Morgunblaðið - 07.07.1985, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 07.07.1985, Blaðsíða 50
50 AMASÓL: MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ 1985 V ið segjum nú bara eins og Göngu-Reynir. Því miður er hringurinn ekki stærri,“ sagði einn félaga í Amasól-félaginu, er blaðamaður ræddi við þá nýver- ið. Amasól-félagið samanstend- ur af þremur fjölskyldum bú- settum í Hlíðarbyggð í Garðabæ en félagið var stofnað um sam- vinnu þeirra að smíði þriggja tjaldvagna. Vagnarnir voru smíðaðir í bflskúrum húsa þeirra og tjöldin saumuð á stofugólfum og kom verkstæðis- og saumastofuvinna þar aldrei til og sjaldan til umhugsunar. Nafn félagsins á ekkert skylt við ama af sól. Með smátilbrigð- um frá beygingum orða í latínu, frönsku og jafnvel spönsku er hugsunin að baki: „Ég elska sól“, en nafninu er raðað saman með upphafsstöfum í nöfnum hjónanna þriggja, þ.e.: Anna Margrét, Margrét, Anna, Sig- urður, Ómar og Logi. Morgunbladid/ Þorkell AMASÓL-félagar í réttri röð fyrir framan einn vagninn Anna Marerét, Margrét, Anna Kriatjáns, Sigurður, Ómar og Logi. Synirnir, talið frá vinatri: Kristján Frosti, Friðfinnur Ragn- ar og Jón Guðni. Dóttur Onnu og Loga, Nönnu, vantar á myndina, einnig eldri son þeirra Margrétar og Sigurðar, Ingiberg. .. veistu, að þau priónuðu þetta allt sjálf ‘ Saknaðarhljómurinn og samlíkingin við tilfinningar göngu- garpsins Reynis frá Sólheimum, þegar göngu hans var lok- ið, eiga rætur í þeirri staðreynd að verkinu er lokið. Þrír tjaldvagnar með fortjöldum, innréttingum, eldhúsum og auðvit- að tilheyrandi gardinum o.fl., öllu heimasmíðuðu og saumuðu, standa tilbúnir í hlaði fyrir árlega sameig- inlega útilegu. Þau taka ekki fyrir það aðspurð, að hafin verði sameig- inleg smíði á einhverju nýju og ekki stendur á hugmyndum: „Hvað með garðhús?" „Já, þá ferðagarðhús með vögnunum." Við erum stödd á heimili önnu Kristjánsdóttur og Loga Runólfs- sonar í Hliðarbyggð 7 og til að spjalla um tjaldvagnasmíðina eru auk þess mættir aðrir félagsmenn Amasól, þau Anna Margrét Björns- dóttir og Ómar Ingólfsson, sem búa á nr. 13, og Margrét Friðfinnsdótt- ir, Sigurður Ingbergsson á nr. 5. Synir þeirra hjóna á aldrinum 7—9 ára, þeir Jón Guðni Ómarsson, Friðfinnur Ragnar Sigurðsson og Kristján Frosti Logason, gefa sér smátíma frá leikjum á fögru sumarkvöldi til að Ieyfa ljósmynd- ara að smella af mynd, en eru síðan fljótir að hverfa út í góða veðrið á ný. „Ef þeir geta þad hlýt ég líka að geta það“ Það var veturinn 1978 til 1979 sem hugmyndin að smíðinni varð til. Logi sagði: „Þeir bönkuðu upp á eitt kvöldið Sigurður og Ómar og spurðu hvort ég vildi vera með i að smíða tjaldvagna. Ég hugsaði með mér, ef þeir geta það þá hlýt ég líka að geta það og sagði þvf já. Eftir að þeir voru farnir sá ég strax eftir þessu, eða þegar ég gerði mér grein / heimsókn hjá þremur fjölskyldum í Garðabœ, sem raðsmíðuðu og saumuðu þrjá tjaldvagna með fortjöldum heima hjá sér Vagnarnir eru léttir í drætti að sögn félaganna og hafa þeir m.a. farið Fjallabaksleið nyrðri, án nokknrra vandamála. Lagt af stað úr Hlíðarbyggðinni í útilegu í fyrrasumar. fyrir hversu mikið verk þetta hlyti að vera.“ Upphaf málsins var að Ómar hafði fylgst með umræðu vinnufélaga sinna en einn þeirra var að smíða tjaldvagn heima hjá sér. Siðar var notast við mælingar á vagni þessa vinnufélaga ómars en þær tóku miktum breytingum á teikniborðum og á meðan á smíð- inni stóð. „Þetta varð síðan nokkurs konar raðsmíði," sagði Ómar. „Eftir að við höfðum hugleitt, margrætt og teiknað hvern verkþátt smíðuðum við ef svo má segja í þríriti." Efnis- öflun gekk vel, i vögnunum eru stálprófílar, þeir eru einangraðir í hólf og gólf. Ytri byrði eru úr vinyl- húðuðu-stáli frá Garða-Héðni. Allir prófflar voru handsagaðir og hand- slípaðir heima i bilskúrunum. Hvernig gekk svo járnsmíðin i höndum framkvæmdastjóra, kerfis- fræðings og vélstjóra? Ómar og Logi voru á því, að þeir hefðu aldrei hætt sér út í þetta án Sigurðar, sem er vélstjórinn i hópnum, og vist væri að ómögulegt hefði verið að standa í þessu án manns með kunn- áttu i rafsuðu. ómar sagði m.a.: „Þetta var fyrsta reynsla mín af járnsmíði. Ég hefði ekki getað valið betri leið. Þetta var góður skóli." 25 metrar af rennilás- um í hverjum vagni Saumaskapur er mikill á tjöldum og fortjöldum þriggja tjaldvagna og sögðu þær Anna og Margrét, að Anna Margrét ætti allan heiðurinn af því verki. Þó þær hefðu unnið eftir mætti og getu hefði Anna Margrét teiknað, sniðið og saumað manna mest. Það kom fram, að Margrét og Anna Kristjáns höfðu fyrst ætlað sér aö láta sauma tjöld- in á saumastofu en Anna Margrét sagðist aldrei hafa leitt hugann að öðru en gera þetta sjálf. Þær voru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.