Morgunblaðið - 07.07.1985, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 07.07.1985, Blaðsíða 37
'MOBGimBliAtMÐ,43UKNODAaiflfc7. JflLl 1986 Rannsóknir Jóhanns hafa eink- um beinst að því að fá vitneskju um stofnstærð og ferðir þeirra hvalategunda sem hafa hagnýtt gildi. Vegna þess að veiði á lang- reyð hefur verið meiri og stöðugri en hinna tegundanna er vitað meira um hana en aðrar tegundir hér við land. Leitast hefur verið við að finna hvenær hvalirnir ná kynþroska- aldri. í því skyni hafa hvalirnir verið aldursgreindir og eggja- stokkar athugaðir. Á síðustu árum hafa verið merktir á fjórða hundr- að hvalir hér við land. Með merkingum er unnt að öðlast upp- lýsingar um ferðir þeirra, út- breiðslu og göngur, svo og til glöggvunar á stofnstærðum og veiðiþoli tegundanna. Merkingar hafa sýnt, að sömu hrafnreyðar, lang- og sandreyðar koma árvisst hingaö á miðin. Merkingar hafa þegar sýnt, að samband sé á milli langreyðastofna við fsland og þegar minnisvarða um þennan merkilega höfrung. Minnisvarðinn stendur enn við strönd Welling- ton, höfuðborgar Nýja Sjálands. Stjórn landsins lét gera lög þess efnis, að stranglega væri bannað að gera höfrungnum nokkurn miska. Br þetta í eina skipti í sög- unni sem sett hafa verið lög til verndar einstaklingi innan dýra- rikisins. Á þessari öld hafa mörg atvik borið við sem staðfesta enn frekar þá fullyrðingu að sumar tegundir hvala búa yfir eiginleikum sem sumir nefna greind og önnur dýr hafa ekki. Talið er, að þær tegund- ir hvala sem menn hafa reynslu af, eins og háhyrningur, stökkull o.fl., séu fljótari að skynja flókin verkefni sem lögð eru fyrir þá en önnur spendýr. Jafnframt hafa tegundir þessar sýnt, að þær standa flestum dýrum, öðrum en manninum, framar í hæfni til ályktunar. Þróunarferill hvala seinni hluta síðustu aldar. Hnúfu- bakar voru algengir skammt fyrir utan minni Faxaflóa áður en þeim tók að fækka vegna ofveiða. Hví heitir Hvalfjörður þessu nafni? Þannig mætti lengi telja. Bandaríkjamenn og fleiri þjóðir hafa komið upp friðuðum svæðum þar sem vitað er um að hvalir haldi sig um nokkurn tfma á árinu nálægt landi. Þessi svæði eru orð- in mjög eftirsótt af ferðamönnum og skipta þeir orðið hundruðum þúsunda sem sækjast eftir því að horfa á þessi óviðjafnanlegu dýr í náttúrulegum heimkynnum sínum og það lifandi en ekki liggjandi dauð á skurðarplani. Mætti ekki hugsa sér, að hvalir hér við land tækju upp sína fyrri hætti ef gert yrði verulegt hlé á hvalveiðum hér við land? Ef svo færi, þá er ekki fráleitt að hugsa sér, að þessi staðreynd yrði mikið aðdráttarafl ferðamanna bæði innlendra og erlendra. Er senni- Sagt er að hvalir „sjái“ með heyrnarfærunum. Grænland. Hvalir merktir með út- varpssenditækjum gefa auk þess mikilsverðar upplýsingar um at- hafnir þeirra úti í sjó þar sem þeir eru frjálsir. Slikar merkingar hafa rutt sér til rúms nú hin síð- ustu ár og eru miklar vonir bundnar við þessar aðferðir til að kanna enn frekar lifsferli hval- anna út í náttúrunni. Rannsóknir á taugakerfi hvala og náin kynni við einstakar teg- undir þeirra, einkum höfrunga, hafa leitt í ljós, að miðtaugakerfi þeirra er háþróað. Þeir eru mjög fljótir að læra ýmsar flóknar þrautir sem fyrir þá eru lagðar. Höfrungar hafa ennfremur sýnt, að eigin frumkvæði, ýmislegt það er bendir til rökréttari ályktana en finnast meðal annarra spen- dýra, að undanskildum mannin- um. Til eru forngrískar og róm- verskar sagnir um að höfrungar tækju ástfóstri við menn og hefðu brugðið sér af sjálfsdáðun á leik með þeim. Einnig eru sagnir um að þeir hafi bjargað mönnum frá drukknun. Löngum héldu menn að þessar frásagnir væru bábiljur einar, byggðar á hjátrú og hind- urvitnum. Annað hefur komið á dagin. Á seinni hluta 19. aldar og fyrri hluta þessarar gerðist sá at- burður sem lengi mun í minnum hafður. Á árinu 1871 tók höfrung- ur einn að fylgja skipum um óhreint sund við Nýja Sjáland, þar sem stríðir straumar voru. Fyrst kom hann syndandi á móti skipun- um eins og í glöðum leik, en þegar kom að sundi þessu hætti höfr- ungurinn öllum galsa og færði sig fyrir framan stefni skipsins ein- beittur mjög og lét ekkert koma sér úr jafnvægi, fyrr en skipin voru komin heilu og höldnu í gegn. { 40 ár kom þessi heillahvalur fagnandi á