Morgunblaðið - 12.06.1985, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 12.06.1985, Blaðsíða 56
\ KEILUSALUWINN OPINN 10.00-00.30 MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 30 KR. Hreyfing á vióræóum ASÍ og VSÍ: Rætt um skammtíma- samning á nýjan leik — nýr fundur boðaöur í dag MEIRI líkur eru nú til þess en iður að Alþýðusamband íslands og Vinnuveitendasamband Islands komist að samkomulagi um kjara- samning til skemmri tíma, jafnvel aðeins til næstu áramóta. Þessi nýju viðhorf komu upp í viðræðum forystumanna Alþýðusambands íslands og Vinnuveitendasambands íslands um nýjan kjarasamning á tveimur fundum, sem haldnir voru í gær. Samkvæmt þeim hugmynd- um, sem ræddar voru á fundun- um í gær og gærkvöldi, yrðu kauphækkanir þær sömu eða svipaðar, og gert var ráð fyrir í ► tillögum VSI um nýjan kjara- samning 23. maí sl. Þar var gert ráð fyrir að laun hækkuðu um 5% 1. júní sl., og heldur meira fyrir hina lægst iaunuðu. Síðan var gert ráð fyrir 3% hækkun 1. september og 5% hækkun 1. janúar næstkomandi. Enn á eft- ir að útfæra þessar hugmyndir nánar og þá ekki síður að taka til endurskoðunar ákvæði um tryggingu kaupmáttar, sem ASl hefur sett fram. Engar formlegar tillögur voru lagðar fram á fundunum i gær en ljóst var af ummælum for- ystumannanna, að þeir voru bjartsýnni í gærkvöld en þeir hafa verið undanfarna daga. Enginn þeirra vildi þó láta hafa nokkuð eftir sér um efni fund- anna. Forystumenn ASÍ og VSÍ hittust fyrst kl. 16 í gær og ræddu þá málin í tvo tíma. Þá var gert fundarhlé til kl. 21 og stóð sá fundur í aðra tvo tíma. Nýr fundur hefst kl. 17 í dag. Sjómaimaverkfallið í Reykjavík: Biðja um samúðarvinnustöðvun A öllum fiskiskipaflotanum Sambandsstjórn Sjómannasam- bands Islands (SÍ) mun á morgun taka afstöðu til beiðni Sjómanna- félags Reykjavíkur um að boðað verði til samúðarvinnustöðvunar á öllum fiskiskipaflotanum þar til samningar hafa tekist milli félags- ins og útvegsmanna. SÍ barst bréf þar að lútandi frá Sjómannafélagi Keykjavíkur í gær. Verkfall báta- sjómanna ( Reykjavík hefur nú staðið ( fjórar vikur og samúðar- verkfall undirmanna á togurum frá mánaðamótum. Engin hreyfing hefur orðið i samkomulagsátt síð- an verkfallið hófst og nýr sátta- Flugleiðir gera samning við Alsír — flytja allt að sjötíu þúsund farþega í pílagrímaflugi í sumar FLUGLEIÐIR hafa gert stóran samning við Alsírbúa um píla- grímaflug fyrir þá nú í sumar. Samkvæmt upplýsingum Sigfúsar Erlingssonar framkvæmdastjóra markaðssviðs Flugleiða er hér um talsverða aukningu að ræða frá því í fyrra, og bendir allt til þess að 65 til 70 þúsund manns verði fluttir í þessu flugi. „Við munum leigja þrjár til fjórar vélar í þetta verkefni, með áhöfnum. Við höfum ekki gengið frá leigusamningum, en það munum við gera þegar end- anlegir samningar hafa verið gerðir við Alsírmenn," sagði Sigfús. Hann sagði að ein eða tvær vélar frá Canadian Worldways í Kanada yrðu leigðar til verkefnisins. Það yrðu DC-8 og hugsaniega Lock- heed 1011. Auk þess myndu ♦ Flugleiðir væntanlega leigja tvær DC-8-vélar af Arnarflugi. Sigfús sagði að samningurinn tæki til tveggja 19 daga tíma- bila. Það fyrra yrði 1. til 19. ágúst nk. og það síðara frá 29. ágúst til 17. september. Flogið --^yrði frá fjórum eða fimm borg- um í Alsír til Jedda. „Við reikn- um með að flytja 32 til 35 þús- und pílagríma, þannig að heild- arfarþegafjöldi gæti orðið á bil- inu 65 til 70 þúsund," sagði Sig- fús. fundur hafði ekki verið boðaður í gær. Forystumenn Sjómannafélags Reykjavíkur hafa að undanförnu rætt ýmsar leiðir, sem hægt væri að fara til að knýja á um samninga, að sögn