Morgunblaðið - 12.06.1985, Side 56

Morgunblaðið - 12.06.1985, Side 56
\ KEILUSALUWINN OPINN 10.00-00.30 MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 30 KR. Hreyfing á vióræóum ASÍ og VSÍ: Rætt um skammtíma- samning á nýjan leik — nýr fundur boðaöur í dag MEIRI líkur eru nú til þess en iður að Alþýðusamband íslands og Vinnuveitendasamband Islands komist að samkomulagi um kjara- samning til skemmri tíma, jafnvel aðeins til næstu áramóta. Þessi nýju viðhorf komu upp í viðræðum forystumanna Alþýðusambands íslands og Vinnuveitendasambands íslands um nýjan kjarasamning á tveimur fundum, sem haldnir voru í gær. Samkvæmt þeim hugmynd- um, sem ræddar voru á fundun- um í gær og gærkvöldi, yrðu kauphækkanir þær sömu eða svipaðar, og gert var ráð fyrir í ► tillögum VSI um nýjan kjara- samning 23. maí sl. Þar var gert ráð fyrir að laun hækkuðu um 5% 1. júní sl., og heldur meira fyrir hina lægst iaunuðu. Síðan var gert ráð fyrir 3% hækkun 1. september og 5% hækkun 1. janúar næstkomandi. Enn á eft- ir að útfæra þessar hugmyndir nánar og þá ekki síður að taka til endurskoðunar ákvæði um tryggingu kaupmáttar, sem ASl hefur sett fram. Engar formlegar tillögur voru lagðar fram á fundunum i gær en ljóst var af ummælum for- ystumannanna, að þeir voru bjartsýnni í gærkvöld en þeir hafa verið undanfarna daga. Enginn þeirra vildi þó láta hafa nokkuð eftir sér um efni fund- anna. Forystumenn ASÍ og VSÍ hittust fyrst kl. 16 í gær og ræddu þá málin í tvo tíma. Þá var gert fundarhlé til kl. 21 og stóð sá fundur í aðra tvo tíma. Nýr fundur hefst kl. 17 í dag. Sjómaimaverkfallið í Reykjavík: Biðja um samúðarvinnustöðvun A öllum fiskiskipaflotanum Sambandsstjórn Sjómannasam- bands Islands (SÍ) mun á morgun taka afstöðu til beiðni Sjómanna- félags Reykjavíkur um að boðað verði til samúðarvinnustöðvunar á öllum fiskiskipaflotanum þar til samningar hafa tekist milli félags- ins og útvegsmanna. SÍ barst bréf þar að lútandi frá Sjómannafélagi Keykjavíkur í gær. Verkfall báta- sjómanna ( Reykjavík hefur nú staðið ( fjórar vikur og samúðar- verkfall undirmanna á togurum frá mánaðamótum. Engin hreyfing hefur orðið i samkomulagsátt síð- an verkfallið hófst og nýr sátta- Flugleiðir gera samning við Alsír — flytja allt að sjötíu þúsund farþega í pílagrímaflugi í sumar FLUGLEIÐIR hafa gert stóran samning við Alsírbúa um píla- grímaflug fyrir þá nú í sumar. Samkvæmt upplýsingum Sigfúsar Erlingssonar framkvæmdastjóra markaðssviðs Flugleiða er hér um talsverða aukningu að ræða frá því í fyrra, og bendir allt til þess að 65 til 70 þúsund manns verði fluttir í þessu flugi. „Við munum leigja þrjár til fjórar vélar í þetta verkefni, með áhöfnum. Við höfum ekki gengið frá leigusamningum, en það munum við gera þegar end- anlegir samningar hafa verið gerðir við Alsírmenn," sagði Sigfús. Hann sagði að ein eða tvær vélar frá Canadian Worldways í Kanada yrðu leigðar til verkefnisins. Það yrðu DC-8 og hugsaniega Lock- heed 1011. Auk þess myndu ♦ Flugleiðir væntanlega leigja tvær DC-8-vélar af Arnarflugi. Sigfús sagði að samningurinn tæki til tveggja 19 daga tíma- bila. Það fyrra yrði 1. til 19. ágúst nk. og það síðara frá 29. ágúst til 17. september. Flogið --^yrði frá fjórum eða fimm borg- um í Alsír til Jedda. „Við reikn- um með að flytja 32 til 35 þús- und pílagríma, þannig að heild- arfarþegafjöldi gæti orðið á bil- inu 65 til 70 þúsund," sagði Sig- fús. fundur hafði ekki verið boðaður í gær. Forystumenn Sjómannafélags Reykjavíkur hafa að undanförnu rætt ýmsar leiðir, sem hægt væri að fara til að knýja á um samninga, að sögn Tómasar