Morgunblaðið - 07.07.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.07.1985, Blaðsíða 22
22 MOBGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. jtlLÍ 1985 SJÓNVARP Fastir liÖir einsog venjulega „Léttur fjölskylduharmleikur í sex þáttum“ Tökum var aö Ijúka. Sviðsmyndin sýndi inn í rík- mannlegt heimili Skordalshjón- anna og atriðið sem taka átti gerðist frammi í holi og inni í forstofu. Frú Skordal var að fara í vinnuna og maðurinn hennar sníkti af henni peninga fyrir afmælisgjöf handa vini sín- um. Atriðiö tekur eina og hálfa mínútu í sýningu en það tók rúman klukkutíma að fílma það. Samt voru leikararnir mjög vel æfðir fyrir atriðið og tækni- mennirnir líka. Það er bara svo ótalraargt sem þarf að vera í lagi við upptöku, ótal smáatriði. Fólkið vann hratt og vel og það þurfti ekki að gera nema tvær tökur. Sú síðari var notuð. Hún var gallalaus, vel leikin og vel gerð. Og eftir allt er klukku- stund í tökur sjálfsagt mjög góö- ur tími. Þetta var í sjónvarpssal, hinum eina og sanna, og það var verið að taka upp gamanmyndaflokk í sex þáttum eftir þær Eddu Björgvinsdóttur og Helgu Thorberg sem þær gerðu í samvinnu við leikstjóra þátt- anna, Gísla Rúnar Jónsson. Þættirnir heita „Fastir liðir eins og venjulega", það er a.m.k. vinnuheitið og gæti allt eins orðið fast heiti. Leikstjórinn vill kalla þættina „léttan fjölskylduharmleik í sex þáttum". Tökur höfðu staöið yfir frá því í byrjun maí en nú var þeim að ljúka. Það voru ekki nema tveir leikarar þennan næstsíöasta dag upptökunnar, þau Ragnheiður Stein- dórsdóttir og Július Brjánsson, sem í gervi sínu leit út eins og nýsloppinn af diskóteki nokkurn veginn ViAar aðstoöar leikstjóri, Gísli Rúnar og Egill Aðalsteinsson myndatökumaöur. innan um alla tækni- og sviðs- mennina. Þau leika Skordals hjónin. Sviðsmenn voru önnum kafnir í byrjun við að færa sviðsmyndina til. „Það þarf að færa þennan vegg til að koma út kam- eru,“ sagði einhver og ann- ar sagði: „Það þarf að færa þennan vegg út og útvegginn" og sú skipun stóð svolítið í mönnum. „Hvar er barnið?" var svo allt í einu hrópað og einhver svaraði: „Það er í lagi. Það er hjá Hilmari." Þau Skordalshjónin eiga nefnilega lítinn son, kannski rétt rúmlega eins árs, og hann var á sífelldum þeytingi um salinn. „Lilli stór- leikari“ var hann kallaður. Hann heitir Heiðar Örn Tryggvason. Lilli stórleikari takur viö tilsögn frá Imkstjóranum. Beðið eftir töku. Ragn- heiöur Steindórsdóttir hugleiðír nassta leik. „Sást þú Woody Egg (Viðar Eggertsson aðstoðarleikstjóri) þarna frammi?" spurði leikstjórinn Júlíus Brjánsson en ég heyrði ekki svarið. Ég var að rifja upp þegar þeir Gísli Rúnar og Júlíus voru kaffibrúsakall- ar í sjónvarpinu fyrir mörgum árum. Þeir voru gríðariega fyndnir saman en eini brandarinn sem mig rámaði í var eitthvað um kalda rifjasteik. Á meðan ég var í þess- um hugleiðingum kom Ragnheiður inn og einhver tíndi í hana skartgripi úr bleiku verkfæraboxi. Sjálfsagt ekki mjög dýr- mætir skartgripir hugsaði ég. Og svo var byrjað að taka. Leikstjórinn kom sér í beint samband við upptökuherbergið þar sem upptöku- stjórinn, Viðar Víkingsson, sat og stjórn- aði. Þeir tveir voru í miklum samræðum á meðan á tökum stóð, allt skyldi vera ná- kvæmt og vandað. Svo var gerð pása. Myndavélarnar voru stilltar og leikstjór- inn gekk inn í viðhafnarstofuna á rík- mannlega heimilinu og gaf leikurunum síðustu ábendingarnar. Og svo var byrjað aftur. „Haldiö áfram frá sama kjúi,“ sagði leikstjórinn þegar hann settist í sætið sitt og var búinn að tengja sig við Viðar upptökustjóra. „Ókei, ókei, þetta rúllar nokkurnveginn," sagði hann svo eftir nokkrar æfingar í viðbót. „Við skulum taka þetta.“ J>etta verður upptaka — vilja allir tékka sitt,“ kallaði þá Helga Pálmadóttir sviðsstjóri yfir salinn. „ÞÖGN.“ Dauða- þögn varð í salnum nema hvað lilli stór- leikari var að gamna sér eitthvað við Júlí- us, sem hélt á honum í atriðinu. En það var nú í lagi. Og svo var tekið. Þeir sem vildu gátu fylgst með beint á tveimur sjón- varpsskjám í einu horni salarins (þar sem Þær gerast ekki betri Tónlist Sigurður Sverrisson Eurythmies Be yourself tonighl R( A/Skífan Maður er dolfallinn og ekkert minna! Satt að segja hélt ég að Eurythmics yrði gersamlga fyrirmunað að bæta um betur frá plötunni Touch, sem kom út 1983, en með þessari listasmíð sinni hafa þau Anne Lennox og Dave Stewart gert enn betur. Ótrúlegt en satt. Um tíma óttuðust menn að dú- ettinn frábæri væri farinn veg allrar veraldar þegar Anne Lennox ánetjaðist einum úr flokki Hari Krishna, en upp úr því sambandi slitnaði eftir tæpt ár. Lennox tók rakleiðis upp þráðinn þar sem frá var horfið og áður en þessi skífa kom út hafði dúettinn gefið til kynna hvað væri á leiðinni með laginu Sexcrime úr kvikmyndinni 1984. Breytingin á tónlist Eurythm- ics hefur orðið geysileg. Yfir- bragðið er allt miklu rokkaöra og áreitnara en var á Touch. Gít- arleikur Stewart oft á tíðum frá- bær og hann skiptir um „sánd“ eins og honum þurfa þykir. Það sama má segja um Lennox, söng- ur hennar er í senn blíður og seiðandi og grófur og kröftugur og í raun allt þar á milli. Allt eftir því hvað á best við hverju sinni. Stewart á heiðurinn af öllum lögum plötunnar en Lennox sér um textana. Lögin eru upp til hópa afhragösgóð og fyrri hliðin er einhver sú allra heilsteypt- asta plötuhlið sem ég man eftir að hafa heyrt í seinni tíð. Siðari hliðin er ekki eins grípandi en samt er sami gæöastimpillinn yfír öllu saman. Góðir gestir koma við sögu hjá Eurythmics á þessari plötu, Stevie Wonder, Elvis Costello og Aretha Franklin. Þau eru gott krydd á frábæra plötu, sem þó hefði ekki verið lakari án þessa tríós. Það er nefnilega allt svo til skothelt á þessari plötu; lög, söngur, hljóðfæraleikur og „pró- dúsjón". Hvað vilja menn meira?. GORI 88, er þekjandi fúavörn sem slettist hvorki né drýpur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.