Tómasar Ölafssonar, skrifstofustjóra fé- lagsins. Er meðal annars verið að athuga hvernig bregðast eigi við veiðiferð Keilis RE 37, sem lagði upp frá Hafnarfirði á sunnudaginn með yfirmenn eina um borð — tveir hásetar urðu eftir í landi. Tómas sagði að til greina kæmi að hindra löndun úr togaranum að aflokinni veiði- ferð eða jafnvel að freista þess að fá lögbann sett á veiðiferðina og þá yrði togarinn sóttur á haf út. „Við teljum það skýlaust brot af hálfu útgerðarfélagsins, ís- lensku umboðssölunnar hf., að hafa flutt skráningu skipsins frá Reykjavík til Hafnarfjarðar eft- ir að verkfallið hófst," sagði Tómas. Vinnuheimilið á Reykjalundi: Morgunblaðit/ FriAþjAfur Götin eftir riffilkúlurnar á vegg trésmlðaverkatæðisins. Þrjú riffilskot í gegnum vegginn „MANNI bregður auðvitað viA svona lagað,“ sagði trésmiðurinn, sem varð fyrir þeírrí óvenjulegu reynslu að þremur riffilkúlum var skotið ( gegnum vegg verkstæðisins þar sem hann var við vinnu s(na ( gær- kvöldi. Kúlunum var skotið úr bifreiðaverkstæði hinum megin við vegginn, en trésmiðurinn kvaðst ekki hafa orðið neinna mannaferða var áður en skotin kváðu við né heldur á eftir. Atburðurinn átti sér stað um 10 leytið f gærkvöldi i verk- smiðjuhúsnæði við Vagnhöfða i Reykjavík, þar sem bílaverk- stæðið og trésmíðaverkstæðið eru til húsa. Trésmiðurinn var einn við vinnu sína þegar byssu- kúlurnar þrjár þeyttust í gegn- um vegginn i nokkurri hæð fyrir ofan höfuð hans. Hann gerði lögreglunni þegar aðvart og var rannsóknarlögreglan kvödd á vettvang. Ekki hafði tekist að ná í eiganda bifreiðaverkstæðisins er síðast fréttist, en að sögn rannsóknarlögreglunnar voru engin vegsummerki um innbrot á staðnum né vísbendingar um tilganginn með skothrið þessari. Nýtt starfsfólk skuldbindi sig til að reykja ekki á vinnustað — Reykjalundur verður reyklaus staður, segir Björn Ástmundsson forstjóri EFTIRFARANDI ályktun var samþykkt á fundi í stjórn vinnuheimilisins á Reykja- lundi nýlega: „Stjórnin áréttar fyrri tilmæli um, að ákvæði laga um tóbaksvarnir verði virt í hvívetna og felur daglegri stjórn stofnunarinnar að vinna aö því áfram, að ekki verði reykt á Reykjalundi, m.a. með því að gangast fyrir reykinga- varnanámskeiðum fyrir starfsmenn og vistmenn. Ennfremur mælir stjórnin svo fyrir, að framvegis skuli þeir einir ráðnir til starfa, sem skuldbinda sig til að reykja ekki á vinnustaö.“ „Þessi ákvörðun var tekin um áramótin og byggist'meðal ann- ars á könnun á reykingavenjum fólks hér á Reykjalundi, sem fram fór fyrir áramót. Um leið og farið var fram á að reykingar færu einungis fram á tveimur stöðum varð mikil breyting á stofnuninni. Þetta er ekki bann heldur tilmæli til þeirra, sem reykja að virða lögin,“ sagði Björn Ástmundsson, forstjóri heimilisins. „Margir starfsmenn notuðu tækifærið og hættu al- veg að reykja bæði hér í vinn- unni og heima. Við höfum reynt að hafa ekki boð eða bönn held- ur samstarf við þá sem reykja og allar ákvarðanir hafa verið teknar í samráði við starfs- mannaráð og starfsfólk. Við stefnum hinsvegar að því að i náinni framtíð verði Reykja- lundur reyklaus staður.“ í niðurstöðu könnunarinnar sem ályktunin byggir á var kannað hversu margir reyktu og kom fram að af 85% starfs- manna eða 221 og 84,21% vist- manna eða 128, samtals 349, reyktu 40,4% eða 141. Þeir sem ekki reyktu voru 57% eða 199. Auðir og ógildir seðlar voru 2,6% eða 9. í könnuninni var einnig spurt um álit á reyking- um á vinnustað og sögðust 32,1% eða 112 vilja leyfa þær en 60,7% eða 212 voru á móti. Auð- ir og ógildir seðlar voru 7,2% eða 25.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.