móti skipum sem áttu leið um sundið illræmda. í öll þessi ár fórst aðeins eitt skip á þessum stað. Drukkinn farþegi skaut á höfrunginn. Hann fylgdi þessu skipi aldrei upp frá því. Frá því að hann hóf að fylgja skipum fyrst, hefur höfrungur þessi sjálf- sagt bjargað þúsundum manns- lífa. Með þakklátum huga reistu sjómenn, útgerðarmenn og far- hefur átt sér stað í sjó og hefur því miðtaugakerfi þeirra þróast á þann veg að það hentaði hvölunum sem best I votum heimkynnum sínum. Þvi er líklegt, að sumt at- ferli þeirra kunni að koma okkur nokkuð spánskt fyrir sjónir og renna stoðum undir þær fullyrð- ingar, að hvalir hagi sér heimsku- lega og beri ekki nein vitni um að þeir séu greindir, og er þá átt við í þeim skilningi sem maðurinn leggur í hugtakið greind. Höfrung- urinn frægi við strendur Nýja Sjá- lands varð sagður stór, annars var hann ekki greindur til tegundar. Sérfræðingar hafa sumir hverjir giskað á að þetta hefði getað verið háhyrningur, þótt ekki sé unnt að fullyrða neitt um það. Sumir fræðimenn vilja halda því fram, að háhyrningar og fleiri tegundir höfrunga hafi greind sem jaðri við greind mannsins. Byggja þeir full- yrðingu sína m.a. á ýmsu því sem þeir hafa komist að raun um við tilraunir sínar og athuganir. Má nefna yfirborð heilans, sem ræður miklu þegar um greind er fjallað, sem er ekki ólíkt því og gerist meðal manna. Þess skal getið, að uppbygging heilans er mjög mis- jöfn meðal hinna rúmlega 90 teg- unda sem til eru. Hvalveiðar hafa verið mjög til umræðu hér á landi undanfarin ár. Afurðir hvala eru miklar nátt- úruauðlindir, veita fólki atvinnu og skapa verðmæti. Veiðar þessar hafa allt frá því þær hófust fyrir mörgum öldum verið mikil þol- raun fyrir þá hvalstofna sem fyrir barðinu urðu á veiðum manna. Skal ekki fjölyrt meira um það, heldur bent á aðra náttúruauðlind af sama toga spunnin. Þar er átt við hina lifandi hvali, frjálsa og óraga við menn og skepnur. Heim- ildir eru fyrir því að stórhveli hafi komið á vissum tíma árs að ströndum landsins og inn á djúpa firði og dvalist þar nokkurn tíma. Má m.a. nefna steypireyðarkýr sem komu reglulega inn í Tálkna- fjörð með kálfa sína á tilteknum árstíma, en hættu því þegar veiðar hófust. Þá eru sagnir um stórhveli sem syntu árlega inn Mjóafjörð áður en hvalveiðar hófust þar á legt að gjaldeyristekjur yrðu um- talsverðar. Það er áreiðanlega von margra að svo megi verða. Eftir því sem framfarir allar og tækni veröa meiri og fullkomnari, þá fjarlægist maðurinn meira hið upprunalega umhverfi sitt og líf- verur þær sem með okkur á þess- ari plánetu búa. Fyrir 20 árum eða svo var varla farið svo um utan- verðan Breiðafjörð, að ekki sæjust hrefnur. Sumar þeirra virtust for- vitnar og syntu rólega að bátnum af einskærri forvitni. Fáum líður slík sjón úr minni. Væri ekki nær að gera út báta þá sem notaðir eru til að veiða hrefnuna til flutnings á forvitnu og áhugasömu fólki til að skoða og undrast yfir einu stórbrotnasta sköpunarverki jarð- ar? Við strendur landsins hafa með fullri vissu sést 10 tegundur tannhvala, en miklar líkur eru á því að 3—4 tegundir til viðbótar séu við landið. Mjög forvitnilegt væri að komast að raun um hvaða tegundir um er að ræða. Nokkuð öruggt er talið að ein þeirra sjáist hér reglulega, þó að hún hafi ekki sést með fullri vissu. Af tegundum skíðishvala hafa 7 þeirra sést hér við land. Tvær þeirra hafa ekki sést hér í áratugi, enda eru þær á mörkum aldauða. Til fyllri upplýsinga skal bent á grein Árna Einarssonar, líffræð- ings, í 7. riti Landverndar um hvali hér við land. Þá skal bent á greinar Jóhanns Sigurjónssonar um rannsóknir sínar sem birst hafa í tímaritinu Ægi og ritum Hafrannsóknastofnunar. Loks skal þess enn fremur getið, að hvala- og skeljasýning stendur uppi í Náttúrufræðistofu Kópa- vogs, Digranesvegi 12 frameftir sumri. Líkön af öllum þeim teg- undum hvala sem sést hafa hér við land eru til sýnis í stærðarhlut- föllunum 1:15. Þar er nokkurn frekari fróðleik að finna um hvali, eitthvert mesta undur veraldar. Opnunartími er á miðvikudög- um og laugardögum kl. 13.30-16.00. Höfuodur er forstööumadur Sátt- úrufræðistofu Kóparogs. 37 V*rð *<r" 890 •"1.250 ••• 1.250 '' ’ 2.69° 380 Vefð kf" 750
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.