Morgunblaðið - 07.07.1985, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.07.1985, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JÚLl 1985 23 Júlíua Brjénston, Ragnheiöur og Gísli leikstjóri í viöhafnarstofunni fara yfir atriöiö í síöasta sinn. „Og svo ksmur myndavélin hér..Gfsli Rúnar á skjánum. „Gooo“. Lilli stórleikari og Viðar Eggertsson virða fyrir sér und ur tækninnar. fréttirnar eru teknar). Leikstjórinn var ekki hæstánægður með fyrstu tökuna svo önnur var gerð. Og þá var það komið. Og þá var líka komið kaffi. • Það er talsvert undarlegur heimur sem þær Kdda Björgvinsdóttir og Helga Thor- berg hafa skapað i „Föstum liðum“. Konur ráða öllu í heiminum en karlar ráða engu, eru „bara húsfeður". „Þetta eru sex hálftíma þættir," sagði leikstjórinn Gísli Rúnar í kaffihléinu. „Fyrsti þátturinn verður sýndur ein- hverntíma um miðjan október geri ég ráð fyrir og síðan verða þeir sýndir hálfsmán- aðarlega. Það er líka hugmyndin að endur- sýna hvern þátt viku eftir að hann hefur verið sýndur. Ætli það séu ekki orðin ein fimm ár frá því að þær Edda og Helga fengu hugmynd- ina að þessu verki. Þær skrifuðu söguþráð en stungu svo öllu oní skúffu þar til í vetur að þær tóku aftur til við hugmyndina fyrir sjónvarpið og svo kom ég inní vinnsluna og vann handritið með þeim í vetur. Þættirnir gerast i þriggja eininga rað- húsi hvar í búa þrjár ólíkar fjölskyldur og segir frá samskiptum þessa fólks innbyrð- is og útávið. Þannig er í pottinn búið að karlarnir eru heimavinnandi en konurnar eru fyrirvinnurnar og hafa töglin og hagldirnar í þjóðfélaginu. Það hefur ekki orðið til fyrir tilstilli jafnréttisdebatts og byltingar heldur hefur þetta alltaf verið svona, frá aldaöðli, konu fram af konu. Það er mjög afgerandi stéttaskipting á milli íbúanna frá fyrstu til þriðju ibúðar. í hinni fyrstu býr forstýra fyrir heildsölu- fyrirtæki, sem flytur inn plast en fyrir- tækið heitir „Systurnar Skordal og Co.“. Forstýran heitir Þórgunnur og eiginmaður hennar heitir Indriði Hlöðversson Skordal. Hann er húsfaðir og sér um heimilið og son þeirra hjóna. Síðan kemur millistéttin, húsfreyjan er sölustýra hjá bílainnflutn- ingsfyrirtæki og á hún eiginmann og tvö börn. Og loks býr verkstýra hjá raf- magnsveitunni i þriðju íbúðinni sem á eig- inmann líka og pönkara fyrir son. Inní þessa mynd tengist svo allskyns mann- fögnuður, ömmur og afar, vinnufélagar húsfreyjanna, gestir og gangandi. Þannig er þessu kvennadebatti öllu sam- an snúið uppá karlmanninn." „Gísli, sviðið er til fyrir æfingu,“ var kallað og þar með var leikstjórinn horfinn. Á meðan við höfðum setið að spjalli hafði fólkið komið úr kaffi og gert stássstofuna tilbúna fyrir næstu töku. Það voru lokin á fjórða þættinum, níunda atriðið. Júlíus Brjánsson finnur sig ákaflega vel i hlutverki Indriða Hlöðverssonar Skor- dals (hann tekur ættarnafnið frá konunni sinni). „Þetta er sérstaklega samvisku- samur húsfaðir og unir þvf vel að vinna heima,“ sagði Júlíus í stuttu hléi. „Það er umhugsunarvert hvernig heimurinn væri ef konur stjórnuðu eins og karlmenn gera núna,“ hélt hann áfram. „Hér er að sjálf- sögðu fyrst og fremst verið að sýna skop- legu hliðina á þeirri tilveru en ég held að það komi nokkuð vel út hvernig allt önnur gildi eru ríkjandi þegar konur stjórna.” í þessu birtist leikstjórinn og vildi endi- lega koma inn nokkrum staðreyndum varðandi þáttagerðina. Stjórnandi upp- töku er Viðar Víkingsson eins og áður sagði og aðstoðarleikstjóri Viðar Eggerts- son. Leikmynd gerði Gunnar Baldursson en með helstu hlutverkin fara auk Júlíusar og Ragnheiðar: Jóhann Sigurðarsson og Sigrún Edda Björnsdóttir, Hrönn Stein- grímsdóttir og Arnar Jónsson, Guðmund- ur Klemensson, Bessi Bjarnason, Guðrún Ásmundsdóttir og Baldvin Halldórsson. Alls koma