Morgunblaðið - 07.07.1985, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 07.07.1985, Blaðsíða 35
MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 7. JULl ],965 35 *— Morðin í geimfarinu Erlendar bækur Jóhanna Kristjónsdóttir Murder in Spaee: F.W. Wolf eftir handriti Wesley Kerguson. Utg. I Vnguin 1985. Auðvitað hlaut að koma að því að reyfarahöfundar uppgötvuðu að himingeimurinn er kjörinn til að verða vettvangur æsiviðburða. Eins og til dæmis morða. Murder in Space gerist um borð í geimskipi, áhöfnin er af ýmsum þjóðum og hef- ur verið við rannsóknir á Mars en snýr nú senn heim. Sambandslaust hefur verið við geimfarið en þegar tengsl nást á ný kemur upp úr kaf- inu, að það er ekki allt með felldu um borð. Rígur og persónulegar ill- deilur eru manna í millum og um þær mundir sem geimfarið nálgast verður að útkljá þær. Er þá sovézka stúlkan Olga Denernko myrt snar- lega. Reynt er að vísu að halda því leyndu fyrir fjölmiðlafólki — sem er heldur hvimleitt í bókinni — en stjómstöðin í Bandaríkjunum á í vök að verjast. Og svo reynist ekki duga aö myrða Olgu og er á ör- skammri stundu þremur öðrum komið fyrir kattarnef. Eftir eru fimm manns, og spurningin er hvert þessara fimm hefur framið morðin öll eða einhver þeirra? Geimfarið lendir eftir fáeinar mínútur og leyndardómurinn hefur ekki verið upplýstur. Og lýkur þar með bók- inni. Það er að segja: henni er ekki lok- ið. Þvi að niðurlagskaflinn hefur verið skrifaður og er geymdur í bankahólfi á öruggum stað. Sjón- varpsmynd hefur verið gerð eftir fyrri hlutanum og eftir því sem seg- ir í kynningu veit enginn leikaranna hver leikslok eru — þar af leiðandi getur enginn verið morðingjalegri en annar. Fyrri hlutinn verður sýndur í sjónvarpi i næsta mánuði, hér og hvar um heiminn. Skömmu siðar verður niðuriagið tekið upp, með mikilli leynd og sýnt í septem- ber. Penguin hefur efnt til sam- keppni um það meðal lesenda sinna hver morðinginn sé. Og sagt er að merkileg verðlaun séu í boði, en tek- ið fram að það séu ekki peningar. Þetta er allt jafn dularfullt. Bókin er ágætis afþreyingar lest- ur. Spennan kemst til skila, bæði spennan i geimfarinu og sú sem rík- ir í stjórnstöðinni og er ekki minni. Söguþráðurínn er ósköp laus í sér. En gerir ekkert til i bók af þessu tagi. Mér hefði persónulega fundist að það dygði að myrða einn geimfar- anna, morðin þrjú sem koma á eftir eru einhvem veginn ósköp bragð- dauf og hryllingurinn skilaði sér ekki til min. Hins vegar er ég ekki nokkru nær um hverijir) eriu) sökudólgurinnl- amir). í tilefni sumarsins hefur OLÍS ákveðið að bregða á leik með bíleigendum. Leikurinn er sáraeinfaldur og opinn öllum bíleigendum allsstaðar á landinu. Hann er svona: Á hverjum föstudagsmorgni í sumar (í fyrsta sinn 5. júlí) veröur hengdur upp miði á öllum OLÍS stöðvum allsstaðar á landinu. Á miðanum er listi yfir 10 bílnúmer sem valin hafa verið af handahófi með aðstoð Hagvangs. Eigendur þessara bíla (bílnúmera) eru vinsamlega beðnir að taka þátt í „Sumarmarkaðskönnun" OLÍS. Fyrir ómakið færðu senda ávísun frá félaginu að upphæð kr. 10.000. - Segjum og skrffum tíu þúsund krónur °°/ioo. - Þetta boð gildir í viku eða fram á næsta föstudag, og fellur þá úr gildi. Það er eins gott að fylgjast vel með, því þann föstudagsmorgun verður hengdur upp á OLÍS stöðvunum nýr listi með 10 nýjum bílnúmerum. Eigendur þessara bíla geta líka tekið þátt í könnuninni og sótt sínar 10.000 kr. ávísanir hver, þá vikuna. Svona gengur leikurinn koll af kolli, viku eftir viku í allt sumar. Síðasta könnun ferfram föstudaginn 6. september. Þetta er óvenjulegur leikur, skemmtilegur leikur, sem krefst einungis þess af þátttakendum að þeir fylgist með. Verum hress og kát í sumar. verum nress og Kax i sumar. Verið með, fylgist með. 10 ný bílnúmer í hverri viku - gengur lengra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.