Morgunblaðið - 07.07.1985, Blaðsíða 27
__________MORGUNBLAÐIÐ, SUKNUDAGUR 7, JÚLÍ 1985 ...27
Einu sinni var prínsessa ...
ferð. í upphafi var Erlander sjálf-
ur ekki viss um hvort Svíþjóð ætti
að koma sér upp slíkum vopnum
eða ekki — hann kynnti sér málið
frá fleiri hliöum og sannfærðist
sjálfur um að hagstæðast væri að
vera Laus við þau, ekki síst af
hernaðarlegum ástæðum. En
þetta varð ekki opinber stefna
fyrr en honum hafði tekist að
vinna meirihluta fylgi við hug-
myndina og það tók nokkur ár. Fá-
ir Svíar efast nú um að þetta hafi
verið rétta leiðin.
Svipaða sogu er að segja um al-
menna elli- og örorkulífeyrinn
(ATP), það mál á sjðtta áratugn-
um er olli mestum stjórnmáladeil-
um. Sósíaldemókratar komu
sterkir úr þeim átökum og endur-
nærðir hugmyndafræðilega séð.
Það mál sem ErLander sjálfur
sagði að hann hefði glutrað niður
var tilraunir til að fá hin Norður-
löndin til liðs við Svíþjóð í óháð
varnarbandalag á árunum
1948-49.
Enginn dans á rósum
Þótt um stöðu Erlanders og
ieiðtogahæfileika væri ekki deilt í
lok ferils hans var hann umdeild-
ur í fyrstu. Oft skall hurð nærri
hælum i kosningum og óvíst var
um stjórnarmyndanir. Ferill hans
var enginn dans á rósum.
Dagbækur hans sýna að oftar
en einu sinni hvarflaði að honum
að segja af sér embætti. Þótt hann
væri landsfaðir í lok ferils síns var
hann talinn tækifærissinni í byrj-
un — maður, sem hugsaði um það
umfram allt að halda flokki sínum
við völd. Hann sætti jafnvel per-
sónulegum árásum og var talinn
óöruggur og hikandi stjórnandi.
Mörgum þótti hann ekki koma
Tage Erlander og Aina, kona hans
nógu vel fyrir og skorta virðu-
leika.
Hræddur við
sjónvarpið
Haft er fyrir satt að Erlander
hafi talið daga snina sem stjórn-
málamanns talda þegar sjón-
varpið kom til sögunnar. Hann
hélt að hann mundi koma svo illa
fyrir að fylgið mundi hrynja af
flokknum, en svo fór að hann varð
snillingur í að nota sjónvarpið
eins og aðra fjölmiðla. Mann-
gæzka hans, kímni og mælska
komast vel til skila í sjónvarpi.
Brandarar hans og smellin svör
ýttu undir vinsældir hans og fólk
sá að hér var á ferð maður, sem
kom hreint og beint fram. Hug-
sjónir sínar og flokkinn tók hann
alvarlega og hann setti velferð
þjóðar sinnar ofar öllu. Sjálfur
barst hann ekki mikið á og eigin
persónu tók hann ekki of hátíð-
lega. Þess vegna var háskólamað-
urinn og forsætisráðherrann al-
þýðlegur og þess vegna náði hann
til fólksins.
Höfundur er fréturíurí Morgun-
blaösins í l.undi, Sríþjóð.
Myndbönd
Sæbjöm Valdimarsson
DALSY PRINSESSA ★ ★
Leikstjóri: Waris Hussein.
Aóalhiutverk: Merete Van Kamp,
Lindrny Wagner, I'aul Michael
Glaser, Robert Urich, Claudia Card-
inale, Kupert Everett, Sada Thomp-
son, Ringo Starr, Barbara Bach,
Stacey Keach.
Bandartsk, gerð 1983 fyrir sjónvarp.
Sýu.tími: 166 mín.
Upphaflega var Princess Daisy
sýnd í tveimur hlutum í sjónvarpi
víða um heim, en hér kemur hún
fyrst fram á sjónarsviðið á
myndbandi (athugið hvað þetta er
orðin algeng þróun), nokkuð stytt,
eða um 34 mín. frá upphaflegri
lengd.
