Morgunblaðið - 07.07.1985, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.07.1985, Blaðsíða 29
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ 1985 fWnrgiui Útgefandi itHtifeifr hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 360 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 30 kr. eintakiö. Skaðabætur vegna Rainbow Um það bil ár er liðið síðan bandaríska skipafélagið Rainbow Navigation hóf flutn- inga á varningi fyrir varnar- liðið á Keflavíkurflugvelli. Fyrirtæki þetta var stofnað á árinu 1983 til að taka að sér rekstur tveggja skipa, sem voru til sölu vegna þess að fyrri eigendur gátu ekki staðið í skilum við opinbera banda- ríska stofnun, MARAD, sem annast fjárveitingar og styrki til skipa sem smíðuð eru í Bandaríkjunum og á að reka undir bandarískum fána. Frá upphafi virtist ljóst að ásetningur eigenda Rainbow Navigation var sá að stunda flutninga fyrir bandaríska herinn og höfðu þeir augastað á íslandi. Tekjur áætlunar- skipa íslensku skipafélaganna af flutningum fyrir varnarliðið voru taldar nema um 10 millj- ónum Bandaríkjadala á ári eða rúmlega 400 milljónum króna á núverandi verðlagi. Ekki var það ætlun eigenda Rainbow Navigation að ná þessum flutningum til sín með því að lækka farmgjöldin. Þeir þurftu þess ekki. Samkvæmt ákvæði banda- rískra laga frá 1904 eiga bandarísk fyrirtæki, sem reka skip smíðuð í Bandaríkjunum og undir bandarískum fána, óskoraðan forgang á öllum flutningum á vegum banda- ríska varnarmálaráðuneytis- ins. Eigendur Rainbow Navig- ation þurftu sem sé ekki annað en minna yfirmenn flutninga- deildar hersins á þessi 80 ára gömlu einokunarlög og allur varningur til varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli féll í þeirra hendur, þótt íslensku skipafé- lögin hefðu sinnt þessum flutningum alfarið síðan 1966. Engar fréttir hafa borist af því, að Rainbow Navigation hafi lækkað farmgjöldin á vör- um fyrir herinn. Félagið þarf ekki að óttast verðsamkeppni af hálfu íslensku skipafélag- anna, þótt þau byðu Banda- ríkjamönnum ókeypis rými í skipum sínum yrðu þeir að láta Rainbow Navigation hafa for- gang samkvæmt einokunarlög- unum. Á hinn bóginn hafa birst fréttir um það í blöðum, að Rainbow-menn hafi boðið lægri farmgjöld á almennum varningi en íslensku skipafé- lögin, svo sem á tóbaki til Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. Allt frá því ljóst var, að sjó- flutningar fyrir varnarliðið yrðu hrifsaðir af íslendingum með þessum einstæða hætti hefur verið leitast við að fá einokuninni aflétt. Það hefur ekki tekist þrátt fyrir marga fundi og langa, til dæmis í Lissabon á dögunum þegar þeir ræddu saman utanríkis- ráðherrarnir Geir Hallgríms- son og George Shultz. Banda- ríska stjórnin treystir sér greinilega ekki til þess að hrófla við einokunarlögunum, líklega óttast hún andstöðu þingmanna og hagsmunasam- taka, og hefur nú boðist til að leysa málið með einhvers kon- ar skaðabótum. Það er fráleitt ef það verður niðurstaða þessa máls, að ís- lensk skipafélög fái dollara fyrir farma sem þau flytja ekki. Lausn af því tagi stang- ast á við þau grundvallarsjón- armið sem hingað til hafa ráð- ið í varnarsamstarfi íslend- inga og Bandaríkjamanna. Enginn stjórnmálamaður hef- ur kveðið fastar að orði gegn gjaldtöku vegna varnarsam- starfsins en einmitt Geir Hall- grímsson. íslensku skipafé- löfein hafa alls ekki farið fram á