitt alvarlegasta vanda- málið í ítölskum efnahags- málum. Á árinu 1980 komst hún í 21%. Síðan hefur hún lækkað hægt og sígandi en mest á síðasta ári, eftir að ríkisstjórnin ákvað að setja þak á vístölubætur eða koma í veg fyrir að vísitölukerfið veitti launþegum fulla verð- tryggingu. Ekki þarf að segja íslendingum frá því, að hér er um viðkvæmt deilumál að ræða, svo lengi og oft hefur verið tekist á um það hér á landi — kaupmáttartrygging- in svonefnda er ein helsta krafa launþega í kjaradeilun- um nú. Nú er verðbólgan á Ítalíu rúm 8% og að óbreyttu stefnir ríkisstjórnin að því að hún verði komin í 7% um næstu áramót. Kommúnistar njóta óvenju- lega mikils fylgis á Ítalíu. Eins og kommúnista er hátt- ur vilja þeir geta notað verka- lýðshreyfinguna í flokkspóli- tískum tilgangi. Þegar ríkis- stjórnin hafði skert vísitölu- bætur með lögum gripu ít- alskir kommúnistar til þess ráðs, sem stjórnarskráin heimilar, að skjóta málinu undir þjóðaratkvæði. Fyrir atkvæðagreiðsluna sem fór fram nú um helgina sagði Bettino Craxi, forsætisráð- herra, að hann ætlaði að segja af sér „innan mínútu" féllu atkvæði stjórninni í óhag. Hann hikaði ekki við að leggja allt undir til að komast hjá nýrri efnahagslegri kollsteypu. Nú hafa atkvæði verið talin og Craxi stendur með pálmann í höndunum — tæp 54,3% kjósenda höfnuðu fullum vísitölubótum. Þetta er athyglisverð niður- staða. Hún er umhugsunar- verð fyrir verkalýðsforingja hér á landi. Hún er einnig verðugt íhugunarefni fyrir ís- lenska stjórnmálamenn. Verðbólga á að verulegu leyti rætur að rekja til þess að illa er haldið á stjórn efnahags- mála, undirrót hennar er frekar pólitísk en efnahags- leg. Á Italíu sigruðu stjórn- málamennirnir í átökum við þá sem sögðust berjast fyrir hag launþega, þegar skýrum ágreiningi um vísitölubætur var vísað til almennings. Skynsemin réð á Ítalíu. Þjóðaratkvæði um bjórinn Bjórmálið velkist enn á milli þingdeilda. Meiri- hluti efri deildar ákvað í fyrrinótt, að Alþingi skyldi ekki taka ákvörðun um bjór- inn nema áður lægi fyrir vilji þjóðarinnar í almennri at- kvæðagreiðslu. Með þessu vís- aði deildin málinu aftur til neðri deildar, sem hafði sam- þykkt að heimila bjórinn og hafnað tillögu um að sala bjórs innan lands hæfist þó ekki fyrr en þjóðin hefði stað- fest lögin í almennri at- kvæðagreiðslu. Af afgreiðslum þingdeild- anna má ráða, að í neðri deild sé meirihluti þingmanna hliðhollari bjórnum en í efri deild. Neðri deildarmenn vilja að þingmenn axli einir ábyrgðina og leyfi eða hafni björ án þjóðaratkvæða- greiðslu. Morgunblaðið hefur löng- um sagt að lítil von væri til þess að þingmenn tækju einir og óstuddir af skarið í bjór- málinu og því lagt til að mál- inu yrði skotið til þjóðarinnar með einum eða öðrum hætti. Spá blaðsins sannaðist í efri deild. Nú er að sjá, hvort neðri deildarmenn fallast á þjóðaratkvæðagreiðsluna eða drepa bjórmálinu enn á dreif. Allar meiriháttar ákvarðanir í áfengismálum hafa verið teknar með þjóðaratkvæða- greiðslu. Þannig þarf einnig að afgreiða þetta mál. AIDS — ónæmista (ót-veiki) en ekki al — eftir Helga Valdimarsson Nýlega var orðinu alnæmi hleypt af stokkunum í Morgun- blaðinu til að keppa við heitið áunnin ónæmisbæklun, sem hefur til þessa verið notaö um hinn al- ræmda sjúkdóm AIDS. Þá hefur kvenkyns orðið alnæma einnig sést i dagblöðum. Ég hef lengi haft horn í síðu nafngiftarinnar áunnin ónæmisbæklun og þess vegna reynt að finna eitthvað betra. Nýyrðið alnæmi hefur þann höf- uðkost að vera stutt og jafnframt þjált í samsetningum eins og al- næmissjúklingur, alnæmisveira, alnæmismótefni, alnæmissmitun o.s.frv. Einnig gefur það til kynna aö sjúklingarnir séu óeðlilega næmir fyrir sýkingum. Það er þess vegna miður, að tveir alvarlegir meinbugir skuli vera á þessu nafni. I fyrsta lagi gefur það í skyn, að sjúklingarnir hafi misst mótstöðu gegn öllum tegundum sýkla. Því fer víðsfjarri. Þeir hafa því sem næst eðlilegt mótefna- eða vessaónæmi, og þar með fullan varnarmátt gegn ígerðarsýklum. Einnig virðast þeir halda mót- efnavörnum gegn veirusmitunum. Það eru fyrst og fremst sveppir og þær bakteríur, er hegða sér í lík- amanum líkt og berklasýklar, sem gera usla meðal AIDS-sjúklinga. Viðnám gegn þessum sýkingum byggist á hinum frumubundna þætti varnarkerfisins, sem tærist upp af völdum AIDS-veirunnar. Vessa-ónæmiskerfi líkamans sleppur hins vegar nokkurn veg- inn alveg. Heitið alnæmi gefur því villandi hugmynd um eðli og hegðun AIDS-sjúkdómsins, en ekki get ég sætt mig við hálfnæmi eða hálf- næmu, sem þó væri rökrétt heiti. Ég andæfi samt nýyrðinu alnæmi ekki af þessari ástæðu einni sam- an. Verra er hversu áþekkt það er orðinu ofnæmi, sem hrellir u.