Morgunblaðið - 07.07.1985, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.07.1985, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JtJLÍ 1965 rzz 21 sem er sunnan til við Þorska- fjörðinn. Þangað náði bflvegur- inn og hægt að fá fluttan varning þangað. Margir fengu okkur Jón til að flytja fyrir sig varninginn áfram sjóleiðis. Þetta voru oft feiknamiklir flutningar. Kinn- arstaðasystur tóku á móti fólki sem var á ferðinni og voru róm- aðar fyrir góða fyrirgreiðslu. Þær búa þarna enn með kindur og kýr. Þær eru orðnar mjög full- orðnar, merkilegt hvað þær geta.“ Ekki lítur lendingin við Skála- nes út fyrir að vera neinn óska- lendingarstaður, a.m.k. ekki þeg- ar horft er út á lendinguna á fjörunni. Jón samsinnir því. „Það er vandlent. Oft ekki hægt að komast að og þurfti að bíða fyrir utan. Leggja bátnum þar sem skást var í skjóli og sækja hann svo þegar fallið var að. En það var vont að eiga við þetta þegar vond voru veður. Slæmt þegar er svona mikið útfiri. Munur á flóði og fjöru eru alltaf einir 5 metrar. Hér er því mikil sjóhætta, þar sem hægt er að ganga á þurru út í eyjarnar á fjöru. Fé flæðir stundum á skerjunum. Þarf að gæta þess. Áður var svo mikið beitt í fjöruna. Ærnar látnar kroppa þar ef enginn ís var í fjörunni." Vorkópar mjúkir sem lambakjöt Gufudalssveitin var landbún- aðarsveit, láglendi víðast vel gró- ið og hið besta sauðland. Skála- nes á land beggja megin nessins, sem gengur fram milli Kolla- fjarðar og Gufufjarðar. í eyjun- um voru hlunnindi, litils háttar æðarvarp og vorkópaveiði, en sakir grunnsævis og sjvarfalla á tófan greiðan aðgang út í eyjar. „Síðan selskinnin féllu í verði verður lítið úr hlunnindunum," segir Jón. „Aðeins er farið lítilsháttar í sel til matar, teknir svona 18—20 kópar nú orðið. Kjötið af vorkóp- unum er þá saltað eins og lamba- kjöt. Þarf að salta það vel svo það þráni ekki. Segir Jón að nokkrir þarna í kring sem hafi vanist kópakjötinu vilji gjarnan fá að smakka það. Það sé eins mjúkt og lambakjöt og ákaflega gott á bragðið. Hreyfarnir eru að sjálfsögðu nýttir. Áður fyrr voru þeir súrsaðir, en nú eru þeir frystir og svo teknir og sviðnir og soðnir eins og lambasvið. Skinn- in eru spýtt og verkuð heima. Eitt og eitt selt ferðamönnum á 500 kr. stykkið. Cr æðarvarpinu fengust 5—7 kg af dún, en eftir að minkurinn komst í eyjarnar hefur það farið minnkandi, að þvf er Jón segir. Hrognkelsaveiðin var áður bjargræðið i sveitunum, en leggja verður langt úti til að forða æðarfuglinum, svo hann lendi ekki í netunum. Þegar okkur ber að garði er komið fram á hrognkeisatímann, en enginn tími hefur enn gefist til að leggja netin í Skálanesi. Hallgrímur bóndi er enn bundinn við sauðburðinn. Sjálfur kveðst Jón hafa orðið að hætta að fara á sjó fyrir fjórum árum þar sem hann er orðinn svo slæmur í mjöðmum, hefur hækju sér til stuðnings. „Áður fyrr var grá- sleppan bjargræðið á vorin, menn komu með hesta af bæjun- um og fóru með hestburði af grásleppu. En eftir að farið var að leggja svo mikið út með allri Barðaströndinni, gengur grá- sleppan ekki svo mikið hingað inn.