Morgunblaðið - 07.07.1985, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 07.07.1985, Blaðsíða 38
MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ 1985 38 Billinn brunar og suðið er notalegt. Landslagið líður hjá og áreynslulaust flökta ýmiss- konar hugsanir, koma og fara. Hvergi er hugurinn ótruflaðri, enda ekkert tónatengt út- varpsmas i þessum bíl. Útvarp hefur aldrei fengið inni í nokkr- um bíl Gáruhöfundar. Stundum er þar eini staðurinn til að hugsa heila hugsun á leið milli húsa í nútíma streitulífi. En margt kemur í hugann þegar rennt er aleinn í bil um lands- byggðina, upp yfir heiðar og inn fyrir fjarðarbotna — á Vest- fjörðum. Þrettán hundrað kiló- metra á fáum dögum. Vegir eru ágætir eftir þetta þurra vor þegar ekið er vestur um og um sunnanverða firðina til ísafjarðar. Á stöku stað þó varasamir hryggir þar sem unnið er að heflun eða borið ofan í. Enda árstími viðgerð- anna. Fjarska er samt dapur- legt að horfa upp á alla þessa fyrirhöfn og vita að ekki liður á löngu áður en þetta hefur allt spýst eða þyrlast upp i loftið. Púff! Horfið í mekki, eins og ekkert hafi verið gert. Verði eitthvað eftir á veginum ýtist það visast út af honum undan ýtutönn með fyrstu snjóum. Kemur fram i hugann gamla góða sagan frá Kleppi, þar sem sjúklingarnir áttu að hafa borið sama sandinn upp i strokk og sturtað honum niöur allan dag- inn, en ef þeir fundu það út töldust þeir læknaðir og voru útskrifaðir. Hefur hliðstætt at- hæfi síðan hlotið hið alkunna nafn Kleppsvinna. Hvenær ætli við höfum efni á að „læknast" og getum hætt að bera sand og grjót í hítina? Komið er fram á dag þegar rennt er áfram norður Dalina, eftir bensinlögg á fararskjót- ann og góðan kaffisopa með spjalli hjá henni Kristjönu i Búðardal. Ljóðabrot rifjast upp Þegar rennt er framhjá bæjum; Ljárskógum þar sem söngmað- urinn með hörpuljóðin, Jón Jónsson, fæddist; Ljárskógaseli, fæðingarstað Jóhannesar úr Kötlum sem orti um hann pabba, sem var skrýtinn og sköllóttur karl og „kotungsleg seiglan í kögglum hans/ væri kónginum samboðið — stund- um“; Hvitadal er minnir á Stef- án og Söngva förumannsins; Skógum þar sem fæddist höf- undur þjóðsöngsins Matthías Jochumson og orti: Bráðum kveð ég fólk og frón og fer í mína kistu - rétt að segja sama flón sem ég var í fyrstu og sungið er hástöfum i bílnum Hlíðin mín fríða þegar ekið er niður að Reykhólum meðfram Barmahlíðinni sem heillaði Jón Thoroddsen til að yrkja um blágresið blíða og berjalautu væna. Þar gefur að líta einhver fallegustu gömlu bæjarhús á landinu, Barma, sem Jón Ólafsson arkitekt hefur gert svo fallega upp, eins og sést á teikn- ingu hans hér á síðunni. Á leirunum i botni Gilsfjarð- ar og stigvélatánni á Hvamms- firði er útfall. Þar er nú örlítið lag af glitrandi sjó yfir svörtum sandi, svo slær á blárri slikju undan geislum sólar og gárurn- ar í sandinum undir mynda undarlegustu ijósbrot. Stór- kostleg listsýning! Seinna og uppi á einhverri heiðinni kemur skyndilega i ljós rautt sæluhús í þokunni. Jafn- vel i bíl á auðum vegi á björtu vori er gott sjá svona hús. Hvað þá ef verið er á ferð í illfæru vetrarveðri. Það er merki um að komið sé á háheiðina og nú fari að halla niður af. Sæluhús tákn- ar þó ekki að einhver sérstök sæla sé að vera þar. Það kynni þó nútimafólki helst að koma i hug. Rétt