neinar skaðabætur. Hið eina sem þau vilja er að fá að sitja við sama borð og Rainbow Navigation. Ætlunin er að háttsettir embættismenn frá Bandaríkj- unum komi hingað til lands til að ræða þessi mál frekar. Þeir verða að hafa annað fram að færa en dollara í þeim viðræð- um, ef viðunandi lausn á að finnast. Rainbow-málið er eitt af þeim atriðum í nánu og vin- samlegu samstarfi Banda- ríkjamanna og íslendinga, sem minnir á snjóbolta sem stækk- ar og stækkar eftir því sem hann fær að velta lengra. Að lokum getur hann breyst í skriðu ef ekki er sýnd nægileg aðgát. Fyrir öryggi íslendinga er nauðsynlegt að þeirra eigin skipafélög geti veitt aihliða þjónustu og siglt jafnt til Bandaríkjanna sem annarra staða. íslendingar geta þess vegna ekki séð að það þjóni sameiginlegum hagsmunum þeirra og Bandaríkjamanna, að með einokun á hafinu sé þessum hagsmunum spillt. Vonandi tekst að finna þá lausn á þessu máli, sem sam- rýmist þeim sjónarmiðum er hingað til hafa legið til grundvallar i varnarsamstarf- inu og skilað jafn góðum árangri og raun ber vitni. Menn hafa átt kost á að taka þátt í mörgum merkum listviðburðum í Reykjavík und- anfarnar vikur. Einn slíkur er sýningin í Norræna húsinu á sjávar- myndum Gunnlaugs Scheving. í tilefni af því hefjum við Reykjavíkurbréf í dag með grein Matthíasar Johannessen um listamanninn og verk hans sem birtist i sýningarskrá, en hann skrifaði bók um Gunnlaug og byggði hana á kynnum þeirra. Listdómari Morgunblaðsins um áratuga skeið, Valtýr Pétursson listmál- ari, ritaði um sýninguna hér i blaðið og talar um sérstöðu Gunnlaugs Schevings og snilld hans og munu flestir taka und- ir það. Grein Matthíasar er svohljóð- andi: „Á sínum tíma skrifaði ég grein um Gunnlaug Scheving sem hét Hlutfallið milli lífs og dauða þar sem ég gat þess að fólkið — og þá ekki sizt sjómennirnir — á stóru málverkunum hans minntu mig á goðsögulegar verur griskrar heiðni. Gunnlaugur sagði að honum hefði aldrei dottið neitt slíkt i hug. Hann bætti því við að lífið væri stór- kostlegt „og þess vegna finnst mér nauðsynlegt að hafa myndirnar mínar stundum svona stórar, svo þær geti lýst því sem mér býr i brjósti. Það sem hefur skapað þær og mótað er þess eðlis að það kemst ekki fyrir á litlum fleti. Það er of stórt til þess að myndirnar geti verið litlar." En Gunnlaugur tók að sjálfsögðu skýrt fram að allt væri þetta háð myndrænni nauðsyn. „Ég hef af- markaðan flöt sem ég þarf að fylla út með sjó, bátum og mönnum. Það er stafróf myndlistarinnar sem ég vinn með.“ Annars fannst honum „myndræn fagurfræði" bæði köld og leiðinleg eins og hann komst að orði og kvaðst ekki hafa áhuga á þvi að tala um hana við leikmenn. Þessi „anatomía myndlistar- innar" ætti heima í vísindaritum. í bók minni um Gunnlaug Scheving sem kom út að honum látnum segir svo um þessi atriði: „Ég minntist aftur á goðsagnirnar. „Þetta er engin hetjudýrkun," sagði hann, „ef þú heldur það. Ég vel þessar fyrirmyndir úr lífi og starfi sjómanna einungis vegna þess að mér finnst gam- an að vinna með þær. Sjórinn kemur hreyfingu í myndirnar, það verður þarna eitthvert samspil sævarins, báts- ins og mannsins. Einhver hrynjandi, já eitthvert drama. Sumir halda að ég geri mennina svona stóra til að vega upp á móti smæð þeirra. En þetta er mynd- rænt atriði, eins og ég sagði áðan. Ég teikna á ákveðinn flöt og fylli hann út, eins og mér þykir fallegt. Þegar maður- inn er stór, verður myndin mónúmental. í baráttunni við náttúruöflin er maður- inn alltaf stór.