“ Það lyftir undir Hlunnindi á jörðum eins og Skálanesi nýtast greinilega ekki eins og áður var. Þrátt fyrir vegasambandið við þjóðvegakerf- ið er byggðin í þessari og nálæg- um sveitum að fjara. Jón í Skála- nesi segir að þvi miður sé fólki feikilega mikið að fækka i sveit- inni. Nokkrir bændur hafi þó komið og sest að á undanförnum árum, en gjarnan farið aftur. Virðist ekki líka nógu vel. „Einn bóndi var þó að koma i Múla, hér inn með Kollafirðinum, Magnús Helgason, hóf búskap i vetur með 300 fjár,“ segir Jón. „Þetta er smiður úr Reykjavík og mun ætla að fara upp i 500 fjár, enda er Múli mikil jörð. Á næsta bæ, Eyri, sem er hér á milli Skála- ness og Múla, er flugmaður, Har- ald Snæholm og fjölskylda hans, að byggja íbúðarhús til sumar- dvalar. Þar er silungsá og skemmtilegur staður og þeir eru að gera þar flugbraut. Og innst í firðinum er bær sem Klettur nefnist. Þangað kom bóndi frá Drangsnesi á Ströndum i vor. Maður er feginn þegar byggðin þéttist eitthvað aftur. Það lyftir undir. Þetta er svo stórt svæði sem þarf að smala. Vill til að Skáleyjamenn flytja sitt fé hér á land í sumarhaga og þeir koma með margt fólk í smalamennsk- una. Fólk sem hefur alist hér upp kemur líka oft okkur til hjálpar við að smala. Sveitir blómstra og dala. Ekki er nema rúm öld síðan Gufu- dalssveit taldist með lífvænlegri sveitum landsins og þar var mik- ill landsmálaáhugi. Þangað náði angi af vakningaröldu þeirri er reis með ólafi Sívertsen í Flatey og vakti upp mikinn bókmennta- áhuga, svo að stofnað var þar eitt fyrsta lestrarfélagið i landinu. Með breyttum tímum hefur síðan fækkað i þessari sveit og þeir sem eftir eru mega hafa sig alla við við að halda í horfinu. Gæti það verið að komið sé til botns í lægðinni og fólk sé aftur farið að setjast að í sveitinni?. Hver veit það? Skálanesfólkið stendur a.m.k. enn keikt á verðinum. EPá peningagjafir frá velunnurum hennar. Sóknarpresturinn, Valdimar Hreiðarsson, þakkaði gefendum. Þess má geta að Geirdælingar hafa staðið góðan vörð um kirkju sina og umgengni er þar öll til fyrirmyndar. Þeir hafa sýnt henni sóma eins og henni ber, enda mun kirkjusókn þar vera með ágætum. Fréttaritari hefur áður fullyrt í öðru sambandi að það megi jafnan sjá menningarástand hverrar byggðar með því að skoða kirkj- una og kirkjugarðinn. Geirdælingar ættu þvi að fá mjög háa einkunn samkvæmt þessari kenningu. Rétt er að taka það fram að upplýsingar um Garpsdalskirkju eru frá formanni sóknarnefndar, Halldóri Jónssyni frá Garpsdal. Sveinn Guðmundsson Kirkjan er teiknuö af húsameist- ara ríkisins, E. Erlendssyni, og kostaði hún tæpar 9 þúsund krón- ur. í sóknarnefnd sem sá um kirkjubygginguna voru: Jón Ólafsson kaupfélagsstjóri Króksfjarðarnesi, Júlfus Björns- son oddviti Garpsdal og Helgi Helgason bóndi Gautsdal. Yfirstjórn