þ.b. þriðja hvern íslending einhvern tíma ævinnar. Ofnæmissjúklingar eru sagðir næmir fyrir ofnæmis- völdum eins og frjókornum, eggj- um, mjólk, hundum o.s.frv. og sjúídingar með ofnæmi fyrir margvíslegum efnum segjast stundum vera alnæmir. Ónæmistæring (ót-veiki) eða ónæmisvisnun Orðið ónæmi hefur unnið sér sess í íslenskri tungu um viðnáms- þrótt gegn sýkingum. öll höfum við meðfætt ónæmi, sem ekki breytist við sýkingar eða bólusetn- ingar. Meðfætt ónæmi styrkist svo af áunnu eða lærðu ónæmi er takmarkast við þá sýkla, er berast inn í líkama okkar. Við slfkri greiningu gefa þær frá sér efni, sem örva átfrumur líkamans til að eyða sýklunum, en jafnframt fjölgar þeim með skiptingu. Dótt- urfrumurnar greina samskonar sýkil og varnarviðbrögð líkamans verða því skjótari og öflugri næst þegar hann reynir að ná tökum á líkamanum. Hæfileiki ónæmis- kerfisins til að muna byggist á t. þessari fjölgun greiningarfrum- anna. Veiran sem orsakar AIDS sýkir og eyðileggur T-eitilfrumur, sem sjá um greiningu og boðefna- myndun fyrir frumubundnar ónæmisvarnir líkamans. Þeir sem smitast af veirunni án þess að verða AIDS-sjúkdómnum að bráð hafa líklega nægilega mikið af ósýktum T-frumum og öðrum varnarþáttum til að halda veir- unni í skefjum. Nái veiran hins vega undirtökunum virðist ekki aftur snúið. Hún eyðir þá ekki ein- vörðungu T-eitilfrumunum heldur einnig samstarfsfrumum þeirra. Ónæmisbilunin í AIDS-sjúkling- um er afleiðing þessarar eyðingar og nafngift sjúkdómsins mætti gjarna gefa þennan aðdraganda til kynna. Orðið tæring er notað um eyð- ingu eða rýrnun, og má nefna málmtæringu sem dæmi. Þessi nafngift festist einnig við berkla, vegna þess að berklasjúklingar vesluðust gjarna upp. ónæmis- tæring (ót) myndi vera lýsandi og rökrétt heiti á AIDS vegna þess að sjúkdómurinn orsakast af rýrnun Rútudagurinn: „Himinlifandi með þátttökuna“ í TILEFNI af því að um þessar mundir, eru liðin 50 ár frá því að sérleyfisakstur hófst hér á landi var rútudagurinn haldinn hátíðlegur sl. laugardag. Til hátíöabrigða var ýmislegt um að vera á Umferðarmiðstöð- inni. „Við erum alveg himinlifandi með þátttökuna, sem fór langt fram úr okkar björtustu vonum," sagði Gunnar Sveinsson, fram- kvæmdastjóri BSÍ og Félags sér- leyfishafa, er hann var inntur eft- ir því, hvernig dagurinn hefði gengið fyrir sig. „Ánnan eins fólksfjölda hef ég aldrei séð hér samankominn," sagði Gunnar. „Reiknast okkur til að u.þ.b. 10—12 þúsund manns hafi heiðrað okkur með nærveru sinni.“ Sá gestur, sem hvað mesta at- hygli vakti, ók i hlað á gamalli Ford-bifreið — árgerð ’47. Var þar á ferð enginn annar en prakkarinn Bjössi bolla — nýstrokinn úr sveitinni. Vöktu uppátæki hans mikla kátínu — meðal ungra jafnt sem aldinna. Ráðgert hafði verið að fara 6 skoðunarferðir um höfuðborgina f samvinnu við Ferðafélag íslands, Útivist og samstarfsnefnd um ferðamál í Reykjavík. Þegar kom- ið var fram á kvöld höfðu hinsveg- ar 15 ferðir verið farnar og kom- ust færri að en vildu. Á planinu fyrir utan Umferð- armiðstöðina voru til sýnis 40—50 bílar — bæði gamlir og nýir, ásamt sérbifreiðum ýmiss konar, fjalla-, eldhús- og snjóbílum. Innandyra gekk ekki minna á. Stóðu þar ýmsir aðilar, sem tengj- ast ferðamálum á einn eða annan hátt, fyrir viðamikilli ferðakynn- ingu. Markmiðið með degi þessum var að hvetja íslendinga til að kynna sér land sitt. Aðspurður sagði Gunnar að ís- lendingar væru farnir að sýna landinu meiri áhuga en áður en bætti því jafnframt við, að enn væri þó stór akur óplægður. Að sögn Gunnars jókst miðasalan um ein 20—30% sl. laugardag — enda allar ferðir á hálfvirði þann dag- inn. Að lokum kvaðst hann vona að hinar góðu undirtektir almenn- ings á rútudeginum myndu skila sér í auknum ferðalögum innan- lands, nú í sumar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.