“ Nú fórum við að tala um ýmislegt annað og ég sagði Gunnlaugi að ég hefði heyrt hann væri bæði sjóveikur og sjó- hræddur. „Hvort tveggja er að mestu leyti rangt,“ sagði hann. „Ég hef lítið stundað sjó, en þá sjaldan ég hef skroppið út fyrir pollinn hef ég aldrei orðið sjó- hræddur og aðeins sjóveikur í byrjun ferðar. En fólk vill hafa þetta svona. Það má ekki taka skáldskapinn frá fólk- inu. Ég hef engan áhuga á að menn leggi sama skilning í myndirnar mínar og ég geri sjálfur. Menn mega misskilja mig. Eg vona bara að þeir misskilji mig rétt.““ Gunnlaugur Scheving var nákvæmur bæði í lífi sínu og list. Hvert smáatriði varð að vera á sínum stað og ekkert haggaði sannfæringu hans. Það var ótrúlegt hvað þessi stóri maður var fín- legur og hvernig það kom fram í listi- legu víravirki í örsmáum skissum, litl- um teikningum og vatnslitamyndum. Ég gerði mér fyrst grein fyrir þessum snilldartökum og hárfínu nákvæmni þegar Gunnlaugur teiknaði í ljóðabæk- urnar Jörð úr ægi og Vor úr vetri þar sem óvenjulegur húmor hans fellur inn í næma tilfinningu fyrir litlum flötum ekki síður en stórum. Svífandi fígúrurn- ar í Vor úr vetri minna stundum á Chagall en kímni Gunnlaugs gerir teikningarnar að sérstæðri persónulegri reynslu. Um allt að því ástríðufulla nákvæmni Gunnlaugs Scheving mætti margt segja en ég læt nægja að vitna í nokkur orð sem hann skrifaði á litla vatnslitamynd sem hann gaf mér á Jónsmessu 1959. Á myndinni eru þrír sjómenn í báti og bláar öldur í baksýn. Gunnlaugur hefur skrifað á myndina þessi eftirminnilegu orð: „Maðurinn sem kastar línunni út er ekki alveg eins og hann á að vera.“ Gunnlaugur var ekki útbær á slíkar ófullgerðar myndir en lét sig hafa það þarna á Jónsmessunni að rétta mér skil- iríið með kærri kveðju og þökk eins og hann kemst að orði. Eg hafði þá skrifað samtalið Hlutfallið milli lífs og dauða og birtist það í Helgafelli og Gunnlaug- ur lá ekki á þakklæti sínu. Hann var stór í sniðum og ræktarsamur við vini sína. Hann hreykti sér ekki andspænis ungri skáldspíru en teiknaði í ljóðabæk- ur mínar eins og við værum jafningjar. Það var mesta viðurkenning æsku minnar að hann skyldi taka í mál að myndskreyta þessi ljóð. Þá var heldur hryssingslegt í kringum ungt ljóðskáld, umhverfið óblftt og andaði heldur köldu en Gunnlaugur kunni vel við sig í and- legum hraglanda og hreytingslegri bar- áttu. Hann skipaði sér við hlið ungra manna, þótt sjálfur væri hann langt yf- ir þá hafinn og viðurkenndur stórmál- ari. Hann átti góða kunningja í hópi ungra listamanna en hafði þó sitthvað að athuga við starfsbræður sína. Með þeim Kjarval var þá fátt, en þó kyrrt á yfirborðinu. Að lokum læt ég svo fylgja tvær til- vitnanir i bókina um Gunnlaug Schev- ing en þar segir m.a. svo: „„Ég hafði lítinn áhuga á að líkja ein- vörðungu eftir náttúrunni. Mér fannst ég hlyti þá að týna sjálfum mér. Mér þykir maðurinn skemmtileg fyrirmynd. Ekki sízt sjómaðurinn. Það er gaman að koma út á sjó og sjá vélina, sjóinn og manninn vinna saman. Þessi andstæð- ukenndi samhljómur á vel við mig. Ég hef lítið gaman af mynd, þar sem mann- inn vantar. Og svo er það vélin. Hún er eins og hjarta, heldur áfram að hamra í reglubundnum takti, á hverju sem velt- ur. Þaö er gaman að hlusta á þetta bank. Það er eins og stef í sinfóníunni mikiu. Og svo kemur þytur vindsins og stundum óveðursýlfur og nístir merg og bein. Þetta er vafalaust slæm sinfónía, en mér þykir vænt um hana. Það er skemmtileg mótsögn í þessu, finnst þér ekki? Maðurinn er eins og eggjárn eða plógur, sem ristir í gegnum náttúruna. Þetta er hressandi. Þetta er líf. Og gam- an að vinna með það.