Myndin er byggð á heimsfrægri
sápuóperu Judith Kranz, sem er
snillingur i að hræra uppí tilfinn-
ingum manna — á ódýran hátt, og
hrúga saman sundurleitu fólki við
hinar ólíklegustu aðstæður. Þetta
gerir konan svo rennandi Laglega
að bækur hennar flestar hafa lent
á metsölulistunum.
Og ekki vantar íburðinn í per-
sónusköpunina né sögusviðið í
Priaeess Ihúsy. Söguhetjan sjálf,
(Merete Van Kamp), er dóttir
rússnesks prins, (Stacey Keach)
og bandarískrar leikkonu,
(Lindsay Wagner). Fæðing hennar
verður til þess að foreldrarnir
skilja, ástæðan er sú að Daisy
kemur ekki ein í heiminn, heldur
er hún tvíburi og systir hennar
fæðist vangefin. Það er meira en
hið rússneska aðalsblóð fær þolað
og segir hann móðurinni að önnur
dóttirin hafi látist strax eftir fæð-
ingu og kemur þeirri sjúku fyrir á
hæli. En sannleikurinn kemur
fljótlega í ljós og afleiðingin verð-
ur skilnaður.
Þannig hefst stormasöm æfi
Daisyar, sem ekki verður rakin
hér nánar. En stúlkan brýst áfram
á toppinn, (likt og altítt er um
slikar sögupersónur), þrátt fyrir
ýmsan mótbyr. Fléttað er öðrum
þræði inní frásögnina miklu og
margslungnu fjölskyldudrama.
Príncess Daisy er því af þeim
stofni sem til skamms tima var
kallaður eldhúsróman og nýtur
ómældra vinsælda í sjónvarpi, létt
og auðmelt skemmtiefni. Myndin
smýgur rétt yfir meðallag sökum
þess að hún er í flesta staði vand-
virknislega gerð, vel hefur tekist
að endurvekja andblæ liðinnar
gullaldar yfirstéttanna. Leikurinn
er yfirleitt góður, einkanlega hjá
Stacey Keach og Claudiu Cardin-
ale. Merete Van Kamp sleppur
fyrir horn í titilhlutverkinu, sem
jafnframt er hennar fyrsta stór-
hlutverk.
Prýðilega mölluð sætsúpa fyrir
afslöppuð meltingarfæri.
—
KÉ&mé,
Gefum lífinu lit!
Viö eigum ekki endilega við, aö þú eigir
aö mála bæinn rauöan, en bendum þér
á aö þú getur gjörbreytt umhverfi þínu
með smávegis málningu.
Þú málar auðvitaö meö HÖRPUSILKI.
Með HÖRPUSILKI má mála
bæöi úti og inni.
I HÖRPUSILKI fara saman kostir sem
birtast í frábæru slit- og veörunarþoli.
HÖRPUSILKI er viðurkennd afburða
málning.
HÖRPUSILKI er ódýr miðað viö gæöi.
HÖRPUSILKI er fáanlegt í 28 staöal-
litum, þar meö töldum öllum tískulitun-
um, síðan er hægt aö fá blandaöa liti aö
vild.
Meö því aö bæta HÖRPUSILKI HERÐI
út í málninguna má auka gljástig hennar
úr 3% í 10% og þá jafnframt auka slitþol
hennar til muna.
Nú . . . Hægt er aö fá nánari upplýsingar
um HÖRPUSILKI í málningarvöruversl-
unum, hjá málarameisturum, Bygginga-
þjónustunni, sölumönnum okkar eöa á
rannsóknarstofu, í HÖRPU-handbókinni
eöa hjá öllum þeim fjölda ánægöra
viðskiptavina sem fyrir eru, - vonandi
verður þú einn þeirra.
Skúlagötu 42 125 Reykjavík
Pósthólf 5056, ® (91)11547
HARPA
lífinu lit!
\