eitthvað um 30 leikarar fram í þáttunum. Jóhann og Sigrún og Hrönn og Arnar leika hin hjónin í raðhúsinu, Guð- mundur leikur pönkarason hinna síðar- nefndu, Bessi leikur tengdaföður Þórgunn- ar Skordal og þjónar hlutverki hinna hefðbundnu tengdamömmubrandara. Guð- rún leikur Hildigunni Skordal, móður Þórgunnar og Baldvin leikur mann henn- ar. Þættirnir eru að langmestu leyti tek'nir í sjónvarpssal. Undirbúningur hófst fyrir alvöru í byrjun mars og tveimur mánuðum síðar hófust tökur. Allt gekk eins og í sögu og þess má geta að tökum lauk degi á undan áætlun. „Þetta er óhemjuviðamikið verkefni miðað við þann tíma sem gefið var í það,“ sagði leikstjórinn. „Það hefur mikið verið vandað til þáttanna í öllu tilliti og mikil vinna farið í gerð þeirra." Ég minntist á að íslendingar ættu sér engar hefðir í gerð svona framhaldsþátta, eða það sem kalla má sápuópera. „Fastir liðir“ er þriðji íslenski gamanmyndaflokk- urinn, sem gerður hefur verið á bráðum tuttugu ára starfstíma sjónvarpsins, hinir voru „Undir sama þaki“ og „Félagsheimil- ið“. Háir það mönnum ekkert þetta reynsluleysi? spurði ég. „Jú, að vissu marki,“ sagði Gísli. „Ég fæ þó ekki séð annað en að íslenska sjónvarp- ið geti gert eins vandaða þætti og þeir gera í Bandaríkjunum og Bretlandi. Mín hug- mynd er sú að menn eigi að notfæra sér reynslu annarra, einsog þeirra hjá BBC. Maður hefur horft á hundruði þátta frá þeim og öðrum breskum stöðvum og þeir hafa allir ákveðnar fastar aðferðir til að fara eftir sem við eigum að taka upp, ein- faldar og skýrar myndir og þar fram éftir götunum. Maður beitir þeim aðferðum og brögðum dálítið sem maður hefur séð hjá þeim. Svona sápa verður aldrei — og á ekki að vera — sérlega frumleg að forminu til en það er engu að síður hægt að halda klassa í vinnubrögðum." Og svo var hann þotinn. Ragnheiður Steindórsdóttir varð næst á vegi mínum. „Þórgunnur Skordal er afskaplega vel gerð kona, sem hefur komið ár sinni vel fyrir borð í þjóðfélaginu. Hún er mikil og góð bisnesskona og hefur drifið fyrirtækið „Systurnar Skordal og Co.“ áfram frá því hún tók við því af móður sinni. Þórgunnur er ólétt. Hluti af skyldum Indriða sem húsföður er að sjá um mál eins og getnað- arvarnir og hann hefur ekki staðið sig sem skyldi í því. Við skulum bara vona að þetta verði stelpa. Það fer engin jafnréttisbar- átta fram á heimilinu, að minnsta kosti hefur Indriði ekki orðað neitt slíkt við mig. Ari bróðir Indriða er aftur með einhverjar meiningar í þá átt og hefur verið með upp- steyt. Eg veit til dæmis að hann fór á ráðstefnu í Hveragerði til að ræða stöðu karlmannsins í nútímaþjóðfélagi." Finnst þér þetta vera æskilegur heimur, sem þættirnir lýsa? „Því ekki það,“ svaraði Ragnheiður, mér sýnast hlutirnir ekki ganga neitt verr und- ir handleiðslu kvenna." Þegar ég gekk útúr sjónvarpssal mætti mér eftirfarandi áletrun, sem hékk á spjaldi uppá vegg: Ég stend á brú, og furðu- lostinn gef ég því gaum að áin streymir ekki heldur flýtur brúin yfir henni. Og undir stóð — Frá Kína. Hvað þetta á vel við hugsaði ég og hurðin skelltist aftur. — ai. Allir þekkja ísinn .. Allir þekkja ísinn .. Eigendur söluturna og veitingahúsa athugið: Framleiöum ís- og shakeblöndu. Pökkum í 10 Itr. umbúöir. Örugg og góð þjónusta. Reyniö viöskiptin. Allir þekkja ísinn . . RjómaíSgerðin Auöbrekku 8. sími 44555. Stofnuð áriö 1946. Allir þekkja ísinn .. Allir þekkja ísinn .. Pad er ekki útsala þessa helgi en við bjóðum helmings verðlækkun á mahoniburkna verö frá kr. 50 og asparagus sprengeri verö frá kr. 145 Þaö er gott verö á mörgum öörum pottaplöntum hjá okkur . . . __ Líttu inn þu ferð ekki # fylu. OPIÐ TIL KL. 9 ÖLL KVÖLD. Græna höndín Groðrarslöð við llagkaup, Skoifunni, sími 82X?)5. tL^
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.