eins og barnið sem spurt var í brúðuleikhúsinu um útilegumenn og kvaðst aldeilis þekkja þá, menn sem fara upp á fjöll með bakpoka og tjald. Nei, sæluhús vísar til annarrar sælu. Fyrir að reisa sæluhús fyrir förumenn fékkst ávísun á sæl- una á himnum. Forfeður okkar gátu raunar tryggt sér sæluvist út á annað, svo sem brúargerð og vegabætur. Ekki veit ég hvort vegagerðarmennirnir sem bera ofan í sand og möl á ári hverju tryggja sér nokkurt sér- stakt pláss í sælunni þarna uppi, en afrakstur þeirra erfiðis er að minnsta kosti horfinn áleiðis á undan þeim upp í þenn- an sama geim. Fyrrum gátu menn gefið sælubrú eða sælu- AIIT TIL PIPULAGNA aa BYGGINGAVÖRUR HE SUÐURLANDSBRAUT 4. SÍMI 33331. —....... ' —■ ■ —— ferju á alfaraleið til að liðka fyrir því að komast í sæluvist- ina. Fyrir þessu fyrirheiti um sæluna á himnum má bera gaml- ar bækur. Aftur á móti krefjast bæði heilög ritning og Sigurður Þór- arinsson annarskonar framlags til að fá hlutdeild í slíkti sælu. Mattheusarguðspjall segir: Sæl- ir eru fátækir í anda, þvi að þeirra er himnaríki. Hvorki nefnt sæluhús, brýr né ferjur. Ættu þá margir að vera hólpn- ir. Og Sigurði varð að orði: Nú þekkist sú skoðun og þykir fín, að þetta vort jarðlíf sé ekkert grín, menn eigi að lifa hér ósköp trist. Og öðlast í himninum sæluvist. Gáruhöfundur er nú greini- lega orðinn fátækur í andanum. Ró og næði og skortur á mali í bíl á ferð dugar sýnilega skammt til djúpra hugleiðinga. Raunar álitamál að svo fátæk- legur andi eigi nokkra sæluvist skilið — ekki einu sinni í rauðu húsi í þoku uppi á heiði. En hugurinn í suðandi bíl lætur lítt að stjórn í þokunni. Rifjast upp sögur af draugum og útilegumönnum, sem fylgja hverri heiði. Það voru eins kon- ar landverðir fyrri tíma. Má segja að þeir hafi veitt landinu nokkra vernd. Um aldir þorði varla nokkur maður upp á há- lendið þeirra vegna og umferð dróst saman. Nútíma landverð- ir, sem komnir eru um þetta leyti hver á sinn stað í þjóð- garða og vinsæla ferðamanna- staði á fjöllum, hafa tekið við þeirra hlutverki. Hafa þó önnur ráð til að forða of miklum átroðningi á gróður og vinsæl- ustu blettum frá því að verða að öskuhaug en að hræða fólk frá. Fádæma ósköp hafa vegir annars batnað á fáum árum. Kominn fínn vegur norðurleið- ina frá ísafirði, inn fyrir alla firði við Djúpið og yfir Stein- grímsfjarðarheiði til Hólmavík- ur. Hvað þá skotvegurinn það- an, suður Strandir og á hring- veginn í botni Hrútafjarðar. Þó eins gott að vita uppi á miðri heiði að þessi breiðvegur til vinstri sem allt í einu birtist hornrétt á veginn getur ekki verið annað en nýi vegurinn um Steingrímsfjarðarheiði, því ekkert er þar skiltið. En margt gerist á langri leið. Sem ekið er á fögru lygnu kvöldi út með lsa- firðinum, innsta firði við Djúp, heyrðist allt í einu mikið kríu- garg inn um bflgluggann. Skammt ofan við hafflötinn flýgur örn með kríuger í kring- um sig og með eina i klónum. Og úti er ævintýri. Hjartans þakkir til allra sem sýndu mér vinarhug á níræðis afmœli mínu 22. júní sl. Guð blessi ykkur öll. Sigríður Pálsdóttir. Ungt, barnlaust par óskar eftir 2—3 herb. íbúó á rólegum staö á Stór- Reykjavíkursvæöinu. Góöri umgengni, reglusemi og skilvísum greiöslum heitiö Vinsamlegast hringið í síma 32647 eða 651382.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.