Morgunblaðið - 07.07.1985, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.07.1985, Blaðsíða 20
20 . . .unD/iitxiai.Anjrv jnJMNnnAíUTK 7 if;i i iqw........... rn\7IvvTur< DLJ/Ti/IT/, Tjorn” tTXT/lTTv *V r. ^rvrrj* TTTOfJ m Viðtal við Jón í Skálanesi »8 a Síðast sleppti ég ykkur nauðugur Skálanes heitir bær yst á samnefndu nesi í Gufu- dalssveit á sunnanveröum Vestfjörðum. Stendur þar alveg úti viö hafiö með útsýni til Breiðafjarðareyja. Fram af nesinu eru allmargar eyjar sem tilheyra Skálanesi, en sökum grunnsævis og hversu mjög gætir sjávarfalla á þessari strönd fjarar í flestar eyjarnar. Þannig háttaði einmitt til er blaðamaður Mbl. kom akandi þjóðveginn út eftir nesinu með útsýni til hafsins, eins og meðfylgjandi mynd af Jóni E. Jónssyni bónda þar sem hann stendur á hlaðinu gefur e.t.v. hugmynd um. Hann var heima þegar barið var að dyrum, en Hallgrímur sonur hans, sem tekinn er við búi, var uppi í fjalli að sinna ánum, enda 400 kinda fjárbú og sauðburður í fullum gangi. Jón E. Jónsson á hlaðinu í Skálanesi. í baksýn sést hvernig sker og eyjar koma upp á fjörunni. ISkálanesi er eðlilegur áningarstaður fyrir þá sem bílum aka, því þar freistar allt í einu verslun við vegarbrún. Það er útibú frá Kaup- félagi Króksfjarðar, sem Katrín Ólafsd.óttir hús- freyja í Skálanesi og tengdadótt- ir Jóns, sér um. Ekki hefur alltaf verið auðvelt um aðdrætti í þess- ari sveit. Verslunarhættir löng- um örðugir. Vegir engir og þurfti að sækja um torleiði yfir marga fjallvegi til Bíldudals eða um þveran Breiðafjörð til Stykkis- hólms eða síðar til Flateyjar. Þangað voru engar beinar sjó- ferðir frá öðrum landshlutum og reiðvegir langir og ógreiðir um fjörðu og hálsa. Það var ekki fyrr en eftir 1950 að þessi afskekkti bær, Skálanes, komst í þjóðbraut eða vegasamband yfirleitt er ak- vegurinn var lagður suður fyrir nesið og bílar tóku að koma þá leiðina í stað þess að aka um Gufudalsháls. Jón E. Jónsson man þvi tímana tvenna, en hann er fæddur og uppalinn í Skálanesi. Missti föð- ur sinn 1915 og tók síðar við búi af móður sinni. Og nú er ný kynslóð tekin við en gömlu hjón- in eru þó á sínum stað á bænum við hafið þótt heilsan sé farin að láta sig. Skálanes var löngum miðstöð MYNDIR OG TEXTI: Elín Pálmadóttir Jón hefur verió í Skálanesi frá því hann fæddist aldamótaárið og er þar enn ásamt konu sinni, Ingibjörgu Jónsdóttur. eyjamanna við fjárflutninga haust og vor; komið var með féð á bátum. Allar samgöngur raun- ar af sjó. Man Jón marga svaðil- förina þegar þurfti að róa á fjög- urra manna fari út í Flatey með allar vörur til að komast i kaup- stað eða sækja lækni, sem fyrst þegar hann man eftir sér sat í Flatey en síðar á Reykhólum. „Eitt sinn var kona í barns- nauð inni í Kollafirði og þurfti að fá lækni. Sæmilegt færi var yfir Þorskafjörðinn og í Reykhóla,“ hefur Jón frásögn af einni slíkri ferð. „Svo fór að hvessa á baka- leiðinni. Prestshjónin á Stað í Reykhólasveit vildu ekki sleppa okkur. Það var svo dimmt aö maður sá ekki