““ Og loks: „Gunnlaugur skýrði fyrir mér, hvað listmálari þyrfti að vita, ef hann ætlaði t.a.m. að mála mynd af sjó: hann verður að þekkja sjóinn og ljósið og veðrið. Það verður alltaf að vera ákveðið veður í myndum til að stemmningin falli inn í umhverfi þeirra og sögu. „Mér mundi aldrei detta í hug að mála mynd af fólki við heyskap í rigningu eða þoku,“ sagði hann. „En slíkt veðurfar á vel við í sjáv- armyndum. Dumbungur og þoka er veiðilegt veður.““ Og hann hélt áfram: „„Ég hef sem sagt gert myndir af manneskjunni, eins og ég hef séð hana á sjó og landi, einnig af fiski og bátum; stundum hef ég málað fólk að heyskap og við skepnuhald, svona eins og ég hef kynnzt þessu — flatningshnífa, færi- baujur og báta með strompum og margt fleira, einnig heysátur, steðja, orf og ljá, stundum smáhús í litlu kauptúni eða sjávarþorpi. Ég hef stúderað þessar fyrirmyndir og athugað rækilega bak- grunn myndanna — bryggjur, sýn til lands af bát, fisk úr grænu djúpinu, þorpið, fjöllin, sveitina. í þessu hef ég MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ1985 29 REYKJAVÍKURBRÉF laugardagur 6. júlí þrælað og sett áhrifin eða niðurstöður rannsókna minna, eins og vísindamaður mundi segja, saman í myndir: fjöllin lít- il og í sjávarmyndunum hef ég alltaf skipin og sjóinn eins lág og hægt er, manninn stóran. Aidan er ekki há hjá mér, nei alls ekki... því báturinn rís alltaf, eða ætti ég heldur að segja: sá hluti bátsins sem sést á myndinni rís hátt á ölduhryggnum, og það er aldrei sjór á hlið. Ég er búinn að athuga þetta síðan ég var barn, og þykist hafa fyrir því nokkra reynslu, að það sé rétt hjá mér.“ „Þó þú sért orðinn mikiil sérfræðing- ur í atvinnuháttum og sjólagi, Gunn- laugur, þarf ekki að horfa á margar myndir eftir þig til að sjá, að maðurinn skipar alltaf öndvegið." „Já,“ svaraði hann, „náttúran, bátur- inn, allt lítið — maðurinn fremst. Alltaf stór." Hann hugsaði sig um, bætti við: „Þegar ég teikna mann í stói, geymi ég teikninguna kannski í 20 ár, þá get ég notað hana í mynd af fólki, sem situr undir sátu.““ Að breyta draumi í veruleika í síðasta Reykjavíkurbréfi var m.a. fjaliað um list og vísindi. Þar segir m.a.: „Saman voru þeir Ásmundur Sveinsson og Sigurjón Olafsson mikilvægir full- trúar samtíma okkar og myndlistar. Báðir urðu fyrir áhrifum frá vísindum og tækni, Ásmundur þó öllu meir. Verk þeirra beggja bera þekkingarleit nútím- ans stórmannlegt vitni. Þeir voru hugs- uðir á vegum iista og tækni, en hún er eitt af undrum nútímans. Það er í vís- indin sem við höfum sótt afl til betra lífs. í upphafi er draumurinn, ævintýrið. Listin. Vísindin og þekkingin breyta þessum draumi í veruleika. Það vissu þeir báðir, Ásmundur og Sigurjón, og má oft sjá það í verkum þeirra." Við skulum huga nokkru nánar að þekkingarleit okkar, tækni og vísindum og þeim áhrifum sem þau hafa haft á samtímalíf 20. aldar. í fylgd með þeim hefur maðurinn hafið landnám úti í geimnum, með aðstoð þeirra hefur hann bætt líf sitt á jörðinni og vonandi eiga þau einnig eftir að auka