Morgunblaðið - 07.07.1985, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ 1985
Gjafir í Orgelsjóð
Hallgrímskirkju
ORGELSJÓÐI Hallgrímskirkju berast
enn góðar gjafír. Nú i vor barst 100
þúsund króna gjðf frá einstaklingi,
sem ekki vill að nafn hans sé látið
uppi og Múrarafélag Reykjavíkur
gaf 50 þúsund krónur. Hallgrims-
kirkja vill koma þakklæti sfnu á
framfæri við ofangreinda gefendur
svo og við alla aðra sem lagt hafa lið
söfnuninni „Seðill f orgelsjóð”. Ef
söfnunin heldur áfram að ganga vel
ættu landsmenn ekki að þurfa að
biða lengi eftir hinu glæsiega pípu-
orgeli, sem verður það stærsta hér á
landi.
Afgreiðslufrestur slíks hljóðfæris
er 2—3 ár. Forráðamenn Hallgrfms-
kirkju telja ekki ráðlegt að panta
orgelið fyrr en safnast hefur um V4
af heildarverðinu, en áætlað er, að
orgelið kosti a.m.k. 15 milljónir
króna. (0r rrétutilkrnninfu)
Stykkishólmur:
Minnst 50 ára starfs
Fransiskussystranna
StTkkishólmi. 2. rölf.
StTkkisliólmi, 2. jóll.
SUNNUDAGINN 30. júní var þess minnst við hátíðlega guðsþjónustu f
kapellu sjúkrahússins í Stykkishólmi að 50 ár eru liðin síðan regla Fransisk-
ussystra hóf hér líknar og sjúkrastörf.
Athöfnin hófst með því að séra
Frehen biskup predikaði og síðan
flutti Ellert Kristinsson oddviti
Stykkishólmshrepps snjallt ávarp,
minntist hins mikla starfs er unnið
hefir verið af systrunum hér í bæ,
rakti hversu störf þeirra hefðu
tengst hverjum þegn þessa byggð-
arlags. Afhenti hann þeim inn-
bundna bók með nöfnum bæjarbúa,
hreppsnefndar og félaga, sem færðu
sy8trunum að gjöf vandaða bifreið
og afhenti þeim síðan lykil bifreiö-
arinnar, bað þeim allrar blessunar
á komandi tímum.
Á eftir var öllum boðið til veit-
inga. Þar flutti Jóhannes Árnason
sýslumaður ávarp frá sýslubúum og
afhenti með þökkum fyrir farsæla
starfsemi kr. 250 þúsund frá sýslu-
nefnd.
Systir Lena sem nú gegnir for-
stöðu i sjúkrahúsinu flutti síðan
ræðu, þar sem hún ávarpaði oddvita
og sveitarstjóra, Sturlu Böðvarsson,
hreppsnefnd, sýslumann og færði
þeim þakkir og árnaðaróskir, einnig
mælti hún til lækna og starfsfólks.
Komst hún meðal annars svo að
orði:
í tilefni 50 ára starfs og merkra
tímamóta langar mig til að flytja
nokkur orð fyrir hönd okkar systra.
Er við nú komum saman á slíkum
tímamótum er í hjörtum okkar
systranna fögnuður og þakklæti.
Fyrir hálfri öld leiddi Drottinn
okkur á þennan stað. Hann hefir
blessað hvern dag, veitt okkur gleði
og þrek. Vinátta fólksins hefir verið
okkur lyftistöng I starfinu. Mikið
þakkarefni er sá hlýhugur, sam-
starf og velvilji bæjarbúa og ann-
arra vina og samstarfsfólks, sem
hefir yljað okkur gegnum árin og
gert okkur kleift að reka þessa
starfsemi.
Ef við látum hugann reika aftur í
tímann verður okkur ljóst að löng
er leiðin sem gengin hefir verið. Við
stöldrum við á bryggjunni, er
fyrstu systurnar stigu á land 27.
júní 1935. Þær mörkuðu fyrstu
sporin í ókunnu landi sem nú er
orðið okkar heimaland og Stykkis-
hólmur okkar annað heimili.
Mörg ykkar sem hér eruð munið
þann dag, munið fyrstu systurnar
betur en við flest sem nú erum hér.
Ég nefni sérstaklega systur Am-
öndu sem var fyrsta príorinnan,
starfaði hér frá 1936 til 1951 og aft-
ur frá 1958 til 1964. Nú er hún 78
ára og enn starfandi meðal aldr-
aðra systra i Belgíu. Við buðum
henni hingað en hún treysti sér
ekki til að ferðast svo langt, en hún
man okkur og sendi innilegar þakk-
arkveðjur til allra sem aðstoðuðu
og veittu hjálp og til vina og kunn-
ingja. Fyrir þeim sem látnir eru bið
ég sérstaklega. Þökk fyrir allt.
Þetta er kveðjan frá henni.
Okkur verður hugsað til systur
Erneliu, hún starfaði hér í 40 ár, frá
byrjun til 1975 og er mörgum minn-
isstæð fyrir hve nálæg hún ætlð var
í gleði og sorg, muna fæðingarhjálp,
hjúkrun og kímnigáfu er henni var
gefin, hversu hún við sjúkrabeð gat
dimmu í dagsljós breytt með
hnyttnum orðum er hún gekk um
stofur. Síðustu árum eyddi hún með
systur sinni i Belgíu og lést 1983. Ég
vil minnast systur Elisabetar er hér
starfaði frá 1936 uns hún lést hér
1963 og hvílir hér í Hólminum.