báruna til að verj- ast henni og forðast verstu brot- in. Guðmundi lækni leist ekkert á blikuna: „Á nú alveg að drepa mann,“ sagði hann. Hann var svo taugastrekktur að hann henti sér beint i rúmið hérna þegar við höfðum náð iandi. Og mikið var hann feginn að frétta að barnið var fætt og ekki þurfti lengra. Þegar við komum til baka með lækninn sagði sr. Jón Þórðarson á Stað: „Síðast sleppti ég ykkur nauðugur." Annars var þetta seigur læknir. Og það var í raun- inni ekkert vit í að fara í þetta. Maður gerði það bara í neyð. í annað skipti þurfti ég að fara í svona veðri eftir lækni, sem þá var Jón Gunnlaugsson. Þá var ég á trillu og svo mikill sjór gekk yfir hana að drapst á vélinni. Jón var ekki aldeilis hræddur. Hann fór bara að ausa bátinn. Já, það kom nokkuð oft fyrir að fara þurfti í neyðartilvikum. Ekki ég þó alltaf, því Jón Þórðarson í Árbæ í Reykhólasveit átti ágæt- an bát og flutti oft lækninn. Við Jón lentum líka mikið í flutningum frá Kinnarstöðum, Kirkjuhátíð í Garpsdalskirkju MiðhÚHum, ReykhóUsveiU í FÖGRU veóri 16. júní var stór kirkjuhátíð í Garpsdalskirkju. Hátíð- in byrjaði með fermingarguðsþjón- ustu klukkan II og voru fermdir tveir piltar, þeir Benedikt Elvar Jónsson Bakka og Grímur Arnórs- son Króksfjarðarnesi. Viö þessa kirkjuathöfn var 81 kirkjugestur. Þann sama dag klukkan 14 fór svo fram hátíðarmessa í Garps- dalskirkju í tilefni 50 ára vígslu- afmælis kirkjunnar, en hún var vígð 16. júní 1935 af Jóni Helga- syni biskupi. Viðstaddir vígsluna voru 4 prestar, þeir Ásgeir Ás- geirsson sóknarprestur Hvammi, Jón Brandsson prófastur Kolla- fjarðarnesi, Jón Þorvaldsson Stað á Reykjanesi og ólafur Ólafsson Kvennabrekku. Sóknarpresturinn, Valdimar Hreiðarsson, prédikaði og þjónaði fyrir altari fyrir prédikun, en eftir prédikun þjónaði fyrir altari pró- fasturinn Þórarinn Þór Patreks- firði, en hann þjónaði Garpsdals- kirkju frá 1960 til 1970. Einnig flutti hann ávarp til safnaðarins. Stólvers söng Arnór Guðlaugsson frá Tindum í Geiradal. Organleik- ari var Ólína Jónsdóttir. Kirkju- gestir voru yfir 100. Að lokinni guðsþjónustu þakk- aði formaður sóknarnefndar, Halldór Jónsson frá Garpsdal, kirkjugestum komuna og bauð til veislu á heimili þeirra Garps- dalshjóna, þeirra Ingibjargar Kristjánsdóttur hjúkrunarfræð- ings og Hafliða Ólafssonar bónda þar. Til gamans má geta þess að viðstödd hátíðarmessuna voru þrjú af fjórum fermingarbörnum sem fermdust í kirkjunni þegar hún var vígð fyrir 50 árum. Þau eru: Sigríður Björnsdóttir kirkju- smiðs, Matthildur Guðbrands- dóttir frá Broddanesi og ólafur Gunnarsson frá Gilsfjarðarmúla, en Einar Amórsson verkfræðing- ur frá Tindum gat ekki verið viðstaddur. Frá 1486 hafa þjónað Garps- dalskirkju 43 prestar og sumir Garpsdalskirkja í Geiradal. þekktir klerkar. Fyrst var reifuð hugmynd að kirkjubyggingu á safnaðarfundi á hvítasunnu 1933, en þá var gamla kirkjan orðin úr sér gengin. Þá var ákveðið að byggja timburkirkju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.