honum skilning á sjálfum sér, stöðu sinni á jörðinni og umhverfi sínu. Þekking og framfarir Þekking er undirstaða framfara. Hún gerir menn víðsýna, breytir gömlum hugsunarhætti í ný viðhorf. Það er í raun og veru vísindaleg þekking sem hefur breytt heiminum meir á okkar öld en nokkur ákvörðun stjórnmálamanna. Það eru vísindamennirnir sem hafa markað dýpstu sporin í þróun samtíma- lífs og samt eru þeir yfirleitt ekki í há- vegum hafðir í fjölmiðlum heldur er oftast hljótt um þá og afrek þeirra. Það eru aðrir sem draga að sér athygli al- mennings á okkar dögum. Það eru þeir sem stjórna kólosseum nútímans, stjórnmálamennirnir og skemmtikraft- arnir; þeir sem stjórna leikvöllunum þar sem fólkið fær nægju sína af brauði og leikjum. Metorðagjarnir valdamenn hafa löngum sótzt eftir því að stjórna hringleikahúsunum þar sem lýðurinn seður hungur sitt — og hrópar á meiri leiki. En nú geta menn ekki lengur farið á knattspyrnuleiki i útlöndum án þess að hætta lífi sínu ef svo ber undir. öskr- andi villimenn æða um leikvangana, vitfirrt þjóðernishyggja ærir dagfars- prútt fólk — og alls staðar er látið sverfa til stáls með einhverjum hætti. Ekki eru pólitísku leikvangarnir skárri. Þar eru margir óverðugir forguðaðir og þar eru notuð tækifæri til að villa um fyrir fólki, nota dómgreindarleysið, og einræðissinnaðir stjórnmálamenn hafa sérstakt lag á að breyta fólki sem ætti að vera sæmilega siðmenntað í örgustu villimenn. Á sama tíma sitja vísinda- mennirnir í rannsóknarstofum sínum, oftast óþekktir með öllu, og vinna stór- kostleg vísindaafrek án þess að nokkur hafi áhuga á að geta þess í fjölmiðlum, hvað þá að nota heimsstyrjaldarfyrir- sagnir á slíka „smámuni". Samt eru það vísindamennirnir öllum öðrum fremur sem hafa breytt ásýnd jarðarinnar; 20. öldin er þeirra öld. Þeir hafa sett óafmáanlegt mark á samtíð okkar og áhrifa þeirra mun gæta meir á næstu öld en nokkru sinni áður. Þær framfarir sem orðið hafa í heiminum eru einkum og sér í lagi þeirra verk, hvort sem það er í læknavísindum eða öðrum raunvís- indum, svo sem líftækni og rafeindavís- indum, eða geimvísindum og öðrum rannsóknum. Því miður hafa stjórn- málamenn einkum áhuga á þeim vís- indaafrekum sem leiða til meiri hernað- artækni en þekkt hefur verið. Kjarn- orkusprengjan er einnig afleiðing af yf- irburðaþekkingu i vísindum. Þau geta bæði verið svartur galdur og hvítur. Sem betur fer hafa þekking og vísinda- afrek bætt jörðina, auðgað mannlífið, dregið úr sjúkdómum og fæðuskorti — gefið okkur ástæðu til að líta bjartsýn- isaugum fram á veginn en standa ekki einungis í skugga hungurvofu, yfirvof- andi drepsótta og nagandi ótta vegna kj arnorkusprengj unnar. Vísindin efla alla dáð Við íslendingar höfum margt sótt til aukinnar þekkingar og raunvísinda, ekki síður en aðrar þjóðir. Hugvfsindi hafa sett mark sitt á menningu þjóðar- innar um aldaraðir. Þau ásamt raunvís- indum 20. aldar hafa breytt íslandi i það fyrirheit sem forfeður okkar dreymdi um í sjálfstæðisbaráttu síðustu alda. Það var engin tilviljun að skáldið sem sótti aflið í rómantíska draumóra orti einnig vegna þekkingar og mikillar menntunar í raunvísindum: Vísindin efla alla dáð,/ orkuna styrkja, viljann hvessa,/ vonina glæða, hugann hressa,/ farsældum vefja lýð og láð./ Þessi orð listaskáldsins góða hafa orðið að veruleika á íslandi á okkar dög- um. Nú er mikið talað um hagvöxt. Það