Ölafssonar, skrifstofustjóra fé- lagsins. Er meðal annars verið að athuga hvernig bregðast eigi við veiðiferð Keilis RE 37, sem lagði upp frá Hafnarfirði á sunnudaginn með yfirmenn eina um borð — tveir hásetar urðu eftir í landi. Tómas sagði að til greina kæmi að hindra löndun úr togaranum að aflokinni veiði- ferð eða jafnvel að freista þess að fá lögbann sett á veiðiferðina og þá yrði togarinn sóttur á haf út. „Við teljum það skýlaust brot af hálfu útgerðarfélagsins, ís- lensku umboðssölunnar hf., að hafa flutt skráningu skipsins frá Reykjavík til Hafnarfjarðar eft- ir að verkfallið hófst," sagði Tómas. Vinnuheimilið á Reykjalundi: Morgunblaðit/ FriAþjAfur Götin eftir riffilkúlurnar á vegg trésmlðaverkatæðisins. Þrjú riffilskot í gegnum vegginn „MANNI bregður auðvitað viA svona lagað,“ sagði trésmiðurinn, sem varð fyrir þeírrí óvenjulegu reynslu að þremur riffilkúlum var skotið ( gegnum vegg verkstæðisins þar sem hann var við vinnu s(na ( gær- kvöldi. Kúlunum var skotið úr bifreiðaverkstæði hinum megin við vegginn, en trésmiðurinn kvaðst ekki hafa orðið neinna mannaferða var áður en skotin kváðu við né heldur á eftir. Atburðurinn átti sér stað um 10 leytið f gærkvöldi i verk- smiðjuhúsnæði við Vagnhöfða i Reykjavík, þar sem bílaverk- stæðið og trésmíðaverkstæðið eru til húsa. Trésmiðurinn var einn við vinnu sína þegar byssu- kúlurnar þrjár þeyttust í gegn- um vegginn i nokkurri hæð fyrir ofan höfuð hans. Hann gerði lögreglunni þegar aðvart og var rannsóknarlögreglan kvödd á vettvang. Ekki hafði tekist að ná í eiganda bifreiðaverkstæðisins er síðast fréttist, en að sögn rannsóknarlögreglunnar voru engin vegsummerki um innbrot á staðnum né vísbendingar um tilganginn með skothrið þessari. Nýtt starfsfólk skuldbindi sig til að reykja ekki á vinnustað — Reykjalundur verður reyklaus staður, segir Björn Ástmundsson forstjóri EFTIRFARANDI ályktun var samþykkt á fundi í stjórn vinnuheimilisins á Reykja- lundi nýlega: „Stjórnin áréttar fyrri tilmæli um, að ákvæði laga um tóbaksvarnir verði virt í hvívetna og felur daglegri stjórn stofnunarinnar að vinna aö því áfram, að ekki verði reykt á Reykjalundi, m.a. með því að gangast fyrir reykinga- varnanámskeiðum fyrir starfsmenn og vistmenn. Ennfremur mælir stjórnin svo fyrir, að framvegis skuli þeir einir ráðnir til starfa, sem skuldbinda sig til að reykja ekki á vinnustaö.“ „Þessi ákvörðun var tekin um áramótin og byggist'meðal ann- ars á könnun á reykingavenjum fólks hér á Reykjalundi, sem fram fór fyrir áramót. Um leið og farið var fram á að reykingar færu einungis fram á tveimur stöðum varð mikil breyting á stofnuninni. Þetta er ekki bann heldur tilmæli til þeirra, sem reykja að virða lögin,“ sagði Björn Ástmundsson, forstjóri heimilisins. „Margir starfsmenn notuðu tækifærið og hættu al- veg að reykja bæði hér í vinn- unni og heima. Við höfum reynt að hafa ekki boð eða bönn held- ur samstarf við þá sem reykja og allar ákvarðanir hafa verið teknar í samráði við starfs- mannaráð og starfsfólk. Við stefnum hinsvegar að því að i náinni framtíð verði Reykja- lundur reyklaus staður.“ í niðurstöðu könnunarinnar sem ályktunin byggir á var kannað hversu margir reyktu og kom fram að af 85% starfs- manna eða 221 og 84,21% vist- manna eða 128, samtals 349, reyktu 40,4% eða 141. Þeir sem ekki reyktu voru 57% eða 199. Auðir og ógildir seðlar voru 2,6% eða 9. í könnuninni var einnig spurt um álit á reyking- um á vinnustað og sögðust 32,1% eða 112 vilja leyfa þær en 60,7% eða 212 voru á móti. Auð- ir og ógildir seðlar voru 7,2% eða 25.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.