Fleiri þætti nefni ég ekki. Myndir
og minningar þessara 50 ára verða
til sýnis hér í nokkra daga í sjúkra-
húsinu.
Jú, einu má ekki gleyma, en það
er systir Anna sem hér hefir starf-
að I 50 ár í haust. Hún hefir sagt
okkur margt um liðinn tima og
frætt okkur um fyrstu ár systranna
hér á landi, en það er of langt mál i
stuttu spjalli. En þakklæti okkar
verður aldrei of oft endurtekið. Ég
vil þá fyrst nefna Sturlu Böðvarss-
on sveitarstjóra sem hefir verið
okkur leiðbeinandi og hjálparhella i
samvinnu við ísl. aðila um barna-
heimilið, byggingu sjúkrahússins
o.fl. Læknum þeim sem hér hafa
starfað skulu fluttar hjartans
þakkir og sérstakar þakkir til Öla
Kr. Guðmundssonar sem hefir verið
yfirlæknir sl. 5 ár, og þakkir til
samstarfsmanna hans læknanna
sem ávallt eru reiðubúnir til að-
stoðar á sjúkrahúsinu. Við gleym-
um heldur ekki starfsfólkinu, bygg-
ingarmönnunum og öllum þeim sem
hafa lagt hönd á plóginn i hjálp og
liðveislu. Við lítum til baka með
þökk og gleði og björtum augum til
framtiðarinnar og samstarfs bæj-
arbúa.
Heiðursmerki það sem forseti
veitti okkur 17. júni sl. var stór af-
mælisgjöf og okkur mikill heiður.
Kæru bæjarbúar. Fyrir hina
rausnarlegu gjöf ykkar, þennan
glæsilega bíl, skortir okkur orð til
að þakka. Meðan við vorum billaus-
ar urðum við áþreifanlega varar
hjálpfýsi er á þurfti að halda.
Megi blessun fylgja ykkur alla tíð
og þessum góða stað.
Þannig mælti príórinnan og allir
tóku undir með þakklæti enda var
stundin mettuð þakklátum hugum
hvert sem litið var. En þetta var
stór stund i Stykkishólmi.
Árni
Dönsk prinsessa á víkinga
leikana á Laugarvatni
ELÍSABET prinsessa , dóttir Knúts
Danaprins, foóurbróður Margrétar
Danadrottningar, kemur til fslands á
miðvikudaginn. Hún verður viðstödd
sýningu á „víkingaleiknum" um Hag-
barð og Signýju, sem danskir áhuga-
leikarar frá Frederikssund á Sjálandi
sýna á Laugarvatni um næstu helgi.
1 víkingahópnum, eru yfir 100
manns, fólk úr öllum starfsstétt-
um. í Frederikssund hafa verið
haldnir „víkingaleikar" á hverju
sumri allt frá árinu 1951 og hefur
gestum sifellt farið fjölgandi.
Víkingarnir sjálfir koma hingað
til lands í fullum skrúða á fimmtu-
daginn. Sendiherra Dana á fslandi,
Hans Andreas Djuurhus, tekur á
móti þeim í Keflavík en síðan
ganga þeir rakleiðis á fund Vigdís-
ar Finnbogadóttur forseta á Bessa-
stöðum. Daginn eftir tekur Davíð
Oddsson borgarstjóri á móti þeim
og síðan ganga víkingarnir skart-
klæddir með brugðna branda niður
Laugaveg og enda á Arnarhóli. Síð-
ar þann dag halda dönsku gestirnir
að Laugarvatni með stuttri við-
komu á Þingvöllum. Fararstjóri i
íslandsferðinni verður borgarstjór-
inn i Frederikssund.
Elísabet prinsessa, sem starfar i
sendiráði Dana í Washington DC,
hefur lengi verið mjög áhugasöm
um vikingaleikana í Friðrikssund
og farið með hópnum víða um lönd.
útigrill
copco ^
grillðO
hefur alla þá kosti
sem prýöa skulu gott
útigrill. Grillpotturinn (
er stór, þaö hefur 2
ristar og er hægt aö
snúa hvoru tveggja
lóörétt svo hægt sé
aö grilla á tein á auö-
veldan hátt, án þess
aö fitan falli ofan I kol-
in. Grill-grindin hefur
áfastan, færanlegan
bakka og bretti til aö
skera á.
Elísabet prinsessa ásamt fóður sfnum Knúti prins og Carl Bruun, borgar-
stjóra í Friðrikssund.
í nýju símstöðinni
á Sauðárkróki
Sauóárkróki.
MATTHÍAS Bjarnason samgöngu-
ráðherra heimsótti Sauðárkrók nýlega,
hélt hér fund um samgöngumál og
skoðaði þær stofnanir, sem undir hans
ráðherraembætti beyra. M.a. skoðaði
hann nýja stafræna símstöð, sem verið
er að setja upp, og var þá meðfylgjandi
mynd tekin af honum og Ársæli Magn-
ússyni, umdæmisstjóra Pósts og sfma
á Norðurlandi.
Þangað til nýja stöðin verður tek-
in í notkun, er bæjarsímkerfið tengt
færanlegri stöð, sem gengur undir
nafninu „Flakkarinn" og mun hún
verða flutt til Húsavíkur, þegar
hlutverki hennar hér er lokið.