er einmitt í þekkinguna sem við sækjum hagvöxtinn. Aukin menntun hefur blessað allt þjóðlíf íslendinga á þessari öld. Þekking og vísindamenn breyta ódýru hráefni í mikil gæði. Við erum sem betur fer farin að átta okkur á því. Það er í þessa staðreynd sem við sækj- um von um betra líf og meiri hagsæld í framtíðinni. Þá mun magnið ekki skipta höfuðmáii, heldur gæðin. Sá stjórn- málamaður sem gerir sér ekki grein fyrir því ætti að taka sér eitthvað annað fyrir hendur en vafstra í þjóðmálum. Mikilvægasta stofnunin Háskóli íslands er í raun og veru mik- ilvægasta stofnun þjóðarinnar. Við eig- um að búa að honum eins vel og unnt er. Án hans náum við aldrei því takmarki sem að er stefnt. Það var engin tilviljun þegar þeir vísu feður sem afhentu okkur iandið ákváðu að gefa okkur háskóla f afmælisgjöf á 100 ára afmæli Jóns for- seta. Þeir þekktu sinn vitjunartíma. Við getum ekki verið verrfeðrungar, ein- faldlega vegna þess að við höfum ekki efni á því. Það var því með ólíkindum að hlusta á Jón Sólnes tala um Háskóla íslands í umræðuþætti um háskólann í útvarpinu nýlega. Ætla má að fyrrver- andi þingmaður vilji láta taka sig al- varlega en það virðist ekki hægt ef marka má þau ummæli Jóns að loka ætti Háskóla íslands næstu þrjú árin. Þetta hafði hann til málanna að leggja þegar hann var spurður um hvort rétt væri að stofna háskóladeild á Akureyri! Jón vill kannski líka loka MA, enda væri hann þá nánast óþarfur. Svona ummæli falla dauð niður, að sjálfsögðu. Hitt er svo annað mál að bezt væri að Hásköii íslands stofnaði á sinum vegum svonefndan „opinn háskóla" eins og Gunnlaugur Scheving MorgunblaAiö/Ol&fur K. Magnússon. nýkjörinn rektor, Sigmundur Guð- bjarnason, hefur stungið upp á; en slíkt fyrirkomulag hefur gefizt vel í Bret- landi, með aðstoð fjölmiðla. Ný viðhorf Við íslendingar höfum fært okkur f nyt ný viðhorf í hafréttarmálum á und- anförnum áratugum. Okkur hefur tekizt að ná mikilvægum áföngum i útfærslu fiskveiðilögsögu okkar. Það höfum við gert með samstilltu átaki og undir leið- sögn fágætra pólitískra forystumanna eins og Ölafs Thors sem stjórnaði fyrstu útfærslu okkar. Lítil örsnauð þjóð sem bjó i landi sem var eins konar annexía úr Danmörku fram á þessa öld hefur nú helgað sér og niðjum sínum mikil haf- svæði á Norður-Átlantshafinu og ætti að vera í lófa lagið að vernda þessi haf- svæði, rækta þau og nytja eins og sið- menntuðu fólki sæmir. Á bak við útfærslur islenzkrar fisk- veiðilögsögu er mikil vísindaleg þekking og ekki er unnt að fjalla um þessi þátta- skil islenzkrar sögu án þess að nefna nafn Hans G. Andersen. Hann hefur verið heilladrjúgur lögfræðilegur ráðu- nautur í alþjóðarétti og allar ríkis- stjórnir frá nýsköpunarárunum hafa lagt fram kröfur sínar á rökfærslum og málatiibúnaði hans, auk mikilvægra rannsókna vel menntaðra fiski- og haf- fræðinga. Svend-Aage Malmberg benti t.a.m. rækilega á Rockall-svæðið í at- hyglisverðri grein hér i blaðinu 1. des- ember 1971. Þannig eigum við að sækja afl í þekkingu, nýta okkur ný viðhorf og nútímavísindi í sókn okkar til hagsæld- ar. Það væri ekki einungis í anda Fjöln- ismanna og Jóns forseta Sigurðssonar heldur einnig þeirra manna sem fluttu framkvæmdavaldið inn í landið, Hann- esar Hafstein og annarra þeirra sem lögðu grundvöllinn að Iangþráðu tak- marki með fullveldi íslands 1918.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.