kirkjubyggingarinn- ar hvíldi mest á herðum Jóns ólafssonar og var efnið flutt á staðinn á hestvögnum. Hins vegar lögðu flest sóknarbörn hönd á plóginn. Yfirsmiður var Björn Jónsson frá Skógum, en alla fínni smíði vann Sumarliði Guðmunds- son bóndi og smiður á Gróustöð- um. Málarameistari var Jón Björnsson sonur Björns kirkju- smiðs, ísafirði. Og má þess geta að það verk var svo vel unnið að lítið sést á málningunni enn og hafa aðeins verið máluð síðan gluggar og forkirkja. Allar raflagnir voru unnar af Tryggva Samúelssyni frá Broddanesi. Kirkjuklukkur eru frá 1742. í tilefni afmælisins bárust kirkjunni ýmsar gjafir 2 kórstól- ar gefnir í minningu Jóns Daní- elssonar bónda á Ingunnarstöðum. Gefnir af konu hans og börnum. Altarisdúkur saumaður af ónefndri konu og gefinn af tveim konum i sókninni. Tveir gylltir kertastjakar gefnir i minningu þeirra hjóna Haflínu Guðjóns- dóttur og Júlíusar Björnssonar Garpsdal. Gefendur eru börn þeirra, Sigriður og Björn. Fóstur- sonur þeirra, Halldór Jónsson, og dóttursonur, Hafliði Ólafsson bóndi i Garpsdal og fjölskyldur þeirra. Einnig bárust kirkjunni <9 SALON Á PARIS Til viðskiptavina minna Vegna mikilla anna og sumarleyfa starfsfólks míns vil ég vekja at- hygli á breyttum opnunartíma í sumar. Opiö frá 9—18 mánudaga til miövikudaga. 9—20 fimmtudaga og föstudaga og 9—18 alla laugardaga. Öll almenn hársnyrtiþjónusta 10% afsláttur fyrir elli- og örorkuþega. Með vinsemd og virðingu Sveinbjörg Haraldsdóttir SALON A PARIS Hafnarstræti 20 (Lækjartorgi) sími: 17840 m<Kvm F1 ug og bí 11 Amsterdam 14.957 Brotttarardagar: mán., fimmtud., föstud. og sunnud. Barnaafsl 6500 kr. m> ZurÍCh Veröfrá 17.729 kr Brottfarardagur: sunnud. Barnaafsl. 7357 kr. ""N PariS veröfrá 15.443 kr. i J Brottfarardagur: föstud. Bamaafsl. 5JM0 kr. Salzburg Verö frá 12.244 kr. Brottfarardagur: miðvikud. Barnaafsl S.200 kr. Glasgow Verö frá 13.256 kr. Brottfarardagur: flmmtud. Barnaafsl. 5.800 kr. London Brottfarardagur: mánud. Barnaafsl. 6.700 kr. Verö frá 15.072 kr Luxembourg Verð frá 14.592 kr. Brottfarardagar: ailir dagar. Barnaafsl 6.700 kr. Frankfurt Veröfrá 14.548 kr Brottfarardagur: sunnud. Barnaafsl 6.700 kr. Kaupmannahöfn Brottfarardagur: mánud. Verð ^ 16.750 kr Barnaafsl. 7.600 kr. Allt verö er miöaö viö 4 í bíl í eina viku. Innifalið: Flug, bíll, ótakmarkaöur kílómetra- fjöldi, sölusk. og kaskótrygging. Húsbflar: fáanlegir í Luxemborg, og Dusseldorf. Einnig: Flug og bíll í Osló, Bergen, Gautaborg og Stokkhólmi. JZTu « Umtx)ö á Islandi fyrir DINERS CLUB INTERNATIONAL Skipuleggjum Vlöskiptaíeröir: viöskiptaferöir hv«1 sem * eriverokJinni Ferðaþjónusta Vinaheimsökmr — Kaupstefnur — Einstaklingsferöir - Feröaþjónusta ATLANTIK sér um aö finna hagkvæmustu og þægilegustu feröma tyrir viöskiptavini sma þeim aö kostnaöarlausu. OTLOVm FEROASKRIFSTOFA, IÐNAOARHUSINU HALLVEIGARSTIG 1, SÍMAR 28388 - 28580
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.